Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar kennsla Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Píanónemendur í æf ingadeild. Getum bætt viö nokkrum nemendum í 3.-5. stigi) í æfingadeild píanókennaradeildar.- Hálft skólagjald. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. fundir — mannfagnaöir Verkafólk Rangárvallasýslu Aöalfundur verkalýðsfélagsins Rangæings veröur haldinn sunnudaginn 29. september nk. í verkalýðshúsinu Hellu og hefst kl. 17. Á dagskrá venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. Nafnlausa búöin heldur námskeiö í bútasaum og fatasaum. Upplýsingar og innritun í búöinni í síma 651212og 84222. SÍDUMÚLA 31 Fiskibátur Til sölu er sem nýr 15 tonna plastbátur, cat- erpilla aöalvél. Vel búinn siglingar- og fiskileit- artækjum. Upplýsingar í síma 29455. Aðalfundur Hjálms hf. Flateyri árið 1985 verður haldinn í matsal fyrirtækisins sunnudaginn 22. sept. nk.og hefstkl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin Kristilegt félag heilbrigöisstétta Fundur í Laugarneskirkju, mánudaginn 16. september nk. kl. 20.30. Thailandsfarar sjá um fundarefniö. Kaffiveit- ingar. Stjórnin. Auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Fulltrúa- ráös sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Samkvæmt ákvöröun stjórnar Fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna f Reykjavfk or hér moö auglýst oftir framboöum til kjörnefndar Fulltrúa- ráös sjálfstæöisfélaganna f Reykjavfk. Framboösfrestur rennur út mánudaginn 16. september kl. 17.00. Samkvæmt 11. gr. reglugeröar fyrlr Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna í Reykjavfk eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnlrskriflegrikosninguaffulltrúaréöinu: Samkvæmt 5. málsgr. 11. gr. reglugeröarinnar telst framboö gilt, ef þaö berst kosningastjórn fyrir lok framboösfrests, enda sé gerö um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hiö fæsta og ekki fleirl en 10 fulltrúum. Frambjóöandi hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tllkynning um framboö berist stjórn Fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík, Valhöll viö Háaleitisbraut. Stiórn Fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna iReykjavík. Aðalfundur Bersa Aöalfundur Bersa FUS, Vestur-Húnavatnssýslu, veröur haldinn í mötu- neytisaöstööu VSP, miövikudaginn 18. september kl. 21.00. Dagskrá: I.Skýrslastjórnar. 2. Kjördæmaþing Noröurlandakjördæmis vestra. 3. Skipulagsmál. 4. Kosningar. 5. önnurmál. Nýir félagar sem og aörlr hvattir til aö mæta. Stjórnin. Kveðjuorð: Óskar Petersen Fæddur 12. september 1917 Dáinn 29. ágúst 1985 Góður vinur er farinn. Einn skæðasti vágestur mannkyns hef- ur enn einu sinni fellt mann á bezta aldri. Óskar fæddist á ísafirði, sonur Sigríðar Gísladóttur og Konráðs Petersen, vélstjóra, norsks manns, er lézt er Óskar var kornungur. Óskar ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum, þeim Gísla Gíslasyni og Kristínu Þórðardóttur, er bjuggu að Héðinshöfða á ísafirði. Ásamt óskari ólust upp hjá ástríkum móðuforeldrum þau Agnede Simson og Axel Schiöth — Diddi eins og hann var kallaður — þau voru öll systrabðrn. Á milli þeirra allra var mikill kærleikur, en Axel lézt árið 1973, langt um aldur fram. Yngst barna þeirra Kristínar og Gísla var Ólafur og var hann 8 ára, er Óskar fæðist, hann drukknaði á bezta aldri frá konu og tveimur ungum drengjum. Óskar tregaði mjög þennan frænda sinn, sem var sem bezti bróðir og átti hann erfitt með að sætta sig við bróðurmissinn. Þótt húsbændur að Héðinshöfða hafi séð vel um sína, þá var Gísli afi Óskars orðinn fullorðinn mað- ur og því þurfti Óskar snemma að taka þátt í lífsbaráttunni og létta undir með heimilinu, en Óskar hafði mikinn metnað að vera sjálfstæður og öðrum óháður. Á uppvaxtarárum óskars var ísafjörður með helztu kaupstöðum þessa lands, blómleg útgerð og verzlun og menningarlíf stóð með miklum blóma. Óskar unni æskustöðvum sínum og heimilinu að Héðinshöfða mjög. Óskar var vel greindur, en um langa skólagöngu var ekki að ræða, enda ekki sami tíðarandi og nú, sjálfsagt þótti, að hver og einn ætti að bjarga sér sjálfur í harðri lífsbaráttunni. Óskar var dverghagur og nánast sjálfmenntaður rafvirki, allt lék í höndum hans. Hann kom sér upp góðu verkstæði heima í bílskúrn- um sínum og undi þar öllum stundum við smíðar og ófáir eru þeir gripir, er hann smíðaði og nutu þeirra ekki aðeins hans nán- ustu, heldur var hann einatt óbeð- inn að lagfæra eða smiða fagra hluti sem hann gaf á báða bóga. Óskar var vel á sig kominn, meðalmaöur á hæð, fríður sýnum og geislandi af lífsþrótti allt til hins síðasta. Hann flutti til Reykjavíkur um 1940 og hóf fljótlega störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fyrst við línulagnir og síðustu árin við innheimtustörf, Rafmv. Rvk. var