Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 10
1U B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. AGUST 1985 VINSÆLDALISTAR VIKUNNAR Rás 2 1. (2 ) Live Is Life ........ Opus 2. (1 ) There Must Be an Angel .... Eurythmics 3. (10) Money for Nothing y........ Dire Straits 4. (4 ) Head over Heels ........... Tears for Fears 5. (13) Into the Groove .... Madonna 6. (3 ) Frankie ..... Sister Sledge 7. (5 ) Keyleigh ......... Marillion 8. (—) Á rauöu Ijósi .. Mannakorn 9. (7 ) Ung og rik .... P.S. og Co. 10. (9 ) History ........... Mai Tai Magnús Eiríksson er höfund- ur eina nýja iagsins á vin- sældalista rásar 2, þ.e. Topptíu. Þaö heitir A rauöu Ijósi og er flutt af Manna- kornum. Popparinn spáir lag- inu enn hærra sæti. Bretland 1. (1 ) Into the Groove .... Madonna 2. (2 ) There Must Be an Angel . Eurythmics 3. (3 ) We Don’t Need Another Hero ........ Tina Turner 4. (8 ) Money for Nothing .......... Dire Straits 5. (32) Holiday ...... Madonna 6. (11) White Wedding . Billy Idol 7. (22) I Got You Babe ............. 7UB 40/Chrissie Hynde 8. (7 ) Cherish .. Kool and the Gang 9. (6 ) LivelsLife ...... Opus 10. (4 ) Frankie .. Sister Sledge Bandaríkin 1. (1 ) Shout .. Tears for Tears 2. (2 ) Everytime You Go Away .. Paul Young 3. (3 ) If You Love Somebody Set Them Free ....... Sting 4. (6 ) Never Surrender .... Corey Hart 5. (7 ) The Power of Love .... Huey Lewis And The News 6. (10) Who’s Holding Donna Now .......... De Barge 7. (5 ) Glory Days ........... Bruce Springsteen 8. (12) Freeway of Love ...... Aretha Franklin 9. (9 ) Get It On .. Power Station 10. (4 ) You Give Good Love .. Whitney Huston Ágæti lesandi. Þaö sem þú hefur nú fyrir framan þig er fyrsta opna Popparans. Poppari þessi hefur einsett sér að flytja þér poppfréttir og fleira merkilegt sem ómerkilegt næstu vikurnar, mánuðina og ef til vill lengur, undantekningarlaust um helgar. Efniö veröur jafnt innlent sem erlent og vonandi er eitthvaö sem þér líkar. Popparinn tekur sig rétt mátulega alvarlega og lætur barasta vaöa á súöum en alltaf í góöu (innst inni). Popparinn treystir sér alveg til aö fjalla um Simon Le Bon og Ragga Bjama í sömu andrá. Sömu sögu er aö segja um Eric Clapton og Birgi Gunnlaugsson. Á síöum Popparans munu Meö nöktum og Upplyfting leika saman í sátt og samlyndi og allir hinir líka. Þegar lagöur er dómur á tónlist er þaö ávallt smekkur hvers og eins sem ræöur og þannig veröur þaö aö vera. Nokkrir fastir liöir veröa í Popparanum og má þar nefna vinsældalista sem margir hafa gaman af aö glugga í. Einnig má minnast á liö sem kallast Poppari vikunnar en hann mun velja 10 uppáhaldslögin sín sem og 10 uppá- haldsbreiöskífurnar í gegnum tíÖina. Poppari vikunnar getur veriö bífvélavirki sem og fótboltastjarna, og allt þar á milli. Smáskífur vikunnar fá létta umfjöllun í viku hverri. Lesandi góöur. Þér er vel- komiö aö láta heyra í þér, skrifa Popparanum og koma meö tillögur aö efni ef þannig ber undir. Heimilisfang Morgunblaösins er í síma- skránni. Takk ffyrir. ÖRLITIÐ ERLENT Umsjón/Jón Ólafsson Bubbi kominn í 3000 eintök NÁNAR um íslenska plötusölu. Bubbi Morth- ens verður líklega sölukóngur sumarsins, hann er kominn í um þaö bil 3000 eintök, svipaö og Brothers in arms, plata Dire Straits. Platan íslensk alþýöulög hefur einnig selst grimmt, er komin í svona 2000 eintök. Þaö veröur aö teljast vel af sór vikiö því platan kom út 1983. Túristarnir hafa veriö iönir við kolann. Gylfi Ægisson er búinn aö selja rúm 1500 eintök og Mannakorn um 1200 samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Drýsill hefur selt um 1000 eintök en aðrir íslenskir listamenn mun minna. Þess ber auövitaö aö geta að plöturn- ar hafa veriö