Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Njósnir Sovétmanna á Vesturlöndum Síðastliðinn fimmtudag voru 25 sovéskir sendi- ráðsstarfsmenn í Bretlandi reknir úr landi af breskum yfirvöldum fyrir njósnir. Er þetta í annað sinn á þessu ári sem Bretar vísa Sovétmönnum úr landi fyrir þessar sakir. Njósna- málið nú er hið umfangsm- esta í fjórtán ár, en 1971 urðu 105 Sovétmenn að yf- irgefa Bretland vegna njósna. Njósnir Sovétríkjanna á Vesturlöndum eru áhyggju- efni fyrir ríkisstjórnir og almenning í þessum lönd- um. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir ríki Vest- ur-Evrópu að koma í veg fyrir að erlendir sendi- ráðsmenn stundi njósnir og grafi þannig undan vörnum og öryggi landanna. En það eru fleiri en Bret- ar, sem eiga í baráttu við sovéska sendiráðsstarfs- menn. Ekki er langt síðan Frakkar vísuðu tugum starfsmanna sendiráðs Ráðstjórnarríkjanna úr landi. Og vestur-þýsk stjórnvöld virðast standa ráðþrota gagnvart útsend- urum Sovétmanna, sem eru jafnt í leyniþjónustu lands- ins og í stjórnkerfinu. Það eru ekki einungis þjálfaðir KGB-menn í sendiráðum, sem ógna öryggi Vestur- landa, heldur einnig ein- staklingar, sem af hug- sjónaástæðum eða hafa verið tilneyddir af útsend- urum KGB til að veita upp- lýsingar um varnir jafnt sem tækni Vesturlanda. íslendingar eru illa undir það búnir að verjast njósn- um annarra ríkja. Ekkert bendir til þess að starfsemi sovéskra sendiráðsmanna hér á landi sé í neinu frá- brugðin því sem gerist í öðrum löndum. Fjölmennasta sendiráð á íslandi er sendiráð Sovét- ríkjanna. Sú spurning hlýt- ur að koma upp í hugann hvað allur sá fjöldi hefur fyrir stafni. Sinna þeir sömu eða svipuðum verk- efnum og starfsbræður þeirra og félagar í sendi- ráðum Ráðstjórnarríkj- anna í öðrum ríkjum Vest- urlanda? Sé svo standa ís- lendingar berskjaldaðir. Öryggi íslands er undir því komið að starfsemi er- lendra sendiráða sé innan þess ramma sem alþjóðleg- ar samþykktir gera ráð fyrir. Af þeim sökum verð- ur að fylgjast grannt með að sendiráðsstarfsmenn fari eftir settum reglum. Það virðist því nauðsynlegt að íslendingar taki upp stranga gæslu með erlend- um sendiráðum. Dæmin sem sanna nauðsyn þessa eru allt í kring; á Norður- löndunum, sem og öðrum lýðræðisríkjum. Því hefur verið haldið fram að stór hluti starfs- manna sovéskra sendiráða beri foringatign í leyni- þjónustu ríkisins eða leyni- þjónustu hersins. Allir vita hvert hlutverk þeirra er. Á friðartímum skiptir upp- lýsingaöflun um varnir við- komandi lands mestu, en auk þess leggja þeir net fyrir einstaklinga, sem hentugt þykir að eiga „að- gang að“. Það er ekki síst ungt fólk, sem á einn eða annan hátt lendir í klóm rússneska bjarnarins. Sovéskir sendi- ráðsmenn leggja mikla áherslu á góð tengsl við hreyfingar æskufólks á Vesturlöndum. Bæði til að hafa áhrif á skoðanir og starfsemi, en einnig til að' leggja snörur fyrir hugs- anleg fórnarlömb. Á stríðstímum er hlut- verk sendiráðsmannanna sovésku og samverka- manna þeirra að eyðileggja mikilvæg mannvirki og jafnvel ryðja úr vegi ein- staklingum, sem nauðsyn- legir kunna að vera við- komandi landi í ófriði. Gegn slíkri starfsemi eru íslendingar vanmáttugir og í raun má segja það sama um flestar þjóðir Vestur- landa. Besta vörnin er náin samvinna vestrænna þjóða og í slíkri samvinnu eiga íslendingar að taka fullan þátt. Stríd og friður Þjóðabandalagið var stofnað eftir heims- styrjöldina fyrri. Þegar í upphafi voru