Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986
21
Sameinuðu þjóðirnar 40 ára
Leiðtogar um 100 þjóða
sækja allsherjarþingið
Eftirlvar Guðmundsson
New York: — Reglunni samkvæmt
verður árlegt Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna sett í aðalstöðvun-
um við Austurá f New York þriðja
þriðjudag septembermánaðar, sem
að þessu sinni er 17. dagur mánaðar-
ins. Þingið situr venjulega fram að
jólum. Þetta verður fertugasta Alls-
herjarþingið og verður minnst sér-
staklega með hátíðarsamkomu í
október. Nú þegar hafa um 80 þjóð-
höfðingjar og forsætisráðherrar,
þeirra á meðal Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra íslands,
skráðir til þings en vel gæti farið
svo, að við þessa 80 bætist hópur
sem geri allt að því hundraðið. Auk
þess sitja þingið, í lengri eða
skemmri tfma, utanríkisráðherrar
flestra aðildarríkjanna, sem nú eru
orðin 159 talsins. Stofnendur voru
taldir 51, er stofnskráin var sam-
þykkt í San Prancisco árið 1945.
Bænagjörð og forsetakjör
Þingsköp mæla svo fyrir, að við
setningu Allsherjarþingsins skuli
formaður þeirrar fastanefndar, sem
forseti fyrra þings var kjörinn úr,
stjórna fundi þar til nýr forseti hefir
verið kjörinn. Fundarstjóri þarf
ekki endilega að vera fyrrverandi
forseti sjálfur. Þá eru það og þing-
sköp, að strax eftir að fundarstjóri
hefir sett hið nýja þing — og áður
en nýr forseti er kosinn skuli þing-
heimur halda einnar mfnútu þögn,
„til bænagerðar eða hugleiðinga",
einsog það er orðað. Þessi regla hefir
haldist síðan fjórða þingið var sett
1948. — Síðan er gengið til forseta-
kjörs. Talið er víst, að forseti verði
kjörinn Don Jairae de Pines, sendi-
herra og fastafulltrúi Spánar hjá
SÞ í fjöldamörg ár. Hann er talinn
vinsæll meðal fulltrúa og er sagður
ráðsettur fundarstjóri.
Samkomulag er um forsetakjör
og forsetaval f hvert sinn, sem er á
þá leið, að sætið skiptist árlega milli
þjóðasvæða eftir landlegu þeirra.
Þartil árið 1978 voru rikjasvæðin í
þessum tilgangi fjögur (a): Afrfku-
og Asíuþjóðir, (b): Austur-Evrópu-
þjóðir, (c): þjóðir Latnesku Ameríku
og (d): Vestur-Evrópu- og aðrar
þjóðir. En það ár var ákveðið að
svæðin skyldu vera fimm: til skipt-
anna. Afrfku- og Asfuhópnum var
skipt í tvö sjálfstæð svæði, en að
öðru levti var fyrirkomulagið
óbreytt. Aður en þessar reglur voru
settar buðu margir frambjóðendur
sig fram til forsetakjörs og vakti
það stundum úlfúð milli einstakl-
inga og jafnvel milli fastanefnda.
Fráfarandi forseti að þessu sinni
er Paul S. Lusaka frá Zambíu.
Flest dagskrármálin fjölær
Þess ber að gæta, þegar litið er á
dagskrána, til að firra menn mis-
skilningi, að fæst þeirra fjalla um
vandamál og vandræði mannfólks-
ins og heimsbyggðarinnar. Hér eru
talin nefndakjör, starfsskýrslur,
skýrslur sérstofnana SÞ. Það er
obbinn af dagskrármálunum. En
jafnvel þau mál, sem teljast til
alvarlegri vandamála, eru upptugg-
ur og gamlar lummur, sem enda-
laust virðast „tfmabærar" og mætti
þá minna á hryðjuverkin, afvopnun-
armálin, kynþáttastrfðið f Suður—
Afríku og óróann og ofbeldið f
Mið-Austurlöndum og víðar. Kýp-
ur-málið, kjarnorkuvopn og kven-
réttindamál, o.s.frv. o.s.frv... Alls-
herjarþingið er alþjóðasamkoma til
„skrafs og ráðagerða". Það gerir
tillögur til aðildarþjóðanna, „hvet-
ur“ og „skorar á“. En samþykktir
þingsins hafa engar lagalegar af-
leiðingar og engin skylda að taka
þær til greina, né hegning viðlögð
séu þær virtar að vettugi, sem
dæmin sýna, að virðist vera algeng-
ara en að fyrirmælum og ráðum sé
fylgt.
