Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 8
8 B MQBGUNBLAtHÐ, SUNNUDAGUR11. ÁGtJST 1985 KASPAROV fyrir unga manninum: „Ég var rétt í þessu að tapa gegn næsta heimsmeistara í skák.“ Torleidi að titlinum Kasparov á aðdáendur marga, og menn dást þá ekki eingöngu að skáklist hans heldur líka að per- sónuleikanum. Hann er snillingur á borð við Bobby Fischer, án þess að vera haldinn sérvizku þess síð- arnefnda og óútreiknanlegum dyntum. Kasparov er glaðsinna og hress í viðmóti; hann nýtur sín vel, þegar hann er í sviðsljósinu og sjónvarpsmyndavélarnar suða allt í kringum hann; hann er orðhepp- inn og fljótur til svars. Hann er frjálsmannlegur í fasi og afslapp- aður eins og í stofunni heima hjá sér, þegar hann gengur inn í keppnissalinn, sjálfsöruggur og dálitið þóttalegur á svip eins og títt er um unga afreksmenn á borð við hann. Hann er stálhraustur á sál og líkama, hjólar gjarnan á 50 km hraða á Peugeot-kappreiða- hjólinu sínu, spilar fótbolta með jafnaldra kunningjum sínum i Bakú, hefur yndi af að synda, les mikið og segist til dæmis vera bú- inn að lesa milli 4.000 og 5.000 bls. um rússneska sögu 16. og 17. aldar frá því að heimsmeistaraeinvíginu í Moskvu var frestað í febrúar sl. Rómverski heimspekingurinn Seneca er í miklu eftirlæti hjá honum, og hann kemur oft með tilvitnanir úr ritum hans, þegar þær eiga vel við aðstæður. Sin- fóníur Mozarts og óperur Tsjaiko- vskis er sú tónlist sem hann hefur mest dálæti á, en það kemur líka fyrir að hann spili eins og eina poppmúsíkplötu sér til gamans. Hann játar hreinskilnislega, að hann sé haldinn ofurlítilli hjátrú í sambandi við skákafrek sín. Móðir hans, Clara Kasparov, sat oft í 13. sæti í 13. röð á meðan á áskor- andaeinvíginu í Moskvu stóð, og Garri er líka hrifinn af þessari tölu af annarri ástæðu: „Anatolij Karpov er 12. heimsmeistarinn í skák.“ Kasparov nýtur tvímælalaust meiri hylli en Karpov meðal yngri kynslóðar skákunnenda í Ráð- stjórnarríkjunum, enda er Kasp- arov 12 árum yngri en heims- meistarinn. Áhrifamenn innan Kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna og í röðum Sovézka skák- sambandsins vilja þó umfram allt halda sem fastast i Anatolij Karp- ov sem heimsmeistara í skák. Astæðunnar fyrir þessari fast- heldni er að leita í annálum sov- ézkrar heimsmeistaratignar í skák: Karpov er sjötti sovézki heimsmeistarinn, en hann er sá fyrsti þeirra, sem ekki skapar Flokknum nein vandamál og höf- uðverk sem lýsandi fordæmi rússneskrar æsku, sökum uppruna síns eða pólitísks afskiptaleysis. Þrír af forverum Karpovs sem sovézkir heimsmeistarar í skák eru gyðingar: Þeir Botvinnik, Smyslov og Tal. Petrosjan var Armeni og einasti Rússinn, Boris Spasski, vildi alls engin afskipti hafa af pólitík Flokksins, og var því ónothæfur sem æskulýðs- leiðarstjarna og áróðursefni. í augum stjórnvalda i Moskvu er skáklistin alþýðuíþrótt, ekki allt of kostnaðarsöm leið til að beina tómstundaáhuga sovézks æsku- fólks inn á réttar og skynsamlegar brautir, auk þess að renna frekari stoðum undir heppilega ættjarð- arást yngri kynslóðarinnar. I Ráð stjórnarríkjunum er rekinn sterk- ur, kerfisbundinn áróður fyrir ágæti skáklistarinnar og hvergi spöruð stóru orðin í því sambandi. Rússneski skákmaðurinn Mikhail Tsjigorin (1850—1908) var til dæmis aldrei heimsmeistari I skák, en er samt lofprísaður sem besti skákmaður heims á sínum tíma. í öllum útgáfum