Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
Framhlið Barbican Center, sem er staersta ráAstefnu- og listamiðstöð ( Vestur-Evrópu.
„Alltaf að læra
eitthvað nýtt“
— segja forráðamenn Barbican Center, en 3 ár eru
liðin frá því að þessi stærsta ráðstefnu- og listamiðstöð
í Vestur-Evrópu var opnuð. Blaðamenn Morgunblaðs-
ins litu þar inn og ræddu við upplýsingafulltrúa staðar-
ins, meðal annars um hvernig til hefði tekist og hvað
væri á döfinni.
að eru þrjú ár liðin frá
því að hin stóra og
glæsilega menningar-
miðstöð Lundúnabúa,
Barbican Center, var opnuð með
pomp og prakt af Elísabetu II
Englandsdrottningu. Var greint
frá þessum viðburði hér i blaðinu
og hvernig ætlunin væri að reka
þessa eina stærstu listamiðstöð i
heimi. En hvernig hefur tekist til
með reksturinn og hvað er á döf-
inni í nánustu framtíð?
Við rákum inn nefið eina dag-
stund, er við vorum á ferð í Lond-
on ekki alls fyrir löngu, og rædd-
um stuttlega við upplýsinga-
fulltrúa staðarins um þessi mál og
nutum leiðsagnar hans um húsið.
Reyndar var blaðamaður ekki einn
í för með fulltrúanum heldur 40
skólakrakkar, sem spurðu hinna
ólíklegustu spurninga eins og hve
mikil steinsteypa hefði farið í
byggingu Barbican Center og var
þá sagt að það hefðu verið 130.000.
kúbik-metrar, sem samsvaraði því
að hægt væri að leggja 19 mílna
sex greina akbraut fyrir þetta
magn! Allt þarf sínar skýringar.
Fyrir þá sem ekki þekkja til
Barbican Center er ekki úr vegi að
rifja örlítið upp forsögu staðarins
og greina frá því hvaða starfsemi
fer fram innan veggja hans.
Deilur um skipulag
Barbican Center er í miðborg
Lundúna í hverfi sem kallast
Cripplegate. Þarna fóru áður fram
lífleg viðskipti með vefnaðarvöru.
í desember 1940 varð hverfið
fyrir loftárás Þjóðverja og var
lagt í rúst. Eftir stríð, þegar farið
var að íhuga uppbyggingu eða upp
úr 1952, var einkum rætt um að
gera Cripplegate að verslunar- og
viðskiptahverfi.
Svo var það árið 1956 að hátt-
virtur ráðherra húsnæðis- og
skipulagsmála, Duncan Sandys,
kom fram með þá hugmynd að
skapa þarna íbúðarhverfi, með
skólum, verslunum og opnum
svæðum og öðrum þeim notaleg-
heitum, sem prýtt geta gott íbúð-
arhverfi. Enda þótt þess konar
lóðanýting gæfi ekki eins mikið af
sér í aðra hönd.
Borgaryfirvöld tóku vel í hug-
myndina og 1959 voru samþykkt
drög að siíku hverfi, sem arkitekt-
arnir Chamberlin, Powell og Bon
gerðu. í þeim var gert ráð fyrir
íbúðarhverfi svo og lóð undir hinn
gamla og góða Guildhall School of
Music and Drama, einnig var gert
ráð fyrir listamiðstöð í hverfinu.
Hver atburðurinn rak annan. I
kringum 1965 fléttuðust Royal
Shakespeare-Ieikflokkurinn og
Lundúnasinfónían inn í framtíð-
arskipulag Barbican Center og ár-
ið 1970 var núverandi fram-
kvæmdastjóri, Henry Wrong, ráð-
inn til starfa. 1971 hófst svo sjálf
smíði listamiðstöðvarinnar, sem
var mikið vandaverk og flókið.
Eftir 5 ár á Barbican
Center að standa undir
sér fjárhagslega
Það kostaði Lundúnaborg 153
milljónir punda að koma Barbican
Center á laggirnar. En þar með
var borgin ekki laus allra mála.
Að sögn upplýsingafulltrúans
Judy Withyman greiðir borgin dá-
góða upphæð með rekstrinum á
ári hverju en ætlunin er að innan
5 ára verði Barbican Center sjálfri
sér nóg fjárhagslega.
Til að létta róðurinn hafa
nokkrir salanna í Barbican Center
verið leigðir út til ráðstefnuhalds,
þó einkum Barbican Hall, sem er
stór og afar fullkominn og vand-
aður hljómleikasalur, þar sem
Lundúnasinfónían hefur fast að-
setur. Af þessu fást töluverðir
fjármunir á ári hverju.
Léttklassískir tónleikar
best sóttir
Lundúnasinfónían, með aðal-
stjórnanda sinn, Claudio Abbado,
í broddi fylkingar, heldur um 100
tónleika á ári hverju í Barbican
Hall. Þá eru haldnir þar bæði
kammertónleikar, einleikara- og
einsöngstónleikar, óperu- og ein-
staka popptónleikar. Sumir af
þessum tónleikum standa undir
sér fjárhagslega en flestir þurfa
stuðning. Að sögn upplýsinga-
fulltrúans er það ætlunin að flest-
ir af þessum tónleikum verði
styrktir af fyrirtækjum í framtíð-
inni.