ísland hreppir gott sæti
Fastanefnd íslands hjá SÞ
hreppti gott sæti á Allsherjarþing-
inu að þessu sinni. Hlaut annað
borð í annarri röð að framan, til
vinstri, þegar horft er til pontunnar
fyrir miðjum ræðupalli. Borð Is-
lands er að venju milli Ungverja-
lands og Indlands, en sætaskipan
Allsherjarþings er ákveðin fyrir
hvert þing með hlutkesti, sem fer
þannig fram, að úr nöfnum allra
aðildarríkja er dregið blindandi eitt
nafn. Það ríki fær borð í fyrstu röð
til vinstri. Að þessu sinni kom upp
hlutur Grikklands. Sfðan eru fasta-
nefndum fengin sæti eftir nöfnum
og þá farið eftir enska stafrófinu.
Hver þingsveit fær sex stóla við sitt
borð. Það tekur að venju vikutíma
að ganga frá kosningum i embætti
sjö aðalnefnda þingsins. Það er að
vísu fyrirfram samkomulag um
hverjir verða kosnir í hvað, en það
þykir nauðsynlegt að fylgja „lýð-
ræðislegum reglum“, þótt til mála-
mynda sé og bókstafnum sé fylgt.
Starfsemi nefnda hefst svo næsta
daga, en sjálft allsherjarþingið
byrjar aðalstörf sln með svokölluð-
um „almennum umræðum", sem eru
fólgnar í því, að málsmetandi full-
trúar aðildarþjóða, oft utanrfkisráð-
herrar, segja álit sitt og stefnu
sinnar þjóðar fyrir þingheimi. Flest-
ar þessara ræðna fara fyrir ofan
garð og neðan hjá almenningi hér í
borg, enda oftast ætlaðar til heima-
nota. Þegar þetta er ritað voru
komnir 140 fulltrúar á mælendaskrá
og gæti bæst við þá tölu síðar.
Umræðurnar standa alla virka daga
á morgun og eftirmiðdagsfundum
til og með 11. október.
Geir Hallgrimsson utanrfkisráð-
herra mun tala síðari hluta dags
þann 24. september og verður hann
sjötti maður á listanum þann eftir-
miðdag. Auk fastra embættismanna
fastanefndar íslands og utanrikis-
ráðuneytisins, sem annast Samein-
uðuþjóðamálefni, er það venja, að
fulltrúar þingflokka Alþingis sitji
allsherjarþing, eftir að almennu
umræðunum er lokið, þann 11. okt-
óber. Nöfn fulltrúa íslensku þing-
flokkanna, sem sækja þingið að
þessu sinni, hafa ekki veriö birt hér
ennþá.
Betur má, ef duga skal,
segir aðalforstjórinn
Aðalframkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, Javier Perez de ('uell-
ar, hefir að vanda sent Allsherjar-
þinginu skýrslu um „ástand og horf-
ur“ í heimsmálunum og afstöðu og
áhrif alþjóðasamtakanna til þeirra
mála. Aðalforstjórinn viðurkennir,
að það sé ekki af miklu að státa á
fertugsafmælinu, en heldur því
fram að sjálfsögðu að Sameinuðu
þjóðirnar séu besta tækifæri sem
heimurinn hefir til friðar og far-
sældar, ef fylgt sé reglum og fyrir-
heitum sem gefin voru við stofnun
samtakanna.
Hann orðar það á þessa leið: „ ...
