Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
65
Hughrif
og rómantík
SEPTEM 1985
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
SEPTEM-hópurinn hefur veriö
harður af sér um sýningahald frá
því hann var stofnaður og þannig
hafa þeir félagar sýnt árlega
fram að þessu. Þetta er vel gert í
svo fámennu þjóðfélagi og eink-
um þegar þess er gætt, að hópur-
inn hefur jafnan lagt undir sig
stærstu sýningarsali höfuðborg-
arinnar. Fyrst sýndu þeir í kjall-
arasölum Norræna hússins en nú
hin síðari ár hafa þeir kynnt verk
sín á Kjarvalsstöðum.
Þrettánda sýning hópsins
stendur um þessar mundir yfir í
Kjarvalssal svo og hluta af eystri
gangi Kjarvalsstaða, og sýna þeir
félagar ásamt tveim gestum sín-
um þeim Ilafsteini Austmann og
Jcns Urup, samtals 55 myndverk.
Það setur svip sinn á þessa sýn-
ingu, að einungis fjórir af hinum
upprunalega kjarna listahópsins
eru með að þessu sinni. Þannig er
Karl Kvaran með sjálfstæða sýn-
ingu í Listmunahúsinu og er dá-
lítið undarlegt, að hana skuli
bera upp á sama tíma! Tveir
þeirra, er jafnan settu mikinn
svip á sýningarnar, eru látnir,
þeir Sigurjón ólafsson og Þor-
valdur Skúlason. Þá er Steinþór
Sigurðsson ekki með en þátttaka
hans hefur jafnan verið óreglu-
bundin.
Þrátt fyrir alla þessa blóðtöku
þá er ennþá mikill Septem-svipur
yfir sýningunni, ef svo má að orði
komast, og mega þeir félagar vel
við una. Þannig fellur Guðmundur
Benediktsson vel inn í heildina og
er verðugur arftaki Sigurjóns
Ólafssonar, en Guðmundur skip-
ar nú sæti hans sem myndhöggv-
ari í hópnum. Gifsskúlptúrar þeir
sem Guðmundur sýnir að þessu
sinni hafa vakið óskipta athygli
fyrir fágun og formrænan
traustleika. Er mjög til umhugs-
unar hvers vegna þessi ágæti
myndhöggvari skuli aldrei hafa
fengið opinbert verkefni því að
við eigum engan hans líka á þessu
sviði. En leiðir þær, sem opinber
verkefni rata, eru órannsakanleg-
ar og kemur máski okkur mynd-
listarmönnum ekki par við ...
Gestir sýningarinnar falla slétt
og fellt inn í heildina og eru um
margt andlega skyldir kjarnan-
um og hafa notið svipaðs listræns
uppeldis. Vatnslitamyndir Haf-
steins Austmanns verða að teljast
sterkara framlag hans en olíu-
myndirnar. í þeim er að mínu
mati meiri myndræn lifun og lit-
rænni dýpt. Danski myndlistar-
maöurinn Jens Urup sýnir 8
steinda glugga, sem setja á upp í
Sauðárkrókskirkju, en þaðan er
eiginkona hans ættuð. Erfitt er
að dæma um þessa glugga eins og
þeir hanga á Kjarvalsstöðum og
yfirleitt öll verk sem ætluð eru í
sérstakt umhverfi. En gluggarnir
eru skemmtilega öðruvísi en það
sem sést hefur á undanförnum
árum á þessu sviði. Öllu betur
njóta sín þrennur listamannsins
gerðar í gler og steinsteypu og er
einfaldleikinn hreint sláandi.
Kristján Davíðsson er orðinn
einn okkar traustustu málara en
þó tekur ekkert málverka hans á
sýningunni mann eins sterkum
tökum og hin rnikla mynd er
hann sýndi á sýningu Listmál-
arafélagsins nú í vor. Stærsta
málverk hans að þessu sinni er og
efnnig svipmest en hún nefnist
„Flæðarmár og er máluð á þessu
ári.
Valtýr Pétursson á vafalítið
misjöfnustu verkin á sýningunni
en mynd hans „ísafold" (13) kem-
ur þó mjög á óvart og í þeirri
mynd koma fram bestu eiginleik-
ar hans sem rnálara að mínu
mati. Sérkennileg litameðferð og
umbúðalaus meðhöndlun pent-
skúfsins. Þá er myndin „Við
Faxaflóa" (17) „Valtýsk" í besta
lagi en hins vegar er málverkið
„Mýrarflákar í Normandí" með
sterku dönsku yfirbragði.
(•uðmunda Andrésdóttir er með
sterkara móti á þessari sýningu
og einkum nær hún sér upp í litlu
myndinni „Kvöld" (29). Listakon-
an er um margt í sérkennilegri
aðstöðu því að vafalítið fengi hún
mjög gott fyrir þessar myndir
væri hún ung og sýndi i Nýlista-
safninu. Hvað þá ef hún bæri
hollenzkt nafn ...
Jóhannes Jóhannesson á hik-
laust jafnbestu myndirnar á sýn-
ingunni, i senn magnaðar að lit
og yfirvegaðar í formi. Erfitt er
að benda á einhverja eina mynd
annarri betri en málverkið „Skin“
(30) er nokkuð óvenjulegt frá
hans hendi. Það er rétt, sem fram
hefur komið í öðrum listdómi, að
fróðlegt væri að sjá þessi vinnu-
brögð í steindu gleri. Vinnu-
brögðin verða undantekningarlít-
ið alltaf betri og traustari er
menn með verklega sérþekkingu
útfæra uppköst listamannanna.
