Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 A ferð fyrír 50 árunM Fyrir fimmtíu árum fóru fjórir ferðalangar akandi norður í land og ríðandi frá Víðikeri í Bárðardal í Öskju, Hvannalindir og Kverkfjöll og síðan í Mývatnssveit og Ásbyrgi, voru 11 daga í óbyggðum. Ferðalög fyrir hálfri öld voru viðameiri en nú, enda tiltækur útbúnaður miklu ófullkomnari — ekki einu sinni búið að finna upp plastið til að verjast vætu. Óg ekki var hlaupið að því að kalla eftir hjálp ef eitt- hvað bar út af. Það getur því verið fróðlegt að rifja upp þessa ferð, sem farin var í júlímánuði 1934. Þátt- takendur voru Axel Kaaber, Ellen Sighvatsson, Filipus Gunnlaugsson frá ósi í Steingrímsfirði og Rannveig Tómasdóttir. Öll eru þau landsfrægir ferðalangar, en Filipus er látinn. Svo vel ber í veiði að Ellen skrifaði ítarlega frásögn af ferðalaginu í formi bréfs til foreldra sinna í Danmörku til birtingar í Frederiksborgs, Amtsavis og Axel skrifaði á þessum árum dagbók um öll sín ferðalög (10 ferðir 1934).Og hann tók mikið af myndum í ferðinni, sýndi þær m.a. á fundi Ferðafélags íslands veturinn eftir með frásögn Rann- veigar Tómasdóttur, en slíkt ferða- lag var rnikill viðburður í þá daga. Til þess bjó hann til 6x6 sm skyggn- ur, glerplötur með filmuhimnu á og lagði svo aðra glerplötu yfir þegar búið var að stækka og hreinsa og límdi saman með límbandi. Og gaf Ferðafélaginu myndirnar. Ferðin öll kostaði 385 kr. á mann með hestum og fylgdarmanni, allt innifalið nema matur í bílferðinni norður. En þetta var mikill pening- ur og þau þurftu að fá greiðslufrest til matarinnkaupanna. Rannveig sem vann á opinberri skrifstofu hafði t.d.í mánaðarlaun 150 krónur með aukavinnu. Vegna þess hve ferðin var dýr tókst ekki að fá fleiri þátttakendur, þrátt fyrir miklar til- raunir. Hvatamenn ferðarinnar voru þeir Pálmi Hannesson rektor, Jón Eyþórsson veðurfræðingur, Skúli Skúlason ritstjóri og Geir Zoega vegamálastjóri, sem sögðu við stúlkurnar að þær gætu vel gert þetta ef þær vildu leggja í það fé og erfiði. Þær fengu svo með sér Axel Kaaber sem var skáti og alvanur ferðum og Filipus af því að hann var svo sterkur, sagt að hann gæti borið heila símastaura og þær ályktuðu því að þá gæti hann borið þær ef á reyndi, að því er Ellen segir. í Víðikeri í Bárðardal sömdu þau um að fá 10 hesta og fylgdar- maðurinn var ungur bóndasonur þar á bæ, Egill Tryggvason, „reglu- legur víkingur, stór og sterkur, fámæltur með járnvilja og þótt hann væri ekki nema 23ja ára og hefði aldrei farið þetta áður hefði enginn staðið honum á sporði, enda var hann syndur eins og síld, hafði sundriðið Skjálfandafljót og í 15 stiga frosti vaðið á í mitti með bróður sinn á bakinu, tvenn skíði og 'S'SS?*'*** bakpoka, og síðan til baka eftir að hafa staðið yfír ánum allan dag- inn,“ eins og Ellen skrifar. Eins gott var að hafa góðan og þægi- legan fylgdarmann, því ferðin á hestbaki og fótgangandi varð 450 km löng. Heimatilbúið landakort En með allan farangur varð að búa sig úr Reykjavík. Kort voru engin til af þessu svæði. Það hafði verið mælt 2 árum áður og korta- gerð í burðarliðnum. Ferðafólkið fékk að taka mynd af ólituðu hand- riti hjá Jóni Viðis, sem litaði á það græna bletti þar sem áttu að vera hagar. Var kortið svo límt upp á léreft svo mætti brjóta það í korta- pokann. Allir voru í einu 8 manna tjaldi með áföstum botni sem Sjóvá átti , klæddust reiðfötum og gúmmístígvélum, höfðu meðferðis olíubornar regnkápur og járnaða gönguskó fyrir fjöll og