Morgunblaðið - 20.09.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 20.09.1985, Síða 47
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 47 Björn til Þórs? — mikill áhugi hjá leikmönnum „JÚ, ÞAÐ er rétt. Við Þórsarar höfum míkinn áhuga því að fá Björn Árnason sem þjálfara til okkar á nœsta keppnístímabili og ág ræddi þessi mál viö hann í dag,“ sagði Árni Gunnarsson, formaöur knattspyrnudeildar Þórs frá Akureyri, þegar Morgun- blaðíð spuröi hann aö því hvort Björn yrði næstí þjálfari Þórs. Eins og viö skýröum frá síöasta þriöjudag hyggst Jóhannes Atla- son taka sér langþráö sumarfrí frá knattspyrnuþjálfun á næsta keppnistímabili, en hann þjálfaöi Þór í sumar. Við heyröum aö til stæöi aö ráöa Björn Árnason til ALOHA golf Á SUNNUDAG verður haldið golfmót í Grafarholti til styrktar sveit Golfklúbbs Reykjavfkur, sem taka mun þátt í Klúbba- keppni Evrópu í golfi, sem fara mun fram á Spáni hjá Aloha- golfkúbbnum í Marbella. Ræst verður út frá kl. 9.00. Á sama tíma, eða kl. 10.00, veröur haldið septembermót 15 ára og yngri. Þórs á nýjan leik en hann þjálfaöi liöiö þegar þaö var á fyrsta ári í 1. deildinni, þá nýkominn frá Færeyj- um. Björn náöi góðum árangri meö liöið þá, endaöi í fjóröa sæti deildarinnar og nú í sumar tókst Jóhannesi aö koma liöinu í þriöja sæti þó svo Evrópusæti næöist ekki. Frá því Björn var meö liöiö hefur þaö veriö skipað sömu leik- mönnum og því er mikiil áhugi leikmanna aö fá Björn aftur til fé- lagsins. „Strákarnir þekkja hann og því finnst þeim ekki aö veriö só aö ráöa nýjan þjálfara. Þaö líkaöi öllum mjög vel viö hann þegar hann var hérna meö liöið og þvi vonum viö aö þaö gangi saman meö okkur," sagöi Árni. Hann sagöi aö hann hafi rætt viö Björn í gær og aö hann hafi veriö mjög jákvæöur fyrir því aö koma aftur og þjálfa liðið en ekki væri búiö aö ganga frá neinu í sambandi viö þessi mál enn sem komiö væri. „Viö hérna fyrir norö- an vonumst aö þetta gangi saman því allir vilja fá Björn til félagsins aftur," sagöi Árni Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. IÉH*® • Bikarmeistarar Glentoran frá N-írlandi leika gegn Fram á Laugardalsvelli á morgun kl. 13. Evrópukeppni bikarhafa: Fram mætir Glentoran Hazard til Chelsea Frá Bob Hmn«M), fráttamanni Morgunblaðaina í Englandi. Miðvallarleikmaðurinn snjalli hjá Tottenham, Mike Hazard, skrifaöi undir fjögurra ára samn- ing við Chelsea á miðvikudaginn. Hazard sagðíst vera mjög von- svikinn yfír því að þurfa aö hverfa frá Tottenham en um annaö hafi ekki veriö að ræða þar sem hann hafi ekki komist í liö hjá þeim. Chelsea greiddi 300 þúsund pund fyrir kappann og er þetta eini stóri samningurinn sem lióiö ger- ir frá því árið 1974 er Chelsea Stuttgart kaupir STUTTGART, lið Ásgeirs Sigur- vinssonar, hyggst kaupa júgó- slavneskan landsliðsmann í stað belgíska landsliðsmannsins Nico Claesen, sem var seldur til Standard Liege á miðvikudag. Júgóslavinn er vinstri útherji og heitir Predrag Pasic, er 26 ára og kemur frá júgóslavnesku meistur- unum Sarajevo. Pasic, sem er fyrirliöi Sarajevo, hefur leikiö 15 landsleiki fyrir Júgóslavíu. Stutt- gart hefur átt í töluveröum erfið- leikum síöan þeir uröu vestur- þýskir meistarar áriö 1983—84. keypti David Hay, sem er núver- andi stjóri hjá Celtic í Skotlandi. Fyrsti leikur Hazard með sínu nýja liði verður gegn Arsenal á laugardaginn. Sheffield Wednesday, lið