Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUOARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 43 ClifT Richard. Sannkristinn mað- ur, að sögn bréfritara. Svíar og Norðmenn eru hræsnarar Reiður maður skrifar: Kæri Velvakandi. Þar kom loks að því að mér ofbauð slepjan, hræsnin og tvískinnungurinn í „frændum vorum" Svíum, — og skinhelgi Norðmanna ríður ekki við ein- teyming þegar sá gállinn er á þeim. Það nýjasta er fádæma ókurteisi og drambsöm fram- koma við frábæra listamenn á borð við Cliff Richard og Shirl- ey Bassey. Þau Richard og Bassey eru bæði sannkristið fólk. Þau hafa sungið sig inn í hjörtu gervalls heimsins og eru óumdeilanleg meðal helstu listamanna popp- og alþýðu- tónlistar í veröldinni. Og svo þykjast peð á borð við Norð- menn, Svía og Finna hafa á því efni að setja sig á háan hest við þetta fólk. Ástæðan er sú að Richard og Bassey hafa sungið í Suður-Afríku! Líkiega vilja „frændur vorir“ ekki skilja að tónlistin er það mál sem allir skilja, hvort sem þeir tala ný- norsku eða swahili, og þegar Cliff Richard og Shirley Bass- ey syngja fyrir hvíta sem svarta í Suður-Afríku láta þau einskis ófreistað til þess að minna á málstað minnihluta- hópanna þar. Bæði eru þau andstæðingar aðskilnaðar- stefnunnar (Bassey er reyndar svört og á ættingja í Suður- Afríku) og nota alheimsmálið tónlist til þess að koma skoð- unum sínum og málstað á framfæri við hvíta sem svarta. Hvergi nokkurs staðar við- gengst meira trúarofstæki en í Noregssveitum og slepjan í Svíum er löngu heimskunn. Það er undarlegt að þjóðir sem þykjast svo kristnar að upplagi að þær hafi efni á að dæma aðrar, skuli standa í vegi fyrir því að boðskapur Krists komist til skila til allra manna í syðsta hluta Afríku, hvítra sem svartra. Vel á minnst. Hvenær hafa Norðmenn hugsað sér að hætta að selja Suður-Afríkumönnum olíu á laun? Verður það kannski um svipað leyti og Svf- ar hætta að selja þeim vopn gegnum „hlutlausa" milliliði? Guð bjargar þessu J.H. skrifar: Það hefur mikið verið talað um friðarmál nú á undanförnum mán- uðum, fundahöld og hver ráðstefn- an eftir aðra, og nú á að halda námskeið í friðarfræðslu. En það sem einkennir þessi mál mest, er, að það eru aðallega vinstrimenn sem standa fyrir þessu brölti. Það minnir okkur líka á hvaðan línan er gefin og hversvegna þeir eru að þessu. Jú, auðvitað til þess að draga sem mest úr mætti vest- rænna þjóða til að geta varist áhlaupi að austan. En sem betur fer, þá fáum við engu að ráða um gang heimsmálanna, ekki frekar en um gang himintunglana, allt er þetta ákveðið fyrirfram fyrir okkur. Fyrsta bænin í faðirvorinu sem drottinn kenndi okkur er: „Til komi þitt ríki“, en til þess að þetta megi verða, þarf heimurinn að breytast mikið, enda hefur hann breyst mikið á síðustu árum, það er ekki lengra en mannsævi síðan fyrstu vélarnar voru búnar til, og nú er hægt að fljúga — ekki ein- göngu á milli heimsálfa á svip- stundu heldur líka til annarra hnatta, þess vegna nálgumst við óðfluga Harmageddon sem bíblían segir okkur frá, þegar kraftar himnanna munu bifa, sem sagt frumefnin munu leysast upp í ógurlegum eldi. Ummæli Ezekiels spámanns: „Þá munt þú (Gog, þ.e. Rússa- veldi) brjótast fram sem þrumu- veður, koma sem óverðursský til þess að hylja landið“ benda ótví- rætt til þess að reynd verði stór- kostleg loftárás, vafalaust með atómsprengjum, en Guð mun brjóta þær gersamlega á bak aftur með því að leysa náttúruöflin úr læðingi enn frekar en orðið er, „Og ég vil ganga í dóm við hann (þ.e. Gog) með drepsótt og blóðsúthell- ing, með dynjandi steypiregni og haglsteinum, eldi og brennisteini vil ég rigna láta yfir hann og yfir margar þjóðir, sem með honum eru. Og ég vil auglýsa mig dýrleg- an og heilagan og gjöra mig kunn- an í augsýn margra þjóða, til þess að þær viðurkenni að ég er Jahve.“ Hinir guðlegu spádómar gefa til kynna, að þriðju heimsstyrjöld- inni muni verða ráðið til lykta mjög skyndilega, og að fyrir guð- lega meðalgöngu muni hún verða „kyrkt í fæðingunni", því að öðr- um kosti mundi hinum stóru þjóð- um heimsins verða gjöreytt, þetta minnir mann á spádóm Jesú, „því þá mun verða svo mikil sprenging, að engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa, né heldur mun verða. Og ef dagar þessir yrðu ekki styttir, kæmist enginn maður af, en sakir hinna útvöldu munu þessir dagar verða styttir." Svo stórfengleg mun verða framkoma eða birting hins guð- lega máttar, að þjóðir jarðarinnar munu verða forviða og skilja að í sannleika er það máttur hins al- máttka sem gegnum lausn og frelsun ísraels er að