Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 11

Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 11
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 31. ÁGCST 1985 11 Stjórnendur FS f vetur, frá vinstri: Sturlaugur ólafsson, aðstoóarskólameist- ari, Ægir Sigurðsson, áfangastjóri, og Hjálmar Árnason, skólameistari. MorgunblaAið/Eiiur Fniur Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Aldrei hafa fleiri sótt um nám við skólann en í vetur KeflaTÍk 29. ágúst: „VIÐ GERUM ráö fyrir aö á annað Jþúsund manns sæki kennslu viö skólann í vetur,“ sagði Hjálmar Arnason, nýsettur skólameist- ari viö Fjölbrautaskóla Suöurnesja. Einnig hefur Sturlaugur Ólafs- son verið settur aðstoöarskólameistari til áramóta í veikindafor- föllum Ingólfs Halldórssonar. Þaö mun eflaust mæöa mikið á þessum nýju stjórnendum í vetur, því að aldrei hafa jafnmargir sótt um nám viö skólann og nú. Kennsluhúsnæðið er fyrir löngu orðið allt of lítið til aö anna allri þessari kennslu og í vetur verður kennt á 7 stöðum víðsvegar í Keflavík. í samtali við Hjálmar kom fram að það sækja fleiri um nám f dagskólanum en nokkru sinni áð- ur, eða um 550 manns með flug- liðabrautinni, en FS er eini skólinn á landinu sem starfrækir flugliða- braut. „í öldungadeildinni verða um 225 nemendur og sýnist mér að hin mikla aukning sem var þar í fyrra ætli að halda sér. I meist- araskóla verða 14, í réttindanámi vélstjóra 20 og í réttindanámi skipstjóra verða einnig um 20, er þetta í fyrsta skipti sem það stend- ur til boða. Við höldum áfram með mjög merkilegt nám sem við byrj- uðum með í fyrra, en það er starfs- nám í nánum tengslum við fulltrúa atvinnulifsins. Þetta eru einskonar endurmenntunarnámskeið og við gerum ráð fyrir að um 200 manns sæki þau. Ennfremur verðum við með allskyns námsflokka, allt frá fyrirlestrum á einu kvöldi og upp í nokkurra vikna námskeið," sagði Hjálmar. „1 heildina gerir þetta á annað þúsund nemendur og er það mikil aukning. Vandamálið er bara það að húsnæði skólans er löngu sprungið. í vetur kennum við á sjö stöðum víðsvegar í bænum, svo að sjá má að mjög brýnt er að hafist verði handa við nýbyggingu hér við skólann." Fjölbrautaskóli Suðurnesja hef- ur lagt mikla áherslu á það nú undanfarið að efla hlut iðnkennsl- unnar og hefur meðal annars verið útbúinn bæklingur um möguleika í verknámi við skólann. „Miðað við þarfir atvinnulífsins er brýnasta verkefnið að rífa upp iðnfræðsl- una, enda æpir vinnumarkaðurinn á fólk í ákveðnum greinum, t.d. í málmiðnaði," sagði Hjálmar. „Meðal annars með það i huga að styrkja hlut iðngreinanna í skólan- um var Sturlaugur ólafsson, tré- smiður með kennararéttindi, ráð- inn aðstoðarskólameistari til ára- móta í veikindaforföllum Ingólfs Halldórssonar." Vetrarstarf FS hefst næstkom- andi mánudag og fá nemendur þá afhentar stundatöflur komandi haustannar. -EFI. Fyrirspurn til Markús- ar Arnar Antonsson- ar útvarpsstjóra Hr. útvarpsstjóri. í viðtali sem Morgunblaðið átti við Ingva Hrafn Jónsson 25.8. sl., eru eftirfarandi orð höfð eftir honum. „Ég hugsa, að Markús örn hefði ekki ráðið mig, ef ég hefði verið kommúnisti“. Þessi orð hins nýskipaða fréttastjóra verða ekki skilin öðruvísi en að hann álíti, að þú látir stjórn- málaskoðanir manna ráða úrslit- um, er þú ræður menn til starfa við Ríkisútvarpið. Vil ég nú fara þess á leit við þig, að þú annað- hvort staðfestir ellegar berir af þér þessar getsakir fréttastjór- ans opinberlega. Eigi áburður hans við rök að styðjast, vil ég og biðja þig að skýra almenningi frá því, hvort sömu sjónarmið ráða úrslitum er þú (eða deildar- stjórar Ríkisútvarpsins) ráðið menn til annarra starfa við Ríkisútvarpið, og einnig frá því með hvaða hætti þú aflar þér upplýsinga um stjórnmálaskoð- anir umsækjenda og/eða þeirra sem ráðnir eru til einstakra verkefna í útvarpi eða sjónvarpi. Þakka blaðinu birtingu og út- varpsstjóra væntanleg svör. Virðingarfyllst, Bríet Héðinsdóttir. NYTT FRA MITSUBISHI! n Vr Á m íT'íb'l. LÍ - TREDiA 4WD Argerd '86 Bíllinn, sem alla hefur dreymt um Veröur kynntur í byrjun september ► Tregðumismunadrif ► Aflstýri ► 14 'felgur ► Rafstýrðir útispeglar ► Miðstýrðar hurðalæsingar ► og margt fleira BÍLARNIR, SEM SELJAST MEST,* ERU FRÁ MITSUBISHI. Askriftcirsíminn er 83033 Verö frá kr. 577.000.- PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.