Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Bókaþing ályktar um fjölföldun í skólum: Dráttur á greiðslum rfkisins gagnrýndur Á BÓKAÞINGI í Borgarnesi á laugardaginn var samþykkt ályktun þar sem segir, að ekki verði lengur látið viðgangast að ríkið dragi greiðslur til hand- hafa höfundarréttar vegna fjöl- földunar í skólum. „Þingið minnir á að gerðardóm- ur vegna ólöglegrar fjölföldunar í skólum féll i maí 1984, eða fyrir rúmlega ári, og enn hefur ríkis- sjóður ekki greitt neitt af þeim 11,2 milljónum króna, sem hann var dæmdur til að greiða fyrir fjölföldun frá gildistöku höfund- arlaga 1972 til 1984. Ennfremur var gert ráð fyrir því í gerðardómssamningi, sem undirritaður var af menntamála- og fjármálaráðherra að haldið yrði áfram viðræðum um framtíð- arskipun þessara mála eftir 1. september 1984, en ríkisvaldið virðist hafa jafnlítinn áhuga á því máli og að greiða umrædda gérð- ardómsfjárhæð. Það skal tekið fram að ráðherrarnir tveir skrif- uðu undir það ásamt samninga- mönnum handhafa höfundarrétt- ar að úrskurður gerðardóms í þessu máli skyldi vera endanleg- ur,“ segir í ályktuninni, sem sam- þykkt var samhljóða á Bókaþingi. o INNLENT Selfoss: Grjótkastarar ganga lausir SelfoKsi, 23. september. SEX stórar rúður voru brotnar í húsi Brunabótafélags íslands við Austur- veg hér í bænum aðfaranótt sl. sunnu- dags. Hnullungssteinum var kastað í gegnum rúðurnar af miklu afli. Skemmdir á innanstokksmunum voru óverulegar en glerbrot voru dreifð um alla skrifstofuna. Ekki var farið inn í húsið, þannig að tilgangurinn virðist hafa verið sá einn að vinna skemmdarverk. Skrifstofa brunabótafélagsins var lokuð í dag af þessum sökum. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og beinir því til fólks, að það geri viðvart ef það hefur orðið vart mannaferða við húsið aðfara- nótt sunnudagsins. -Sig.Jóns. Öryggisverðir og vinnu- veitendur funda: Stefnt að því að gjörbreyta launakerfinu SAMNINGAFUNDUR öryggisvarða fyrirtækisins Securitas hf. og vinnnu- veitenda var haldinn í gær í húsi ríkissáttasemjara, en samningar voru lausir þann 1. júlí sl. Að sögn Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dags- brúnar, hafa aðilar unnið að því að fara efnislega í gegnum þá möguleika sem fyrir liggja, án þess að búast við skjótri niðurstöðu. Fundi verður fram haldið í dag kl. 16.00. Þröstur sagði að erfitt væri að átta sig á nákvæmlega hvað kaupkröfur öryggisvarða nú þýddu mikla hækkun í prósentum talið vegna þess hve afbrigðilegir síðustu samningar voru. Þeir samningar voru gerðir áður en Securitas gekk i vinnuveitendasambandið og byggja aðallega á yfirgreiðslum og viðbótargreiðslum vegna vakta- álags. Að sögn Þrastar er meiningin nú að gjörbreyta þessu kerfí og taka þess í stað upp fastar mánað- argreiðslur. A milli 40 og 50 manns vinna hjá Securitas og sagðist Þröstur halda að tekjur þeirra án auka- vinnu væru á bilinu frá 22 þúsund- um kr. til 26 þúsunda. