Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGUST Í985 LC fiEIMI LVILMyNLANN/f JL; urinn Rospo Pallenberg var ekki par ánægöur meö þá ráöstöfun og þaö var ekki laust viö aö Charley Boorman væri sama sinnis þegar líöa tók á tökurnar. Hann lýsti því í viötali aö hann væri sífellt bitinn af maurum í fæturna og aö þaö væri mjög sársaukafullt og þegar hann haföi beöiö indjánana aö lána sér áburö, sem þeir notuöu til að verj- ast bitum, hlógu þeir aö honum og spauguöu. „Þeim þótti þaö óskap- lega fyndiö aö óg skyldi finna til og ég var greinilega óæöri þeim,“ sagöi aumingja Charley. Allt lagaöist þetta meö tímanum og Charley vandist frumskógarlíf- inu. Og þaö var hann sem skildi aö Boothe var ekki aö leika í atriöi þar sem faöir og sonur eiga næstum aö drukkna í fljótinu. Kvik- myndaliöiö heyröi ekki neyöaróp Boothe en Charley náöi honum og hélt á floti þangaö til þjálfaðir kaf- arar komu á vettvang og drógu hann á land. Honum var gefiö súr- efni og það liðu margir tímar þar til Boothe gat stigiö í lappirnar aftur. - ai. SEINT á sjötta áratugnum og allt fram á miðjan sjöunda sátu sjónvarpsáhorfendur í Amer- íku viö kassann sinn og horföu yfir sig hrifnir á þætti, sem kall- aðir voru The Twilight Zone og er einfaldlega þýtt „í Ijósa- skiptunum" hér. Þættirnir voru sýndir í fimm ár samfleytt í sjónvarpinu og þeir uröu 156 talsins. Margir, sem áttu eftir aö öölast frægð og frama í Hollywood, stigu nokkur af sín- um fyrstu sporum á leiklist- arbrautinni i þáttum þessum, fólk eins og Carol Burnett, Burt Reynolds og Robert Red- ford. John Lithgow í síðasta hluta „Twilight Zone — The Movie“. Innfellda myndin er af óstralska leikstjóranum George Miller (Mad Max) sem leikstýrói þeim hluta. Rod Serling hét maöurinn, sem átti allan heiöur af þáttun- um en hann lést áriö 1975. Hann var afar upptekinn af öllu því sem kalla má yfirnáttúru- legt og í The Twilight Zone setti hann á sviö allt þaö sem kom upp í huga hans og lét þaö gerast i annarri vídd þar sem ímyndunaraflið eitt setti takmörk. Eöa eins og Serling sagöi í upphafi hvers þáttar: Þú feröast inn í aöra vídd sem er ekki aöeins bundin viö sjón og heyrn heldur hugsunina líka. Þú ert á ferð í undra- heimum þar sem einu tak- mörkin eru hugmyndaflugiö sjálft. Næsta stopp, í Ljósa- skiptunum. Þættirnir sóru sig í ætt viö vísindaskáldskap eins og sjá má og eftir nokkuö rólega byrjun tóku þeir aö vinna á þar til milljónir Ameríkana voru orönir fastir og sérlega tryggir áhorfendur að þeim. Svo var þaö áriö 1983 að menn ákváöu aö gera kvik- mynd byggöa á sjónvarpsþátt- unum og hún skyldi vera í fjór- um þáttum og voru fengnir fjórir leikstjórar til aö leikstýra þeim. Leikstjórarnir voru þeir Steven Spielberg, John Land- is, Joe Dante og Ástralinn George Miller. Saman geröu jíeir The Twilight Zone — The Movie, sem Austurbæjarbíó sýnir á næstunni (ef það er ekki þegar fariö aö sýna hana). Fyrsti þáttur myndarinnar, sem Landis leikstýrir, segir frá manni nokkrum, sem fær aö upplifa niöurlægingu sinna eig- in fordóma. Þaö er Vic heitinn Morrow er leikur manninn, en hann ásamt tveimur víet- nömskum börnum lést viö Bandaríkin: JOHN BOORMAN GERIR NÝJA MYND