Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
Fórst Gaul í
flóðöldu frá
kjarnorkudjúpsprengju?
Islenzka sjónvarpið hefur tekið til sýninga
framhaldsmyndaþátt frá brezka sjónvarpinu, BBC,
sem nefnist Njósnaskipið. Þar er greint frá dularfullu
skipshvarfí. Sagan, sem þar er sögð, minnir um margt
á hvarf Hull-togarans Gauls. Því hefur verið haldiö
fram að Gaul hafí verið njósnaskip. Leo Sheridan,
áhugamaður um sjóslys sem tók sér fyrir hendur að
rannsaka hvarf Gauls, segir hins vegar að allar kenn-
ingar, sem settar hafa verið fram um hvarf togarans,
séu út í hött. Segist Sheridan hafa undir höndum
sannanir fyrir því að togarinn hafí verið dreginn inn í
norskan fjörð og hann telur að hann hafí sokkið vegna
tilraunar, sem hafí verið gerð með kjarnorkudjúp-
sprengju.
Hull-togarinn Gaul. Sagan, sem sögð er í þáttum sjónvarpsins um „Njósnaskipid", minnir um margt á hvarf
togarans. Leo Sheridan, áhugamaður um sjóslys, sem tók að sér að rannsaka hvarf Gauls, heldur því fram að
togarinn hafi verið dreginn inn í norskan fjörð og hann telur að hann hafi sokkið vegna tilraunar, sem hafi verið
gerð með kjarnorkudjúpsprengju.
Tvær persónur, sem koma við sögu í þáttunum. Johnno Taylor (Joe Beleber) t.v. og Martin sonur hans (Tom
Wilkinson). Johnno er yfirvélstjóri á Caistor, en svo er togarinn nefndur í þáttunum, en Martin er atvinnulaus
blaðamaður, sem fenginn er til að grafast fyrir um hvað olli hvarfi togarans.
Samkvæmt hinni opinberu
rannsókn á hvarfi Gauls sást
síðast til togarans frá systur-
skipi hans, Swanella, 80 mílur út
af Norðurhöfða að morgni 8.
febrúar. Fárviðri var og mikil
ölduhæð. Niðurstaða rannsókn-
arinnar var sú að skipið hefði
farizt af völdum fárviðrisins.
Nokkrum spurningum var
ekki svarað í rannsókninni.
Hvers vegna heyrðist ekkert
neyðarkall? Hvers vegna fannst
ekkert af flakinu þrátt fyrir víð-
tæka leit og fullkominn búnað?
í Hull lögðu menn fljótt trún-
að á þá kenningu að togarinn
hefði verið njósnaskip brezka
landvarnaráðuneytisins. Vitað
er að aðrir brezkir togarar hafa
verið búnir njósnatækjum. Sagt
var að Rússar hefðu náð Gaul á
sit vald — togarinn hvarf i inn-
an við 200 mílna fjarlægð frá að-
alkafbátabækistöðinni i Murm-
ansk — og annað hvort hefði
honum verið sökkt eða hald lagt
á hann. Nokkrir af ættingjum
þeirra 36 manna, sem voru í
áhöfninni, héldu fast við þá
skoðun að þeir væru á lífi í sov-
ézku fangelsi.
Yfirhylming
Leo Sheridan, sem fyrr er get-
ið, leggur engan trúnað á þetta.
Þegar hann hóf að rannsaka
hvarf togarans, kom hann alls
staðar að luktum dyrum, einkum
i Noregi. Meðan hann ferðaðist
um Norður-Noreg í þágu rann-
sóknar sinnar var honum ætíð
veitt lögreglufylgd, og menn því
tregir til að ræða við hann. Enn
í bænum Vardö nyrst í Noregi
slapp hann eitt sinn úr lögreglu-
fylgd og gekk niður að höfn, þar
sem hann gaf sig á tal við tog-
arasjómenn.
Þar var Sheridan tjáð að mikil
yfirhylming hefði átt sér stað
vegna Gaul. Lík sjómannanna
hefðu fundizt en farið hefði verið
með þau á haf út og þeim fleygt
þar. Krabbaveiðimenn, sem hafi
verið að huga að körfum sínum i
Kóngsfirði nálægt Vardö, hafi
fundið líkin í aprílbyrjun. Þau
hafi fundizt í hömrum er snjór-
inn bráðnaði, kalin.
