Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 40 Ljómarallið Yfirburðasigur Finnanna ÞEIR voru kampakátir Finnarnir Sakari Vierimaa og Tapio Eirtova- ara, er þeir komu í endamark Ljómarallsins, sem sigurvegarar. „Þetta var mjög erfíð keppni, en skemmtileg. Við erum staðráönir í að kom aftur á næsta ári,“ sögðu þeir félagar, en þeir óku Opel Manta 200i. Feðgarnir Jón Ragn- arsson og Rúnar Jónsson náðu öðru sæti á Ford Escort RS, þrátt rir veltu á þriðja degi keppninnar. þriðja sæti þriöja árið í röð urðu Ríkharður Kristinsson og Atli Vil- hjálmsson á Toyota ('orolla. Ljómarallið var fjögurra daga löng keppni, samtals um 1500 km löng. Voru eknir 656 km á sérleið- um víðsvegar um landið, mest þó á hálendinu. Afföll í keppn- inni voru mjög mikil, keppendur sem líklegir þóttu til að slást um toppsaetin duttu út hver af öðr- um. Finninn Peter Geitel og Errki Vanhanen náðu forystu á Nissan 240 RS á fyrsta degi. En annan daginn ók Geitel á stein er hann blindaðist af sól á sérleið um Lyngdalsheiði. Skemmdist framfjöðrun og girkassi bílsins við það og þeir urðu að hætta. Landar þeirra, Sakari Vierimaa og Tapio Eirtovaara tóku því við forystunni á Opel Manta-bílnum. Náðu þeir siðan afgerandi for- ystu, er sérleið við Kjöl var ekin. Juku þeir síðan forskot sitt á hverri leið eftir það. Einn keppn- isbíllinn, sem þótti líklegur til að veita þeim keppni var Audi Quattro Bretans Chris Lord og Birgis Viðars Halldórssonar. En þrjú sprungin dekk á Kili og aðeins tvö varadekk sáu til þess að þeir komust ekki lengra. Er bílarnir komu i hvíldarhlé á föstudagskvöld höfðu Finnarnir örugga forystu, en feðgarnir Jón og Rúnar voru í öðru sæti, rétt á undan Bjarma Sigurgarðars- syni og Úlfari Eysteinssyni á Talbot, sem höfðu keyrt upp hraðann á síðustu leiðunum. Voru því líkur á því að hörð Sigurvegararnir Sakari VierimAa og Tapio Eirtovaara í stórkostlegu landslagi i Fjallabaksleið. hérna,“ sagði Virimaa. Þeir félagar óku geysilega vel, sérstaklega á fyrstu tveimur dögunum. MorgunblaAið/Gunnlsugur Rðgnvaldsson Landslagið er fallegt, en mér er illa við irnar keppni yrði á laugardeginum. En bilanir komu í veg fyrir slíkt. Bjarmi og Úlfar hættu fljótlega keppni, sömuleiðis Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á Toyota sem höfðu verið í fjórða Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson urðu fyrstir íslendinga í Ljómarallinu, óku grimmt og náðu öðru sæti. „Heppnir að detta ekki úr keppni“ sæti. Biluðu reyndar bílarnir á nákvæmlega sama stað og fóru kapparnir því í kaffi saman! Jón og Rúnar voru því nokkuð örugg- ir í öðru sæti, en það var enn slagur um þriðja sætið. Ef ekki hefði verið fyrir veltu feðganna á einni af lokaleiðum laugar- dagsins, þá hefðu úrslitin í keppninni getað orðið önnur, þ.e. frá 2—5 sætis. Stöðvuðust Þór- hallur Kristjánsson og Sigurður Jensson á Talbot og ólafur og Halldór Sigurjónssynir á Escort fyrir aftan oltinn bíl þeirra Jóns og Rúnars. Urðu þeir að losa bílinn og tók það talsverðan tíma. Töpuðu því báðar áhafnirn- ar allmiklum tíma og tókst ekki að fá leiðréttingu á því. Högnuðust Ríkharður Krist- insson og Atli Vilhjálmsson á Toyota mest á því, en þetta atvik gulltryggði þeim þriðja sætið, sem barist hafði verið um. Ólafi og Halldóri tókst síðan á síðasta deginum, sunnudegi, að halda Þórhalli og Sigurði fyrir aftan sig. Munurinn var hinsvegar aðeins sex sekúndur. Tuttugu og átta keppnisbílar lögðu af stað, en aðeins ellefu þeirra komust á leiðarenda. — G.R. Lokastaðan í Ljómarallinu Refsing í mínútum 1. Saku Vierimaa/Tapio Eir- 7.45,13 tivaara, Opel Manta 200 i 2. Jón Ragnarsson/ 7.53,45 Rúnar Jónsson, Ford EscortRS 