Morgunblaðið - 31.08.1985, Side 18

Morgunblaðið - 31.08.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 HVAÐ UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR „Máluppeldi er einn mikilvægasti þáttur uppeldis“ — rætt viö Guðmund B. Kristmundsson, námsstjóra Morgunblaftií/Emilla Fjölmennt hefur verið á námskeiðunum. Hér má sjá þátttakendur á námskeiði um myndmennt í almennri byrjenda- kennslu. Sigríður Jónsdóttir myndmenntakennari var verkstjóri. „Fullt út úr dyrum í hvert skipti“ — segir Jón Guðmundsson, forstöðumaður kennslumiðstöðvar- innar um dagskrána „Hvað ungur nemur, gamall temur“. „Það er mjög vaxandi áhugi með- al kennara á þeim þáttum sem að- stoða börn við nám. Einn mikilvæg- asti þátturinn er kennsla móður- málsins," sagði Guðmundur B. Kristmundsson, námstjóri, í samtali við blm. Mbl. en Guðmundur er leið- beinandi á námskeiði í dag sem hann nefnir „Samþætting móður- málsnáms og annars náms“. „Þetta er stutt námskeið sem skiptist í tvennt, annars vegar er- indi um móðurmálið og hvernig það kemur fram í hverri einustu námsgrein. Hins vegar kynni ég verkefni þar sem sýnt er fram á hvernig málið tengist öllum grein- um og hvað við getum gert til að leiðbeina börnum í kennslunni. Grundvöllur þessa er sú skoðun mín að kennsla móðurmáls sé Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur B. Kristmundsson, námsstjóri tvenns konar, annars vegar er það kennt sem sérstök námsgrein, til dæmis bókmenntir, stafsetning, málfræði, hins vegar er það grundvallarþáttur sem tengist öllu námi. Þar er til dæmis átt við talað mál, lestur og ritun. Mikil- vægt er að menn reyni að styrkja þann þátt og nýti sér mátt móð- urmálsins í allri kennslu. Sú skoð- un að allir kennarar séu móður- málskennarar er hárrétt. En það er ekki nóg að segja það. Menn verða að átta sig á því hvernig það kemur inn í allt nám og nemendur verða að læra að nota málið til að tjá sig og koma skipan á hugsun sína.“ Getur þú nefnt dæmi um það hvernig hægt er að leggja verkefni fyrir sem tengja saman móðurmál og önnur viðfangsefni? „Það er hægt að nefna mjög mörg verkefni sem tengja saman þetta tvennt. Eitt er hægt að taka um bókasöfn sem víða skortir í skólum eða eru mjög fátæklega búin. Það er nauðsynlegt að hvetja börn til þess að lesa og því er hægt að „búa til“ bókasafn í bekknum. í 25 manna bekk er verið að lesa mjög margar bækur. Hægt er að búa til miða fyrir hverja bók sem lesin er, eiginlega kjöl hverrar bókar. Þannig má skapa mjög líf- lega umræðu meðal barnanna um lestur og getur það haft í för með sér að lestur verður mun frjórri og öflugri í bekknum en ella. Þegar „safnið“ er orðið nokkuð stórt er hægt að fara að athuga hvernig hægt er að raða bókunum upp og á þann hátt má kenna börnunum svolítið um bókasöfn þó svo þau séu ekki til staðar i skólanum. Þetta er áhrifarík leið til að hvetja börn til að lesa. Annað dæmi um verkefni er umferðarfræðsla, en það er hægt að vinna með það viðfangsefni á margan máta. Láta börnin lesa bæklinga um umferðina sem er annars konar texti en þau fást venjulega við í skólanum. Það er hægt að búa til dæmi um það sem getur gerst í umferðinni og skapa persónur sem lenda í ýmsum ævintýrum í umferðinni o.s.frv. Mikilvægast er þegar börn eru að læra eitthvað nýtt, læra ný hugtök, að við byggjum á þeirri þekkingu sem þau þegar hafa. í 20 barna bekk er saman komin mikil þekking og reynsla. Sú þekking er annars konar en kennarans sjálfs. Þessa þekkingu verður kennarinn að viðurkenna og á henni verður hann að byggja? Minn draumur er sá að á hverri kennarastofu fari fram lifandi umræða um málstefnu og hvernig hún verði best rekin í öllu skóla- starfinu. í þeirri umræðu eru allir kennarar jafnir og bera jafn mikla ábyrgð. Máluppeldi er einn mikil- vægasti þáttur uppeldis og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börnin ef það mistekst. „Þessi dagskrá hefur slegið nýtt aðsóknarmet hjá okkur og hefur ver- ið fullt út úr dyrum í hvert skipti,“ sagði Jón Guðmundsson, forstöðu- maður Kennslumiöstöðvarinnar, þegar blm. Mbl. spurði hann hvernig dagskráin um byrjendakennslu „Hvað ungur nemur gamall temur“ befði gengið. „Á dagskránni hafa bæði verið fyrirlestrar og námskeið og hefur jafn mikill áhugi verið á hvoru tveggja. Það hefur oft áður komið í Ijós þegar námskeið hafa verið um byrjendakennslu að kenn- arar þess aldurshóps eru sérstaklega áhugasamir. Ég er viss um að gildi dagskrár sem þessarar er ótvírætt." Ekki hægt art merkja neina deyfð meðal kennara Nú hefur starf kennara verið mikið til umræðu, bæði launamál þeirra og mat á starfinu, talað um kennaraskort. Hefur