Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUBAGUR 11. ÁGÚST 1985 B 3-1 Sjiraffkonurnar Hálsinn verður að vera a.m.k. 20 til 25 sm langur Það er margt til í henni ver- öld! Á landamærum Thailands er landshluti kallaður Karenna- svæðið og búa þar um 6000 manns a Padaoung-ættbálknum og meðal þess fólks eru svokall- aðar Sjiraffkonur. Þessar konur hafa að minnsta kosti 20 til 25 sm langan háls og utan um hann gefur að líta hringi sem spenna hann og halda uppréttum. A höfðinu bera þær ætíð litskrúðug bönd sem stinga afká- ralega í stúf við annars mjög ein- faldan klæðnað. Á fótum meyj- anna eru strekktir margir hring- ir úr messing og á höndum bera þær ótal armbönd sem klingja í eyrum þegar þær ganga. Þessi forni siður að hafa há- lshringi á eiginlega rætur að rekja til Kína og er orðin yfir 1000 ára hefð. Upprunalega þjón- uðu hringirnir þeim tilgangi að COSPER — Mér datt í hug ad girðingin milli húsanna væri óþörf. verja konurnar fyrir tígrisdýrum sem réðust yfirleitt á hálsinn. Hringirnir voru þá úr gulli og þóttu einnig mikill fegurðarauki og því lengri sem hálsinn gat orðið því betra. Með árunum varð gullið að messingmálmi en enn þann dag í dag er það talið ófráv- íkjanleg regla og nauðsynlegt að Padaoungstúlkur hafi hringina. Þegar mæður stúlknanna eða eiginmenn skipta um hringi á konunum þá þarf gífurlega vand- virkni við og nokkrir verða að halda höfðinu uppréttu á meðan, því eftir svona langan tíma með svo sterkan stuðning þá valda hálsliðirnir því ekki einir og sér að halda höfðinu uppi. Sem refsingu er því svo beitt að taka hringina af konum ef t.d. það kemst upp að þær hafi stundað framhjáhald eða óhlýð- nast á einhvern hátt, og er þá ekki að sökum að spyrja að höf- uðið dinglar. SÓLHEIMAGANGAN 1985 HAPPDRÆTTI Dregið hefur veriö í happdrætti Sólheimagöngunnar. Vinningar féllu á miða sem hér segir: 1. Sólarlandaferö fyrir tvo aö verömæti kr. 60 þús. á miöa nr. 1261. 2.—11. 10 handofin gólfteppi aö verömæti kr. 2.500 hvert á miöa nr. 1954, 2184, 4398, 2962, 1316, 207, 2190, 2678, 3601, 2103. Vinninga mé vitja é skrifstofu Þroskahjélpar, Nóatúni 17, Reykjavík. TARKETT, PARKETT í mörgum viðartegundum með nýrri gerð af gólflakki. Auðvelt að leggja. | Á góðu verði með greiðslukjörum. fPPBÚDIN VW HOFNINA Mýrargötu 2 - sími 10123 MetsÖlublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.