jökul. Sofið var í svefnpokum, en ekki voru vindsængur komnar eða svampdýn- ur, aðeins höfð með nokkur gæru- skinn sem gott var að liggja á og sitja á í hnakknumu { hnakktösku sinni hafði hver um sig þurr sokka- plögg, hreina vasaklúta og eigin snyrtiáhöld, en öðru var komið fyrir í leðurtöskum og tveimur trékoffortum, sem líka fóru á klakk. Þar mátti finna nauðsynlega hluti eins og kompás, hæðarmæli og sex- tant til að taka sólarhæðina, hita- mæli og ferðaapótek er geymdi frá spelkum á fótbrot til ópíums og joðs, „vantaði ekkert nema æfing- una og góðan hníf til að geta tekið botnlanga“. Matvæli handa 5 manns í 10 daga voru vitanlega mikilvægust. Soðnar voru niður heimatilbúnar fiskibollur í kílóavís, en þær reyndust þegar í Hvanna- lindir var komið skemmdar og gerði það aldeilis strik í reikninginn. Smjör og sykur, kaffí og te var með, svo og þurrkaðir ávextir og súkku- laði þegar ekki yrði hægt að elda, kæfa, marmelaði og þurrkaðar pakkasúpur. Þá var svokölluð Jökullinn í Kverkfjöllum reyndist sði úfínn og erfiður yfírferðar. Margt hefur breyst í ferðatækni til ferðalaga á íslandi síðan þessi ferð var farin fyrir hálfri öld og hún því rifjuð upp Myndirnar tók Axel Kaaber Á Kverkjökli. Allir gengu f taug og veitti ekki af. Fremstur gekk Filipus með broddstafínn, þá Ellen og Rannveig og aftastur Axel, enda var það besti staðurinn frá sjónarhóli Ijósmyndarans, sem tók þessa mynd af hinum. Baulumjólk, niðursoðin mjólk í dós- um frá mjólkurbúi, tvíbökur sem urðu að raspi í reiðtúmum og sér- bakað fyrir ferðina endingargott brauð. Það var úr malti, rúgi og byggi með íblönduðu smjöri og utan á smurt harðri gljáhúð, en síðan var hvert brauð saumað inn í upp- þvottaklút, og var brauðið jafn gott síðasta daginn. Einnig voru með um 10 kg af haframjöli, sem kom sér vel sem fæða handa hestunum þegar merktur hagi á kortinu reyndist vera mosinn einn og þeir höfðu litla haga séð í 30 tíma. Hver hafði skeiðar og gaffalsett í vasan- um og vasahníf við belti, sem nota mátti jafnt til að bora gat á leðuról og til að borða með. Þetta rétt hrökk til hestaferðarinnar, eftir að haframjölið og bollurnar voru frá, svo að ferðafólkið varð að eyða dýr- mætum aurum í að kaupa sér mat á Húsavík í bakaleið. Með voru tveir ferðaprímusar og 15 lítrar af stein- olíu til að elda við og pottasett. Allt þurfti þetta og meira til að komast í 4 leðurtöskur og tvö koffort. Þrír klifsöðlar höfðu verið fengnir að láni, en tveir úttroðnir pokar af í tjaldstað í Herðubreiðarlindum. Ekki fer míldð fyrir bópnum, sem allur gisti í einu tjaldi. heyi voru keyptir í Víðikeri handa hestunum fyrstu dægrin. Vitanlega voru með skeifur og fjaðrir og smyrsl ef hestur rifi hóf í hrjúfu hrauninu, og einnig skammbyssa ef í nauðir ræki. En samið var um að ferðalangamir bæru tjónið að hálfu ef farga þyrfti hesti. Nýrunnið hraun og snjór Ekki komst allur þessi farangur með í fjögurra manna drossfuna sem BSÍ leigði ferðalöngunum til að komast til Akureyrar, en þeir sendu hluta af farangrinum með rútunni sem lagði upp sama dag og kom kvöldið eftir til Akureyrar. Dag- leiðin til Akureyrar var í þá daga all miklu „lengri" en nú. Lagt upp í þennan 460 km akstur klukkan fimm að morgni og ekki komið til Akureyrar fyrr en eftir miðnætti. Þó var aðeins stansað til að fá sér að borða lax og skyr í Grænumýr- artungu, kaffi hjá vinum á Blöndu- ósi, skroppið í kirkjuna á Víðimýri og tekið bensín í Bakkaseli. Eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.