Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 5
> Préttirnar áttu helst ekki að vera um stjórnmál, heldur „framfarir" og menningarlif og sýna hinar „bjartari hliðar" tilverunnar. Undir þetta var tekið í ályktunum UNESCO og í „þróunaráætlun á sviði upplýsingamiðlunar" eru lagðar fram beinar tillögur, sem fela ekkert annað í sér en leiðir til að takmarka fréttaflutning og setja starfsemi vestrænna frétta- manna í þriðja heiminum skorður. Með réttu hefur fjölmiðlastefna UNESCO verið kennd við ritskoð- un. Hún er að vísu fagurlega orðuð á stundum og hefur að geyma at- riði, sem allir geta verið sammála um, en í kjarna sínum felur hún í sér endalok frjálsrar fjölmiðlunar. Hún er augljóslega runnin undan rifjum harðstjóranna i þriðja heiminum, sem vilja fá að stjórna í friði fyrir spurulum útlendum fréttamönnum. (Um sjálfstæða innlenda fréttamenn er ekki að ræða. Slíkir menn heita „glæpa- menn“ og „óvinir þjóðarinnar" og ef þeir fá að lifa eru þeir látnir dúsa í myrkraklefum stjórnvalda.) Enrique Zileri, ritstjóri í Líma í Perú, ritaði nýlega grein um fjöl- miðlastefnu UNESCO í IPI Report (apríl 1985), sem International Press Institute gefur út. Þar segir hann afar fróðlega sögu af því hvernig hin „nýja upplýsingamiðl- un“ er í framkvæmd. f júli 1974 stöðvuðu stjórnvöld í Perú útgáfu frjálsra dagblaða og Meneses hershöfðingi, upplýsingamálaráð- herra landsins, lýsti því yfir að ætlunin væri að leysa „vandamál fjölmiðla" á grundvelli hugmynda frá Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Eigendum blað- anna og flestum starfsmönnum var ýtt til hliðar og nýtt fólk kvatt til starfa. Jafnframt var ákveðið að blöðin skyldu spegla „samfélag- ið“ betur en þau hefðu áður gert og í stað þess að flytja almennar fréttir skyldi eitt blaðið einbeita sér að landbúnaði, annað að iðnaði o.s.frv. Stjórnin kvaðst ekki hafa tekið blöðin í sínar hendur, heldur væri það fólkið sjálft sem nú réði þeim. Og hún setti ritfrelsi ekki önnur takmörk en þau, að skrif blaðanna mættu ekki ganga gegn byltingunni i landinu! Það þarf svo ekki að koma á óvart að á ráðstefnum UNESCO og í sam- þykktum stofnunarinnar var ætíð talað um „tilraunina í Perú“ með mikilli virðingu. Framtíð UNESCO Aðalfundur UNESCO verður haldinn i Búlgaríu i haust. Að honum loknum munu stjórnvöld í Bretlandi, Vestur-Þýskalandi og fleiri vestrænum rikjum gera það upp við sig hvort þau fylgja for- dæmi Bandríkjamanna og hætta þátttöku í starfi stofnunarinnar eða sætta sig við einhverja mála- miðlun. Framtið UNESCO veltur á þeim ákvörðunum. íslensk stjórnvöld hafa í sam- ráði við ríkisstjórnir hinna Norð- urlandanna gagnrýnt UNESCO og lagt til að stofnunin dragi veru- lega saman seglin. Hins vegar hef- ur ekki komið fram hvaða boðskap fulltrúar okkar á aðalfundinum eiga að flytja, en forvitnilegt væri að hafa fregnir af þvi. Umræður um UNESCO á ekki að einskorða við þröngan hóp embættismanna og í ljósi þess sem verið hefur að gerast innan stofnunarinnar tel ég við hæfi, að menntamálaráðuneyt- ið láti hið fyrsta frá sér fara „hvítbók" um ágreiningsefnin og afstöðu íslenskra stjórnvalda til þeirra. Þetta ætti ekki að vera mikið verk þegar haft er í huga, að fulltrúi ráðuneytisins situr í hinni áhrifamiklu framkvæmdastjórn UNESCO og á vegum ráðuneytis- ins er maður í hálfu starfi við það eitt að flokka póst frá UNESCO. (Fyrir það hefur hann hinn virðu- lega titil „ritari íslensku UN- ESCO-nefndarinnar“.) GUÐMUNDUR MAGNÚSSON MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985' B 5 TÖLVUNÁMSKEID Á AKUREYRI Tölvunámskeið fyrir fulloröna Gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðið kynnir vel notkun tölva og eyðir öllum tölvuótta. Nemendur fá innsýn í forritun í BASIC, ritvinnslu með tölvu og notkun töflureikna. Tími: 15. og 16. ág., kl. 19:30—22:30. 17. og 18. ág., kl. 16:00—19:30. IBM-PC Námskeið í notkun IBM-PC og annarra einkatölva. Kynnt er notk- un algengustu notendaforrita. Dagskrá: ★ Grundvallaratriói viö notkun PC-tölva. ★ Stýrikerfiö PC-dos. ★ Ritvlnnsla með PC-tölvum. ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN. ★ Gagnasafnskerfiö D-basell. ★ Bókhald á IBM-PC. ★ Fyrlrspurnir. Tími: 15. og 16. ág„ kl. 09—12. 17. og 18. ág„ kl. 13—16. Unglinganámskeið Byrjendanámskeiö fyrir unglinga á aldrinum 12—15 ára í notkun tölva og forritun í BASIC. Tilvalið námskeið fyrir þá sem eiga heimillstölvu og vilja nota tölvuna til aö leysa verkefni. Tími: 15. og 16. ág„ kl. 16—19. 17. og 18. ág„ kl. 13—16. Töflureiknirinn MULTIPLAN Kennd er notkun töflureiknisins Multiplan til þess aö leysa algeng verkefni og gera fjárhagsáætlanir. Aö loknu námskeiöi eru þátt- takendur færir um aö nota Multiplan hjálparlaust. Tími: 15. og 16. ág„ kl. 13—16. 17. ág„ kl. 09—12. Ritvinnsla Námskeiöiö veitir góöa þekkingu i notkun ritvinnsiu meö tölvu. Nemendur fá æfingu í aö setja upp skjöf og nota prentara. Tími: 15. og 16. ág„ kl. 09—12. LEIÐBEINENDUR Dr. Kristján Ingvarsson, Dr. Kjartan Magnússon, Yngvi Pétursson, verkfræöingur. stæröfræöingur. menntaskólakennari. Innritun á námskeiöin fer fram í versluninni Hljómver á Akureyri í síma 23626, eða hjá Tölvufræðslunni í Reykjavík í síma 687590. © Námskeiöin veröa haldin í Oddeyrarskóla á Akureyri. TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík. piurijiiwMafeiiííi Góðan daginn! 85 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.