sovézkrar skáksögu er skýrt frá því, að Karl Marx hafi haft mjög gaman af að tefla, en þess er þó hvergi getið, að „hann var ósköp fákunnandi á því sviði", að sögn Wilhelms Lieb- knechts. Taflmennska Lenins batnar ár frá ári, samkvæmt sov- ézkum heimildum, en það eina, sem vitað er um taflmennsku hans, er að hann sat oft á kaffi- húsum í Vínarborg og Zurich, þar sem menn komu reglulega saman til þess að tefla sér til dægrastytt- ingar að afloknum vinnudegi. Þá fullyrða sovézkir skákáróð- ursmeistarar, að hinn landflótta rússneski heimsmeistari Aljekhin hafi verið staðráðinn i að snúa aftur heim til föðurlandsins fyrir fullt og allt, en þá andaðist hann skyndilega í marzmánuði 1946. í öllum sovézkum skákbókum er einn af helztu samherjum Leníns, Nikolai Krylenko, umtalaður sem sérstakur hvatamaður og forvígis- maður sovézkrar skáklistar, en yf- ir hinu er samtímis vandlega þag- að, að sá hinn sami Krylenko var úthrópaður óvinur Flokksins og tekinn af lífi fyrir þær sakir árið 1938. Annars er engin ástæða fyrir Rússa að grípa til áróðursbragða af þessu tagi til að vekja með þegnunum stolt yfir rússneskri og sovézkri skákhefð. í engu öðru landi veraldar koma fram jafn- margir frábærir hæfileikamenn í skák eins og i Ráðstjórnarríkjun- um. Af þeim um það bil 200 stór- meisturum i skák, sem uppi eru í heiminum, er þriðjungurinn Sov- étmenn. Áhrif Sovétmanna á gang mála innan Alþjóða skáksam- bandsins er í réttu hlutfalli við þá staðreynd, að sovézka Skáksam- bandið er hið langsamlega sterk- asta í heimi og þvi gátu ráða- mennirnir í Moskvu beitt áhrifum sínum til þess að fá forseta Al- þjóða skáksambandsins, Campo- manes, til að stöðva heimsmeist- araeinvígið i vetur um sinn, þegar sýnilegt þótti, að mjög væri tekið að halla undan fæti fyrir skák- þreki Karpovs. Ef þessu einvígi verður fram haldið í september, hefur Karpov aftur betri mögu- leika á að vinna, þar sem einvígið verður þá bundið við 24 skákir. Hann þarf þá ekki að óttast ofþreytu vegna langvinnrar keppni, og honum nægir að fá jafn mörg vinningsstig og áskorandinn til þess að halda heimsmeistara- titlinum. Karpov þarf raunar ekki annað en að stefna að jafntefli í hverri einustu hinna 24 skáka, og í þeirri list er enginn honum fremri. Heimsmeistarinn Aljechin (1933). „Undir lokin var Karpov orð- inn hræddur" Sp. Hvað heitir sá maður, sem við lok þessa árs verður heims- meistari í skák, þegar búið er að tefla þessar 24 skákir í einvíginu, sem hefjast á i Moskvu hinn 2. september? Kasparov: Þú gengur þá greini- lega út frá þvi, að einvígið milli mín og Karpovs fari raunverulega fram núna í haust. Sp.: Gerir þú þá ekki ráð fyrir því? K: Ég hef sterkan grun um, að Karpov sé alls ekki í stakk búinn til að hefja þetta einvígi um heimsmeistaratitilinn á nýjan leik og muni því ekki sitja andspænis mér við skákborðiö annan sept- ember. Hann hefur enn ekki hag- nýtt sér alla möguleika til að koma í veg fyrir, að þetta einvígi milli okkar verði háð. En þarf ekki í raun og veru að spyrja fyrst, hver sé sem stendur heimsmeist- ari í skák, áður en spurt er, hver verði það við árslok? Sp.: Já, hver er það? K: Sem stendur er enginn heimsmeistari i skák. Þvílík enda- lok eins og urðu á heimsmeistara- einvíginu í Moskvu hinn 15. febrú- ar sl. hafa aldrei áður orðið i nokkru slíku einvígi og munu von- andi aldrei aftur eiga sér stað. Ég á við, að Karpov hafi með þessum