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Grímudansleiknum vel tekið ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi óperuna Grímudansleik- inn eftir Verdi á laugardagskvöldið og var sýningunni tekið með eindæmum vel af frumsýningargestum að sögn Gísla Alfreðssonar Þjóðleikhússtjóra. Uppselt er á næstu sýningu sem verður annað kvöld og í gær hafði myndast löng biðröð við miðasöluna er byrjað var að selja miða á sýninguna á fostudagskvöldið. Á myndinni eru þau Katrín Sigurðardóttir, Kristján Jó- hannsson, Elísabet F. Eiríksdóttir og Kristinn Sigmunds- son, en þau fara með helstu hlutverk í Grímudansleiknum. Fjörkippur í sölu á tölvum og búnaði — efnahagsráðstafanir gætu hækkað verð á tölvum um meira en 50% TALSVERÐRAR aukningar hefur gætt í sölu á töivum og tölvubúnaði - bæði vélum og hugbúnaði - undanfarna daga vegna yfirvofandi verulegrar hækkunar á þesskonar varningi. Hjá tölvusölum, þar sem ekki hefur orðið bein söluaukn- ing, hefur greinilega orðið vart aukins áhuga hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum og hefur fyrirspurnum um verð og skilmála rignt yfir, að því er fram hefur komið í samtölum, sem Morgunblaðið hefur átt við talsmenn nokkurra fyrirtækja. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, má reikna með að frá næstu áramótum verði tollur á tölvum og búnaði til þeirra auk vörugjalds og jafnvel sölu- Einstakt jarðfræðifyrirbæri: Tjörukennt efni myndast í 5—7 milljón ára bergi skatts. Þessar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins - bæði með nýjum tollalögum og söluskattsskyldu þessa varnings - gætu hækkað verð á tölvubúnaði um að minnsta kosti 50%. Nú eru tölvur og hugbúnaður flutt inn án aðflutningsgjalda ef fráertaliðl% afgreiðslugjald. „Við höfum aldrei selt meira af vélbúnaði en í þessum mánuði - meira en væri eðlilegt undir venju- legum kringumstæðum i september, jafnvel þótt megi reikna með tals- vert meiri söiu í þessum mánuði til dæmis vegna byrjunar skólahalds," sagði Heimir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Örtölvutækni sf., sem selur m.a. IBM og Hewlett Packard einmenningstölvur og hugbúnað. Heimir sagðist telja víst, að umræð- ur um yfirvofandi hækkun á þessum varningi réði þessari söluaukningu. Gunnar Hansson, forstjóri IBM á íslandi, sagði greinilegt “að fólk er mikið að hugsa sinn gang. Fyrir- spurnum til okkar hefur mikið fjölg- að á síðustu dögum en ég ímynda mér að söluaðilar okkar fínni meira fyrir sjálfri söluaukningunni," sagði hann. Gunnar sagði það afar óþægi- legt fyrir fyrirtæki, er selja tölvur og tölvubúnað, að vita ekki ná- kvæmlega hver áform ríkisvaldsins séu en sagði að ef ætti að tolla tölvur og búnað til þeirra, auk þess sem sett yrði á vörugjald og söluskattur, þá gæti verðhækkunin orðið að minnsta kosti 50%. Guðríður Jóhannesdóttir sölu- maður hjá Kristjáni Skagfjörð hf. sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins að það væri „greinilega meiri hreyfing, sérstaklega í þessari viku enda eru allskonar sögur í gangi. Éf af þessu verður um ára- mót er enn hægt að sleppa fyrir horn.