NÝJASTA myndin hans John Boormans (Deliverance, Excalibur) heitir The Emerald Forest (Emer- aldskógurinn) og var hún frumsýnd fyrir skömmu úti í Bandaríkjunum. Aöalleikarar í myndinni eru Powers Boothe, sem íslenskir sjónvarps- áhorfendur ættu aö þekkja frá því aö hann lék einkaspæjarann Mar- lowe i samnefndum þáttum, og sonur Boormans, Charley. Myndin gerist á meöal frum- stæöra indjána viö Amazonfljótiö og er byggö á sannsögulegum at- buröum. Áriö 1972 var sjö ára gömlum dreng rænt og voru indj- ánar þar aö verki. Faöir drengsins, verkfræöingur frá Venezuela, leit- aöi hans á hverju sumri í 10 ár í regnskógunum viö fljótiö mikla og fann hann á endanum. En þegar hann haföi loksins uppá honum sá hann aö pilturinn haföi aölagaö sig algerlega aö lífi indjánanna og ættflokksins, sem rændi honum. Faöirinn ákvaö því aö skilja hann eftir frekar en færa hann aft- ur til „dauöans“ eins og indjánarnir kalla landsvæöi borganna og loft- mengunarinnar og virkjananna, sem eyöilagt hafa fyrir þeim lönd og lífssiöi. Boorman hóf tökur á mynd sinni í ágúst áriö 1983 í Brasilíu þar sem verið var aö byggja fjóröu stærstu stíflu heimsins, Tucuruistífluna. Leikstjórinn vildi ekki gera mynd sína í raunverulegu indjánaþorpi vegna rasksins sem þaö myndi valda þorpsbúum svo hann réö indjána frá Rio de Janeiro og Bel- em, sem voru atvinnuleikarar. Þaö var auövelt aö velja í hlut- verk verkfræöingsins. Boorman hafnaöi þeim hugmyndum aö láta Robert Redford eða Clint East- wood leika hann þvi þeir yröu of dýrir. Hann hafnaöi líka þeirri hugmynd, sem var gaukaö aö hon- um, aö láta Sam Waterston (The Killing Fields) leika aöalhlutverkiö. Þá var umboösmaöur Boothe kominn í máliö og fékk leikstjór- ann til aö hitta ieikarann. Og frá fyrstu stundu sá Boorman aö þarna var kominn rétti leikarinn ffyrir hlutverkiö. Þaö var erfiöara aö finna réttan náunga í hlutverk strákslns en um síöir féllst Boorman á aö fá son sinn í hlutverkið. Handritshöfund- Charley Boorman, aonur leik- stjórana, í aóalhlutverkinu. Austurbæjarbíó: LJÓSASKIPTUNUM Steven Spielberg, John Landis, Joe Dante og George Miller leiða saman hesta sína í Twilight Zone — The Movie Vic Morrow (( miðió) lók í fyrsta hluta myndarinnar, en hann lést við upptökur ásamt tveimur víetnömskum bömum þegar þyrla hrapaöi til jaröar. John Landis (innfellda myndin) leikstýröi þeim hluta. Steven Spíelberg. upptökur á myndinni þegar þyrla hrapaöi til jaröar. Spielberg leikstýrði öörum hluta en hann og Landis eru framleiðendur myndarinnar. j þessum hluta leikur Scatman Crothers eldri borgara, sem búinn er aö ná þeim töfrum aö geta veitt nokkrum íbúum elli- heimilis þau forréttindi aö upp- lifa í stutta stund æsku sína aftur. Þriöja hlutanum leikstýrir Joe Dante. Hann er um strák, sem fær allar sínar óskir upp- fylltar nema þá aö vera ham- ingjusamur. Máttur hans er gríöarlegur. Og síöustu sögunni leikstýrir George Miller, sem nýlega lauk viö þriöju Mad Max-myndina sína. Síðasta sagan er um flugfarþega, sem gripinn verö- ur ógurlegri hræöslu þegar óþekktur hlutur ógnar flugvél- inni sem hann er í og öryggi allra um borö. - ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.