bundnar miklar vonir við að bandalaginu tækist að tryggja að ekki yrði háður annar hildarleikur, eins og sá er fæddi af sér bandalagið. Hin háleitu markmið kunna að virðast í augum seinni tíma manna óskhyggja og draumórar. Þjóðabandalagið átti að vinna að friði og auka skilning og vin- áttu meðal þjóða. Þetta mistókst. Allan þriðja tug aldarinnar flutu ríki Evrópu sofandi að feigðarósi. Því hefur verið haldið fram að andvaraleysi lýðfrjálsra ríkja og þá einkum Bret- lands og Frakklands hafi gert Þjóðverj- um kleift að hefja seinni heimsstyrjöld- ina. Þýskaland Hitlers vígbjóst af kappi, en Bretar og Frakkar hirtu lítt um að efla varnir sínar að sama skapi. Og Hitler sá sér færi, með stuðningi Öxulríkjanna óg griðarsáttmálanum við Sovétríkin og mesti harmleikur sögunn- ar hófst. Vesturlönd geta lært af reynslunni fyrir heimsstyrjöldina síðari og það er einmitt á þeirri reynslu, sem Atlants- hafsbandalagið er byggt á. Sameinuðu þjóðirnar Líkt og eftir heimsstyrjöldina 1914 til 1918 vildu margir þjóðarleiðtogar koma á fót alþjóðlegri stofnun til að unnt væri að tryggja frið og koma í veg fyrir heimsstyrjöld III. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 1945 með þetta markmið í huga og til að auka samvinnu og skiln- ing meðal þjóða. I gegnum árin hefur stofnunin notið virðingar í hugum manna og ekki síst íslendinga. Engu að síður hefur stofnuninni ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Henni hefur ekki auðnast að tryggja frið í heiminum, þó friður hafi ríkt í okkar heimshluta frá stríðslokum. Þann frið í frelsi hefur Atlantshafsbandalagið tryggt. Sameinuðu þjóðirnar stóðu vanmátt- ugar gagnvart innrás herja kommúnista í Suður-Kóreu 1950. Þær gátu heldur ekki tryggt Ungverjum frelsi 1956 þegar herir Sovétríkjanna réðust inn í landið. Þeim var um megn að stilla til friðar í Víetnam. Sameinuðu þjóðirnar stóðu hjá 1968 þegar vorið í Prag var kæft. Og síðasta dæmið, en þau eru enn fleiri, er innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Sameinuðu þjóðunum hefur reynst um megn að stöðva þjóðarmorð Rauða hers- ins á afgönsku þjóðinni. Friður er ekki eina markmiðið sem lá til grundvallar stofnunar Sameinuðu þjóðanna; frelsi og almenft mannrétt- indi var (og er) eitt þeirra baráttumála. Því miður hefur stofnuninni orðið lítið ágengt í þeim efnum. Nú er svo komið að meirihluti þeirra þjóða sem eiga að- ild að Sameinuðu þjóðunum, búa ekki við lýðréttindi. Harðstjórar þriðja heimsins, kommúnistastjórnir ásamt ríkjum araba, mynda meirihluta aðild- arríkja Sameinuðu þjóðanna. Hin fagra hugsjón sem sett var fram í stofnsátt- málanum, er því að mörgu leyti ekki annað en orðin tóm. Menningarmála- stofnunin Sú stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem orðið hefur fyrir hvað mestri gagnrýni, að undanförnu er Menningarmálastofn- unin, UNESCO. í grein sem ritstjóri Salisbury Review Roger Scruton ritaði nýlega í breska dagblaðið The Times, er bent á að stofnunin sé í raun verkfæri meirihluta aðildarríkja hennar í áróð- ursbaráttu gegn Vesturlöndum. