Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Morgunbladið/Úlfar Ágústsson ArkitekUr ad byggingunni eru Kr. Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Byrjað var á byggingunni 1979, en eftir að húsið varð fok- helt, lá vinna að mestu niðri þar til á síðasU ári. Formaður byggingar- nefndar er Svanhildur Þórðardóttir. DagheimiH tekur til starfa á ísafirði ÍMfirói, 14. september. DAGHEIMILIÐ og leikskólinn við Eyrargötu voru sýnd almenn- ingi í dag, en húsið verður tekið í notkun nk. þriðjudag. Upphaflega var gert ráð fyrir tveim leikskóladeildum og einni og einni dagheimilisdeild, en vegna mikillar eftirspurnar um dagheimilisvistun hefur verið ákveðið að reka tvær dagheimil- isdeildir og eina leikskóladeild. Ekki er þó gert ráð fyrir að leik- skóladeildin taki til starfa fyrr en fengist hefur starfsfólk á hana, en þar vantar nú í þrjár stöður. Dagheimilisdeildunum verður skipt þannig, að á annari deild- inni verða börn frá 6 mánaða aldri að þriggja ára, en á hinni þriggja til sex ára. Opið verður frá 7.30 til 18.30 þannig að fólk sem hefur störf kl. 8 getur verið búið að koma börnunum af sér og fólk em vinnur til kl. 6 getur sótt börn sin eftir það. Að sögn Ragnhildar Sig- mundsdóttur fóstru og forstöðu- manns heimilisins, er húsið vel hannað til starfseminnar, en búnaður s.s. leikföng er í algjöru lágmarki þannig að við það þarf að bæta fljótlega. Þá taldi hún að leiksvæðið úti væri of þröngt fyrir svona stóran hóp, en gert er ráð fyrir um 50 börnum í einu í vistun. Staðsetning er mjög góð, milli íshúsfélags Isfirðinga og gamla sjúkrahússins, og gang- stígar og ökuleiðir i góðu horfi. - Úlfar. Morgunblaðiö/Gfsli Olfarsaon Forstöðumaður heimilisins er Ragnhildur Sigmundardóttir. Hún lærði fóstur í Danmörku, en hefur starfað við leikskólann í Hnífsdal sl. tvö ár. Undirfellskirkja í Vatnsdal 70 ára — eftir Hallgrím Guðjónsson Gagngerðar endurbætur hafa nú farið fram á kirkjunni að Undir- felli í Vatnsdal. Á almennum safn- aðarfundi, sem haldinn var 13. mars 1983, var samþykkt með samhljóða atkvæðum allra fundar- manna að halda kirkjunni við og endurbæta hana. í framhaldi af þessu hafði sóknarnefnd samband við Þorstein Gunnarsson, sem er mjög þekktur arkitekt og vinnur m.a. á vegum þjóðminjavarðar og húsfriðunarnefndar og hafa allar endurbætur á Undirfellskirkju verið unnar undir leiðsögn hans. Þess má geta að Þorsteinn sér um endurbætur á mörgum elstu og merkilegustu húsum hér á landi eins og Viðeyjarstofu og Nesstofu að ógleymdri Dómkirkjunni í Reykjavík. Undirfellskirkja var mjög farin að láta á sjá enda reist á árunum 1914-1915 og því sjötíu ára um þessar mundir. Kirkjan stendur á lágum hól í vestanverðum Vatns- dal og telur Þorsteinn að form kirkjunnar og staðsetning fari vel saman. Hið sama gildir um sam- spil kirkjunnar og umhverfisins. Upphaflegar teikningar að kirkjunni eru dagsettar „í Reykja- vík 5. ágúst 1914 fyrir Rögnvald Olafsson og Einar Erlendsson". Um þessar teikningar urðu mjög miklar deilur á sínum tíma, sem frægar urðu hér um sveitir. End- uðu þær með því að m.a. var fyrir- huguðum kjallara sleppt, en í öll- um öðrum aðalatriðum voru upp- haflegar teikningar notaðar. Það sem einkum setur óvenjulegan en jafnframt glæsilegan svip á kirkj- una er staðsetning turnsins, en hann rís í norðvesturhorni og er honum hliðrað um rúmt fet til beggja átta frá hliðum aðalhúss- ins. f júní 1984 var byrjað á að gera við múrskemmdir að utan sem voru orðnar allmiklar. Þá var mikil vinna við sökkla og tröppur. Þakbrúnir voru endurnýjaðar þar sem þess þurfti en annars staðar gert við. Járn á þaki var allt neglt upp en súð reyndist ófúin. Þá var kirkjan öll máluð að utan. Á yfir- standandi ári hefur verið unnið að viðgerðum á kirkjunni að innan og var þeim að fullu lokið í júní sl. eða ári eftir að byrjað var á verkinu. Þeir sem hafa annast hina ýmsu verkþætti við kirkjuna eru: Jón Kr. Jónsson múrari á