Reynsla okkar íslendinga er hér
einmitt besta viðmiðunin — ónýt-
ir skúlptúrar um land allt.
Á heildina litið er þetta hvorki
sterkasta Septem-sýningin til
þessa né hin lakasta — heldur
einhversstaðar þar á milli. Og
það er rétt afstaða að hlaupa yfir
eitt ár — sýna næst í september
1987.
Sýningunni er sómasamlega
fyrir komið en hvað sýningarskrá
snertir þá bera fæst orð minnsta
ábyrgð — að venju ...
Það er alveg rétt, sem Jón
Reykdal segir um myndir sínar í
viðtali hér í blaðinu fyrir
skömmu, að meginstefið sé byggt
upp á hughrifum. Hughrifin
ganga eins og rauður þráður í
gegnum myndir hans allar og um
leið bera þær sterkan svip af róm-
antísku geðslagi. Hér er um að
ræða hughrif frá landinu og róm-
antíkin virðist sótt til fyrri aldar,
í heim Jónasar Hallgrímssonar og
Jóns Thoroddsen, — ljóð Jónasar
og sögur Jóns fá hér sjónræna
dýpt og myndræna fyllingu.
Þetta er fullgilt viðfangsefni og
á engan hátt gamaldags — hér
sker úrvinnslan úr og hvernig
listamaðurinn meðhöndlar miðil
sinn.
Jón Reykdal hefur farið rólega
af stað á listaferli sínum þrátt
fyrir að hann hafi byrjað snemma
og numið lengi við virtar lista-
stofnanir. Hann hefur ekki verið
haldinn neinni ómótstæðilegri
þörf fyrir að koma fram opinber-
lega líkt og svo margir af yngri
kynslóðinni — hann er einnig af
þeirri kynslóð er álítur athafna-
semi í sjálfum listmiðlinum af
hærri gráðu. Fertugur að aldri
hefur Jón þannig aðeins haldið
eina hóflega stóra sýningu í kjall-
arasölum Norræna hússins (1980)
þar til hann nú leggur vestri sal
Kjarvalsstaða undir verk sín.
Á sýningunni eru 64 verk, sem
skiptast í 24 olíumálverk og 38
þurrkrítarmyndir, sem munu öll
unnin á einu ári svo sem ártölin
eru til vitnis um.
Jón er þekktastur sem grafík-
listamaður, og sem slíkur vafalít-
ið sá vinsælasti hér á landi um
þessar mundir og máske er það
einmitt þess vegna, sem hann hef-
ur gefið skurðarjárnunum frí um
stund og snúið sér að öðrum
listmiðlum. Vinsældir eru vafa-
samur mælikvarði á styrk lifandi
myndlistarmanna og hættulegar í
fámenninu svo sem hér á norður-
slóðum. Það er af hinu jákvæða,
að Jón skuli vilja sækja á bratt-
ann í stað þess, að láta sér vin-
sældirnar einar nægja.
Satt að segja er það öllu algeng-
ara, að málarar og myndhöggvar-
ar hvíli sig um stund með þvi að
sökkva sér niður í grafíska miðla
en að grafíklistamenn taki að
mála eða móta. Það kemur og
fram í málverkum Jóns, að hann
hefur ekki ennþá náð nægilegu
valdi á olíulitunum, enda eru þeir
vandmeðfarnir. Málverkin á sýn-
ingunni virka þannig ekki nægi-
lega fersk og lifuð — virka ein-
hvernveginn utangarna og
skreytikennd. Hér undanskil ég
þó myndina „Norðurfjöll" (14),
sem mér þykir bera af öðrum
olíumálverkum á sýningunni en
þar er liturinn safaríkur og mett-
aður og myndhugsunin skýr.
Jón er öllu meir á heimavelli í
þurrkrítarmyndum sínum enda
myndefnið keimlíkara grafík-
myndunum og miðillinn einnig.
Hér getur hann leyft sér ýmislegt,
sem ekki gengur upp í olíulitunum
og er um leið öruggari og ákveðn-
ari. Sem dæmi nefni ég myndir
eins og „Maður er manns gaman"
(28), „Á næturhljóðri heiði“ (35),
„Undir herðabreiðu fjalli" (38),
„VorIækir“ (47) og „Jökulsvali"
(61). Þá eru dökku myndirnar er
hanga saman nr. 30, 31, 32 og 57
stemmningarríkar um leið og þær
eru í eðli sínu mjög grafískar.
Þessi sýning Jóns er um margt
öllu sterkari sýningunni i Nor-
ræna húsinu og gefur meiri fyrir-
heit því að það er alveg ljóst að
Jón Reykdal getur ennþá betur.
Bragi Ásgeirsson
VE) ERUM FLUTITR!
Frá Frakkastíg 13 að Krókhálsi 4 (2. hæð), Reykjavík.
Ath! Nýtt og breytt símanúmer
672244(3 línur)
FESTI Heildverslun
Krókhálsi 4,
110 Reykjavík