Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 9
TIMABÆR
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
9
HUGVEKJA
Kirkja
á krossgötum
eftir séra HEIMI STEINSSON
— þriðji þáttur
IGuðsþjónusta er fyrsta og síðasta verk
kirkjunnar, lofsöngur, bœnaákall. En sú
guðsþjónusta er ekki sérverkefni af-
markaðs hóps, heldur flytur kirkjan
hana í umboði allra manna, þ.e. allra
skapaðra presta Guðs á jörðu, og kallar
þá til virkrar þátttöku.
Meistari Eckehart sagði ein-
hvern tíma eitthvað á þá leið að
öll leit mannsins væri í raun leit
að Guði. Einu má gilda hvern þú
elskar eða hvað, sagði hann. Að
endingu er það Guð, sem elska
þín beinist að. Ekkert getur full-
nægt manninum nema Guð. Öll
önnur viðfangsefni valda honum
vonbrigðum, og hann linnir ekki
fyrr en hann stendur andspænis
Gu^j.
Þessar hugsanir eru ekki
frumsmíð meistara Eckeharts.
Þær byggja á biblíulegum
grundvelli og rekja rætur til
nokkurra setninga, sem eru með-
al hyrningarsteina Heilagrar
ritningar. Jafnframt eru síðast-
greindar setningar röklegri en
annað, sem fram hefur komið á
jörðu.
Hin eina óhaggaða
sjálfsmynd: Guð
I öðrum þætti þessa máls var
talað um sjálfsmyndarkreppu
yfirstandandi aldar. Sú kreppa
er engin tilviljun. Samtíðin hef-
ur reynt að hafna Guði. En
mynd Guðs, eins og hana er að
finna í Heilagri ritningu, er eina
fullkomna sjálfsmyndin, sem
hugsuð verður. Til þeirrar mynd-
ar sækir sérhver maður sína eig-
in mynd. Sá sem hafnar Guði,
hefur frá upphafi girt fyrir
hugsanlegan árangur eigin
sjálfsmyndarleitar. En sá sem í
alvöru leitar sjálfsmyndar sinn-
ar, leitar óhjákvæmilega, með-
vitað eða ómeðvitað, að mynd
Guðs.
í Ritningunni kynnir Guð sig
með orðunum: „Ég er sá, sem ég
er,“ — og bætir síðan einfaldlega
við: „Ég er.“ (2. Mós. 3:14). Með
þessum málsgreinum bregður
Guð á loft sjálfsmynd sinni. Um
er að ræða óhaggaðan veruleika,
sem er ofar verðandi og eyðingu.
Allur annar „veruleiki" hagg-
ast, verður og eyðist, hefur þar
af leiðandi enga sjálfsmynd í
eigin mætti. Mynd hans breytist
án afláts. Hún er raunar ekki
„mynd“, heldur linnulaust upp-
kast að einhverju, sem aldrei
fullkomnast, en umhverfist í sí-
fellu og týnist að lyktum. Slík
„mynd“ er andstæða hins eigin-
lega veruleika, sem er Guð. Hún
á sér þess enga von að verða
nokkru sinni annað en ó-mynd,
— ef hún ekki semur sig að hinni
einu alfullkomnu sjálfsmynd, er
hugsuö verður, þ.e. mynd Guðs.
Um nokkurra kynslóðabil hafa
margir leitt hjá sér þessi ein-
földu sannindi. Sú er m.a. orsök
þess glundroða, er ríkir í hugum
manna. Veraldarhyggja Vestur-
landa styðst við þá rökvillu, að
til sé sá veruleiki án Guðs. Nú-
tímamenn súpa seyði þeirrar
bábilju.
Guð skapar — kirkju
Hinn óhaggaði Guð Heilagrar
ritningar er ekki köld og
afskiptalaus niðurstaða röklegr-
ar hugsunar. Hann er þvert á
móti lifandi persóna, skapari
himins og jarðar. Hann skapar
heim, sem er í samræmi við
sjálfsmynd guðs. Þar er allt
„harla gott“, eins og í sköpunar-
sögunni segir. — Páll postuli
orðar sömu hugsun á alkunnan
veg: „Frá honum, fyrir hann og
til hans eru allir hlutir."