Við spurðum hvernig tónleikar
væru best sóttir?„ Þeir léttklass-
ísku,“ var svarið. En í tónlistarvali
er farið afar gætilega og stjórnin
hefur jafnvel fengið þá gagnrýni
að vera ekki nógu djörf í tónlist-
arvali, sagði fulltrúinn.
Hún kvað svonefnda fjölskyldu-
tónleika einnig vinsæla en þeir eru
skipulagðir með börnin í huga.
Tók hún sem dæmi tónleika þar
sem mælst var til þess að börnin
kæmu með bangsana sína með sér.
Kvað hún það hafa verið skemmti-
legt að litast um í salnum á þess-
um tónleikum, þar sem bðrnin
sátu og héldu þéttingsfast utan
um þessa vini sína.
Mahler, Vín og 20 öldin
Um miðjan mars hófst í Barbic-
an Center tónlistarhátíð undir
heitinu Mahler, Vín og tuttugasta
öldin. Er þessari hátíð ætlað að
varpa ljósi á þá miklu grósku, sem
var í listalífi Vínarborgar rétt
fyrir og um aldamótin síðustu, er
nýstefna í listum var að ryðja sér
braut.
í tenglsum við þessa hátíð verð-
ur einnig flutt tónlist eftir nú-
tímahöfunda, sem urðu fyrir
áhrifum af brautryðjendunum.
Jafnframt tónleikunum verða
viðburðir er varpa ljósi á nokkra
samtímalistamenn Mahlers eins
og þá Arnold Schönberg, Alban
Berg, Anton Webern, Gustav
Klimt, Egon Schiele, Oskar Kok-
oschka, Adolf Loos, Caspar Nehar,
Sigmund Freud, Rainer Maria
Rilke og Ludwig Wittgenstein.
Sagði upplýsingafulltrúinn að
það sem af væri hefði aðsókn að
tónleikunum verið mjög góð en
Mahler-hátíðin stendur fram í
október með hléi yfir sumarmán-
uðina.
Utan tónleikanna í Barbican
Hall eru haldnir ýmsir óformlegir
tónleikar meðal annars í anddyri
Barbican Center. Stundum eru
sérstakir hádegistónleikar sem
eru nokkuð vel sóttir af vinnandi
fólki í nágrenninu.
Alltaf uppselt á
leiksýningarnar
The Royal Shakespeare Comp-
any hefur frá upphafi verið talinn
órjúfanlegur hluti af Barbican
Center. Hefur félagið tekið mjög
virkan þátt í hönnun þeirra
tveggja leiksala, sem það hefur til
umráða, Barbican Theatre og The
Pit.
Salur Barbican-leikhússins er
að ýmsu leyti sérstakur. Þegar
gengið er inn í hann eru dyr fyrir
hverja sætaröð, sem lokast og
opnast sjálfkrafa, þegar sýningar
hefjast og þeim lýkur. Sætarað-'
irnar eru þannig að þær hvelfast
fram á við þegar ofar dregur,
þannig að fjarlægðin frá sviðinu
verður aldrei meiri en 19,5 metrar.
Þá hallar sviðið fram, þannig að
það virkar stærra og gestirnir sjá
betur það sem þar fer fram.
Þegar við litum inn í leikhúsið
fóru þar fram ljósaæfingar á leik-
ritinu Mutter Courage eftir Bert-
olt Brecht en með aðalhlutverk fer
hin þekkta leikkona Judy Dench.
Það var sérkennilegt að fylgjast
með því hvernig ljósameistararnir
söngluðu skipanir sín á milli og
minnti það einna helst á er prest-
ar tóna í kirkju.
í Barbican Theatre eru einkum
flutt leikrit eftir Shakespeare svo
og leikrit samin á undangengnum
100 árum. Einnig kemur Shake-
speare-flokkurinn fram í „Pittin-
um“. Eru þar einkum flutt leikrit
eftir samtímahöfunda.
Aðsóknin að leikhúsunum er af-
ar góð. Er sætanýting um 95%. En
Barbican Theatre tekur 1.166
manns í sæti og “Pitturinn" 240
manns.
Af leiksýningum, sem verða í
gangi frá 8.-22. júní næstkom-
andi, má nefna leikrit William
Shakespeare, Hamlet og Ríkharð
III, sem verða sýnd í Barbican
Theatre og í Pittinum verða meðal
annars sýnd leikritin The Party
eftir Trevor Griffiths og Golden
Girls eftir Louise Page.
Nú stendur yfir Mahler-hátíð, sem
er fjölsótt og tengjast henni fleiri
menningarviðburður.
Aðalstjórnandi Lundúnasinfóníunnar er ('laudio Abbado, en hljómsveitin
hefur fast aðsetur í Barbican Hall.