Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
57
Aldarminning:
Vagnborg Einars-
dóttir, Dynjanda
Grunnavíkurhreppur í Norður-
ísafjarðarsýslu á nokkur ítök í
hjarta mínu og snertir djúpa
strengi ótal marga sona og dætra
byggðarinnar.
Otæmandi lindir minninga og
svo mörg hjörtu eru knýtt við
byggðina. Náttúran þar og um-
hverfi á sinn þátt í því að vekja og
halda tryggð þeirra sem í byggð-
inni hafa búið og átt þar sumar-
dvöl, fyrr eða síðar, líf okkar er
náknýtt móður jörð og blæbrigð-
um hennar.
Stephan G. Stephansson túlkar
þessa tilfinningu svo:
„Ég ann þér, ég ann þér, þú indæla jörð.
Hver árstíð, sem klæðir þinn lífsfrjóa
svörð.
Hvort dökkgræna sumarsins silkið þitt
skín
við sól, eða vetrarins drifhvíta lín.“
Þessi tilfinning verður stað-
bundin í lífi flestra manna að ein-
hverju leyti. Flestir elska æsku-
stöðvar sínar og sinna og festa
tryggð við.
eldranna til nærri þrítugs er hún
giftist frænda sínum árið 1913,
Guðmundi Jónssyni, en hann var
sonur hjónanna Jakobínu Þor-
leifsdóttur og Jóns Elíassonar er
lengi bjuggu í Bolungarvíkurseli í
Grunnavíkurhreppi. Guðmundur
var hið mesta prúðmenni, sann-
gjarn, áreiðanlegur og hinn skil-
vísasti um allt, hann var hreinn og
beinn og einlæglega trúr vinur
vina sinna. Vagnborg og Guð-
mundur áttu lengst af heima á
Úlfsá í Skutulsfirði og lengi í
Hnífsdal, þeim varð þriggja barna
auðið. Elztur var Einar Gunnar en
hann lézt 19 ára gamall, ókvæntur
og barnlaus. Jakob Loftur, nú
starfsmaður hjá Orkustofnun, átti
Þórunni Jónsdóttur frá Tröð í
Álftafirði, nú látin. Hulda Salóme,
húsfreyja á Úlfsá, gift Veturliða
Veturliðasyni.
Heimilisbragur Vagnborgar og
Guðmundar var hinn ákjósanleg-
asti, þau voru samtaka í öllu og
hin þrautbeztu á erfiðleikastund-
um, og ræktu allar skyldur sínar
af alúð. Vagnborg og Guðmundur
létust bæði árið 1965 með stuttu
millibili. Þau trúðu á sannleik og
réttvísi og á skyldu mannsins til
að láta sem mest gott leiða af sér í
lífinu, um það bar allt þeirra líf
hinn fegursta vott. Meðan þeir
lifa, sem kynntust Vagnborgu og
Guðmundi á Úlfsá, blessa þeir
minningu þeirra með þakklátum
huga og kenna börnum sinum hið
sama.
Helgi Vigfússon
TBiodroqa, p
2000
snyrtivörur
Nýtt
skrúbbkrem frá Biodroga
2000 hreinsar stíflaða fitukirtla og yfir-
borðsfitu á andliti, bringu og baki.
Bankastræti 3.
S. 13635.
TBiodmqa j
2000 • J
snyrtivörur.
Vagnborg Einarsdóttir var
fædd á Dynjanda í Jökulfjörðum
16. september 1885. Foreldrar
hennar voru hjónin Einar Bær-
ingsson bóndi og hreppstjóri og
Engilráð Benediktsdóttir á Dynj-
anda.
Heimilið á Dynjanda naut virð-
ingar og héldu þau hjón Engilráð
og Einar jafnan bú sitt með rausn,
en gestakoma á Dynjanda var þó
svo mikil að fádæmum sætti, en
gestrisnin var æ hin sama og
fannst það aldrei á, að gestakom-
an þætti sérlega tilfinnanleg eða
við of. Einar Bæringsson var mik-
ill starfsmaður og fékk miklu af-
kastað. Hann hafði góða stjórn á
all umfangsmiklu búi. Hann var
hreppstjóri og hreppsnefndar-
oddviti í sveit sinni og sýslunefnd-
armaður. Vinnuþróttur Einars á
Dynjanda var ósigrandi. Eigi gat
kærri og skemmtilegri gest borið
að garði í sveitinni en hann, ung-
um og gömlum var hann jafnalúð-
legur. Einari á Dynjanda varð allt
að hunangi er hann Ias og nam.
Hann var bjartsýnn maður, færði
allt til betri vegar, ætlaði engum
illt. Hann sá í senn báðar eða allar
hliðar hvers máls, var því varkár
og orðvar, sanngjarn og mildur.
Einar á Dynjanda kvæntist 1885
jafnöldru sinni, Engilráð Bene-
diktsdóttur. Hún var hin mesta
atgerviskona og verða mannkostir
hennar lengi í minnum hafðir.
Áhrifin af heimsókn til Dynjanda
voru góð. I öllu vildu þau hjón
vera samtaka, sambúð þeirra var
hin ákjósanlegasta. Dynjandahjón
voru hin fegursta fyrirmynd
barna sinna. Vagnborg var elzt
sinna systkina og er í heimili for-
Blómastofa
Friðfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl.22,-einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
..... • I
TEKURÐU
EFTIR
VERÐINU ?
S
Sllver-Reed EX 42 rafelndarltvélln - vönduð, fjölhæf og á einstöku verði.
Áferðarfalleg prentun ■ Leturhjól ■ 3 íslenskar leturtegundir
yMif Hp.
■ Sjálfvirk leiðrétting.
Verð
KR. 19.990
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
%
Hverfisgötu 33 — Simi 20560
Pósthólf 377
Helstu söluaðilar auk Skrifstofuvéla hf.: Reykjavlk Penninn, Hallarmúla Húsavlk: Bókaverslun Þórarins Stefénssonar VestmannaeYjar: kjami hf.
Akureyri: Bókval Isafjörður: Bókaverslun Jónasar Tómassonar