Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 39
MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985 B 39 Loks þegar maður hélt aö Vi- etnam-myndaæðinu væri lokiö og óhætt aö fara í bíó án þess aö lokast inni í geggjuöum frumskógi og byssukúlnahríö og hvaö eina, þá kemur í Ijós aö þaö var aöeins logniö á undan storminum. Vönd- uöu myndirnar sem Bandaríkja- menn og Bretar geröu, myndir eins og Coming Home, Hjartarbaninn og Apocalypse Now og The Killing Fields voru myndir sem túlka má sem raunsæar, myndir um stríöiö og afleiöingar þess, eins og þaö gæti hafa gerst í raunveruleikan- um. En sem sagt, þaö var aöeins lognið. Og nú er stormurinn skoll- inn á. Raunveruleikinn ffyrir bí? Og þaö enginn venjulegur stormur. Síöustu tvö árin hafa ver- iö sýndar nokkrar kvikmyndir sem fjalla um afleiöingar Víetnam- stríösins á all sérkennilegan hátt. Nú er þaö ekki lengur striöiö sjálft sem vekur áhuga, heldur sá (fjar- stæöi?) möguleiki aö bandarískir hermenn séu enn í haldi í frum- skógum Víetnam. Og þaö er ekki aö sökum aö spyrja, hugmyndafrjóir handrits- höfundar í Hollywood eru fengnir til aö setja saman safaríkar sögur um hugrakka kappa sem leggja á staö frá heimalandinu, smygla sér inn í óvinalandiö og hefja leítina. Kannski er þetta rökrétt afleiöing þess þegar raunsæiö þrýtur. Ekki er vitaö til að þetta hafi gerst í veruleikanum, hins vegar gerast þær raddir háværari meðal Banda- ríkjamanna aö þetta hljóti aö vera raunin. Þegar hafa verið geröar þrjár myndir um þetta efni: „Uncommon Valor" meö Gene Hackman, sem nú er sýnd í Regnboganum, „Týnd- ir í orrustu" með Chuck Norris (sýnd i Austurbæjarbíói), og „Ram- bo, First Blood II", sem Háskólabíó mun sýna á næstu dögum. þess eins og skemmta áhorfend- um í u.þ.b. tvo klukkutíma. Hver þarf á víkinga- sveit að halda? John Rambo er í fangelsi þegar myndin hefst. Gamli félagi hans og þjálfari í Vietnam-stríöinu, Traut- man (Richard Crenna), kemur til hans og gerir Rambo tilboö sem hann getur ekki hafnaö. Hann er fenginn til aö fara aftur til Víetnam til aö kanna hvort bandarískir her- menn séu þar enn í haldi. Rambo er lofaö frelsi ef honum tekst þetta. Rambo er til i allt og leggur af staö, og grunar ekki aö hann hefur verið narraöur út í sjálfs- morösferð. Flogiö er af staö og á Rambo aö kasta sér út í fallhlíf yfir ákveönum staö í frumskóginum. En feröin byrjar ekki vel, fallhlífin festist i flugvélinni og Rambo iendir á kol- vitlausum staö. En Rambo lætur þaö ekki á sig fá, fall er fararheill. Rambo er fljótur aö þefa uppi aöstoöarmenn sina meöal Víet- nama, þeirra á meöal hina ægi- fögru Co. Rambo og Co fara gegn- um þéttan frumskóginn og finna aö lokum gamlar búöir sem eiga aö vera mannlausar, en sjá þar illa haldna bandaríska hermenn. Rambo frelsar einn þeirra og er um þaö bil aö sleppa meö honum upp í þyrlu bandariska hersins sem átti aö sækja hann. En þá er komiö aö hernum aö svíkja, þeir skilja Rambo eftir. Þaö sem nú hefur gerst er í rauninni aöeins smávægileg upp- hitun fyrir þaö sem á eftir kemur. Rambo einn i pödduskrýddum frumskógi Víetnam, þaö er ekki beinlínis geöslegt, aö ekki sé minnst á alla fjandvinina sem elta hann uppi, Vietnamana og þjalfara þeirra, sovéthermennina. En Rambo er alltaf Rambo og Stall- one er alltaf Stallone. Er þá nokkru aö kvíða? Sagt er