Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGtJST 1985 fclk f fréttum Liza Minnelli á uppleið Liza Minnelii sem fyrir rúmlega ári kom af hinni margumtöluðu meðferðar- miðstöð Betty Ford hefur staðið sig prýðilega. Hún hefur að nýju tekið saman við eiginmanninn Mark og lítur vel út. Það eru ekki iengur eiturlyfin og áfengið sem ráða yfir lífi hennar held- ur hefur hún tekið völdin í sín- ar eigin hendur. Eftir áralanga baráttu við sjálfa sig hefur hún sætt sig við að verða ekki móðir í bráð og leggur metnað sinn í að gera vel í vinnunni. Semsagt loksins virðist framtíðin brosa við Lizu Minnelii og hún lært að takast á við lífið. ■ Fyrir tuttugu árum Það er eins og gerst hafi i gær, já, eins og gerst hafi f gær. Einmitt á þessa vegu, eins og kunnar laglinur sem Guðmundur Jónsson söng forðum hljómuðu, kemur það Eyjóifi Jónssyni sundkappa fyrir sjónir þegar hann synti fyrir rúmiega 25 árum m.a. frá Svalbarðæyri að Torfunefs- bryggju á Akureyri. Eyjólfur Jónsson á sér trúiega fáa sína líka og hefur tíðum verið taiinn einn af fremstu iþrótta- mönnum landsins. Hann synti á sínum tíma hvert þolsundið á fæt- ur öðru og á að baki lengstu sund sem íslendingur hefur synt hingað til. „Ég var heilsutæpur sem barn og missti af leikfimi og sund- Reykjavík að Akraneshöfn 6. júlí 1958, frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar 14. júni 1958, annað sund til Drangeyjar 30. maí 1959, frá Kjalarnesi að Reykjavíkurhöfn f júlí 1959 og einnig til Vestmanna- eyja í júlí sama ár. Það var svo 1960 að ég synti til Hrfseyjar frá landi og frá Svalbarðseyri aö Ak- ureyrarpoilinum i júlí sama ár. Ég reyndi svo við Ermarsundið þrisv- ar en varð að hætta í síðasta skipti eftir 13 klukkustundir og var þá um 7 kíiómetra frá takmarkinu. Eftir þetta var það annað sem tók við hjá mér, og sundið varð að víkja fyrir vinnunni og öðru, en ég hef verið lögreglumaður nú i fjöldamörg ár og tei mig heppinn því þar hef ég starfað með góðu EYJÓLFUR JÓNSSON Synti frá Svalbarðseyri að Torfunefsbryggju, Akureyri „Ég tel mig engan afreksmann" kennslu. Það var svo um 13 ára aldur að ég fór með öðrum drengj- um í Sundhöilina og við fórum að leika okkur að þvi, bæði syndir og ósyndir að vita hver okkar gæti haldið sér lengur i kafi. Ég fór niður með stiga í dýpsta hluta Iaugarinnar og reyndi að halda mér lengi niðri en á meðan ég var í kafi spyrnti einn drengur i höf- uðið á mér og hijóðhimnan sprakk. Mér var því bannað að fara í vatn um tíma. Það var eiginlega tiiviljun að sundið skipaði svona stóran sess í lífi mínu seinna meir. > Ég var einn af stofnendum Þróttar og hafði alltaf áhuga á að koma af stað frjáisíþróttadeild. Bróðursonur minn og uppeldis- bróðir, Svavar Magnússon, var ákaflega efnilegur íþróttamaður og ég var alltaf að örva hann til að iðka sjóböð þvi það myndi hressa líkamann og stæla. Hann brást þannig við að hann sagðist skyldu synda ef ég kæmi með og gerði það líka. Ég sló til og sá að af þessu hafði ég skemmtun og hressingu og leið vel á eftir, þó svo að ég kynni ekki að synda. Fór þetta svo að ég fór að gera það að vana að skreppa i sjó eftir vinnu og ekki leið á löngu þar til ég var farinn að fleyta mér áfram á nokkurskonar bringusundi og þá lagði ég í mitt fyrsta sund yfir Skerjafjörðinn 2. nóvember árið 1950. Ég hætti svo sundi um tíma en fór aftur af stað. Ég lagði í Drang- eyjarsundið 13. júlí 1957, fór frá fólki, prýðis yfirmönnum og lög- reglustjóri er drengskaparmaður. Dóttir mín og tengdasonur eru bæði í lögreglunni líka.“ — Hvað þarf maður að hafa til að bera til að verða afburða sund- maður? „Ég tel mig engan afreksmann siður en svo og þegar ég Ift til baka þá var þetta einskonar leikur. Maður byggði sig upp og varð af- skaplega heilsuhraustur. Þegar ég var upp á mitt besta held ég að ég hefði auðveldlega getað sofið úti um vetur án þess að verða meint af. Kuldaþolið var mín sterkasta hlið í sjósundinu. Sund Guðlaugs Friðþórssonar frá Vestmannaeyjum ber af öllum öðrum sundum að mínu áliti og ég dáist að þeim dreng. Það var ekki leikur þar sem hann fór sjálfvilj- ugur út i hafið og munurinn er geypilegur. En til að verða góður sundmað- ur þarf maður að skapa sér að- stæður og gera kröfur til sjálfs sín, byggja sig upp og auka og þjálfa þol líkamans. Heilbrigt líf er undirstaða og þá að vera reglu- samur í mat og drykk og sofa nóg. Tóbak og áfengi ætti íþróttamaður ekki að setja inn fyrir sínar varir. Það kemst enginn áfram með því að gera sífellt kröfur til ann- arra en ekki til sjálfs sin. Ég finn hvað sundið hefur gefið manni af lifi og þreki, og í dag er ég sextug- ur en finnst ég vera í sama formi og þegar ég var 25 ára. Ungir menn ættu endilega að stunda ein- um sterkasta mann í heimi var sýnd og Bretarnir voru yfir sig hrifnir af Jóni og héldu hann ^fremsta íþróttamann Norðurland- anna. Þeim fannst það með ólíkindum að hann skyldi setja heimsmet f staurakasti en það er iþrótt sem Bretarnir hafa tileinkað sér hingað til. Hann kom sá og sigr- aði.“ — Syndirðu mikið ennþá? „Ekki get ég nú sagt svo. Það er þá einungis til gamans. Við hjónin höfum farið suður með sjó i góðu veðri og þar hef ég þá brugðið mér smásprett eða dýft mér í Selja- vallarlaug eða Laugarvatn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.