“ TJÖRUKENNT efni og olíuborínn fínkornóttur leir fannst nýlega í holufyllingum í 5-7 milljón ára gömlum basalthraunlögum efst í Skyndidal í Lónsöræfum. Ekkert þvflfkt hefur áður fundist hérlendis og er nú verið að leita heimilda í útlöndum og bíða frekarí niðurstöðu rannsókna á efninu, m.a. nákvæmr- ar greiningar á efnasamsetningu, að þvi er Sveinn Jakobsson jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun ís- lands sagði i samtali við blm. Morg- unblaðsins í gær. Þá var hann að fá í hendurnar fyrstu niðurstöður frumkannana á efninu, sem fannst í holufyllingunum. „Það voru tveir menn frá Egils- stöðum á ferð þarna fyrir skömmu og fundu þetta efni fyrir einskæra tilviljun,“ sagði Sveinn. „Þeir sendu okkur sýni, sem við tókum fyrst með fyrirvara en þegar ég hafði rætt við annann mannanna sannfærðist ég um að þeir segðu rétt frá og því fór ég austur á fimmtudag ásamt tveimur kunn- ugum mönnum frá Höfn.“ Sveinn sagði að þeir hefðu fljót- lega fundið fjórar holufyllingar, 6-8 sm í þvermál, með þessu tor- kennilega efni. Fyrstu niðurstöður Morgunblaöið/Árni Sœberjr Ein holufyllingin úr Lónsöræfum, sem nú er veríð að rannsaka. Þessi fylling er um 6 sm í þvermál. efnagreiningar væru á þá leið, að þetta væri ljóst, tjörukennt efni og olíuborinn fínkornóttur leir. „Það hafði nýlega orðið hrun þarna og það er sennilega ástæðan fyrir því að efnið fannst - annars hefði það væntanlega horfið fyrir veðrun," sagði hann. „Við stofu- hita verður efnið eins og þykk olfa og það mátti sjá svarta tauma í berginu, þar sem efnið hafði lekið niður eftir að sólin hafði náð að hita það. Það er augljóst að efnið hefur myndast þarna en við vitum ekki enn við hvaða aðstæður það hefur verið. Þarna í nánd eru tvö surtarbrandslög og það er vissu- lega hugsanlegt að þar geti verið tengsl á milli.“ Efni þessu líkt hefur aldrei fyrr fundist á íslandi og sagðist Sveinn reikna með að á næstunni myndu sérfræðingar frá Orkustofnun og Náttúrufræðistofnun fara aftur austur, gera úttekt á staðnum, taka fleiri sýni og kortleggja svæðið betur. „Þetta er mjög merkilegt og spennandi þannig að það er nauðsynlegt að rannsaka þetta mjög rækilega," sagði hann. „Efnið er í blágrýtishraunlögum, 5-7 milljón ára gömlum, en til samanburðar má geta þess, að elsta berg á landinu er talið vera 16-18 milljón ára gamalt." Frfldrkjan í Reykjavík: Safnaðarstjórnin segir prestinum upp störfum STJÓRN Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík ákvað í fyrri viku að segja sóknar- prestinum, séra Gunnari Björnssyni, upp störfum frá og með morgundegin- um. Fékk hann uppsagnarbréfíð í gær. Séra Gunnar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann teldi bréfið vera á misskiln- ingi byggt, því samkvæmt lögum Fríkirkjusafnaðarins væri það hlutverk safnaðarfundar að ákveða hvort sóknarprestur leggði niður störf eða ekki. Hann minnti á, að það hefði verið söfnuðurinn í heild, sem kaus hann til að gegna presstþjónustu í kirkjunni, ekki safnaðarstjórnin. „Það er ekkert leyndarmál, að samstarfsörðugleikar af hálfu safnaðarstjórnarinnar hafa verið miklir að undanförnu og snertir og kjör mín,“ sagði séra Gunnar Björnsson. “Ég mun fyrir mitt leyti reyna að ná sáttum í þessu máli og reikna með að eiga fund með stjórn safnaðarins á morgun þriðjudag.“ Hann sagði að í sinni prestskap- artíð í Fríkirkjunni hafi starfsemi safnaðarins tekið mikinn fjörkipp og kvaðst sannfærður um að söfn- uðurinn i heild væri mjög ánægður með sig og sín störf. Að öðru leyti færðist hann undan því að ræða málið að svo stöddu. Safnaðarstjórnarmenn, sem Morgunblaðið leitaði til í gær, vildu ekki láta hafa neitt eftir sér nm málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.