framkvæma frelsun sjálfra þeirra, eins og sagt er fyrir í spádómsbók Ezekiels, 39. kap. 21—22: „Og ég vil auglýsa dýrð mína meðal þjóðanna og all- ar þjóðir skulu sjá refsidóm minn, þann er ég hef framkvæmt, og hönd mína, er ég hef á þá lagt. En ísraelsmenn skulu viðurkenna að ég, Jahve, er Guð þeirra, upp frá þeim degi og framvegis." Skrifið eða hringið til Velvakanda Hve margir greiða of háan toll? Lárus Rúnar Ástvaldsson skrifar: Um daginn fékk ég sendar myndir frá Svíþjóð sem ég hafði látið stækka fyrir mig þar. Eins og við mátti búast komst tollurinn með klærnar í sendinguna. Ég fór á pósthúsið í Keflavík til þess að leysa myndirnar út og fékk þar skjóta og góða þjónustu, þurfti ekki að bíða nema í hálf- tíma meðan verið var að reikna út tollinn. Ég þurfti að greiða 450 krónur fyrir myndirnar. Því brá mér nokkuð þegar mér var sagt að ég þyrfti að greiða 1707 krónur í toll. Ég sagði við stúlkuna sem af- greiddi að þetta hlyti að vera öfugt, 1707 kr. fyrir myndirnar og 450 krónur í toll, eitthvað hlyti að minnsta kosti að hafa ruglast. Fór hún því innfyrir aftur til að at- huga málið. Eftir nokkra stund kom hún fram aftur og kvað þá uppúr með það að myndirnar kost- uðu 450 krónur eins og upp var gefið, hinsvegar væri tollurinn ekki 1707 krónur heldur 252! Þetta er örugglega ekki í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist. Ef ég hefði ekki verið eins blankur og ég var, hefði ég sjálfsagt borgað þegjandi og hljóðalaust það sem upp var sett. Það er því eins gott að treysta útreikningum tollar- anna varlega. Davíð kemur stórmannlega fram Borgarbúi hringdi: Mikið varð ég hrærð þegar ég las í blöðunum hve stórmannlega borgarstjórinn okkar brást við þegar íbúar Teigahverfis kölluðu á hann sér til fulltingis nú um dag- inn. öllum vill þessi elskulegi maður gott gera og fljótur að sjá þá lausn á vandanum að allir geti sætt sig við. „Borgin bara kaupir húsið," sagði Davíð, „við getum örugglega fundið einhver not fyrir það.“ Þetta kallar maður nú stór- mennsku. Og hann gerir sér líka grein fyrir hversu hrætt og ang- istarfullt fólkið er vegna tilhugs- unarinnar um það að utangarðs- menn og fyrrverandi fangar eigi að setjast að á meðal þess. Fólk sem hefur unað sælt við sitt í frið- sælu hverfi stendur nú allt í einu frammi fyrir því að það á að leggja veröld þess í rúst. Þetta skilur borgarstjórinn, enda er hann á þeirri skoðun að menn eigi að hugsa um sjálfa sig og rækta garðinn sinn, aðeins þannig megi byggja upp réttlátt þjóðfélag. Það er misskilin hugsjónamennska að vilja hleypa svona fólki inn í mitt íbúðahverfi og kann ekki góðri lukku að stýra. Ljósmynd E.G. Haukur Ingi Hauksson Ijósmyndari og Sigurður Gunnarsson eigandi Hljóm- vals. Hraðframköllun í Keflavík Vogum, 27. ágúst. VERSLUNIN Hljómval í Keflavík hefur aukið þjónustu við viðskipta- vini sína, með því að hefja hrað- framköllun á staðnum. „Þetta virðist vera þróunin í þessum málum," sagði Sigurður Gunnarsson í Hljómval aðspurður um ástæður þess að verslunin fór út í þessa þjónustu. „Tæknin eykst stöðugt, biðtíminn styttist og framköllunin fer fram á staðnum. Myndgæðin eru ekki síðri en fyrri aðferð," sagði hann. Hjá Hljómval eru notaðar Kodak-vörur við fram- köllunina og unnið eftir stöðlum frá Kodak. Sérstakur starfsmaður, Haukur Ingi Hauksson, lærður ljósmyndari, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með þessari starfsemi. Viðskiptavinir Hljómvals hafa tekið þessu vel. „Fólk virðist fagna þessu," sagði Sigurður að lokum. E.G. BILGREINASAMBANDIÐ AÐALFUNDUR 1985 14. september Aöalfundur Bílgreinasambandsins veröur haldinn laugar- daginn 14. september nk. í Hótel Valaskjálf, Egilsstööum. DAGSKRÁ: Föstudagur 13. september Komiö til Egilsstaöa. Flug frá Reykjavík síödegis og frá Akur- eyri kl. 10:00. Laugardagur 14. september Kl. 09:30—11:15 Sérgreinafundir. Kl. 11:15—12:00 Niöurstööur sórgreinafunda. Kl. 12:00—14:00 Hádegisveröur. Hádegisveröarerindi: Sverrir Hermanns- son, iönaöarráðherra. Kl. 14:00—15:00 a) Samræmt skoðunarkerfi fyrir verk- stæöi. b) Viögeröarskýrsla. c) Starfsreglur verkstæöa. Kl. 15:30 Aðalfundur Bílgreinasambandsins — Venjuleg aöalfundarstörf — Kl. 19:30 Móttaka, kvöldverður og dansleikur í Valaskjálf. Sunnudagur 15. september. Kl. 10:30 Skoöunarferö. Farið m.a. í Mjóafjörð. Heimferö síðdegis sunnudag. Stjórn BGS hvetur félaga aö mæta á fundínn á Egilsstöð- um og tilkynna þátttöku til skrifstofu Bílgreinasam- bandsins, Húsi verslunarinnar, 108 Reykjavík hiö fyrsta. Stjórn Bílgreinasambandsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.