endalyktum einvígisins í vetur glatað réttinum til að kalla sig heimsmeistara í skák. Þar með er þó ekki sagt, að ég hafi öðlast þennan rétt, því að þennan rétt getur maður einungis áunnið sér með því að berjast til sigurs við skákborðið. Það á ég enn eftir að gera. Sp.: Það var forseti Alþjóða skáksambandsins, Campomanes, sem frestaði heimsmeistaraein- víginu. Karpov hafði þá forystuna með fimm vinningum gegn þrem- ur og þurfti einungis að vinna einu sinni enn, en þú vannst báðar síð- ustu skákirnar. Annan september verður svo einvíginu haldið áfram og þá aftur byrjað á núlli. Mars- eille, London og Moskva buðust allar til að halda þetta skákein- vígi, en nú hefur Campomanes ákveðið, að það fari fram í Moskvu. Er það líka samkvæmt þínum óskum? K: Nei. Sp.: Hvar vildir þú tefla? K: Ég er þeirrar skoðunar, að einvígið eigi að fara fram í Ráð- stjórnarríkjunum, en ekki í Moskvu, því að það er Karpov á ýmsan hátt í hag. Sp.: Hann teflir þar á heima- velli, en þú varst samt samþykkur því að tefla í Moskvu, þegar ein- vígi ykkar hófst í Moskvu í sept- ember í fyrra? K: Þá leit ég svo á, að orðstír landsins væri þýðingarmeira at- riði. En núna er ég búinn að rækja þessa heiðursskyldu mína við höf- uðborgina, ég tefldi þar 48 skákir. Ég stakk því upp á Leningrad sem málamiðlun, en það er borg, sem ekki býr neitt síður yfir hefðum og er ekkert síður fræg. Sp.: En Leningrad-borg bauðst þó alls ekki til að halda þetta ein- vígi? K: Það hefði verið einfalt mál fyrir íþróttanefndina að undirbúa keppnina í Leningrad og halda hana þar. En þar sem Karpov vill tefla I Moskvu, kemur Leningrad ekki til greina sem keppnisstaður og það skiptir engan neinu máli, hvar ég vil helzt tefla. Ég er þegar orðinn vanur því, að mínar óskir séu virtar að vettugi. Sp.: Ætlar þú að tefla í Moskvu? K: Það sem aðallega snýr að mér er að bjarga þessu heimsmeistara- einvígi í land. Ég verð að sitja andspænis Karpov, það er það sem skiptir höfuðmáli. Það er meira að segja hægt að vinna hann i Moskvu; það er að vísu erfitt, en það er þó hægt. Ég er nú einu sinni nauðbeygður til að tefla við hann, ekki get ég sigrað einhverja vofu. Sp.: Fannstu fyrir ótta í upphafi einvígisins? K: Þegar maður fær jafn hressi- lega á baukinn og reyndin varð með mig í byrjun og Karpov svo undir lokin, þá fer ekki hjá því að maður finni til hræðslu. Sp.: Margir urðu fyrir vonbrigð- um með öll þessi jafntefli. Á þetta eftir að endurtaka sig í haust, jafntefli eftir 13 til 15 leiki? K: Nei, það kemur ekki aftur fyrir. Sp.: Það hefur verið sagt, að þetta heimsmeistaraeinvígi hafi verið leiðinlegt. Finnst þér það miður? K: Sem skákmanni fínnst mér það vitanlega leitt. Sem keppandi segi ég: Kringumstæðurnar urðu þessa valdandi, það hvilir engin sök á minni samvizku. Sp.: Það hefur verið sagt um Bobby Fischer, að hann tefldi næstum því hverja einustu skák til vinnings. Um Karpov er vitað, að hann gerir ráð fyrir jafntefli, ef hann hefur svart á móti nokkurn veginn jafnsterkum skákmanni og hann er sjálfur. Hvað verður sagt um þig í þessum efnum i framtið- inni? K: Fischer vildi sigra alla, Kar- pov vill bara sigra að þvi marki sem hann þarf að sigra hverju sinni. Ég er víst einhvers staðar þarna mitt á milli. Innst inni er ég maximalisti eins og Fischer. Hins vegar bý ég ekki yfir sömu ófrá- víkjanlegu festunni til að fylgja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.