Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 HVERNIG TALA BÖRNIN ? Athuganir á málþroska íslenskra barna Undanfarin ár hafa staðið yfir umfangsmiklar rannsóknir á málfari barna sem farin eru að nálgast skólaskyldu- aldur. Framburður þeirra hefur verið kannaður ítarlega en einnig gefinn gaumur að því hvernig þau mynda fleirtölu nafnorða. Það voru þeir Indriði Gíslason og Ásgeir S. Björnsson, kennarar við Kennaraháskóla íslands, og Jón Gunnarsson, lektor við Háskóla íslands, sem undirbjuggu rannsóknirnar, en Indriði hefur síðan fylgt þeim allan tím- ann, nú síðast í samvinnu við Sigurð Konráðsson, cand. mag. Þeir Indriði og Sigurður eru um þessar mundir að leggja síðustu hönd á verkið og vænta þess að lokaskýrsla verði fullunnin um næstu áramót. Nú er kominn annar frímandi Hér eru tveir svoleiðis Hér eru tveir__________________________ Þetta er dæmi um svokölluð „bullorð“, sem notuð voru við athugun á fleirtölumyndun barnanna. 1 þessu tilfelli var um að ræða orð sem ætti að beygjast eins og orðið nemandi, en það reyndist fátítt að börnin hefðu það á valdi sínu. Kjartan Arnórsson gerði flestar „bullorða“myndirnar. Með þessari Ijósmynd var verið að leita að orðunum tvær, fullt, glas, djús og tómt. Hún var notuð við framburðarrannsóknir. Morgunblaðið/Þorkell Indriði Gíslason og Sigurður Konráðsson við vinnu sína. Mikil undir- búningsvinna „Það liggur gífurlega mikil undirbúningsvinna að baki þess- um rannsóknum. Við vorum til dæmis tvö ár með framburðar- prófið í smíðum þar sem við lentum í alls kyns gryfjum. Eina leiðin er að þreifa sig áfram, prófa aðferðir þangað til maður finnur út hvernig best er að hafa hlutina,“ sagði Indriði Gíslason er þeir Sigurður Konráðsson voru inntir nánar eftir aðdrag- anda, framkvæmd og helstu nið- urstöðum þessara rannsókna. Undirbúningurinn hófst á árun- um 1977—1978, en árið 1980 var byrjað að prófa börnin. Tvö hundruð börn, víðs vegar af landinu, tóku þátt í rann- sóknunum. Stærsti hópurinn, eða tæpur helmingur barnanna, er úr Reykjavík, sem skipt var í þrjú hverfi. Það eru allt börn af dagvistum. Hin eru frá Grinda- vík, Egilsstöðum, Neskaupstað, Suður-Þingeyjarsýslu og Eyja- fjarðarsýslu. „Við fengum röska sveit aðstoðarfólks til liðs við okkur í þessum prófunum og var efni frá fjögurra ára börnum safnað 1980 í Reykjavík og 1981 úti á landi. Tveimur árum síðar voru sömu börnin svo prófuð aft- ur. Það var raunar liður í undir- búningi að efla kennslu í fræðum sem þetta efni snerta, bæði í Kennaraháskóla Islands og Há- skólanum. Einnig var leitað samstarfs við erlent rannsókn- arfólk. Hér var engri reynslu til að dreifa. Nemendur sýndu til- raunum okkar mikinn áhuga allt frá upphafi. Án aðstoðar þeirra hefðum við ekki komist langt. Þessi athugun sem við erum að ljúka tengist reyndar enn stærri rannsókn á máltökunni sjálfri á aldrinum 1 V4 árs til 5 ára, en sú athugun er alveg á vegum Kenn- araháskólans," sagði Indriði. Vísindasjóöur og Kennaraháskólinn styrktu rannsóknina Aðspurðir um fjármögnun rannsóknarinnar sögðu þeir Indriði og Sigurður að Kennara- háskólinn hefði styrkt þá með ráðum og dáð, en þeir hefðu einnig notið styrkja úr Vísinda- sjóði allan tímann. „Fræðsluráð Reykjavíkur hefur einnig styrkt rannsóknirnar og við höfum hlotið ágætar undirtektir úti á landi hjá fræðsluskrifstofunum þar,“ sagði Indriði og bætti því við að Rannsóknastofnun upp- eldismála hefði einnig veitt þeim fyrirgreiðslu. Við efnissöfnunina voru not- aðar einfaldar myndir sem börn- unum voru sýndar og þau beðin að nefna þau atriði sem athug- andi benti á. í framburðarhlut- anum voru börnunum sýndar 40 myndir þar sem leitað var að rúmlega 100 orðum úr orðaforða barnanna. Spjallið við þau var tekið upp á segulband og var upptökutíminn um það bil tutt- ugu mínútur við börnin fjögurra ára, en heldur