Togarasjómennirnir fóru með
Sheridan á kaffihús við höfnina
og hittu þar þrjár stúlkur, sem
kváðust hafa verið i veizlu í Gaul
kvöldið áður en togarinn hvarf.
Af frásögn þeirra og lýsingum
kveðst Sheridan ekki hafa
ástæðu til að rengja þau. Ef þau
sögðu satt táknaði það að Gaul
var hvergi nærri Norðurhöfða-
miðum, þar sem talið var að tog-
arinn hefði farizt og aðalleitin
fór fram.
Risastór flóðalda
Síðar náði Sheridan tali af
skipstjóra nokkrum, sem honum
var sagt að vissi allt um Gaul.
Skipstjórinn sagði skip sitt,
Kjölnes, hafa verið í Tannafirði
laugardagsmorguninn 9. febrú-
ar, daginn eftir að sambandið
við Gaul rofnaði.
Um kl. Í0.30 varð gífurleg
sprenging og mikill öldugangur
og hann sá risastóra flóðöldu
stefna á skipið. Veðrið var
slæmt, en hann hafði aldrei séð
neitt þessu líkt á ævinni. Hann
sagði að næstu daga á undan
hefðu alls orðið fimm slíkar
sprengingar, sem hefðu valdið
flóðbylgjum.
Um leið og hann sá bylgjuna
nálgast sá hann Gaul. Þegar
flóðbylgjan skall á togaranum sá
hann hann berast með henni í
heimskautarökkri, blindbyl og
roki upp að klettunum þar sem
hann festist.
Dýptin á þessu svæði er rúm
200 fet og þverhnípt björg ganga
beint í sjó fram. Gaul kann að
hafa sokkið eins og steinn. Sú
staðreynd að togarinn var undir
hömrunum getur hafa komið í
veg fyrir að nokkur neyðarköll
heyrðust.
Enginn gat komizt lífs af í
sjónum á þessum slóðum um
þetta leyti árs og öll lik, sem
kunna að hafa borizt á land,
hefðu verið frosin og þakin snjó
þangað til þau þiðnuðu í vorleys-
ingum. Brak úr skipinu hefði
einnig verið gaddfrosið og legið
undir snjó.
Á sama tíma og skipstjórinn á
Kjölnes kvaðst hafa séð Gaul
sökkva sendi Vardö-Kirkenes-
ferjan, Haakonjahl (Hákon
jarl?), beiðni um aðstoð vegna
alvarlegra skemmda af völdum
flóððldu.
Með þessar upplýsingar í
pokahorninu kvað Sheridan
tveimur spurningum ósvarað:
Hvers vegna skyldu Norðmenn
vilja hylma yfir afdrif Gaul? Til
þess að komast hjá gagnrýni
vegna ófullnægjandi björgunar-
aðstöðu virtist veigalítil ástæða.
Og hvað olli flóðbylgjunum?
Geislun
Hugh Taylor, fyrrverandi yfir-
maður í bandariska sjóhernum,
sem kvikmyndaframleiðandinn
Jules Buck (frægur fyrir Arabíu-
-Lawrence) fékk til að vera til
ráðuneytis um tæknilegar hliðar
við gerð kvikmyndar um Gaul,
sagði í greinargerð til framleið-
andans:
„Ég hef gengið úr skugga um
það í Gervihnattamiðstöð sjó-
hersins í Dalghren, Maryland, að
geislunar varð vart í innanvið 150
mílna fjarlægð frá síðustu stað-
arákvörðun Gauls, þegar skipið
sökk. Engin skýring hefur verið
gefin á þessu og það sem jafnvel
merkilegra er, allt umtal um
þetta hefur verið þaggað niður."
Tveimur árum síðar hermdu
fréttir að Bretar viðurkenndu að
þeir hefðu smíðað kjarnorku-
dýptarsprengju — geysikröftuga
dýptarsprengju til aðgerða gegn
kafbátum. Sheridan gefur í skyn
að tilraun með þessi vopn kunni
að hafa leitt til flóðbylgjunnar,
sem olli skemmdum á Haakon-
jahl og sökkti Gaul. Gætu þau
einnig hafa valdið geisluninni?
Sheridan telur að vegna þess
að Norðmenn hafi komizt í mik-
inn bobba, því að þeir voru við-
riðnir tilraunirnar á sama tíma
og gert var ráð fyrir að þeir
væru andvígir kjarnorkuvopn-
um, hafi þeir verið staðráðnir í
að fiarlægja öll verksummerki.