Sig- uröar Jónssonar, hefur endanlega gengiö frá samningum viö Stoke um kaup á blökkumanninum snjalla, Mark Chamberlain. Sheffi- eld greiöir 300 þúsund pund fyrir hann og auk þess veröa þeir aö greiöa Stoke 10.000 pund Stjóri Southampton, Chris Nich- oll, er nú á höttunum eftir nýjum leikmönnum og hefur hann sér- stakan augastaö á tveimur. Þessir leikmenn eru George Burley, 32 ára leikmaöur hjá Ipswich, en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá liö- inu. Hinn leikmaöurinn er John Gregory hjá QPR. Áætlaö kaup- verö er um 200 þúsund pund fyrir Gregory en 50 þúsund fyrir Burley. Roby James, leikmaöur hjá QPR og velska landsliöinu hefur beöiö um aö einhver aumki sig yfir hann og kaupi hann frá QPR og bjargi meö þvi ferli hans sem knatt- spyrnumanns. Ástæöa þessa er sú aö James segist aldrei hafa kunn- að viö sig hjá PQR og nú só svo komið aö hann veröi aö komast burtu frá félaginu ef hann ætli sér aö leika knattspyrnu áfram. Á MORGUN, laugardag, fer fram á Laugardalsvelli þriðji og síöasti Evrópuleikurinn í knattspyrnu hár á landi, aö minnsta kosti í þessari viku. Þaö eru Framarar sem leika á móti írsku bikarmeisturunum, Glentoran og hefst leikur liðanna klukkan 13 á morgun. Þetta mun veröa í þriöja sinn sem Glentoran leikur hér á landi í Evrópukeppni. Liöiö mætti Val áriö 1977 og komst þá áfram, tapaði 1:0 hór heima en vann síöan Val 2:0 úti. Ári síöar, 1978, lék liðið síöan viö ÍBV og þá komust Vestmanneying- ar áfram. í Kópavoginum varö markalaust jafntefli en í Belfast skoraöi hvort lið eitt mark og ÍBV áfram. Lægra verð MIÐASALA á leik Fram og Glentoran hefst klukkan 10 í fyrramálið á Laugardalsvelli. Fram hefur ákveðiö að lækka aöeins miðaverö þaö sem ver- ið hefur í sumar og mun verö í stúku og í stæði veröa 300 krónur en börn þurfa aö greiða 100 krónur. Þaö er rétt aö minna fólk á aö leikurinn er á dálítiö óvenju- legum tíma. Hann hefst á morgun, laugardag klukkan 13 en þetta er gert til aö írarnir komist fyrr til sins heima því þaö er mjög óvenjulegt aö Evr- ópuleikir séu á laugardegi. Morgunblaðsliðið ÞÁ ER KOMIO aö því aö stilla Morgunblaösliðinu upp fyrir síðustu umferð 1. deildar keppninnar í knattspyrnu. Þaö var ekki fyrr en í síðustu umferðinni sem Valur tryggði sér í íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR. Enginn Valsmaður kemst þó í lið umferöarinnar því leikirnir sem fylgdu í kjölfariö voru hver öðrum betri og skemmtilegri. Liðiö er þannig skipað — tala í sviga gefur til kynna hve oft viðkomandi hefur verið í liði umferðarinnar í sumar: Baldvin Guömundsson, Þór (4) Jónas Róbertsson, Þór (5) Jóhann Þorvarðarson, Víkingi (1) Kristján Jónsson, Þrótti (2) Siguróli Kristjánsson, Þór (8) Árni Stefánsson, Þór (2) Gunnar Oddsson, ÍBK (1) Karl Þórðarson, ÍA (7) Kristján Kristjánsson, Þór (1) Einar Ásbjörn Ólafsson, Víöi (3) Halldór Áskelsson, Þór (4) Fram hefur fimm sinnum áöur tekiö þátt í Evrópukeppni bikar- hafa. Þeir hafa ekki komist í aöra umferö til þessa en eiga nú góöa von um aö komast í hana. Liöiö tók fyrst þátt áriö 1971, síöan 1974, þá 1980, 1981 og 1982. í millitíöinni tók liðið einu sinni þátt í Evrópu- keppni meistaraliöa, áriö 1973, og tvívegis í UEFA keppninni, árin 1976 og 1977. Leikir liösins viö Glentoran í ár veröa því leikir númer 17 og 18 í Evrópukeppnum á |>eim 15 árum sem liðin eru frá því félagiö tók fyrst