Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 XEROX LJÖSRITUWÍ A4 Kr. 1.80 (öðrum megin) Kr. 1.65 (báðum megin) miðað við 500 stk lágmarks fjölda. SÆKJUM SENDUM Fjölritun NÓNS Hverfisgotu 105, simi: 26235 STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HEOINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 ESAB Rafsuóutæki vír og fylgihlutir Nánast allttil rafsuöu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæöum og góöri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN. SELJAVEGI 2. SlMI24260 ESAB Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Rannsókna- og þróunaráætlun í loðdýrarækt: „Grundvöllur þeirrar þróun- ar sem hafin er í búgreininni" — segir Stefán Aðalsteinsson sem ritstýrði skýrslu um áætlunina „í VETUR sem leið kom upp áhugi á íslenska refnum. Þegar farið var að rsða þann möguleika að taka hann til rannsóknar kom í Ijós að mikilla rannsókna var þörf á öðnim sviðum loðdýraræktarinnar. Því var ákveðið að reyna þetta fyrir búgrein- ina í heild og kanna rannsóknaþörf- ina,“ sagði Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri búfjárdeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, en hann var ritstjóri skýrslu um rann- sókna- og þróunaráætlun í loðdýra- rækt sem gerð var í samvinnu nokk- urra aðila og kom út í sumar. Verkefnin ákveðin í starfshópum Sagði Stefán að síðari hluta vetrar hefðu verið settir upp þrír starfshópar til að fjalla um eftir- talda málaflokka: 1) Húsagerð og húsvist. 2) Fóður og fóðrun. 3) Kynbætur og erfðafræði. Hóparnir unnu fram í maí og komu þeir þá saman til að ræða mikilvægustu þættina. Þar var ákveðið að halda áfram starfinu og semja skýrslu um niðurstöðumar og Stefáni falið að ritstýra henni. Fengnir voru menn til að skrifa hina ýmsu hluta skýrslunnar, Grétar Einarsson um húsagerð og húsvist, Jón Árnason um fóður óg fóðrun og Páll Her- steinsson um kynbætur og erfða- fræði. Auk þess var Eggert Gunn- arsson fenginn til að skrifa um sjúkdómavarnir og heilbrigðiseft- irlit, Sigurjón Bláfeld um reynsl- una af loðdýraræktinni til þessa og Jón Ragnar Björnsson, Sigurjón Bláfeld og Ketill Hannesson um áætlun um þróun loðdýraræktar- innar næstu 5 árin. Að gerð áætlunarinnar stóðu eftirtaldir aðilar: RALA, Búnaðar- félag íslands, Samband íslenskra loðdýraræktenda, bændaskólarnir, Veiðistjóraembættið, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, Tilrauna- stöð Háskólans á Keldum og land- búnaðarráðuneytið. „Tekin fyrir níu fast mótuð verkéfni“ „Með þessari áætlun eru menn að reyna að gera sér betur grein fyrir rannsókna- og þróunarþörf- inni í loðdýraræktinni. Forsendur þess að um verulega þörf sé að ræða er áætlunin um þróun loð- dýraræktarinnar næstu fimm ár- in. Þar er gert ráð fyrir að loð- dýraræktin veiti 1.000 manns at- vinnu að 5 árum liðnum, reiknað er með fjárfestingu upp á 4-5 milljarða i uppbyggingu og að söluverðmæti skinna verði 1,6 milljónir kr. á ári að þróunar- tímanum liðnum,“ sagði Stefán þegar rætt var við hann um áætl- unina. