Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 7 Jón Reykdal við eitt verka sinna. Morgunbladid/Júlíus Meginstefið byggt á hughrifum — segir Jón Reykdal, sem opnar stærstu einka- sýningu sína til þessa á Kjarvalsstöðum í dag „Meginstefið í þessum myndum er landslag, ekki frá neinum sér- stökum stöóum sem fólk getur þekkt sig á, heldur aðallega byggt á hughrifum," sagði Jón Reykdal listmálari, er blaðamaður átti við hann stutt spjall á Kjarvalsstöðum á dögunum. Þar var Jón að leggja síðustu hönd á að setja upp stærstu einkasýningu sína til þessa, en hún verður opnuð í dag, laugardag, kl. 14. „Ég sýni sextíu og fjögur verk, unnin í olíu og þurrkrít á síðustu tveimur árum. Þessar myndir eru unnar á vinnustofu minni en áhrifin eru að sjálfsögðu úr ýms- um áttum. Á svona sýningu lítur maður um öxl.“ Síðasta einkasýning Jóns var í Norræna húsinu og á henni voru bæði grafíkmyndir og málverk. „Það er ágætt að hvíla sig á grafíkinni um tíma,“ sagði Jón. „Ég hef fengist mest við grafík- ina síðustu árin, en í grafíkinni er bara hægt að vinna örfá verk á ári og langt frá því að manni takist að útfæra allar hugmynd- irnar sem fæðast. í málverkinu getur maður unnið hraðar og það hefur verið skemmtileg til- breyting að fást við það.“ Ragnar Kjartansson við eitt verka sinna. Ragnar Kjartansson sýnir í Ólafsvíh RAGNAR Kjartansson myndhöggv- ari heldur nú um þessar mundir sýn- ingu á vatnslitamyndum á Kaldalæk í Olafsvík. Nokkrar konur í plássinu hafa komið upp kaffihúsi með þessu nnfni á sióntnnnnfTnrAint'nt Lnr er þetta þriðja sýningin sem þar er haldin í sumar. Þetta er jafn- framt þriðja sýningin sem haldin hefur verið á ólafsvík. 20 myndir eru á sýningunni sem var opnuð um síðustu helgi. Hún stendur yfir næstu tvær vikur í t'iAhót Ertu harðhaus? / cm Volvo 340 87 Colt 88 _Cherry 89 _Lancer 89 __ Golf 93 Corolla 93 í sumum bílum getur þtfc þurft á því að halda! Rými er mjög misjafnt í bílum, jafnvel þó þeir eigi að heita af svipaðri staerð. Mikilsvert atriði er að nóg höfuðrými sé í aftursæti fyrir fullvaxta fólk.en á það vill skorta í sumum gerðum bíla. Berum saman tölur um höfuðrými í nokkrum tegundum áþekkra bíla: . Höfuðrými í aftursaeti MAZDA 323 Sedan 4 dyra Volkswagen Golf 3 dyra Datsun Cherry 5 dyra Toyota Corolla 5 dyra Volvo 340 5 dyra Mitsubishi Lancer 4 dyra Mitsubishi Colt 5 dyra 94 cm 93 — 89 — 93 — 87 — 89 — 88 — MAZDA 323 Hatchback 1300 LX 3 dyra. Verð 369.000 Þarna sést svart á hvítu að hinn nýi MAZDA 323 er rúmbestur allra þessara bíla, þannig að vel fer líka um þá hávöxnu. Forðastu því hausverk, berðu ekki bara saman bæklingana þegar þú velur bíl, komdu, mátaðu og reynsluaktu MAZDA 323. Verðið mun koma þér þægilega á óvart, það setur þig svo sannarlega ekki á hausinn. MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 .. _. |Rorfinnl»Tní»i5> 't*4>---- Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.