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að vonlaust sé að stofnunin bæti ráð sitt. UNESCO var komið á fót til að vinna að alþjóðlegri samvinnu til eflingar menntunar og menningar, og til að auka skilning þjóða á milli. Að þessu hefur stofnunin vissulega unnið, en með litl- um árangri, sérstaklega þegar miðað er við þá miklu fjármuni, sem hún hefur úr að spila á ári hverju. í grein sinni segir Roger Scruton að yfir 90% þeirra 2.700 starfsmanna, sem vinna hjá UNESCO, séu staðsettir á skrifstofum í París. Þeir njóta margvíslegra forréttinda, sem yf- irmaður þeirra útvegar, en hann verður stöðugt ábyrgðarlausari. Starfsmenn- irnir vinna að verkefnum, sem eru, þeg- ar þau tengjast ekki pólitískum áróðri, tímaeyðsla í þjálfun í skriffinnsku, al- gjörlega fyrir ofan mannlegan skilning. Sá sem les skýrslur og áætlanir um frekara átak í menntunar- og menning- arfræðslu, segir Scruton, mun gera sér grein fyrir að hvergi í veröldinni er meiri þörf fyrir þessa fræðslu, en innan veggja aðalstöðva UNESCO í París. Allt frá því að Bandaríkjamenn sögðu sig úr UNESCO hafa umræður um spill- ingu og siðleysi stofnunarinnar verið áberandi í fjölmiðlum. Bretar hafa til- kynnt að þeir ætli sér að ganga út, verði ekki breytingar til batnaðar fyrir næstu áramót. íslendingar hafa ekki tekið af- stöðu til þess hvort æskilegt sé og rétt að halda áfram starfi innan Menning- armálastofnunarinnar. Það er þó ljóst að margir hafa efasemdir um gagnsemi hennar og hafa sumir jafnvel gengið svo langt að hvetja til þess að íslendingar fylgi fordæmi Bretlands og Bandaríkj- anna og gangi út. Dæmi um þetta við- horf er samþykkt 28. þings Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var fyrir skömmu. Sidferdi stjórnmálanna Max Weber fæddist í Erfurt í Thur- ingen 1864 og er af mörgum kallaður faðir félagsfræðinnar og án efa er hann einn fremsti þjóðfélagsfræðingur, sem uppi hefur verið. í fyrirlestri hans, sem birtist í íslenskri þýðingu Helga Skúla Kjartanssonar í bókinni „Mennt og máttur" er fjallað um starf stjórnmála- mannsins. Þó þetta hafi verið ritað fyrir rúmri hálfri öld eiga hugleiðingar og hugmyndir Webers fullt erindi til okk- ar, sem lifum síðari hluta 20. aldar. Weber ræðir í lok fyrirlesturs síns um siðferði stjórnmálanna, sem er grund- vallað á tveimur gjörólíkum lögmálum: 1 fyrsta lagi hugarfarssiðgæði, sem hann telur hættulegt í stjórnmálum vegna þess að það hefur bundist „samn- ingi við öfl hins illa, sem ævinlega þruma undir ofbeldisvaldinu". Hugar- farssiðgæði miðar að því að breyta skil- yrðislaust rétt, hverjar sem afleið- ingarnar kunni að verða. I annan stað er ábyrgðarsiðgæðið, þ.e. menn eru tilbún- ir að bera ábyrgð á fyrirsjáanlegum af- leiðingum gerða sinna. Sigurður Líndal, prófessor ritaði formála að umræddri bók og segir meðal annars: „Á stjórn- málamanninum hvílir sú ábyrgð að hugsa ávallt fyrir afleiðingum gerða sinna, af því að hann beitir hinu viðsjár- verða tæki, valdinu og ofbeldinu. Þó get- ur ávallt komið að því, að hann segi: „Hér stend ég og get ekki annað" - og skírskoti þar með til hugarfars- siðgæðisins. Þessar tvær meginreglur siðferðilegrar breytni telur Weber því ekki andstæður, heldur bæti þær hvor aðra upp, og séu báðar nauðsynlegar til að gera góðan dreng að stjórnmála- manni. En engin regla er gefin upp um það, hvenær hugarfarssiðgæðið eigi við og hvenær ábyrgðarsiðgæðið." Háður fylgismönnum í fyrirlestri sínum bendir Weber á hvernig stjórnmálamaðurinn verður háður fylgismönnum sínum og hvötum þeirra sem flestar hverjar eru heldur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 35 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 14. september ógöfugar. Hann segir: „Siðferði stjórn- málanna á við sín sérstöku vandamál að glima; það leiðir beinlínis af sérstöku viðfangsefni hennar, sem er ofbeldi sem