Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 24
,24 B • ■ Mit 1 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGU.R 11. ÁGÚST 1985 Fornleifafundurinn að Dagverðarnesi — eftir Einar Pálsson FYRRI GREIN Þriðjudaginn 16. júlí greindi Morgunblaðið frá fornleifafundi að Dagverðarnesi við Breiðafjörð, og hefur rústin vestra vakið margskonar bollaleggingar. Þor- valdur Friðriksson fornleifafræð- ingur sem vann að uppgreftrinum að Dagverðarnesi hefur sætt nokkurri gagnrýni vegna frásagn- ar af aldursgreiningu; hann kveð- ur aldursgreininguna hafa verið unna i Þrándheimi með svo- nefndri C-14-aðferð og gefi aldurs- greiningin til kynna „að húsin séu frá árinu 680 að frádregnum eða viðbættum hundrað árum“. Virð- ist þetta hafa farið fyrir brjóstið á ýmsum; Páll Theódórsson eðlis- fræðingur greinir frá því í Morg- unblaðinu 15.7. að einungis eitt sýni hafi verið sent héðan til ald- ursgreiningar, þannig að ljóst megi vera, „að varast ber að draga of miklar ályktanir af því“. Þór Magnússon þjóðminjavörður telur að kolefnagreiningar frá íslandi virðist „hafa tilhneigingu til að sýnast eldri en aðrar tímasetn- ingar gefa til kynna, svo að við verðum að vera mjög varkár. Jarðfræðingar eru einmitt að reyna að finna út af hverju skeik- ar svo miklu, en þeir telja að það geti verið vegna jarðgosa og efna í sjónum við landið." Augljóst er, að mörg sýni gefa réttari útkomu en aðeins eitt sýni, og vilji svo einkennilega til, að jarðgos og efni í sjónum við ísland skekki kolefnismælingu meir hér- lendis en annars staðar, er sjálf- sagt að rannsaka það. Hitt þykir mér einkennilegt að meginatriði þessa máls virðist glatast vegna deilu um orðalag. Niðurstaðan af þeirri einu aldursgreiningu sem gerð er vestra (ef rétt er) ársetur rústina 680 e. Kr., þ.e. einhvern tíma á skeiðinu 580—780 e. Kr. Þetta eru rúm mörk og koma vel heim við það sem áður var vitað. Beda prestur og Thule Það sem vantar í þessa umræðu er það sem gerir aldursgreining- una 680 e. Kr. svo áhugaverða: vitnisburð Beda prests ins fróða. Beda var brezkur fræðimaður sem lifði ca. 672—735. Við skulum taka frásögn hans beint úr íslendinga sögu Jóns Jóhannessonar, þar sem hún stendur opin og öllum að- gengileg: „Beda prestur, sem talinn er frumkvöðull enskra vísinda (d. 735), segir í skýringariti sínu við konungabækurnar i heilagri ritn- ingu (In libros regum questionum xxx liber) að margir þeir, sem búa á eynni Thule hinum megin við Bretland eða í fjarlægustu löndum Skýþa ... sjái sólina allan sólar- hringinn nokkra daga á sumrin, eins og gömul sagnarit og frásagn- ir samtímamanna hans, er komi af þeim slóðum, beri greinilega vitni um.“ (J.Jóh. ísl. saga 1,15.) Hvað var Thule? Þarna höfum við það svart á hvítu: „margir" búa á eyju er nefnist Thule hinum megin við Bretland. Beda nefnir beinlínis SAMTÍMAMENN sem koma af þeim slóðum og segja frá. Þetta merkir m.