Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 21
B 21 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGtTST 1985 Á leið yfir Lindá. Sum vatnsfttllin reyndnst nokkntt erflð. Leiðin til Akureyrar var nokknð „lttnf“, laft af atað f Qttfurra manna leigubíl frá BSÍ kl. 5 að morgni og ekki komið tfl Aknreyrar fyrr en eftir miðnætti. Rúturnar fóru á tveimur dttgnm þeaaa leið. Áð í Ódáðahrauni. Ekki var á ttræfnnum nm grttengan garð að ganga, eða haga handa hestum. góðan svefn í tjaldi við Gróðrar- stöðina á Akureyri var daginn eftir samið við Kristján á BSA um bíl,' nú sjö manna bíl, til að komast f Bárðardalinn. Gat hann ekki farið fyrr en um kl. 7 um kvöldið, þar sem allir bílar voru í flutningum á fólki á skemmtun f Vaglaskógi. Þvf ekki komist í svefnpokana í Vfðkeri fyrr en kukkan hálf þrjú um nótt- ina, sem ekki gerði til þar sem næsti dagur fór í að búa farangur á hestana. En lagt var af stað klukk- an sex að morgni á langferðabrokki suður Bárðardalinn eftir að hafa feilt tjald og borðað morgunverð. Ferðafólkið kom að syðsta bæ í byggð austan Skjálfandafljóts kl. 9.30 og hitaði sér mat í sfðasta hag- anum í Suðurárbotnum um ellefu- leytið. Þá lá fram undan ódáða- hraun, breitt, kolsvart og sandorpið með einstaka grávíðishríslu á víð og dreif, eins og Axel orðar þar í dag- bók sinni. 1 suðvestri sást til Dyngjufjalla og í þeim allmikill snjór. Litlu austan við Dyngjufjöll stendur Herðubreið eins og klettur úr hafinu, hátt og hrikalegt, snævi þakið að ofan. Víða þurfti að fara mjög varlega, því hraunbungurnar höfðu víða sprungið og þurfti að gæta þess vel að baggahestarnir rækju ekki baggana í grjótið og rifu þá af sér eða í sundur. Urðu hey- pokarnir því nokkuð götóttir. Nokk- ur leit varð að Öskjuopi, sem lýst er sem 500—1000 metra breiðu skarði, er gengur gegn um fjöllin norðaust- an til í Dyngjufjöllum. Þar var mjög úfið hraun og illt yfirferðar. En nú varð snjórinn að miklu liði, því hann var svo mikill að allar lautir og holur i hrauninu voru huldar, en aðeins smánibbur stóðu upp úr. Samt fóru hestarnir stöku sinnum gegn um snjórinn og upp í hné, en enginn meiddist þó. Rétt fyrir neðan gfginn Vfti, sem lagði frá megna brennisteinsgufusvælu, var tjaldað. Fáum árum áður hafði orðið gos í Öskju og mátti sjá þess merki. Axel segir frá því að í fjallgöngu um nóttina sunnan Öskjuvatns hafi þau stoppað við smá gfg, en þaðan hafði hrauntunga frá 1926 oltið út í vatnið og gufaði upp úr gjallinu. Hitamælirinn hennar Rannveigar sýndi frostmark niðri við vatnið enda allir pollar lagðir og 7—8 stiga hiti ofan í gjallhrúgunni, en 14—15 stig er komið var 15—25 sm ofan í hana. En fjögurra stiga frost var um nóttina í tjaldstað. Erfiðasti kaflinn á þessari leið var þó vestan megin við Öskjuvatn. Þar hafði runnið nýtt hraun frá gfghólum vestast í Dyngjufjöllum alla leið ofan í vatnið og varð að fara þar yfir til að komast út um Suðuropið. Vegna snjóskaflanna var hægt að komast yfir það allt, nema um 50 metra breiða rennu, þar sem varð að „selflytja" hestana yfir og „guðs mildi að við skyldum ekki lappa- brjóta þá eða stórskemma", skrifar Axel. Ellen lýsir því svo að karl- mennirnir hafi næstum orðið að bera hvern hestinn af öðrum yfir og hún hafi sjálf átt nóg með að bjarga eigin fótum á leiðinni yfir. í suðvesturhorni Dyngjufjalla voru nokkrir spánnýir sprengigígar og hafði frá þeim runnið allstórt hraun suður og niður að Jökulsá á Fjöllum. Úr suðuropi niður á sand- ana fyrir sunnan Dyngjufjöll er líð- andi halli, mjög sandorpið hraun. Varð að krækja fyrir nýja hraunið, sem breiddist talsvert út yfir sand- ana — hraunið mun hafa runnið 1930 og var tveggja tíma krókur að komast fyrir það. Ellen getur þess að J. Kock hafi nýtt snjóinn í Dyngjufjöllum þegar hann var 1912 að þjálfa hestana fyrir ferðina yfir Grænlandsjökul. Þar fóru