viðurkennt tæki mannlegs samfélags. Sá sem setur sál sína að veði fyrir þetta tæki, og það gerir hver stjórn- málamaður, hann hlýtur að taka þeim sérstöku afleiðingum, sem því fylgja, og breytir þá engu, hvað honum gekk til í fyrstu. Afleiðingarnar eru sérstaklega viðsjárverðar fyrir þann, sem heyr heil- agt stríð, hvort sem það er fyrir trú eða byltingu. Og hikum ekki við að líta á dæmin í samtíð okkar. Sá sem beita vill valdi til að stofna hið endanlega rétt- læti á jörðu, hann þarf sitt baráttutæki, liðsmannasveit. En tækið verkar ekki, nema liðsmennirnir sjái fram á umbun erfiðis síns, andlega eða efnislega, í þessu lífi eða öðru. Þegar stéttarbarátta Vidvörun Orð Max Webers eru í raun viðvörun- arorð til þeirra sem leita lausnar á vandamálum samfélagsins í kennisetn- ingum, sem gefa fyrirheit um sæluríkið á jörðu. Kennisetningum sem áttu og eiga lítið skylt við raunveruleikan. Enn í dag eru stjórnmálamenn og „hug- myndafræðingar" að boða Stóra sann- leik, skiptir engu hvort þeir aðhyllast „vinstristefnu" eða „hægristefnu"; hugmyndir þeirra eru án tengsla við umhverfið. Slíkar hugmyndir hafa alið af sér ofbeldi og örbirgð. í lokaorðum fyrirlestursins bendir Weber á að það að fást við stjórnmál sé eins og að klappa steininn, sem vinnst seint, „en má þó steinsmiðnum aldrei þverra móður né gleymast nákvæmnin". Hann brýnir fyrir áheyrendum að hið samtímans á í hlut, eru andlegu launin útrás fyrir hatur og hefnigirni, tækifæri til að klæða samansafnaða gremju í gervi réttlátra krafna og gera andstæð- inga sína að ærulausum trúvillingum. Efnislegu launin eru ævintýri, sigrar, herfang, völd og tekjustofnar. Leiðtog- inn á allt sitt undir virkni baráttutækis- ins og er þar með háður markmiðum liðsmanna sinna, þótt önnur séu en hans eigin. Hann verður að tryggja laun liðs- mannanna — rauðliða, njósnara, undir- róðursmanna — til frambúðar. Við þessar aðstæður ræðst ávöxtur barátt- unnar ekki af geðþótta foringjans, held- ur er hann bundinn af hvötum liðs- manna sinna, sem að mestu leyti eru heldur ógöfugar. Þeim getur hann að- eins haldið í skefjum, meðan hluti fylgj- enda hans, sem þó verður aldrei nema minnihluti, lifir og hrærist í trúnni á hann og málstað hans. Nú er slík trú, jafnvel þótt hún sé engin uppgerð, iðu- lega ekki annað en sjálfsréttlæting manna, sem þrá hefnd, vald, ránsfeng eða embætti. Við látum ekki telja okkur trú um annað, því að hin efnislega sög- uskoðun er heldur enginn leiguvagn, sem hægt er að senda á brott, þegar komið er að byltingarmönnum. Hitt er þó alvarlegra, að eldmóður byltingar- innar þokar fyrir reglufestu hversdags- lífsins; hinn dýrkaði leiðtogi hverfur og dýrkunin sjálf verður að engu, eða minna en engu, ef hún hverfur inn í jórturtuggu smásála og dægurmanna Heilög stríð eru tiltakanlega fljót að renna þetta skeið á enda, einmitt vegna þess, að þar eru yfirleitt sannir leiðtog- ar, byltingarpostular, að verki eða unnið í þeirra anda. Og hér á það við, eins og annars staðar, þar sem leiðtogar eru á ferðinni, að þeir þurfa til að ná árangri að ráða yfir hlýðnum liðsmönnum, sem láta stjórnast, en hugsa ekki sjálfir, eru orðnir andlegir öreigar. Þegar slíkt fylgdarlið tekur við völdum hugsjóna- mannsins, er það vant að raða sér fljótt og greiðlega á jötuna eins og hver annar sérhagsmunaflokkur." mögulega náist aldrei nema markið sé sett hærra, „á hið ómögulega. En sá verður að vera leiðtogi, sem er maður til þess, og meira en það, hann verður að vera hetja í þess orðs einföldustu merkingu. En þeir sem hvorugt eru, verða líka þegar að vopnast þeirri stað- festi hjartans, sem þolir að vonir bregð- ist.