aö Ronald Reagan hafi beðiö um einkasýningu á Rambo í Hvíta húsinu eftir aö gíslamálinu fræga lauk. Forsetinn veit þá altént á hvern hann kallar næst þegar hann stendur aögeröarlaus frammi fyrir hryöjuverkamönnum og for- vitnum alheiminum. HJÓ Stallone, eina ferðina enn Rambo er First Blood númer tvö. First Blood var sýnd í Regn- boganum fyrir tveimur árum; hún fjallaöi um John Rambo, Víetnam- hermann sem hefur ekki aölagast lífinu heima fyrir eftir aö stríöinu lauk. Þaö var Sylvester Stallone sem lék John Rambo, og þótti honum þar takast betur upp en nokkru sinni, hann fékk nefnilega möguleika á aö syna hvort leik- hæfileikar bjuggu í honum. Stallone er oröinn konungur framhaldsmyndanna. Hann lætur sér ekki duga aö leika Rocky á þriggja ára fresti, hann hefur fund- iö annan framhaldsþátt í John Rambo. Stallone er að gera Rocky Rambo lendir ( höndum fjandvina sinna. IV um þessar mundir og verður hún sennilega sýnd þegar vinsæld- ir „Rambo“ taka aö dvína meö haustinu, og búiö er aö lofa First Blood III. Leikstjóri First Blood, Ted Kotcheff, er fjarri góöu gamni, en í hans staö er kominn gríski leik- stjórinn George Pan Cosmatos, sem hefur ekki gert kvíkmynd í háa herrcns tíö, en hann geröi merkar myndir upp úr 1970 og Kassöndru- brúna fyrir bráöum tíu árum. Cosmatos er enginn aukvisi og fá hæfileikar hans til aö stjórna stór- um sviðssenum og bardagaatriö- um vel að njóta sin í „Rambo". Undirritaöur átti þess kost á aö sjá myndina fyrir nokkrum dögum og getur hann staöfest aö i „Rambo" eru einhver hrikalegustu glæfra- og hasaratriöi sem hann hefur séö. Þaö er i rauninni undar- legt hve Stallone (handritshöfund- ur ásamt James Cameron) fær margar hugmyndir til aö kvelja sjálfan sig og aöra. Myndin kostaöi um 30 milljónir dollara og er oröiö umhugsunarefni á þessum siöustu og alverstu hungurtímum hve pen- ingamenn í Hollywood eyöa mikl- um fjármunum í hrottalegar eyöl- leggingar-orgíur eins og Rambo, til Siöastnefnda myndin er búin aö gera allt vitlaust í henni Ameríku. Hún var frumsýnd í maí síðastliðn- um, sprengdi öll aösóknarmet, tók inn 50 milljónir dala fyrstu tvær vikurnar og er enn sýnd viö gífur- lega aösókn og ekki minna umtal. Enginn hefur á móti því aö mynd njóti vinsælda, en Rambo hefur vakiö upp ágengar spurningar um hvort siöferöisvltund manna sé komin niöur fyrir frostmark. Höf- undar þessara mynda svífast ein- skis, þeir búa til hvert hasaratriöiö á fætur ööru og taka ekkert tillit til þeirra þúsunda sem hugsanlega eiga ættingja enn í haldi í Víetnam. Hún er nefnilega ekki geösleg myndin sem dregin er upp af aö- búnaöi og lífi þeirra sem enn eiga aö dvelja inni í fjarlægum frum- skógum. Hvaö um þaö, timinn veröur aö leiöa í Ijós hvort nýju Holly- wood-myndirnar um afleiöingar Ví- etnam-stríösins eru sannleikanum samkvæmar eöa bara vel smuröur skáldaleir. X m Stjörnugjöfin Bíóhöllin: Víg í sjónmáli Marathon Man Hefnd busanna Næturklúbburinn Austurbæjarbíó: Raunir saklausra ★ V2 Blade Runer ★★★ Hrafninn flýgur ★★★ Vfe Nýja Bíó: Að vera eða ekki að vera ★★ V!2 Stjörnubíó: Síðasti drekinn ★★ Háskólabíó: Vitnið ★★★% Laugarásbíó: Ævintýrasteinninn ★★★ Regnboginn: Glæfraför ★% Fálkinn og snjómaður- inn ★★•/£ Beverly Hills Cop ★★★ Vfe Tortímandinn ★★ SV ★★ ★★★ ★★Vfe ★★★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.