Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 42

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Breiðfírðinga Vetrarstarf Bridsdeildar Breiðfirðinga hófst síðastliðið fimmtudagskvöld með eins kvölds tvímenningi. Röð efstu para: 1. Þórarinn Árnason — Gísli Víglundsson 263 2. Nanna Ágústsdóttir — Sigurður Ámundason 247 3.-4. Steingrímur Jónasson — Þorfinnur Karlsson 241 3.-4. Sveinn Þorvaldsson — Sveinn Jónsson 241 5. Jóhann Guðlaugsson — Sigriður Ingibergsdóttir 233 6. Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexendersson 229 7. Björg Pétursdóttir — Guðmunda Þorsteinsdóttir 224 8. Birgir Björnsson — Þórður Sigfússon 222 Meðalskor 216. Næsta fimmtudagskvöld (19.9.) hefst 3ja kvölda tvímenn- ingur. Spilað er í húsi Hreyfils við Grensásveg og hefst spila- mennska kl. 19.30. Tekið er á móti þátttökutil- kynningum í síma 77860 (Jó- hann) og síma 78593 (Helgi). TBK Fimmtudaginn 19. september hefst vetrarstarfið hjá félaginu með barómeterkeppni, fjöldi kvölda skoðast við þátttöku. Þar á eftir verður síðan hraðsveita- keppni. Félagar og aðrir spilarar eru hvattir til að koma í spennandi keppni. Skráningu og aðrar upp- lýsingar veita: Jakob Ragnarsson VS: 83508 til kl. 18.00. Jakob Ragn- arsson HS: 78497 eftir kl. 19.00. Gísli Tryggvason HS: 34611. Reyn- ir Eiríksson VS: 26045. Frá Bridgefélagi Kópavogs Fimmtudaginn 12. sept. sl. var spilaður eins kvölds tvímenning- ur með þátttöku 14 para og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 239 2. Bjarni Pétursson — Þorvaldur Þórðarson 182 Sæmundur Runólfsson (t.v.) og Runólfur Sæmundsson, eigendur Nýlands í Vfk, framan við verslun sína, sem reist var úr Barkar-einingum. 3—4 Haukur Hannesson — Valdimar Þórðarson 168 3—4 Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 168 5. Gísli Kjartansson — Skúli Sigurðsson 164 Meðalskor var 156 svo ekki er hægt að segja annað en árangur þeirra Ragnars og Sævins sé mjög góður. Næsta fimmtudag 19. sept. verður spilaður eins kvölds tvímenningur en dagskráin til loka þessa árs er eftirfarandi: 26. sept. Haust-tvímenningur félagsins — 3 kvöld. 17. okt. Hraðsveitakeppni (sennilega 3 kvöld). 14. nóv. Barómeter — 5 kvöld. 19. des. Jólasveinakeppni fé- lagsins. Spilað er í Þinghóli, Hamra- borg 11, og hefst spilamennska kl. 19.45 stundvíslega. Spilastjóri er Hermann Lárusson. GJ nylandk érslunin var byrjud ad gefa afsérfyrir fyrstu afborgun” segir Runólfur Sæmundsson í Versluninni Nýland í Vík í Mýrdal, sem reisti sér 250 fm verslunarhúsnæði úr Barkar þak- og veggeiningum „Það tók okkur aðeins 6 daga að reisa burðargrindina og klæða hana að fullu,“ segir Runólfur. „Fyrsta skóflustungan var tekin 20. október og búðin var opnuð rúmum einum og hálfum mánuði síðar, eða 10. desember, þannig að hún var farin að gefa af sér áður en fyrsta afborgun af húsbyggingunni féll. Það og sú staðreynd að upphitunarkostnaður hússins er áberandi lítill gerir það að verkum að ég er hæstánægður með viðskipti mín við Börk hf.,“ segir Runólfur Sæmundsson í Vík. Burðarþol Barkar þak- og veggeininga er mikið og uppsetning auðveld og fljótleg. Barkar þak- og veggeiningar henta mjög vel í flestum byggingum, einkum atvinnu- og geymsluhúsnæði, ekki síst þar sem mikils hreinlætis er krafist, s.s. í tengslum við verslun, matvælaiðnað og landbúnað. Barkar hús- einingar tryggja ótvíræðan sparnað í byggingu, viðhaldi og rekstrarkostnaði. Hafið samband og kynnist af eigin raun kostum Barkar þak- og veggeininga BÖRKIIR hf. HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 PÓSTHÓLF 239 220 HAFNARFIRÐI Bridsfélag Reykjavíkur Starfsemi BR hefst að nýju næsta miðvikudag 18. september. Fyrsta kvöldið verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Nýkjörin stjórn félagsins tók þá ákvörðun að flytja starfsemina í Hreyfils- húsið og verður spilað þar í vetur á miðvikudögum eins og venja er. Spilamennska hefst kl. 19.30. Dagskrá til jóla er ekki endan- lega ákveðin en næst verður spil- aður 2ja kvölda hausttvímenning- ur ogþví næst aðalsveitakeppnin. Aðalfundur BR var haldinn 28. ágúst sl. að Hótel Esju. Félags- menn sýndu félagsstarfinu heldur lítinn áhuga og var fámennt á fundinum. Á dagskrá voru venju- leg aðalfundarstörf. Stjórn BR fyrir næsta starfsár er þannig skipuð: Formaður: Sig- urður B. Þorsteinsson. Varafor- maður: Hermann Lárusson. Ritari: Jakob R. Möller. Gjaldkeri: Hall- grímur Hallgrímsson. Fjármála- ritari: Sigurður Sverrisson. Full- trúi á Reykjavíkursambandið: ól- afur Lárusson. Fulltrúar á ársþing BSÍ: Hjalti Elíasson, Hermann Lárusson, Kristján Blöndal, Sigmundur Stef- ánsson, til vara: Jakob R. Möller. Bridsdeild Rangæinga félagsins Vetrarspilamennskan hefst miðvikudaginn 25. september kl. 19.30 að Ármúla 40. Byrjað verður á 5 kvölda tvímenningi. Spilarar, sem eiga verðlaun frá síðasta keppnistímabili eru vin- samlegast beðnir að koma og taka á móti verðlaunum á fyrsta spila- kvöldinu. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir, en það er vissara að láta skrá sig í síma 30481 Sigurleif- ur, 74095 Svanfríður, 34441 Ingólf- ur. Frá Bridsfélagi Breiðholts Fyrsta spilakvöld haustsins verður í Gerðubergi þriðjudaginn 17. september kl. 19.30. Þá verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 22. septem- ber kl. 14.00 í Gerðubergi. Þriðjudaginn 24. september hefst þriggja kvölda hausttví- menningur. Stjórnin. Frá Briddsfélagi kvenna Félagið hélt aðalfund síðasta mánudag. Stjórnina skipa Sig- rún Pétursdóttir formaður, Ólafía Þórðardóttir gjaldkeri og Margrét Margeirsdóttir ritari. Meðstjórnendur Alda Hansen og Nanna Ágústdóttir. Næsta mánudag hefst þriggja kvölda tvímenningur og nú spilum við í Skipholti 70, annarri hæð. Þær konur sem ætla að vera með en eru óskráðar ættu að hringja í síma 17933 (Alda) eða 11088 (Sigrún) sem fyrst. Allar eru konur velkomnar. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.