Blönduósi sá um alla múrvinnu; Trésmiðjan Eik á Blönduósi smíðaði og sá um allt sem að tréverki lýtur; Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari á Blönduósi sá um alla málningu að utan og innan. Rafhitun er í kirkjunni staðsett undir bekkjum. Gagngerðar end- urbætur fóru fram á öllum raf- lögnum í kirkjunni og var það Gestur Guðmundsson rafvirkja- meistari á Blönduósi sem sá um það verk. Það má ekki gleyma þætti Þor- steins Gunnarssonar arkitekts og vil ég hér með koma á framfæri fyrir hönd sóknarnefndar sérstöku þakklæti til hans fyrir vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Um leið færir sóknarnefndin öllum þeim sem að þessum endurbótum hafa unnið alúðarþakkir. Kirkjan hefur alla tíð verið óaf- girt og hefur það verið áhyggjuefni að skepnur hafa óhindrað komist að henni, m.a. óhreinkað veggi. Nú hefur fyrrverandi eigandi Undirfells, Bjarni Hannesson, gefið fallegan blett úr túni jarðar- innar sem tengir saman kirkju og kirkjugarð og er nú i undirbúningi að girða þetta land. Það verk verð- ur unnið undir yfirstjórn for- manns skipulagsnefndar kirkju- garða, Aðalsteins Steindórssonar. Fyrir þetta örlæti Bjarna Hannes- sonar skulu honum hér með færðar alúðarþakkir. í sumar hefur verið gert bílastæði við kirkjuna og akvegur að henni lagfærður. Á undanförnum árum hafa Undirfellskirkju borist margar góðar gjafir og skal fátt eitt af því talið hér. Ég vil nefna að fjölskyld- an á Bakka hér í sveit gaf mjög / ORUGG" SKULDABRÉF /_______1 BOÐI_______________ l&lafnverð hvers bréfs er 100.000 kr. íílréfin greiðast upp með einni afborgun. Illréfin eru til 14-64 mánaða. ^jvöxtun umfram verðtryggingu erl2%-16,5%. ÍWandshankinn ábyrgist endursölu innan eins mánaðarfrá þvíað honum berstsölubeiðni. Sölu bréfanna annast Fjármálasvið bankans, Laugavegi7,4. hœð, símar2 77 22og62 12 44. Par eru einnig veittar nánari upplýsingar. L Landsbankinn Banki allra landsmanna Hallgrímur Guðjónsson vandaðar hurðir fyrir kirkjuna með uppsetningu og öllu tilheyr- andi. Fyrir allmörgum árum gaf Hannes Þorsteinsson heildsali i Reykjavík fögur ljósatæki í kirkj- . una, bæði í loft og á veggi, til minningar um föður sinn, Þorstein Konráðsson, sem mjög lengi var organisti í Undirfellskirkju. Nú hafa kirkjunni borist að gjöf átta fallegir ljósalampar til viðbótar í hvelfingu kirkjunnar. Kvenfélag sveitarinnar hefur gefið bæði peninga og fagra muni. Öllum þeim sem hér eru taldir og ekkert síður þeim sem ótaldir eru skulu hér með færðar alúðar þakkir. Altaristafla er eftir Ásgrím mál- ara Jónsson og er hún jafngömul kirkjunni, gefin af Ingibjörgu og Stefáni sem lengi bjuggu á Flögu í Vatnsdal. Vegna þeirra miklu endurbóta, sem hér hefur verið gerð grein fyrir, er ekki óeðlilegt að fjárhagur kirkjunnar standi höllum fæti því sóknin er lítil og gjaldendur fáir, en lftið er um lán eða styrki úr opinberum sjóðum til fram- kvæmda sem þessara. Þess skal þó getið að ýmsir hafa lagt okkur lið með fjárframlögum og einnig með nokkurri sjálfboðavinnu þó mest hafi munað um óafturkræft framlag úr Húsfriðunarsjóði kr. 60.000,-. Við höfum þó ekki áhyggj- ur af fjármálum kirkjunnar því hún á marga góða stuðningsmenn. í safnaðarstjórn eru nú: Hall- grímur Guðjónsson hreppstjóri Hvammi II form., Reynir Stein- grímsson bóndi Hvammi I gjald- keri og Guðrún Bjarnadóttir kenn- ari Guðrúnarstöðum ritari. Þá má ekki gleyma sóknarprestinum, sr. Árna Sigurðssyni, en án hans hefðu þessar framkvæmdir ekki gengið eins vel og raun ber vitni og vill safnaðarstjórn færa honum alveg sérstakar þakkir fyrir hans mikla dugnað og áhuga á málefn- um Undirfellskirkju. Að lokum skal það sagt að við sem að þessum framkvæmdum höfum staðið höfum haft það efst í huga að við værum að vinna verk, sem yrði sveitinni okkar og íbúum hennar til blessunar á ókomnum árum. Höfundur er bóndi og hreppstjóri íHrammi í Vatnsdal A-Hún. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.