“ Starfsamt þing - gott þing? Þegar Alþingi líkur störfum á vori hverju, er það venja fjölmiðla að inna þingmenn eftir því hvernig störfum þingsins hafi verið háttað. Oftar en ekki svara þeir sem spurðir eru með því að segja að nýlokið þing hafi verið gott og starfsamt. Nú er það svo að vissulega hafa menn skiptar skoðanir um það á hvern hátt Alþingi á að starfa. Flestir geta þó verið sammála um að eitt megin hlutverk þingmanna sé að tryggja að þjóðfélagsþegnarnir búi við sem mest frelsi og sjálfræði og að þessa sé gætt við lagasetningu. Það er einmitt í þessum efnum sem mótsögnin, gott og starfsamt þing, er fólgin. Starfsamt þing þarf ekki að vera gott þing. Þvert á móti má halda því fram að það sé slæmt þing. Sú hætta er ætíð fyrir hendi þegar mörg mál eru til afgreiðslu, að mörg þeirra skerði rétt og frelsi einstaklingsins. Dæmi um þetta eru mörg, en vissulega er einnig hægt að benda á önnur andstæð, nærtækast er þegar einkaréttur ríkisútvarpsins var afnuminn á síðastliðnu vori. Því miður er það svo að það er eðli ríkisvaldsins að þenjast út og ganga þannig á rétt einstaklinganna. Og á sama hátt er það eðli stjórnmálamanna að auka áhrif sín og völd. Stjórnarskrár lýðfrjálsra ríkja eru einmitt samdar með það að markmiði, að vernda rétt þegnanna gegn ásælni ríkisvalds og stjórnmálamanna. í hugum frjálslyndra manna er stjórnarskrá því mikilvæg vörn fyrir frelsi einstaklinganna. Frjálslyndir menn vilja takmarka vald ríkisins og telja að ekki megi beita því nema brýn þörf sé á að 9kerða at- hafnafrelsi einstaklinganna. Þannig sækjast (eða ættu að sækjast) frjáls- lyndir stjórnmálamenn ekki eftir völd- um til að ákveða hvað öðrum er fyrir bestu, heldur til að tryggja að völdin séu takmörkuð. Dæmt eftir aldri Á síðustu árum hefur þess gætt í vax- andi mæli meðal ungs fólks, sem kosið hefur að starfa innan raða stjórnmála- flokka að leggja mat á gildi og hæfileika stjórnmálamanna eftir aldri. Það heyr- ist oft að þessi eða hinn þingmaðurinn sé orðinn of gamall, og því eigi hann að standa upp fyrir sér yngri mönnum. Vissulega á sjónarmið sem þetta rétt á sér, en í því er jafnframt fólgin hætta. Það á að vera megin regla að dæma menn eftir verkum sínum, jafnt stjórn- málamenn sem aðra. Aldur á ekki að skipta þar nokkru. Hitt er annað að það er lífsnauðsynlegt fyrir stjórnmálaflokk að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Al- veg eins og mikilvægt er að innan flokks séu fulltrúar sem flestra þjóðfélags- hópa, þá er mikilvægt að fulltrúar flestra aldurshópa eigi þar sæti. Þeir sem haldið hafa á loft því sjón- armiði að þingmenn eigi að standa upp fyrir aldurs sakir hafa margir hverjir lagst eindregið gegn því að kona sé kos- in á þing eingöngu vegna þess að hún er kona. Þannig hafa þeir komist í mót- sögn við sjálfa sig. Annars vegar leggja þeir mat á hæfileika manna eftir aldri, en eru mótfallnir því að kyn ráði úrslit- um um val kjósenda. En auðvitað á hvorugt að vera leiðarljós manna, held- ur störf og hæfileikar viðkomandi. „Sameinudu þjóðirnar voru stofnaðar 1945 með þetta markmið í huga og til að auka samvinnu og skilning meðal þjóða. I gegnum árin hefur stofnunin < hlotið virðingu í hugum manna og ekki síst ís- lendinga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.