mislengi á markaönum og hins aö þessar tölur eru skv. sölu út úr búöum. Listamennirnir ku víst selja eitthvaö sjálfir en hversu mikiö þaö er, veit Popparinn Kona Bubba Morthens hefur seist jafnt og þétt í sumar og er komin í tæplega 3000 eintök. okkkvendiö Pat Benatar hefur víst aldrei veriö hamingjusamari. A dögunum eignaöist hún dóttur. Sú litla fæddist þremur vikum fyrir tímann og var skirö Hailey. Ekki í höfuöiö á Bill... Yfirmaurinn Adam Ant hefur ráöiö framkvæmdastjóra Police, Miles Copeland, sér til aðstoöar viö aö veröa aftur vinsæll. Þaö er í nógu aö snúast hjá David Lee Roth (gígóló þiö vitiö). Nú er okkar maöur aö semja lög fyrir Edgar Winter. Donald Fagen er á leiö í hljóöver þegar tvö ár eru liöin frá útkomu meistaraverksins Nightfly. Hvaö gerir Donald nú? Þaö styttist í útkomu sjöttu sólóplötu Peters Gabriel. Gabriel hefur ávallt haft skátaoröin ofar- lega í huga, þ.e. „ávallt viöbúinn". Kappinn mætti meö 30 lög í hand- raöanum tll aö hljóðrita. Aöeins. Söngvari Cars, Rlc Ocasek, situr nú meö sveittan skallann, daga og nætur og tekur upp sólóplötu. Söngleikur um ævi Elvis Presley fer af staö í London 13. þessa mánaöar. Söngleikurinn heitir: Are You Lonesome Tonight? Höfund- urinn er Alan Bleasdale og meöal þeirra sem láta Ijós sitt skína ( söngleiknum er enginn annar en grænmetisætan og sjónvarps- stjarnan Martin Shaw. Haldiöi ekki aö fjórmenningarnir í The Smiths séu farnir aö læra á bíl. Ætli einhver þeirra sé ekki aö keyra niður umferöarskilti, einmitt núna... Frammistaöa Hall and Oates á Live Aid í Fíladelfíu vakti mikla at- hygli og greinilegt aö þar fóru vanir menn. Hluti Temptations söng- flokksins tók með þeim 2—3 lög og var þaö eftirminnileg sjón ekki síöur en heyrn. Þaö eru kannski ekki allir sem vita þaö en Daryl Hall söng bakraddir meö Temptat- ions á sjöunda áratugnum. Já, hann er eldri en þiö haldiö stelpur! Söngvari Ultravox, Midge Ure er aö leggja síöustu hönd á væntan- lega sólóplötu sem hann hefur ver- ið aö taka upp heima hjá sér. (Já, hann á 24 rása stúdíó.) Kappinn hefur ákveðiö aö önnur hliöin veröi instrúmental. Heyrst hefur aö Phil Collins sé meóal aöstoöarmanna. A hvaóa plötu er hann ekki nú til dags?? Tom Waits er einnig á síöasta snúningi með sólóplötu (ef hún er þá ekki þegar komin út, þegar þetta birtist). Menn bíöa með önd- ina i hálsinum eftir afuröinni því eins og alþjóö veit, þá var síöasta plata hans, Swordfishtrombone, stórbrotin. Þaö muna margir eftir Emerson, Lake og Palmer, einni alþéttustu danshljómsveit allra tíma. í sumar fóru þeir Emerson og Lake aö semja lög saman á heimili þess fyrrnefnda. Þeir fengu til liös viö sig fyrrum trommara Rainbow og Whitesnake, Cozy Powell. Þeir hafa ekki haft vió aó taka viö til- boöum frá hljómplötuútgáfum en nú hefur endi veriö bundinn á þaö. Poly Gram mun gefa út plötu meö tríóinu Emerson, Lake og Powell (þaö er stutt í útkomudag). George Michael var spuröur aö því um daginn hvort hann heföi ekki áhuga á aó leika i kvikmynd- um. „Þaö veröur sjálfsagt aldrei, ég er ekki nógu myndarlegur," svaraöi aksjón-maöurinn. AFRAM SMELLUR Síöasta tölublaö popptímaritsins Smells hefur vonandi ekki fariö framhjá íslenskum áhugamönnum um dægurtónlist. Popparinn getur ekki setiö á sér og óskaö ritstjór- anum, Viktori Heiödal, innilega til hamingju því ef satt skal segja er hér á ferðinni stórgott blað meö miklu og skemmtilegu efni. Myndir eru margar og flestar mjög góöar og útlitiö oft hugmyndaríkt. Smell- ur hefur komiö stopulla út en áætl- aö var, en vonandi fer þaö nú aö lagast því blaöiö hefur alla buröi til aö vinna sér ákveöinn sess á hin- um haröa markaði tímarita. Áfram Smellur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.