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að tekin yrðu fyrir 9 fast- mótuð verkefni á næstu 3-5 árum, þrjú á hverju meginsviði. í húsa- gerð og húsvist: 1) Úttekt á gerðum og búnaði refahúsa hjá bændum. 2) Húsvistarþættir, sem rýra ár- angur við framleiðslu. 3) Beinar tilraunir með húsagerð og húsvist. í fóðri og fóðrun: 1) Rannsóknir á fóðurgildi og fóðrunarvirði hrá- efna. 2) Rannsóknir á mögulegum geymsluaðferðum hráefnis. 3) Rannsóknir á hámarksnýtingu innlends hráefnis. I kynbótum og erfðafræði: 1) Þróun kynbótakerf- is. 2) Innflutningur kynbótadýra (sóttkvíarbú). 3) Erfðarannsóknir á melrakkanum (tilraunabú). „Meginsjónarmiðið er að gera grein fyrir rannsóknarþörfinni til að þróunin geti orðið eðlileg og eins hagkvæm og kostur er á,“ sagði Stefán. „Fyrirsjáanleg er gífurleg aukning í loðdýrarækt- inni. Með þeirri þróun sem hafin er er vitað að mörg vandamál koma upp daglega í þessari nýju atvinnugrein. Til þess að hún verði ekki fyrir umtalsverðum áföllum er nauðsynlegt að bestu svör við þeim spurningum sem koma upp liggi fyrir sem allra fyrst. Þessi svör fást með rannsóknum. Við teljum að þessi verkefni nái yfir meginsvið búgreinarinnar. Ef tek- ið verður á þessu viðfangsefni af krafti má gera ráð fyrir að þar fáist veruleg þekking til að leysa helstu vandamálin sem eiga eftir að mæta greininni." „Brýnast að halda bygg- ingarkostnaði niðri“ „Það sem brennur heitast á mönnum er kostnaður við upp- bygginguna, hvernig hægt sé að halda honum niðri, það er hvernig hægt er að byggja hús með sem mestu notagildi fyrir framleiðsl- una á sem ódýrastan hátt. Allur sparnaður á uppbyggingarstiginu er ákaflega mikilvægur því það gæti skipt hundruðum milljóna hvernig til tækist á því sviði. Á þessu sviði liggur á að komast sem fyrst af stað því of seint er að rannsaka byggingarnar og kostn- Danir minnast skákhugs- uðarins Nimzowitsch Skák Margeir Pétursson NÝHAFIÐ er í Næstved í Dan- mörku minningarmót um skák- hugsuðinn mikla Aron Nimzow- itsch. Þótt hann hafí verið einn sterkasti skákmaður heims á öðr- um og þriðja áratug þessarar ald- ar, er hann þó þekktastur fyrir ritstörf sín og kenningar, sem enn eru í fullu gildi eftir rúmlega hálfa öld. Nimzo-indverska vörn- in sem við hann er kennd (1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6,3. Rc3 — Bb4) er nú orðin með allra vinsælustu byrjunum og margir skákmenn gefa andstæðingum sínum hrein- lega ekki kost á að beita henni, svo rökrétt þykir hún. Margir nútíma meistarar hafa kynnt sér rit Nimzow- itsch, „Mein system" og „Die Praxis meines Systems" og meðal lærisveina hans má nefna þá Tigran Petrosjan, fyrrum heimsmeistara, og Bent Larsen. Áður en Nizowitsch kom til sögunnar lögðu allir mest upp úr yfirráðum yfir miðborðinu með peðum og yfir- burðum í rými, en hann sýndi fram á að hvorutveggja er ekki ætíð styrkleiki, en stundum veikleiki og hentugt skotmark fyrir gagnsókn. Nimzowitsch hraktist frá Rússlandi til Danmerkur eftir fyrri heimsstyrjöldina, þar sem hann bjó til æviloka. Því er það sem Danir vilja halda minn- ingu hans á lofti og halda nú sterkasta alþjóðaskákmót sem fram hefur farið á Norðurlönd- um. I því tefla þrír skákmenn sem fá þar sína lokaæfingu fyrir áskorendamótið í Mont- pellier í október, Englendingur- inn Nigel Short og sovézku stórmeistararnir Tal og Vag- anjan. Er þrjár umferðir höfðu ver- ið tefldar á mótinu var staðan þessi: 1,—5. Browne (Banda- ríkjunum), Ftacnik (Tékkóslóv- akíu), Ándersson (Svíþjóð), Nikolic (Júgóslavíu) og Chandl- er (Englandi). 