Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 66
?Het HaansTpg .ai íiuoAauwiíUB .aiaA.iavtaoítoM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
PrófasUtrfó. Fýll við fles i bjargbrún.
í veðurblíðunni í
sumar á.Suðurlandi
hefur SÍKurgeir
ljósmyndari í Vest-
mannaeyjum
myndað meira en í
meðalári oger hann
þó iðinn við kolann
á öllum árstímum.
Feikn mikill
straumur ferða-
manna hefur verið
í Vestmannaeyjum
í sumar og flugleið-
is frá 1. maí til
ágústloka hafa um
20.000 ferðamenn
ferðast til og frá Eyjum á móti 13.000
á sama tíma í fyrra. Á sama tímabili
hafa 28.000 ferðamenn farið með
Herjólfi báðar leiðir milli lands og
Eyja, en þó heldur færri nú en í fyrra
þegar veður hamlaði oft flugi.
Meðfylgjandi myndir segja sína
sögu af sumarbúskapnum í Eyjum
þar sem náttúran iðar af lífi og fjöri,
hvort sem menn bregða sér í sjávar-
hellaferð og hlusta á lúðraþyt undir
berginu, renna færi á fengsælum
miðum, ganga um nýja hraunið sem
er ennþá algjör andstæða við græna
skikkju á kollum eyjanna, skoða hið
'jölbreytta fuglalíf, spila golf á
öskuldi Herjólfsdals eða taka eina
rispu í Spröngunni, skoða söfnin í
Eyjum, þregða sér í sundhöllina og
svo framvegis.
1111^ - — á-j-
Sprangað f Sprðngunni í Skiphellum, en þar er grunnskóli Eyjamanna í
fjallamennsku og sigi.