„Eg trúði því aldrei að Gaul
hefði verið njósnaskip," sagði
hann. „En ég tel að skipið hafi
valdið meira tjóni en njósnaskip
með því að beina athyglinni að
þessum hafsvæðum fyrir slysni.
Sheridan sagði ekkert um lík-
in þegar hann kom aftur til
Englands, aðallega vegna þess
að hann taldi rangt að segja ætt-
ingjunum að líkin hefðu fundizt,
án þess að leggja fram sannanir.
Hann var staðráðinn í að fara
aftur til Noregs og sækja þau.
Veitt eftirför
Eftir að hann kom heim til
Bretlands úr Noregsferðinni
sagði næturvörður konum að
hann hefði séð eftirlitstækjum
komið fyrir i öðrum Hull-togur-
um. Um svipað leyti tók Sheri-
dan eftir því að honum var veitt
eftirför. Hann tók eftir því að
maður, sem veitti honum eftir-
för í London, var einnig á hælum
hans daginn eftir í Hull. Hann
átti í samningaviðræðum við
Thames-sjónvarpsstöðina í
Lundúnum í von um að geta far-
ið aftur til Noregs til þess að fá
sögu sína staðfesta er spurt var
eftir honum í síma þar. Var
hann kvaddur til stefnumóts við
menn, sem hann þekkti. Reynd-
ist nöfnunum hafa verið logið
upp og mennirnir tveir kynntu
sig sem leynilögreglumenn. Var
hann færður á lögreglustöð en
ekki sagt hvar og af hverju hann
væri hafður í haldi, og hann fékk
ekki að hafa samband við nokk-
urn mann, ekki einu sinni lög-
fræðing. Kona hans frétti um
handtökuna í fréttatíma. Hann
var hafður í haldi í London í þrjá
daga og tvær nætur án þess að
vera ákærður. Aðgerðir lögregl-
unnar komu í veg fyrir að Sheri-
dan gæti farið aftur til Noregs
og gerðu rannsókn hans að engu.
Hann var hafður í haldi í
þrjár vikur og síðan látinn laus
gegn tryggingu, en vegabréf
hans var gert upptækt. Hand-
taka hans í nóvember átti sér
stað á sama tíma og niðurstöður
hinnar formlegu rannsóknar
voru birtar. Því var lýst yfir að
Gaul hefði farizt. Sheridan hafði
ekkert svigrúm til þess að birta
niðurstöður sínar að hans sögn.
Mál hans var ekki tekið í dóm
fyrr en sjö mánuðum síðar. í
júní var hann sýknaður og þá
fyrst fékk hann vegabréfið aftur.
En hann, fjölskylda hans og vin-
ir höfðu orðið fyrir þungbærri
reynslu og hann segir: „Þetta
gerði að engu allar frekari til-
raunir til að gera út leiðangur til
að leita að flaki Gauls."
Leo Sheridan komst aldrei
framar yfir fjármuni og fékk
aldrei framar stuðning og þar
með tækifæri til að leita svar-
anna við ráðgátunni um Gaul.
Nú standa málin þannig að
talsmaður norsku ríkisstjórnar-
innar kallar ásakanir hans
„tómt þvaður" og segir að engin
lík hafi í raun og veru fundizt.
Sheridan hefur aldrei birt
frásögn sína opinberlega fyrr en
nú, því að hann vildi ekki
hryggja ættingja mannanna úr
áhöfninni að óþörfu.
„í öllum heilabrotunum um
Gaul,“ segir hann, „virðist hafa
fleymzt að 36 menn týndu lífi.
Ig tel sjónvarpsmyndaflokkinn
afkáralegan og grimmdarlegan í
garð ættingjanna. Ég hef ákveð-
ið að leysa frá skjóðunni nú og
segja frá því sem ég veit, því að
allt í einu er sagan um Gaul send
inn á milljónir heimila f gervi
Njósnaskipa-þáttanna. Það er
kominn tími til að einhver í rík-
isstjórninni gefi skýlausa yfir-
lýsingu um afdrif skipsins."
(Grein þessi er byggd á grein, sem birt-
ist í Morgunblaðinu 8. janúar 1984 und-
ir fyrirsögninni „Hvað varð um Gaul?“.
Er um verulega styttingu á þeirri grein
að ræða og enduraögn á köflum. Sú
grein var byggð á grein í brezka blað-
inu Tbe Guardian.)