Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGCST 1985
B 7
ippseyjum árið 1978 verið hið
lengsta, en það stóð í 13 vikur.
Oftar en nokkru sinni í skákein-
vígi, eða alls 40 sinnum, varð jafn-
tefli milli þeirra Karpovs og Kasp-
arovs („Gef oss í dag vort daglega
jafntefli," voru ummæli Siid-
deutsche Zeitung) eða þá að skák-
irnar fóru í bið. Sumar skákirnar
enduðu þegar eftir 13 eða 15 leiki,
og það leit næstum þvi út eins og
hreinasti óþarfi hefði verið að
hefja yfirleitt þær skákir. Vikum
saman dróst einvígið á langinn,
einna líkast „einstökum harm-
leik“, eins og eitt hinna vestrænu
blaða orðaði það. Ekki hlutu held-
ur þátttakendurnir tveir beinlínis
milda dóma í umsögnum frétta-
manna, og var í þeim efnum lengi
vel enginn greinarmunur gerður á
taflmennsku heimsmeistarans og
áskorandans. Þetta álit manna
breyttist þó gersamlega, þegar því
var lýst yfir, að einvíginu yrði
hætt að sinni og þráðurinn ekki
tekinn upp aftur, fyrr en á hausti
komanda: Nú snérist almennings-
álitið meðal skákunnenda og sér-
fræðinga á Vesturlöndum Garri
Kasparov í vil, að örfáum aðilum
þó undanskildum, sem studdu
Karpov í einu og öllu líkt og sov-
ézk blöð og aðrir fjölmiðlar gerðu
mjög ötullega.
f upphafi einvígisins hafði
áskorandinn tapað fjórum af niu
skákum og það þarf raunar að
leita allt aftur til síðustu alda-
móta til þess að grafa upp álíka
ömurlega frammistöðu áskoranda
í heimsmeistaraeinvígi í skák. Þá
koma fram í dagsljósið löngu
gleymd nöfn evrópskra stórmeist-
ara. í upphafi einvígisins urðu
Kasparov á nokkuð oft hrapalleg
mistök, sem voru þess eðlis, að
Áskorandinn Kasparov (fjórði frá
vinstri í aftari röð), Clara, móðir
hans, þriðja frá vinstri.
vetur, braut greinilega í bága við
þá ófrávíkjanlegu grundvallar-
reglu í drengilegri keppni, að ekki
megi breyta leikreglunum meðan
á keppni standi, nema því aðeins
að allir viðkomandi aðilar séu því
samþykkir. Það var álit flestra
vestrænna dagblaða og skáktíma-
rita, að frestun einvigisins á þess-
um tíma og við þessar kringum-
stæður hefði einungis verið gerð
til þess að bjarga Anatolij Karpov
frá yfirvofandi ósigri. Þetta þótt-
ust menn sjá af þeim hugmynda-
snauðu og slöppu skákum, sem
heimsmeistarinn tefldi undir lok-
in og eins af ytra útliti hans; „Lot-
inn og lúinn hnokki," sagði hið
virta þýzka vikublað „Die Zeit“
um Karpov. Undir þetta álit tóku
jafnvel fulltrúar Sovézka skák-
sambandsins, því bandaríska
fréttastofan UPI hafði eftirfar-
andi ummæli eftir einum þeirra:
„Ég veit það með vissu, að Karpov
er orðinn úrvinda af þreytu og
miður sín. Hann þarf að fá frest.“
Jafntefli á jafntefli ofan
Viðbrögð skákunnenda um allan
heim við skyndilegri frestun ein-
vfgisins í Moskvu sl. vetur voru í
fyrstu undrun og vonbrigði, sem
brátt snérust upp í háð og spé
gegn þeim Campomanes og Karp-
ov; „Það verður að fara að kalla
Campomanes héðan í frá Karpo-
manes,“ voru hin illkvittnislegu
ummæli Boris Spasskis. ( einu
skáktímaritinu stóð, að hér eftir
mætti líka taka upp á því að fresta
bara fótboltaleik, ef annað liðið
sæi fram á það, að það hefði ekki
lengur þrótt til að halda því
markaforskoti, sem það hefði hlot-
Að tafli í Ráðstjórnarríkjunum
Karpov heimsmeistari teflir á skáklistarsýn-
ingu í Moskvu.
ið fyrr í leiknum. Menn voru
ósparir á ýmis konar háðsglósur í
sambandi við frestun einvígisins.