hans vinnuveitandi í 45 ár. Hann giftist árið 1945 ungri og glæsilegri stúlku ættaðri frá Vest- mannaeyjum, Ingibjörgu Finns — Ebbu eins og hún var nefnd dags- daglega. Ebba missti móður sína fárra daga gömul og var alin upp hjá móðursystur sinni, Sigrúnu Finnsdóttur, og manni hennar, Stanley Guðmundssyni, einnig var Ebba meira og minna hjá móður- ömmu sinni, Ólöfu Þórðardóttur, er bjó í Vestmannaeyjum. Ungu hjónin hófu búskap hér í Reykjavík, fyrstu árin bjuggu þau á Fálkagötu, en fljótlega réðust þau í það að reisa sér hús að Sörlaskjóli 72 og var það ekki áhlaupaverk á þeim tíma frekar en nú, en með mikilli útsjónarsemi og óþrjótandi vinnu tókst það og húsakynnin bera þeim fagran vitnisburð, snyrtimennska og glæsiieiki utan dyra sem innan er með einstökum hætti, enda bæði samhent um að fegra umhverfi sitt. Allt var vandað, hvort sem það var lítil stytta, er keypt var eða heilir veggir settir upp og bæði höfðu þau fágaðan smekk. Ég sem þessar línur rita var svo lánsöm að fá leigöa ibúð hjá þeim Óskari og Ebbu, árið 1956. Þá var erfitt að fá leiguhúsnæði og naut ég þá frændsemi við Ebbu, en við erum systradætur. Við hjónin vorum ung og búin að eignast tvær dætur, er við fluttum í risið að Sörlaskjóli 72. Ég var hálfkvíðin, hvernig sam- búðin mundi verða, við svona skyldar og þau Óskar og Ebba að mér fannst þá svo miklu eldri og reyndari, ekki víst að í svona nánu sambýli héldist sú vinátta er fyrir var. Við fundum fljótt að við vor- um velkomin og óþarfur var kvíði minn, því við styrktum ekki aðeins frændsemina heldur eignuðumst við þá beztu vini, sem við nokkrum sinni höfum eignazt. Ég kynntist Óskari nánar og hans fólki, sem að mörgu leiti var afar líkt, traust og tilfinningaríkt, sem • ekkert aumt mátti sjá, ég naut vinsemdar allra nánustu ættmenna Óskars og þakka ég oft fyrir að hafa kynnst því fólki. Óskar var ákaflega góður heim- ilisfaðir, heimilið var honum allt. Hann var höfðingi heim að sækja, lágkúra var ekki að hans skapi, aldrei gleymist hvellur hlátur, hans góðlátlega stríðni, hlýja klappið og koss á kinn. Óskar var sérstaklega barngóð- ur maður, væri komið í heimsókn til þeirra hjóna með barn eða barn var'fyrir, þar sem hann kom, þá leið ekki löng stund áður en barnið var komið í fang Óskars eða á hné og klingjandi hlátur beggja fyllti stofuna, já hann var svo sannar- lega „barna vinur mesti". Öll þessi börn sem nú eru flest uppkomin flytja þakkir fyrir góð og vinsamleg kynni. Þegar svo góður vinur, sem Óskar var, er kvaddur, þá koma svo margar minningar í hugann — minningar um sameiginleg ferða- lög um sveitir landsins og ánægju- legar samverustundir á heimilum beggja bæði á hátíðum og öðrum tímum, minningar sem ylja þegar horft er til baka. óskar og Ebba eignuðust 3 börn, Sigrúnu, gift Birni Gunnlaugssyni og eiga þau 3 drengi, Kristínu, ógift, og Gísla, giftur Erlu Pétursdóttur og eiga þau 2 dætur. Þessi hópur hélt mjög vel sam- an, kærleikur mikill og sannur þeirra á milli. Þau voru honum allt, ekki sízt síðustu mánuðina. Vinur er farinn, en minningarn- ar lifa um mann, sem minnst vissi af sjálfum sér, mann sem var glaðastur, er hann veitti mest, mann sem hlustaði, mann sem skildi. Ebba mín, við hjónin, fjölskyld- ur okkar og móðir vottum þér og ykkur öllum okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar sorg. Pálína Sigurjónsdóttir Kaupa Svíar hlut í Þörungayinnslunni?: Heimamenn hafa ekkiáhuga á minnihlutaeign l’.i u_t'a_a_1 Frá Sveini (ludmundssyni Midhúsum. í GÆRKVÖLDI var fundur í Starfs- mannafélagi Þörungavinnslunnar og þinguðu heimamenn um stöóu mála hjá fyrirtskinu og þá uppákomu aö Svíar vilja kaupa 49 prósent í þörunga- vinnslunni og umboósaðili þeirra hér á landi Inntak sf. 3 prósent. Á fundinum kom fram að heima- menn eru ekki ánægöir með þá framvindu mála og töldu sig ekki hafa áhuga á stofnun hlutafélags þar sem þeir væru minnihlutahóp- ur, enda mun Alþingi verða að gera lagabreytingar til að hægt sé að taka þessu tilboði. Inntak hefur áhuga á að ná meiri- hlutaaðstöðu í Þörungavinnslunni vegna breyttra markaðsaðstæðna og nú kom það fram á þessum fundi að sölumaður Þörungavinnslunnar, en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu 4—5 ár og hætti um síöustu mán- aðamót er einn aðaleigandi Inntaks sf. Heimamenn telja að sölu- maðurinn hafi aldrei bent á þessar nýju leiðir á meðan hann var sölu- maður. Á fundinum kom fram að fram- leiöslan í ár verður um 3.000 tonn og rekstur hefur gengið vel, sala á af- urðum fer fyrst og fremst fram síð- ari hluta árs og ekki er víst að tap verði eins mikið og menn hafa ætlað þegar ársreikningar verða gerðir. Sú skoðun kom fram að Breiðfirð- ingar sætu á gullkistu og ekki væri ósennilegt að þeir tímar kæmu að allir vildu Lilju kveðið hafa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.