3. Ríkharöur Krist- 8.11,04 insson/ Atli Vilhjálmsson, Toyota Corolla 4. Ólafur Sigurjónsson/ 8.14,58 Halldór Sigurjónsson, Ford Escort 5. Þórhallur Kristjáns- 8.15,03 son/Sigurður Jensson, Talbot Lotus 6. Ken McKechnie/Hilm- 8.32,92 ar Sigurðsson, Talbot Sunbeam ti 7. Guömundur Jóns- 9.06,13 son/Sæmundur Jónsson, Subaru Justy 8. Þorvaldur Jensson/Pétur 9.06,58 Sigurðsson, Lada Sport 9. MarjoSalonen/Tuula 9.19,39 Karkkulainen, Toyota Corolla 10. Þórður Þórmunds 9.30,53 son/Bjarni Haraldsson, Lancer 11. örn Ingólfsson/Halldór 11.00,04 Arnarsson, Trabant Rally Flokkasigurvegarar Standardflokkur, óbreyttir bíl- ar: Þorvaldur/Pétur Lada Sport. Flokkur fimm, takmarkað breyttir bílar. (1301—1600cc) McKechnie/Hilmar Talbot, flokkur sex (1601 — yfir) ólafur og Halldór, flokkur átta (1601— 2000) sérsmíðaðir rallbílar, Þórð- ur og Bjarni, flokkur níu (2001 — yfir) Þórhallur og Sigurður Tal- bot. Staðan í ísiandsmeistarakeppninni Ökumenn: Þórhallur Kristjáns- son 47, Ásgeir Sigurðsson 44, Jón Ragnarsson 40, Ómar Ragnars- son 35, Birgir Bragason 30, Bjarmi Sigurgarðarsson 26. Aðstoðarökumenn: Sigurður Jensson 47 stig, Pétur Júlíusson 44, Rúnar Jónsson, Jón Ragnars- son 35, Gestur Friðjónsson 30. „ÉG ÁTTI ekki von á því aö ná svona góðum árangri núna. Ég hafði verið að gæla við þá hug- mynd að ná 4.-5. sæti. Kn það voru mikil afföll í keppninni og okkur gekk vel,“ sagði Jón Ragn- arsson í samtali við Morgunblaðiö, en hann ásamt syni sínum, Rúnari Jónssyni, varð fyrstur íslendinga í Ljómarallinu, í öðru sæti. „Ég keyrði miklu hraðar í Ljómarallinu en nokkurn tím- ann áður. Það kostaði líka veltu á Heklubraut. Afturendi bílsins slengdist utan í barð, fór upp á tvö hjótog rann síðan á hiiðinni eftir moldarveginum. Éestumst við þversum á veginum á milli barða. Við vorum í rauninni heppnir því bíllinn lokaði leið- inni og keppendur sem á eftir komu urðu að losa okkur. Ann- ars hefðu úrslitin getað orðið önnur. Við héldum síðan áfram og eftir viðgerð á bílnum tókst okkur að halda öðru sætinu,“ sagði Jón. „Við vorum enn lánsamari á sömu sérleið fyrr á laugardegin- um. Þá slitnaði hjá okkur viftu- reim og engin varareim var í bílnum. En í keppnisbíl sem kom á eftir okkur var reim sem pass- aði. Reyndist það vera reim sem ég hafði lánað honum einhvern tíraann áður. Við vorum því heppnir að detta ekki úr keppni,* sagði Jón. Síðasta sérleiðin sú lengsta í lífi mínu“ „Síðasta sérleiðin var sú lengsta í lífí mínu. Mér fannst ég heyra allskyns óhljóð í bflnum og var hræddur um bilun á lokasprettin- ura. En það var allt í stakasta lagi í bflnum. Við fórum samt rólega undir lokin til öryggis," sagði annar sigurvegari Ljómarallsins, Sakari Vierimaa, í samtali við Morgunblaðið. Sakari Vierimaa og * Tapio Eirtovaara sýndu talsverða yfír- burði í keppninni, óku listavel á fyrstu dögum keppninnar, en hægðu síðan ferðina undir lokin þegar þeir voru komnir með örugga forystu. JLeiðirnar hérna eru mjög skemmtilegar, en sumar þó full grófar. Keppnin er lika of löng finnst mér. Okkur gekk vel alla dagana, nema hvað á þriðja degi þá bilaði ventill í vélinni og við urðum að hægja ferðina. Þegar bilun kom upp, það var á sérleið við Heklubraut, þá hélt ég að þetta væri búið. Eg myndi missa af sigri. En það tókst þó að lag- færa vélina," sagði Sakari. „Keppnin virtist ætla að verða spennandi i byrjun, en það duttu margir keppendur út. Reyndist því tiltölulega auðvelt að halda forystunni á tveim síðustu dög- unum. Þið eigið marga góða ökumenn hérna. Bjarmi er t.d. mjög góður. En mér finnst vanta að keppendur undirbúi sig betur fyrir keppni,“ sagði Vierimaa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.