2 v. 6.-8. Larsen (Danmörku), Tal og Vaganjan (Sovétríkjunum) 1% v. 9.—11. Hansen (Danmörku), Short (Englandi) og Agdestein (Nor- egi) 1 v. 12. Nunn (Englandi) Vi v. Minningarmótið um Nizo- witsch er skemmtilega saman- sett og það verður fróðlegt að fylgjast með stórmeisturunum nýbökuðu, Hansen og Agdest- ein, í keppni við þessa reyndu kollega sína. Sérstaklega hljót- um við íslendingar að fylgjast með Norðmanninum, því í byrj- un nóvember teflir hann til úr- slita um Norðurlandameistara- titilinn við þá Jóhann Hjart- arson og Helga ölafsson. Á ýmsu hefur gengið í fyrstu umferðunum. Slök frammi- staða eins stigahæsta þátttak- ands, Johns Nunn, er ráðgáta og Rússarnir virðast ekki í sér- lega góðu formi. Danir binda að sjálfsögðu miklar vonir við sína menn, þá Bent Larsen og Curt Hansen, enda ekki nema viðeig- andi að Larsen, sem lærisveinn Nimzowitsch, sigri á minn- ingarmóti um meistara sinn. Hann hefur þó þegar orðið að lúta í lægra haldi fyrir Vaganj- an og Hansen tapaði klaufalega fyrir Chandler. Sem kunnugt er býr Larsen í Argentínu og þarf því jafnan að ferðast í tvo daga áður en hann getur sezt að tafli á norðurslóð- um. í janúar sl. fór langferðin illa með hann, hann tapaði fyrstu tveimur skákum sínum á svæðamótinu í Gausdal og féll síðan úr leik í yfirstandandi heimsmeistarakeppni. í Næst- ved mætti hann hins vegar ferskur til leiks og strax í fyrstu umferð fékk Nigel Short að læra sína lexíu í Nimzow- itsch-skólanum: Hvítt: Nigel Short Svart: Bent Larsen Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. c4 — Bg7, 6. Be3 - Rf6, 7. Rc3 - 0-0, 8. Be2 — d6, 9. 0-0 — He8!? Rólegur leikur í óvirkri stöðu, en í minningarmóti um Nimzowitsch er vafalaust allt í lagi að gefa andstæðingnum eftir yfirburði í rými og öflugt peðamiðborð. Bent Larsen vann Nigel Short í aðeins 23 leikjum i minningar mótinu um Nimzowitsch. 10. a3 — Bd7, 11.13 — a6,12. b4 - Hc8, 13. Hcl - Rxd4, 14. Bxd4 — Bh6!? 15. Hc2 15. — f4 hefði verið svarað með 15. — e5 og svartur nær að jafna taflið. 15. — Be6, 16. Rd5 — Rxd5, 17. exd5 Short gerir sig ekki ánægðan með að fá aðeins smávægilega stöðuyfirburði eftir 17. cxd5. 17. — Bd7, 18. Hc3 Svartur hótaði 18. — Ba4. 18. — e6!, 19. dxe6 — Hxe6, 20. c5? Short hlýtur að hafa yfirsézt svar Larsens. Nú hrifsar svart- ur skyndilega til sín frumkvæð- ið. 20. — Ba4!, 21. Dxa4 — dxc5, 22. bxc5 - Hxe2, 23. Dc4? Hvítur var að vísu kominn í erfiðleika en nú tapar hann heilum manni: 23. — b5! og Short gafst upp, því hvorki stoðar að leika 24. Dxe2 — Dxd4+ né 24. Db4 — a5!.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.