ö.o. að EF aldursgrein- ingin er rétt um 680 e.Kr. þá styð- ur fornleifafundurinn eindregið þá tilgátu, að ísland hafi verið Thule. Beda deyr árið 735; hann ritar mikið síðustu áratugi lífs síns, eða um 25—50 árum eftir ár- ið 680. Þannig gæti ársetningin vart komið betur heim við orð Beda prests, og styrkir hún þannig þá niðurstöðu, að menn frá Bret- landseyjum hafi komið til íslands og búið þar nokkurn tíma aldirnar fyrir meginlandnám norrænna manna. Spurningin hefur löngum verið: HVAÐ VAR THULE? Ýmsir fræðimenn hafa talið mjög vafa- samt að þar gæti verið átt við ís- land. Fundurinn við Breiðafjörð rennir enn einni stoðinni undir það, að Beda prestur hafi átt við Island með framangreindum orð- Dicuilus og Færeyjar Annar merkur fræðimaður, Dicuilus, er starfaði í Frankaríki hundrað árum eftir Beda prest samdi rit á latínu um 825, er nefn- ist De mensura orbis terræ. Jón Jó- hannesson getur Dicuilusar einnig í fslendinga sögu sinni (1,15). „Þar segir (Dicuilus) frá eyjum, sem eftir lýsingunni að dæma hljóta að vera Færeyjar. Segir hann, að þær hafi verið byggðar írskum einsetumönnum kringum hundrað ár, en hafi áður verið óbyggðar frá upphafi heims og séu nú aftur auðar sökum rána norskra víkinga. Er af því að ráða, að írar hafi fundið Færeyjar snemma á 8. öld eða skömmu fyrr. Loks fundu þeir land það, sem nú heitir fsland." Mat á orðum Dicuilusar Orð Dicuilusar um Færeyjar útiloka ekki byggð á íslandi. Sýn- ist mér því raunar þveröfugt farið: Fyrst bæði írskir einsetumenn og norrænir víkingar sigldu til Fær- eyja, hefðu þeir getað siglt til ís- lands. Á þetta við báða aðila. Orð Jóns Jóh. „loks fundu þeir“ mætti lesa sem „síðar fundu þeir“, en þá væri Jón í raun að mótmæla því, aö Thule Beda prests væri ísland, og er eigi heimilt að lesa svo ákveðna söguskoðun út úr slíku orðalagi. Tekur Jón raunar skýrt til orða um þetta atriði síðar (s 17): „Um hitt verður ekki sagt, hvenær írar komu [til íslands] fyrst.“ Sem vitrum fræðimanni sæmir heldur Jón Jóhannesson möguleik- anum opnum. Dicuilus og Thule Frægustu lýsingu af Thule er einmitt að finna í framangreindu riti Dicuilusar munks. Gefum Jóni Jóhannessyni enn einu sinni orðið; svo segir þar (ísl. s. I, 15—16): í fyrr nefndu riti rekur Dicuilus nokkuð það, sem Plinius, Isidorus, Priscianus og Solinus segja um Thule, og kveður það ávallt óbyggt (semper deserta). Síðan segir hann: „Fyrir þrjátíu árum (þ.e. um 795) sögðu mér klerkar, sem dvöldust á þessari eyju frá upp- hafi febrúarmánaðar til upphafs ágústmánaðar, að ekki aðeins um sumarsólstöður, heldur einnig dagana á undan og eftir, sé eins og sólin feli sig á bak við dálítinn hól á kveldin, er hún gengur undir, þannig að ekkert rökkur verði þessa örstuttu stund og maður geti gert, hvað sem hann vill, jafn- vel tínt lýs úr skyrtu, eins og sól væri á lofti, og ef menn væru þar uppi á háfjöllum, myndi sól ef til vill aldrei hverfa þeim. Á miðri þessari örstuttu stund verður mið- nætti um miðbik jarðar, og hygg ég því, að sólarbjarmi sjáist á hinn bóginn örskamma stund i Thule um vetrarsólstöður og fá- eina daga undan og eftir, þegar miðdegi er á miðri jörðinni. Þess vegna skjátlist þeim, sem hafa skrifað, að hafið kringum eyna sé ísi lagt og stöðugur nóttlaus dagur sé frá vorjafndægrum til haust- jafndægra, en sífelld nótt á hinn bóginn frá haustjafndægrum til vorjafndægra, því að klerkarnir sigldu til eyjarinnar á þeim tíma, er eðlilegt var, að mikill kuldi væri, og dvöldust þar, og voru þá dagar og nætur alltaf til skiptis nema um sumarsólstöðurnar. En eftir eins dags siglingu frá eynni í norður fundu þeir frosið haf.