Himinn og jörð, menn og mál-
leysingjar, kvik náttúra og
steinrunnin, allt er þetta gjöf
Guðs er liggur í framréttri náð-
arhendi hans; ekki einungis tákn
nærveru hans, heldur það líf
Guðs, sem er veruleikinn sjálfur,
Guð sjálfur.
Sköpunarverkið allt er heilagt
frá fyrstu byrjun og í sífellu.
Maðurinn er hluti af sköpunar-
verkinu. En um leið er hann kór-
óna sköpunarverksins og nýtur
þeirrar sérstöðu að vera fær um
að þiggja gjafir Guðs og þakka
þær meðvitað. Síðan er maður-
inn ráðsmaður yfir þessum gjöf-
um í umboði Guðs og ber gjaf-
irnar fram fyrir Guð að nýju
sem lofgjörðarfórnir.
Þessi biblíulega hugsun er sá
sannleikur, sem kirkjunni er fal-
inn. En hann er ekki vitneskja
um veruleika, sem kirkjan í trú
sinni virðir fyrir sér álengdar.
Hann er sannleikurinn um kirkj-
una sjálfa: Maðurinn, sem stend-
ur í Paradís sköpunarverksins í
þakkarhug og með lofgjörðum á
vörum, er í innsta eðli sínu
prestur Guðs. Honum er fengin
staða i kirkju Guðs, sem er
heimurinn, veruleikinn sjálfur,
skapaður af þeim Guði, sem „er“,
— þeginn og þakkaður af þeim
manni, sem í föruneyti annarrar
skepnu tekur hlut með ævaranda
Guði, — og „er“ ásamt honum.
Guð skapar ekki „heim“ í al-
mennri merkingu þess orðs. Guð
skapar í sérlegri merkingu. Guð
skapar kirkju. Kirkja Guðs er
veruleikinn og þiggur sjálfs-
mynd sína að gjöf frá Guði.
Veruleikinn er kirkja Guðs,
sakramenti innilegustu nærveru
Guðs, ívistar Guðs, er birtist í
blómi og bikaðri götu, í stjörnu á
himni og steinvölu í vegg. Þenn-
an veruleika meðtekur heil-
skyggn maður í lotningu og
elsku, — ekki í „trú“ í hinni
krampakenndu og oft ögrandi
merkingu þess orðs, heldur í
kærleika til Guðs. Elskan til
Guðs, gjafarans allra góðra
hluta, er ósjálfrátt viðbragð
heilbrigðrar mannveru.
Þannig er lífið allt sakramenti
guðlegrar návistar. Mannkynið
er kirkja Guðs á jörðu. Og elskan
til Guðs er sjálfsmynd manns-
ins, — endanleg lífsfylling jarð-
arbarnsins.
Syndafall og
endurlausn
í ljósi þessarar sjálfsmyndar
kirkjuheims, heimskirkju, vefj-
ast þeir síður fyrir mönnum hin-
ir ýmsu barnalærdómar krist-
innar arfleifðar svo sem synda-
fall, holdtekja Guðs í Kristi,
krossfesting Krists og upprisa.
Syndafallið er afskræming
þess veruleika, sem er kirkja
Guðs, tortíming þeirrar náðar-
stöðu, sem maðurinn, prestur
Guðs í heimi, er skapaður og
kallaður til að njóta. Sú tortim-
ing stafar af því að maðurinn
hættir að bera fram þakkar- og
lofgjörðarfórnina, en þykist taka
eigið ráð í hendi sér og uppsker
kvöl og umturnun.
En Guð heldur áfram að
skapa. Næsti leikurinn í sköpun-
artafli hans nefnist endurlausn.
Hann sýnir sig meðal manna
sem Kristur, prestur Guðs í
minn stað og þinn. Kristur ber
fram þá þakkar- og lofgjörðar-
fórn, sem okkur var ætlað að
annast. Þessi æðsti prestur „er
sá, sem hann er“, á sama veg og
Guð. Og þó er hann ekki annað
en það, sem Guð ætlar öllum
prestum kirkju sinnar, þ.e. öllum
mönnum á jörðu, að verða.
En fallin kirkja hlýtur að bera
byrði bábilju sinnar: Hann sem
af Guðs hálfu gengur undir jarð-
armen fallsins, axlar sömu
byrði. Heilagt sköpunarverk
Guðs og afskræming fallsins
takast á í leyndardómi krossins.