þátt íslíkum keppnum. Framarar munu stilla upp sínu sterkasta liöi í leiknum á morgun, nema hvaö miövöröurinn sterki, Þorsteinn Þorsteinsson getur ekki leikiö með liöinu. Hann er í keppnis- banni þar sem hann var bókaöur í báöum leikjum Fram viö Shamrock áriö 1982 og fékk eins leiks bann fyrir vikiö. Þorsteinn mun hinsvegar geta leikiö í seinni leiknum þann 2. október. Ásgeir Elíasson er leikreyndasti leikmaöur Fram, hann hefur leikiö 32 landsleiki auk þess sem hann hefur leikiö 444 leiki meö meistara- flokki hinna ýmsu liöa. Leikmenn Fram eiga samtals aö baki 91 landsleik fyrir ísland og mun þaö örugglega nýtast þeim vel i leiknum á morgun sem þeir eru ákveönir í aövinna. íslandsmótiö í handknattleik: Tvöföld umferð ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik hefst á laugardag með keppni í 2. deild karla. Fyrstu leikirnir í 1. deild karla veröa á sunnudag og leika þá FH og Valur, Fram og Stjarnan og síðan Þróttur og Víkingur. HSÍhefur gefið út mótabók fyrir komandi keppnistímabil og hafa talsverðar breytingar verið á vinnslu mótaskrárinnar vegna til- komu hinnar nýju tölvu sem HSÍ fákk að gjöf frá Skrifstofuválum. Allt efni mótaskrárinnar og niö- urrööun leikja hafa verið unnin í þessari töflu sem kemur til meö aö létta mjög undir í úrvinnslu leik- skýrslna og fleira. Forrit af íslands- mótinu hefur Marinó Njálsson gert, aö ööru leyti hefur verkiö veriö unniö af Jóni Erlendssyni starfs- manni HSÍ undir stjórn mótanefnd- ar HSÍ, en hana skipa Jón kr. Óskarsson, formaður, Marínó Njálsson og Guörún Helgadóttir. Nú veröur það fyrirkomulag á islandsmótinu aö þaö veröur leikin tvöföld umferö og fást hrein úrslit eftir þær, en ekki veröur sérstök aukakeppni eins og áður hefur ver- iö. 1. deildarkeppnin veröur keyrð mjög stíft og á mótinu aö Ijúka 12. janúar 1986 og er þetta fyrirkomu- iag mótsins vegna þátttöku is- lenska landsliösins í heimsmeist- arakeppninni í Sviss á næsta ári. 181 liö hefur tilkynnt þátttöku í Islandsmótinu aö þessu sinni og eru þaö því um 2700 einstaklingar sem taka þátt í mótinu. i 1. deild karla fara fram 56 leikir og einnig í 2. deild karla. 158 leikir fara fram í 3. deild karla. i 1. deild kvenna fara fram 56 leikir. I 2. deild kvenna veröa 30 leikir. Yngri flokkarnir leika um 1100 leiki og veröa þessir leikir því sam- tals 1498 og meö bikarkeppninni veröa þetta um 1800 leikir sem veröa á dagskrá mótanefndar i vetur. Hverageröi og Tindastóll frá Sauöárkróki taka nú þátt í islands- mótinuífyrstasinn. Þór frá Akureyri hætti viö þátt- töku í islandsmótinu í meistara- flokki kvenna, liöiö átti aö leika í 1. deild en forráðamenn Þórs sáu sér ekki fært aö senda lið í keppnina. Það veröa því Ármann og ÍBV sem þurfa aö keppa um sæti í 1. deild kvenna, Þróttur og ÍA áttu einnig möguleika, en afsöluöu sér þeim rétti. Þróttur ætlar áfram aö veröa meö liö sitt í 2. deild kvenna og ÍA dró sig út úr keppninni. Fyrsti leikur íslandsmótsins veröur viöureign HK og Gróttu í 2. deiid karla á laugardag og hefst hann kl. 14.00 í Digranesi. Á sama tíma leika í Vestmannaeyjum Þór og Haukar í sama flokki. Þrír leikir veröa á dagskrá 1. deildar karla á sunnudag, þá leika FH og Valur í Hafnarfiröi kl. 14.00 og á sama tíma leika Fram og Stjarnan í Seljaskóla og strax aö þeim leik loknum leika Þróttur og Víkingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.