“ (nm: Diculi liber de mensura orbis terræ, Berlin 1879, 42—44.) Hvað merkir „margir“? Samkvæmt orðum Beda prests um 725 eru „margir“ á Thule; sam- kvæmt Dicuilusi hundrað árum síðar er Thule „ávallt óbyggt". Er Dicuilus þá raunar að vitna í enn eldri heimildir, en „klerkar" þeir sem dvöldust á Thule samkvæmt frásögninni virðast ekki þekkja þar mannabyggð í skilningi num- ins lands. Hitt getur hver sagt sér sjálfur, að ef menn voru að velta vöngum yfir því á dögum Dicuilusar, hvort hafið kringum eyna væri ísi lagt og svo framvegis, þá hafa gengið af eynni sagnir — og menn sótt hana heim. Frásögn Dicuilusar stangast því i rauninni ekki á við orð Beda prests. Spurningin sem vaknar er hins vegar sú, hvað orðið „margir" merkti í munni hins brezka klerks. Ýmsir íslendingar telja sterkar líkur hníga að því, að hér hafi ver- ið um þetta leyti keltnesk byggð — í skilningi „þjóðar" eða allnokk- urrar búsetu kvenna og barna auk karla — og hafa þeir Benedikt frá Hofteigi og Árni óla gerzt helztu talsmenn þeirrar söguskoðunar. Kenningarnar um „keltneska þjóð“ á Islandi fyrir daga hins norræna landnáms virðast ráða mestu um þær spurningar, sem fyrir mig hafa verið lagðar undan- farið. Söguskodun Mínar eigin niðurstöður af rannsókn menningarfræði, táknmáls og miðaldalærdóma eru skýrar: Keltar sigldu hingað fyrir daga hins norræna landnáms á síðari hluta 9. aldar. Hitt er þó e.t.v. enn ljósara, að frásögn Land- námu af því landnámi, sem þar frá greinir, eru í meginatriðum réttar. Þetta tvennt stangast ekki á. Hvort hér bjó „þjóð“ Kelta fyrir daga norrænna manna verður ekki ráðið af þeim gögnum sem ég hef rýnt; hins vegar er þar að finna vissar ábendingar þess efn- is, að við ísland hafi tengzt keltn- eskar „upprunasagnir", þ.e. þær sagnir sem venjulega eru nefndar „goðsagnir" — og benda til land- töku eða helgunar lands. Um aldur þessara sagna verður ekki fullyrt af þeirri einföldu ástæðu, að það er bein skilgreining á goðsögn að hún er „tímalaus" — hún hefur í sér fólginn þann „sannleika" sem hver þjóðflokkur eða samfélag tel- ur eilífan og óumbreytanlegan. Eins og nú standa sakir verða menn að vega og meta bollalegg- ingar þeirra er ákveðna „skoðun" hafa á þessum málum, en að öðru leyti bíða niðurstöðu fornleifa- fræðinnar. Fæ ég ekki annað séð en það væri stórskemmtilegt og gæfi skáldum yrkisefni, ef hér fyndist byggð er sýndi búsetu löngu fyrir „landnám". Þótt lík- urnar sýnist litlar, eru þær fyrir hendi. Hversu margir voru „marg- ir“? * Islandssagan Ástæðan til þess, að vitnað er í Jón Jóhannesson hér að framan, er ekki einasta sú, að Jón var Séð yfir rannsóknarsvæðið MorgunblaðiS/GÓI glöggur maður, heldur og hin, að ýmsir spyrja, hvort skrifa þurfi nú Islandssöguna upp á nýtt. Ef talað er um hina hefðbundnu íslands- sögu, verður Jón Jóhannesson að teljast verðugur fulltrúi hennar. Fornleifafundurinn á Dagverð- arnesi kemur ágæta vel heim við þá íslandssögu — svo langt sem hún nær. Það langathyglisverð- asta við aldursgreininguna 680 — ef rétt skyldi reynast — er hins vegar, að hún styður það sem ekki var áður talið vitað með vissu — að ísland var THULE Beda prests. En fleira kynni að breytast, ef aðrar minjar fyndust svo sem grafir er geymdu leifar kvenna og barna, skraut eða annað sem unnt væri að tímasetja fyrr. Fyrri aldursgreiningar í árbók Fornleifafélagsins 1968 (s 11) segja þeir Þorkell Grfmsson og Þorleifur Einarsson frá aldurs- greiningum á fornleifum úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.