Löngu áður en þessi frestun ein-
vígisins var ákveðin, hafði áskor-
andaeinvígið i Moskvu haft á sér
allt annað og neikvæðara yfir-
bragð en öll undangengin áskor-
endaeinvígi um heimsmeistaratit-
ilinn í skák. Það stóð i 22 vikur og
varð þar með hið lengsta, sem
þekkzt hefur. Fram að því hafði
áskorandaeinvígi þeirra Karpovs
og Kortsjnois í Baguio City á Fil-
Göngumaðurinn Kasparov:
Hlustar á Mozart, les Seneca.
jafnvel einungis miðlungsgóðum
skákmönnum verður sjaldnast á
að misreikna sig svo illilega i tafl-
mennsku sinni. En síðar kom hin
einstæða baráttugleði Kasparovs
greinilega í ljós, hann sýndi hríf-
andi leikni í margslungnum leik-
fléttum og var hreinasti snillingur
í áhrifamiklum fórnarleikjum
með stórum ávinningi. Kasparov
var kominn í essið sitt, heims-
meistarinn Karpov í varnarstöðu.
Snemma beygist
krókurinn
Garri Weinstein-Kasparov var
einungis ellefu ára gamall, þegar
hann þótti vera undrabarn í skák;
brezka blaðið „The Guardian"
lýsti honum þá seffl ótvírætt efni-
legasta verðandi heimsmeistara i
skák, það skakkaði einungis árinu
— 1990 — í umsögn blaðsins um
hæfileika hins unga Kasparovs og
horfur hans á að vinna heims-
meistaratitilinn. Tiu ára að aldri
var Garri orðinn það frábær skák-
maður, að sjálfur fyrrverandi
heimsmeistari, Botvinnik, tók
hann sem lærisvein í skákskóla
sinn og hældi drengnum frá Bakú
brátt opinberlega sem „langmesta
hæfileikamanni, sem fram hefði
komið í sovézkri skáklist um ára-
tuga skeið“. Og Botvinnik lét sig
þá ekki muna um að taka enn
sterkar til orða heldur bætti við:
„Karpov er ekki undanskilinn."
Þegar Kasparov var fjórtán ára
var hann yngsti þátttakandinn i
sterku skákmóti sovézkra meist-
ara í borginni Minsk og fór með
sigur af hólmi. Sovézka skáktíma-
ritið „64“ vitnaði í ummæli eins af
áhorfendunum um þetta skákmót:
„Nú er svo komið, að skákmeistar-
arnir eru farnir að tapa fyrir
börnum; það er eitthvað bogið við
þetta allt saman." Fyrsta bókin,
sem skrifuð var um hinn unga
skáksnilling Kasparov, kom út í
Kaupmannahöfn árið 1980, en þá
var pilturinn orðinn 17 ára gam-
all. Höfundur bókarinnar, Eric
Brondum, varpaði þá fram þeirri
spurningu, „hvort nokkur þyrfti
að efast um, að þessi piltur ætti
eftir að ná jafn langt og þýzk-
ameríski skáksnillingurinn Bobby
Fischer?"
Þegar hann varð heimsmeistari
unglinga í skák í borginni Dort-
mund sama ár, sýndi hann geysi-
lega yfirburði og drap gjarnan
tímann i leikhléum með því að
glíma við sjálfvirkar skákvélar í
forsal hússins, þar sem heims-
meistarakeppnin fór fram. Vél-
arnar buðu upp á hraðskákir gegn
fimm marka gjaldi; sá sem tapaði
skák varð að borga, annað hvort
skáksjálfsalinn eða skákmaður-
inn, sem spreytti sig gegn vélinni.
Árið 1982 vann hann sinn
stærsta skáksigur sem unglingur,
þegar hann vann alþjóðlega skák-
keppni í Bugojno i Júgóslavíu, án
þess að tapa einni einustu skák,
þótt meðal þátttakenda í þessu
móti væru tveir fyrrverandi
heimsmeistarar, sex fyrrum á-
skorendur heimsmeistara og fimm
aðrir stórmeistarar. Argentínski
stórmeistarinn Miguei Najdorf, 53
árum eldri en Kasparov, lét svo
ummælt eftir að hafa beðið ósigur