Það er vissulega rétt, að tvær heims-
styrjaldir og hinar stórkostlegu
breytingar, sem hafa átt sér stað
sl. 40 ár, hafa sýnt okkur greinilega,
að heimurinn má ekki snúa aftur
til síns fyrra hátternis, og að það
kerfi, sem sett er fram í Sáttmálan-
um (Stofnskrá SÞ, höf.), er rökrétt
leið til alþjóðafriðar, öryggis og
sameiginlegs átaks til efnalegra
framfara og félagslegra bóta í
umhverfi nútfmans. En sannleikur-
inn er sá, að til þessa hefir okkur
mistekist að koma á því stjórn-
málalega viðhorfi, og þá sérstaklega
samskiptunum milli valdamestu
ríkjanna, sem nauðsynlegt er til að
framkvæma þá göfugu hugmynd, til
góðs fyrir alla...“
Vanmáttur Öryggisráösins
Perez de Quellar gerir vanmátt
Öryggisráðsins til að bregðast við
hættu á ófriði að sérstöku umræðu-
efni í skýrslu sinni og segir, að því
sé ekki að neita, að einsog nú standi
á, séu miklir vankantar á friðar- og
öryggisviðleitni Sameinuðu þjóð-
anna. Það skorti samvinnuvilja og
vináttuhót innan Öryggisráðsins.
Ráðið sé haldið virðingarleysi fyrir
og viljaleysi til að framkvæma
samþykktir ráðsjns. Neiti jafnvel
að horfast í augu við hætturnar og
til að gera ráðstafanir i tæka tíð og
áöur en það er orðið um seinan.
Ráðið þjáist af viljaleysi til að tak-
ast á við eða neiti að viöurkenna,
að hætta sé á ferðum.
Aðalforstjórinn bendir á, að hann
hafi á undanförnum árum beint
ýmsum ráðleggingum til samtak-
anna og gefur í skyn, að þær hafi
verið hundsaðar og því muni hann
ekki endurtaka þær að þessu sinni.
En í tilefni fertugsafmælisins leggi
hann fram eftirfarandi „einfaldar
tillögur" fyrir ráðið:
„í fyrsta lagi legg ég til, að ákveðið
og samviskusamlegt átak verði gert
af meðlimum Öryggisráðsins, eink-
anlega fastameðlimum þess (Stór-
veldin fimm, sem hafa neitunarvald,
höf.) ti“ að þeir noti ráðið frekar
sem verndara friðarins, einsog til-
gangurinn var með stofnun þess, en
sem orustuvöll, þar sem barist er
um pólitfsk bitbein.
I öðru lagi legg ég til, að í náinni
framtíð geri Öryggisráðið samstillt-
ar tilraunir til að leysa eitt eða tvö
vandamál á dagskrá þess með því
að nota til fulls þær ráöstafanir,
sem það hefir í hendi sér að gera í
smræmi við ákvæði sáttmála SÞ.
I þriðja lagi að meðlimirnir í heild
endurskoði skyldur þær, sem sátt-
málinn leggur þeim á herðar, eink-
um þau ákvæði, sem varða bann
gegn ofbeldi og friðsamlega lausn
deilumála."
Ár friöarins
1 þessu sambandi minnir aðalfor-
stjórinn á, að árið 1986 verði tileink-
að alþjóðafriði. „Látum þessa nafn-
bót ársins verða átyllu til alvarlegr-
ar hugarfarsskoðunar og góðra
verka í þágu friðar.“
Skýrslunni lýkur með hugleiðing-
um um efnahagsmál heimsins og
hið mjög svo slæmt ástand þeirra.
Þá er og drepið á mannréttinda- og
félagsmálaástandið f heiminum og
þörfin á endurbótum og alvarlegum
ráðstöfunum. Næstu þrír mánuðir
munu sýna hvort Sameinuðu þjóð-
irnar taka nú stakkaskiptum og fara
að ráðum aðalforstjórans að taka
með festu og alvöru á málunum, eða
halda áfram á sömu braut og áður,
braut málæöis og athafnaleysis og
einkahagsmuna.