hún ekki haft nein áhrif? „Með tilliti til þeirrar umræðu sem verið hefur undanfarið, kem- ur þessi mikla aðsókn og áhugi nokkuð á óvart, og er á engan hátt hægt að segja að við merkjum neina deyfð meðal kennara." í hverju felst hlutverk Kennslu- miðstöðvarinnar? „Kennslumiðstöðin er opin allt árið um kring og fyrir utan nám- skeið og fyrirlestra er hér mjög öflugt og líflegt starf. Hér er mjög gott gagnasafn fyrir kennara, bæði sýnishorn af öllu námsefni sem kennt er og fjölbreytt úrval hjálpargagna. Kennarar geta und- irbúið sig hér fyrir kennslu, búið til bækur, kennsluspjöld og ann- ars konar kennsluefni. Húsnæðið hefur verið notað sem samkomu- staður kennara, og sfðast en ekki síst höfum við verið með útgáfu á fjölrituðu kennsluefni eftir kenn- ara, en ritröðin kallast Úr hug- myndabankanum. Aðsóknin í Kennslumiðstöðina hefur verið mjög mikil undanfarið ár og má segja að hún fari stöðugt vaxandi." Eru einhver námskeið á döfinni hjá Kennslumiðstöðinni? „í september verður . hér dagskrá sem við nefnum „Stelp- urnar og strákarnir í skólanum" sem mun fjalla um jafnrétti í grunnskólanum frá sem flestum sjónarhornum. í nóvember mun svo verða dagskrá um Heilsuupp- eldi, um þær spurningar hvernig hægt er að þroska einstaklinginn líkamlega og stuðla að heilbrigði í skólanum. Þessar dagskrár verða hvor um sig í vikutíma og standa yfir seinni hluta dags og á kvöld- in.“ jHeáóur á morgun Lúk. 10.: Miskunnsami Samverjinn. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00 í kapellu Háskólans. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephen- sen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta í safnaöarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Sameiginleg messa 4 Ás- og Laugarnessókn í Áskirkju kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson annast messugjöröina. Organisti Þröstur Erlendsson. Sóknar- prestur. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Guösþjónusta kl. 11.00 í Breiö- holtsskóla. Organisti Daníel Jón- asson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Hreinn Hjartar- son messar. Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Ath. sumartím- ann. Sóknarnefndin. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Organisti Magnús Jónsson. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kr. 11.00. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Þriöjudag: Fyrirbænaguös- þjónustakl. 10.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sókn- arnefndin. LAUGARNESKIRKJA Laugardag 31. ágúst: Guösþjónusta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag I. sept.: Sameiginleg messa í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju kl. 11.00. Þriöjudag 3. sept.: Bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. II. 00. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miövikudag 4. sept. fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiöholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- dag-föstudagkl. 18. KFUM ft KFUK, Amtmannsstíg: Almenn samkoma kl. 20.30. Ástríöur Haraldsdóttir talar. Barnastund veröur í öörum sal seinni hlutasamkomunnar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp- ræðissamkoma kl.20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf- ía: Almenn guösþjónusta kl. 20. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. BirgirÁsgeirsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Helgi Bragason. KAPELLAN St. JÓsefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga messakl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl.8. KIRKJUVOGSKIRKJA: Messa kl. 14.Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Örn Báröur Jónsson messar. Organisti Þorv. Björnsson. Sókn- arprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. H.Sr.TómasGuömundsson. RE YNIV ALLAPREST AK ALL: Messaö í Brautarholtskirkju, Kjal- arnesl, kl. 17. Sr. Gunnar Krist- jánsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Björn Jónsson. BÆJARKIRKJA Borgarfirói: Messa sunnudag kl. 14. Ferming: Fermdur veröur Siguröur Ólafs- son, Bæ. Sóknarprestur. Kylfan eða konan Kvikmyndir Árni Þórarinsson Stjörnubíó: í blíðu og stríðu - The Slugger’s Wife. Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Neil Simon. Leikstjóri: Hal Ashby. Aðalhlutverk: Michael O’Keefe, Rebecca De Mornay, Martin Ritt, Randy Quaid, Loudon Wainwright III: Eitt stykki rómantísk gaman- mynd fyrir unga fólkið. Þessa pöntun virðist Neil Simon, einn afkastamesti og stundum snjall- asti gamanleikjahöfundur bandaríkjanna, hafa fengið frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.