Þar er uppistaðan lausnarorðið,
sem fyrir heilagan anda endur-
nýjar ásjónu jarðar. Þessi er
kvöl kirkjuheimsins, heimskirkj-
unnar, en um leið von hennar og
sigurvissa. Fyrir kraft kross-
dauðans og upprisunnar er mað-
urinn á ný sá prestur Guðs, er
fórnar höndum á heilagri jörð í
þakkarbæn og lofgjörðarfórn.
Hlutverk kirkjunnar
Við erum stödd á krossgötum.
Einskis er framar að vænta af
þeirri heimsskoðun, sem samtíð
okkar og síðari kynslóðir hafa
búið við um hríð. Kirkjan hefur
ekki tilefni til að eyða tíma sín-
um í að kljást við leifar þeirrar
myndar. Þess í stað ber henni að
snúa sér af öllu hjarta til upp-
hafs síns og bera það fram í
ljósu máli, hiklaus og ódeig, snúa
vörn í sókn, hasla völlinn sjálf og
ráða málsupptekt og málsmeð-
ferð.
Meginhlutverk þeirrar kirkju,
sem sjálf er heilagt sköpunar-
verk Guðs í fyllingu og í fyrir-
heiti, er í því fólgið að gefa sig
við þakkargjörðinni, lofgjörðar-
fórninni, endurnýja hið eigin-
lega starf mannsins á jörðu, all-
ra manna, það þarf að vera
prestur Guðs. — í stað vanga-
veltu komi tilbeiðsla. í stað at-
hafnasemi lotning. t stað heims-
flótta komi opinn faðmur, er vef-
ur að sér alla sköpun Guðs í gleði
þakklátra barna.
Guðsþjónusta er fyrsta og síð-
asta verk kirkjunnar, lofsöngur,
bænarákall. En sú guðsþjónusta
er ekki sérverkefni afmarkaðs
hóps, heldur flytur kirkjan hana
í umboði allra manna, þ.e. allra
skapaðra presta Guðs á jörðu, —
og kallar þá til virkrar þátttöku.
Heilög kirkja heilags sköpun-
arverks, helguð sakir uppruna
síns og stefnumarks, ber jafn-
framt til efsta dags allar byrðar
fallsins á herðum sér. Ekkert
mannlegt er henni óviðkomandi,
engin þjáning henni framandi.
Hina blindu og snauðu, kúguðu
og undirokuðu leitar hún uppi og
réttir hlut þeirra. En þessu verk-
efni sinnir kirkjan ekki að undir-
lagi afhelgaðrar og vonar-
snauðrar samtíðar. Hún gengur
að því með gleði og með bros á
vör í trúnni á hinn upprisna
Drottin Jesúm Krist, er reisir
við alla menn þessa heims og
annars. Beygðir leiðtogar eru
hinum lægðu til lítils gagns. En
sigrandi kirkja, sem ber svipmót
sigurvissunnar á ásjónu sinni,
verður hinum smæsta að raun-
verulegu liði.
Niðurlag
Hér hefur þess verið freistað
að hreyfa miklu efni í stuttu
máli. Trúlega mætti enn auka
mörgu við að skaðlausu. Því
verður þó á frest slegið að sinni,
en þráður upp tekinn í hugleið-
ingum næstu mánaða eftir því
sem efni kunna að standa til.
Það sem reifað hefur verið er í
raun endurreisn forystuhlut-
verks kirkjunnar: í stað brota-
silfurs veraldarhyggjunnar setj-
ist hugmyndafræði kirkjunnar,
trúfræði hennar og siðspeki,
rökhugsun hennar og heims-
mynd áð völdum og taki stjórn-
völ framvindunnar í styrkar
hendur sínar að nýju á sama veg
og varð á fyrstu öldum kristni,
þegar kirkjan leysti vegvillta
veröld úr fjötrum, en skóp
menningu og samfélag, sem ent-
ust hátt á annað árþúsund og
enn eru undirstraumur lífs
okkar.
Slíkir hlutir gjörast ekki á ein-
um degi. Það tók kirkjuna meira
en þrjár aldir að ná undirtökum
í afhelgaðri veröld Rómaveldis.