styttri við þau sex ára. Fleirtölumyndun var einnig könnuð með myndaprófum. Úrvinnsla efnisins hófst strax og upptökur fóru að berast inn. Var byrjað á því að hlusta á upp- tökurnar og skrá frávik frá eðli- legu máli fullorðinna. Síðan voru frávikin flokkuð eftir ákveðnu kerfi og gögnin búin undir töl- fræðilega úrvinnslu. „Við tölvu- vinnsluna hefur Benedikt Jó- hannesson, stærðfræðingur, veitt okkur ómetanlega hjálp. Hann hefur tekið virkan þátt i starfinu síðastliðið ár,“ sögðu þeir Sigurður og Indriði. Eru stelpur fyrri til? Oft er talað um að stelpur séu fyrri til í þroska en strákar. Um þetta sögðu þeir Indriði og Sig- urður: „Niðurstöðurnar sýna að stelpurnar standa sig heldur betur við fjögurra ára aldur bæði hvað varðar framburð og fleirtölumyndun. Við sex ára a'.dur standa strákarnir sig bet- ur í fleirtölumynduninni, en standa stelpunum dálítið að baki hvað varðar framburð." „Við fjögurra ára aldur eru flest börn „altalandi", eins og það er kallað. Þau skilja og geta tjáð sig. Samt eiga þau margt ólært. Tveimur árum siðar hefur þeim farið gríðarlega mikið fram og í ljós kemur að börn hafa svo gott sem náð valdi á framburði við skólaskylduald- ur,“ sögðu Sigurður og Indriði. Þeir bentu þó á að um 7% barn- anna virtust eiga í nokkrum erf- iðleikum með framburð og fleir- tölumyndun og væru seinni til en meginhópurinn. Þeir sögðu að áhugavett hefði verið að kanna nánar hvort þar gætu verið ein- hverjir alvarlegir málgallar á ferðinni. Sigurður benti á að í fram- burðarprófunum hefði aðal- áherslan verið lögð á samhljóða- sambönd. „Börnum virðist ganga betur að tileinka sér sérhljóðin og ekki hefur verið gerð sérstök athugun á þeim, en sú athugun er vel framkvæmanleg með þessi gögn í höndunum og bíður betri tíma. Stök samhljóð eru einnig auðveldari en samhljóðasam- bönd. Þau eiga t.d. venjulega ekki í neinum erfiðleikum með að bera fram orðið sæng, en síð- an getur orðið skór vafist fyrir þeim í framburði," sagði Sigurð- ur. Við fleirtöluprófanirnar voru að nokkru leyti notuð svokölluð „bullorð". Búin voru til merk- ingarlaus orð sem áttu að falla inn í hina ýmsu beygingarflokka og börnin voru síðan fengin til að reyna að mynda fleirtölu orðanna. Indriði sagði að flest börn byrjuðu á því að nota fleir- töluendinguna -ar í meirihluta dæma, en leiðréttu þetta svo smám saman. Hann sagði aö töluvert vantaði á að börn væru búin að ná fullkomnu valdi á fleirtölumynduninni sex ára gömul, þó framburðurinn vefðist ekki lengur fyrir þeim. „íslenska er mikið beyginga- mál og við vitum ekki hvort niðurstöðurnar úr fleirtölupróf- inu gefa vísbendingu um stöðu beygingakerfisins almennt. Til þess þarf frekari athuganir. Það er frekar þægilegt að eiga við fleirtöluna í svona prófum og því eðlilegt að byrja á henni,“ sagði Indriði. Börnin skýrmælt „Það er mikið talað um óskýrmæli hjá ungu fólki í dag, en slíkur framburður er fátíður hjá þessum ungu krökkum. Kannski það sé vegna þess að þeir fara sér hægt á meðan þeir hafa ef til vill ekki enn náð full- um tökum á framburðinum. Að minnsta kosti eru börnin oft ekki síðri en þeir sem stundum eru kallaðir bestu framburðar- menn þjóðarinnar," sagði Sig- urður. Að sögn þeirra Indriða og Sig- urðar kemur fram greinilegur munur á frammistöðu barnanna eftir búsetu. Reykjavíkurbörnin og sveitabörnin standa sig yfir- leitt betur en hin. Þennan þátt eiga þeir eftir að kanna nánar. Þeir segja að ýmislegt bendi til að dvöl á dagvistum komi börn- unum til góða. Það var ekki markmið þeirra féiaga að kanna mállýskur, en þeir segja að mál norðlensku barnanna gefi þó nokkrar upplýsingar um stöðu harðmælis og svonefnds raddaðs framburðar. Börnin voru yfir- leitt harðmælt en raddaði fram- burðurinn mun sjaldgæfari, einkum hjá eyfirsku börnunum. EJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.