Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 Áferd fyrír 50 árum Á Húsavík var skoðuð nýja bryggjan. Hér eru þau Rannveig, Axel og Eilen á bryggjunni. um morguninn var aftur komið til hestanna eftir 8 tíma göngu. Var Egill þá orðinn hræddur um þau og hafði gengið upp á hæð til að litast um. Hestarnir höfðu ekkert fengið síðan kvöldið áður í Hvannalindum nema haframjölið góða. Farangur blotnaði í ánni Nú drifu menn sig eftir að hafa fengið sér að borða af stað, því aft- ur þurfti að komast yfir Jökulsá. Var mannskapurinn orðinn æði syfjaður og dottuðu menn gjarnan á baki hestanna yfir slétta sandana. Ekki gáfu þau sér tíma til að kanna vel vaðið, en riðu yfir ána skammt sunnan við nyrsta odda Dyngjujök- uls, þar sem áin rann i einum streng og náði nokkuð straumhörð á miðjar síður. Yfir sandana fyrir norðan Dyngjujökul miðaði vel á langferðabrokki allt til Vaðöldu. Stebbi „guide" hafði sagt þeim af haga sem ætti að vera meðfram Svartá, er rennur sunnan undir Vaðöldu og út í Jökulsá á Fjöllum og var treyst á að komast í hann, enda hestarnir orðnir æði hungraö- ir. Um fjögurleytið um nóttina þeg- ar komið var að Svartá mátti greina eitthvað grænt handan ár- innar, svo að Axel reyndi strax að finna vað á ánni, en hesturinn var tregur. í dagbók Axels Kaabers segir svo frá þessu ævintýri: „Komst ég út í miðja á, sem þá var orðin djúp og upp á miðjar siður, svo ég sneri til baka. Sökk þá hesturinn djúpt i og var ég hálfhræddur um að fara í kaf, en slapp. Baggahestarnir munu hafa séð grasiö hinum megin, skvömpuðu út í og fóru yfir á hálf- gerðu sundi án þess mér tækist að reka þá tilbaka. Blotnaði mikið af dótinu okkar, sérstaklega það sem Rauðka var með, enda var hún sú einasta sem varð að synda. Reynd- um við Egill aftur að komast yfir ána neðar og riðum út í hana eftir hraunhrygg örmjóum. Hesturinn minn var hálfóþekkur og vildi kom- ast upp að hestinum hans Egils, en við það fór hann út af hryggnum neðan við hann og á bólakaf. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hefi sundrið- ið hest í fullri alvöru og er mér óhætt að segja að ég saup kveljur þegar ískalt vatnið náði mér upp í mitti. Fannst mér hesturinn hálf- valtur á sundinu, svo að ég afréð að komast af baki sem allra fyrst og renndi mér því aftur af klárnum, en fáein sundtök komu mér upp að sandbakka sem náði spölkorn út i ána. Oð ég svo í land, en hesturinn synti niður með ánni og komst upp nokkru neðar okkar megin. Þetta gerðist með svo skjótri svipan að enginn hafði tima til neins. Samt mun ég hafa haft rænu á að koma myndavélinni undan, því Ellen og Rannveig segja að ég hafi synt með vinstri hendi upp úr og haldið þannig á vélinni. Víst er að fyrsta hugsunin þegar ég lét mig síga af hestinum var myndavélin og var hún það fyrsta sem ég þurrkaði vandlega þegar ég kom upp úr. Stóð Askja. ég nú nokkra stund, rennvotur, aumur og kaldur, bölvandi og ragn- andi. Egill var kominn yfir með Fil- ipus í eftirdragi og elti nú hestana niður eftir á snarpasta skeiði. En þar sem „grasið" reyndist ekkert annað en mosi með stöku hvönn var haldið niður með ánni. Ellen og Rannveig neituðu með öllu að fara yfir. Til allrar hamingju hafði ekki allt blotnað í hnakktöskunni hjá mér, svo ég komst í þurr nærföt, peysu og skíðablússu, en litlu olíu- buxurnar hennar Rannveigar utan- yfir og tvenna háleista, þar sem bæði göngustígvélin mín og gúmmí- stígvélin voru rennblaut. Á meðan ég skipti var Egill að teyma hest- ana yfir og er ég mest hissa á því að hann skyldi ekki fara útaf eitt ein- asta skipti. Lenti hann í bleytu einu sinni og var hesturinn hans hætt kominn, en allt gekk samt vel.“ Þar sem engan haga var að finna þarna var ekki um annað að gera en að ríða áfram 6—8 tíma leið, eftir að hafa lagað heita súpu þarna á sandinum, enda hrollkalt. Allt í kring lágu blautir svefnpokar og annað dót og brauðið var breitt til þerris hvert á sínu viskustykki. Lýsir Ellen því í sínu fréttabréfi hversu grátbroslegt hafi verið að horfa þarna á rennblautar allar þeirra veraldlegu eigur sem áttu að duga alla ferðina. Mestar áhyggjur höfðu þau af stígvélum á Axel, því hægra ístaðinu hafði hann týnt i Á Grímsstöðum í Mývatssveit var ferðalöngunum vel tekið og gott að koma í byggð eftir slarkið á fjöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.