Eyðileg veraldarhyggja nútím-
ans hefur að sínu leyti verið ein
tvö hundruð ár í smíðum, og þó
lengur. Við, sem nú lifum, mun-
um tæpast sjá annað en dag-
renningu endurreisnarinnar.
Og þó mun hún blasa við
okkur öll og endilöng í áformi og
fyrirheiti þann dag sem við sjálf
í krafti Krists snúum okkur af
öllu hjarta, allri sálu, öllum
huga og öllum mætti og hefjum
baráttuna án efasemda og
hiks.—
r
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 16. SEPT. 1985
Spaiiskutelcl. bappdistttslón og reiðbiél
Sölugengl Avöxtun- Dagat)öldl
Ár-flokkur pr. kr. 100 arkrafa tll innl.d
1971-1 23.782.80 Innlv i SeAiab 15.09.85
1972-1 20 689,31 7,50% 129 d.
1972-2 17.165,51 Innlv t Seðlab 15.09.85
1973-1 12.514,96 Innlv i Saðlab 15.09.85
1973-2 11.575,31 7,50% 129 d.
1974-1 7 584,97 Inmv i Saölab. 15.09.85
1975-1 6 101,96 7,50% 114 d.
1975-2 4.534,91 7,50% 129 d.
1976-1 4.123,31 7,50% 174 d.
1976-2 3375,03 7,50% 129 d.
1977-1 2960.45 7,50% 189 d.
1977-2 2.605.31 Innlv • Saðlab 10.09 85
1978-1 2.007,35 7,50% 189 d.
1976-2 1 664.34 Innlv . Seðlab 10.09 85
1979-1 1.388,12 7,50% 159 d.
1979-2 1 005.03 Innlv t Seðtab 15.09.85
1980-1 928,35 7,50% 209 d.
1980-2 735,87 7,50% 39 d.
1901-1 626,56 7,50% 129 d.
1901-2 456,49 7,50% 1 ér 29 d.
1982-1 429,24 7,50% 165 d.
1982-2 326,28 7,50% 15 d.
1903-1 249,38 7,50% 165 d.
1903-2 158,39 7,50% 1 ér 45 d.
1964-1 154,24 7,50% 1 ér 135 d.
1984-2 146,42 7,50% 1 ér354 d.
1904-3 141,51 7,50% 2 ár 56 d
1985-1 127,11 7,50% 2ér 114 d.
197S-G 3733,35 8,00% 75 d.
1976-H 3 440.52 8,00% 194 d
1976-1 2.626.25 8,00% 1 ér 74 d.
1977-J 2.351.22 8,00% 1 ér 195 d.
1901-1FL 497,51 8,00% 225 d.
1905-1 IB 83,37 11,00% 10 ér. 1 afb. é éri
1906-2IB 86,32 10,00% 5 ér. 1 afb. é éri
Veðskuldabiél - reiðtirggð
Lénst Nafrv Sötugengi m.v.
2afb vaxtlr miam. ávöxtunar-
ééri HLV kröfu
12% | 14% I 16%
lér 4% 95 t 93 92
2ér 4% 91 90 88
3 ár 5% 90 87 85
4ár 5% 88 84 82
5 ar 5% 85 82 78
6 ár 5% 83 79 76
7 ár 5% 81 77 73
0 ár 5% 79 75 71
9 ár 5% 78 73 68
10ár 5% 76 I 71 | 66
Veðsluldabrel - oreiðtrjjjí
Sölugeogl m.v
Lánst. 1 afbáén
1 ár 79
2*r 66
3ár
4 ár
5 ár
2«fb. áán
20% 28%
73
63
55
?P
Kjarabrel
Verðbrélasjódsins
Qáwgl pr. iyi ■ 1,110
5.000
50 000
Sökivwft
6.080
Orðsending til eigenda
Sparískírteina Ríkissjóðs:
Nú er enn komið að innlausn Spariskírteina
10. og 15. september.
Við bendum á tvo góða ávöxtunarkosti
sem gefa 13 - 18% vexti umfram verðtryggingu.
Kjarabréí Verðbréíasjóðsins
og verðtryggð veðskuldabréf.
Vcrðbréfamarkaóur
Fjárfcstingarfclagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.
A