Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST1985 B 9 þeirri innri ákvörðun eftir eins og Fischer hafði. Sp.: Þú lést þau orð falla, þegar heimsmeistaraeinvíginu var frest- að, að þú hafir þá haft 30 prósent möguleika á að vinna einvígið. Var möguleikinn ekki meiri? K: Ég nefndi þessa tölu og upp frá því vitnar Karpov oft á tíðum í þessi ummæli mín: Úr því að Kasparov sjálfur nefnir 30 pró- sent, þá koma 70 prósent i minn hlut. En svo verða menn líka að hafa í huga, að áður en tvær síð- ustu skákirnar voru tefldar, voru mínir möguleikar á að sigra rétt örlítið meiri en núll, en svo urðu þeir skyndilega allt að 30 prósent- um. Það skaut Karpov mjög skelk í bringu, þannig að hann var eins og lamaður, því að einn þriðji sig- urlíkur táknuðu raunverulegan möguleika á að ég ynni einvigið. En ég á annars erfitt með að meta, hvort þessi tala hafi verið rétt, enda skiptir það engu máli, því að Karpov annað hvort vildi ekki eða bara gat ekki haldið keppninni áfram. Sp.: Ef málum var þannig hátt- að, hefði hann, keppnislega séð, þó helzt átt að gefast hreinlega upp. K: í huga Karpovs er réttur íþróttaandi tómt mál, fánýtt hug- tak og einskis virði, en ég er aftur á móti þeirrar skoðunar, að við teflum í þágu alls heimsins og get- um því ekki hegðað okkur eins og okkur bezt þóknast. Karpov lítur á heimsmeistaratitilinn sem eins konar réttmæta viðbót við fjöl- skyldunafn sitt: „Karpov heims- meistari", annað getur hann ekki gert sér í hugarlund. Sp.: Sovézka Skáksambandið fylgir Karpoy að málum í einú og öllu og veitir honum ýmis forrétt- indi, er það ekki? K: Karpov hefur um tíma verið heimsmeistari og þess vegna eru margir fulltrúar sovézka Skák- sambandsins alveg á hans bandi, það er jú deginum ljósara. Sp.: Sé litið á ástæðurnar fyrir þeim mun, sem ríkir f afstöðu Skáksambandsins til tveggja af beztu skákmönnum Ráðstjórnar- ríkjanna, þá gæti ein ástæðan ef til vill verið sú, að Karpov er pólit- ískt mjög virkur en þú ekki, önnur ástæða gæti verið, að þú ert sonur gyðings og armenskrar konu en Karpov er Rússi. K: Auðvitað hefur Karpov mikil áhrif. Sigur hans yfir Kortsjnoi í tvigang hefur pólitískt séð skipt verulegu máli. En það má samt ekki ofmeta möguleika hans. Hon- um tókst þannig ekki að stöðva mig á leið minni upp að áskor- andaréttinum um heimsmeistara- titilinn. Núna, þegar taka þarf ákvarðanir um svo margvísleg málefni í landinu, hafa stjórnvöld um annað að hugsa heldur en skák. Svo kann að virðast, að fylg- ismenn Karpovs hafi ennþá öll trompin á sinni hendi, en það er blekking. Sp.: Gerum ráð fyrir að Karpov og vinur hans Campomanes, sem Spasskí er farinn að kalla Karp- omanes eftir frestun einvigisins í vetur, að þeir haldi sig sem sagt við fastsettan dag og einvfgið um heimsmeistaratitilinn hefjist ann- an september. Viltu þá reyna að gizka á, hvernig þvf einvigi muni ljúka? K: Ég er fastákveðinn f að sýna fullan styrkleika minn i þvi ein- vígi. Það er erfitt að sigra Karpov, en ég held samt að ég hafi mikla möguleika á að láta það takast. Það yrði mér hins vegar ofviða að sigra Karpomanes. OFNÞURRKAÐ BEYKI nýkomið PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR Einnig fyrirliggjandi teak, eik, spónaplötur, sléttur og rásaöur krossviöur, gipsplötur, loft- og veggjaplötur ýmsar geröir. PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27 — Símar 34000 og 686100. Dómkirkjan Sumarferö aldraðra Efnt veröur til sumarferöar eldri borgara í Dóm- kirkjusókninni miövikudaginn 14. ágúst nk. kl. 13.00 frá Dómkirkjunni. Þátttaka er bundin viö fólk 65 ára og eldra. Fariö veröur fyrir Hvalfjörö og til Akraness. Aö venju veröur gefiö kaffi í feröinni. Þátttökugjald er kr. 200,- Þátttaka óskast tilkynnt í síma 12113, þriöjudaginn 13. ágúst milli kl. 13 og 16. Sóknarnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.