Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 B 25 Reykjavík. Sú fyrri var gerð 1962 „úr holu nr. 20, gerðri á lóð húss- ins nr. 16 við Aðalstræti". Var sú aldursgreining gerð „í Rannsókn- arstofu Þjóðminjasafns Dana i Kaupmannahöfn og ber hún þar númerið K-940". Niðurstaðan um aldur þessa sýnis reynist árið 610 e.Kr. plús eða mínus 100 ár. Annarrar aldursgreiningar geta þeir félagar árið 1968, og er hún gerð af háskólanum í Uppsölum. Gefur sú aldursgreining ártalið 810 plús eða mínus 70 ár. Margrét Hermannsdóttir hefur fengið það háan aldur af greiningu á sýnum frá Vestmannaeyjum, að hún kýs að ræða það ekki að sinni, ellegar þar til unnt verður að öðl- ast nánari staðfestingar á niður- stöðum. Hins vegar virðast bráða- birgðaniðurstöður hennar ekki andstæðar þeim sem að framan getur nema síður sé. Niðurstaðan 680 e.Kr. á Dag- verðarnesi er þannig alls ekki í mótsögn við aðrar niðurstöður líkrar tegundar. Og telja verður, að fjórar óháðar athuganir fjög- urra mismunandi háskóla — sem allar aldursgreina fornleifafundi á íslandi frá ca 600—810 séu að minnsta kosti nokkur umræðu- grundvöllur. Virðist óþarfi að rök- ræða slík efni sem feimnismál. Ef fornleifafræðingar hafa hrapað að dómum um aldur Is- landsbyggðar í ljósi fornleifa, ættu þeir auðveldlega að geta endurskoðað afstöðu sina með frekari mælingum. Og sé C-14-að- ferð við aldursgreiningu fornleifa miklu síður treystandi hérlendis en erlendis, ber að skýra frá gögn- um er að því náttúruundri lúta. Eins og mál standa nú sé ég hins vegar enga ástæðu til að vefengja niðurstöður aldursgreiningar elztu mannabyggðar á Islandi a priori. Fjórum sýnum ber saman um búsetu fyrir „landnám", þau eru sitt úr hverri áttinni, rannsök- uð af fjórum mismunandi stofn- unum. Slíkar niðurstöður hljóta að vega þyngra á metunum en „skoðun“ á landnámsártalinu 874. Sagnfræðin og fundurinn Að þvi tilskildu, að eigi sé mik- ilvægum gögnum skotið undan i frásögn blaðanna af fornleifa- fundinum að Dagverðarnesi — og þá vafalaust 'fyrir vangá — má draga niðurstöður af uppgreftrin- um svo saman: Fundur minja um kristna Kelta að Dagverðarnesi kemur ágæta vel heim við Is- landssögu þá sem viðtekin er af þorra fræðimanna. Ummæli Þórs Magnússonar þess efnis, að hann telji að sýna þurfi „fyllstu var- kárni við að teygja íslandssöguna á þennan hátt“ eru byggð á mis- skilningi. EF ártalið 680 reynist rétt, þá „teygir" það ekki Islands- söguna heldur staðfestir hana. Negld hafa þá verið föst vafaat- riði. Og EF fjórar framangreindar aldursgreiningar ca 600—800 verða staðfestar með rannsókn fleiri sýna, þá varpa þær skæru ljósi á deiluna um THULE — og orð Beda prests ins fróða. Ætla verður þá, að menn þeir sem þar eru taldir hafa gist THULE hafi ferðast til ÍSLANDS. Er þá mik- ilvægum áfanga náð i þekkingu á frumsögu lands vors. Og verður hin nýja stoð frá Dagverðarnesi merkileg fyrir þær sakir einar sér. Enda gerist þess þá eigi þörf að ætla Dicuilusi munki annað THULE en það sem Beda prestur þekkti, þótt ekki verði séð af ritum hans, að hér sé byggð um 825. Spurningin um „þjóð Kelta“ á Is- landi bíður frekari rannsókna. Það langathyglisverðasta við fornleifafundinn á Dagverðarnesi er hins vegar ekki Islandssagan i skilningi ártala, heldur í því sam- hengi sem hann sýnir við hug- myndafræði fyrri tíma. Er steinn sá frægur, sem dagblöðin hafa birt myndir af, ærið umhugsunar- efni í því sambandi. Þar fá íslend- ingar fyrst verðuga gátu við að glima. Það mál athugum við á sunnu- daginn kemur. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUKHAR Bananar Dal Monte — appalsinur Sunkist — appslsinur Outspan — klemantínur Argentína — epli rauö S/A — epii raud USA — epli rauð frðnsk — epli green Granny Smith — epli gul S/A — epli gul trönsk — sítrónur spénskar — grapefruit Outspan — grape- fruit Ruby Red — melónur spónskar — melónur italskar Super- merkados — vatnsmelónur ítalskar — vatnsmelónur spánskar — vínber blé og grnn itölsk — perur Argentína — perur franskar — plómur rauöar og gular ítalskar — döölur — ferskjur — avocado — kiwi — pómeios Jaffa — lime — ugly fruit — hnetur í skel — mangó Ath.: Höfum einnig mikið úrval af ís- lensku grænmeti og kartöflum EGGERT KRISTJÁNSSON HF Sundagörðum 4, simi 685300. ISUZU TROOPER NYR OG BETRI BILL 110 hestafla benslnvél — 5 gíra kassi aflstýri — ný og fallegri innrétting Lengri og styttri gerö. Diesel Turbo vél Bensínvél 110 hestöfl Fjórhjóladrifinn 4x4 Sjálfstæö fjöörun á hvoru framhjóli Fimm gira kassi Aflstýri, sem þyngist viö mikinn hraöa Breiö dekk („speed sensitive'j „Spoke'Telgur ofl. ofl. Splittaö drif Frábær í ófærum Þolir ótrúlega mikinn hliöarhalla BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.