fiskibollur og haframjöl Nú var Jökulsá á Fjöllum fram- undan og sögur fóru þar af kvik- syndi og svaðilförum, en áin reynd- ist svo snemma dags aðeins ríflega á miðjar síður þótt straumhörð væri. Eftir kortinu áttu að vera eft- ir tvær kvíslar, en í ljós kom eftir „herforingjaráðsfund í hraunbolla" að þau höfðu farið yfir þær án þess að þekkja þær. Fylgdarmaðurinn hafði meðferðis langan broddstaf, sem þeir Axel notuðu til að kanna árnar, og einnig var hægt að nota hann til að þreifa fyrir sprungum á jöklinum. Þetta var löng dagleið, frá klukkan fimm að morgni og ekki farið að tjalda í Hvannalind- um fyrr en klukkan að ganga sjö. Þá kom í ljós sú óþægilega stað- reynd að allar fiskibollurnar voru kasúldnar í dósunum og voru þar grafin 9 kg af bollum. Þarna var gist í tvær nætur. Ekki blés byrlega um að hægt yrði að ganga á jökulinn f Kverkfjöllum, því þoka var og rigning í 800—1000 metra hæð og var búið að búa upp á hestana daginn eftir og lagt af stað til baka í Herðubreiðarlindir um flmmleytið daginn eftir er þau sáu frá Kverkfjallarana að farið var að birta upp. Þau tóku því stefnuna suður með vesturhlíðum ranans og upp í undirhlíðar Kverkfjalla þótt bratt væri. Þar var stansað hjá snjóskafli um kl. 2, svo að hestarnir gætu fengið vatn. Vitanlega var þarna ekki stingandi strá, enda sýndi mælirinn 1000 m hæð þar sem þau hófu gönguna. Til að svelta ekki hestana alltof mikið var ákveöið að fórna öllu haframjölinu, sem mun hafa verið um 13 pund. Átti Egill að sjá fyrir því, enda varð hann eftir hjá hestunum. Ætlunin var að ganga á hæsta tind Kverkfjalla, sem er austanvert við Kverkjökul og í um 1.800 m hæð, en þegar göngufólkið kom upp að jöklinum og sá hann allan í heild, var of freistandi að ganga yf- ir skriðjökulinn og á vestari hnjdk- inn og skoða þessa miklu hveri vestan til í fjallinu. Enda var komið sólskin og suðlæg átt og jökullinn búinn að hreinsa sig. Strax og kom- ið var á skriðjökulinn bundu göngu- menn sig saman, enda hafði til þess verið tekinn með kaðall er átti að halda um 300 pundum. Fyrir 50 ár- um var ekki hægt aö kalla á hjálp og fá þyrlu ef einhver færi I sprungu. Hver var sjálfum sér næstur. Filipus gekk fyrstur með broddstaf Egils og mannbrodda Axels, þá Ellen og Rannveig og Ax- el var „arrieregarde", enda var það besti staðurinn frá sjónarmiði Ijósmyndarans. Skriðjökullinn var ekki svo mikið sprunginn fyrst, en um miðbik og vestan til var hann talsvert úfinn og þó nokkuð sprunginn. Nokkuð bratt reyndist þó af jöklinum upp vestara fjallið og snjórinn ofar f fjallinu blautur af snjóbráð, svo að göngumenn fóru ofan f allt upp á miðjan legg í hverju spori. Varð að höggva stiga f allharðan snjóskafl upp brúnirnar af skriðjöklinum og skrifar Axel að þetta hafi verið hættulegast á öllu ferðalaginu. Ell- en sökk einu sinni upp í mitti f sprungu í skriðjöklinum og meiddi sig dálítið á fæti. Varð úr að gengið var eftir vestara fjallinu endilöngu og niður á sama stað. En útsýni var frábært og einkennilegt að sjá mót- in þar sem jökull og sandur mætast f um 20 m snarbröttu falli fram á sandinn. Þarna gaf að líta bullandi hveri undir jökli og var sagt að þangað hefði enginn komið fyrr nema fyrrnefndur Koch á leið sinni yfir Vatnajökul. Efst i Kverkfjöll- um var ferðalagið nákvæmlega hálfnað og staðurinn þar sem hóp- urinn sneri aftur. Um kl. hálf níu Bladburóarfólk óskast! JMtargmiÞIiifetfe Vesturbær Tómasarhagi 32—57 Austurbær Laugavegur 34—80 Njálsgata 24—112 Bergstaðastræti 1—57 Miöbær II Úthverfi Hraunbær 44—68 Ystibær og fl. Þykkvabær og fl. Þingás Laugarásvegur 1—37 foswb° 0ndra«*W-se & ; senn e\dhússto ' • blandar'/ 9ra? T*é\hr»rWé\ °9 hakWave\> .n.ngabók meBuPP 4900. | Ver& W kr> EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆ.TI I0A Sími I6995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.