Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 58
^58 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 MorKunblaðid/tJlf&r ÁKÚstsson Hinn nýi snjóbfll hjálparsveiUrinnar. Lapplanderinn, og snjósleharnir, ásamt stjórnarmönnunum Hirti Sigurössyni og Jónasi Gunnlaugssyni og aöalöku- mönnum sveiUrinnar Gísla Gunnlaugssyni og Þresti Jóhannessyni við tækjageymslu sveiUrinnar í Fjarðarstreti. Evrópukeppni skákklúbba: Spænsku meistararnir slógu Búnaðarbankasveitina út SKÁKFÉLAG Búnaðarbankans tefldi um helgina, 14. sept., í Barce- lona á Spáni við skákklúbbinn Vulca. Keppni þessi var liður í Evr- ópukeppni skákklúbba og er þetU í fyrsU skipti sem íslenskt lið hefur verið í keppninni. Viðureigninni lauk með sigri Spánverjanna, sem hlutu átU vinninga gegn fjórum vinning- um Búnaðarbankans, sem þar með er úr leik í keppninni. f síðustu keppni komst Vulca í undanúrslit en töpuðu þá fyrir sovézku meisturun- um. Teflt var á sex borðum í Barce- lona, tvöföld umferð. Fyrri daginn sigruðu Spánverjarnir með 416 vinningi gegn 1!6. Seinni daginn fóru leikar 3!6—2!6 Vulca í vil. Að sögn leifs Jósteinssonar, fyrirliða íslensku sveitarinnar, voru móttökur Spánverjanna í alla staði frábærar og aðstæður á skákstað góðar. „Spænska liðið var vel undirbúið og þeir gátu stillt upp sínu sterkasta liði, stórmeistarana Rodriguez frá Perú og Bellon, og alþjóðlegu meistarana Martin og Medina, en okkur hrjáðu mikil forföll," sagði Leifur. Um gang skákanna sagði hann að fyrri umferðin hafi skipt sköpum. „Á tveimur borðum voru þeir Bragi Kristjánsson og Tómas Björnsson báðir peði yfir en léku skákunum niður í tap. Seinni dag- inn lögðum við síðan allt undir til að jafna, en Spánverjarnir gáfu ekkert eftir og bilið breikkaði um einn vinning." f íslensku sveitinni voru þeir Margeir Pétursson alþjóðlegur meistari, Jóhann Hjartarson stórmeistari, Bragi Kristjánsson, Leifur Jósteinsson, Tómas Björnsson og Guðmundur Hall- ' dórsson. Varamenn voru þeir Guð- jón Jóhannsson og Björn Sigurðs- son. Hjálparsveit skáta á Isafirði endurnýjar ökutækjakostinn fsaririi, 17. septembcr. HJÁLPARSVEIT skáU á ísafirði hefur undanfarin ár verið að endur- nýja tækjakost sinn. Fyrir fáum árum fékk sveitin nyjan Volvo Lapplander-torfæru- bíl. f fyrra voru keyptir tveir nýir snjósleðar og núna í vikunni bætt- ist sveitinni stór snjóbíll af Kass- bohrer-gerð. Bíllinn er einn fjög- urra sem hjálparsveitir víðsvegar af á landinu sameinuðust um kaup á. Þessi bíll er 4 ára gamall en hefur eingöngu verið notaður sem sýningarbíll. Kaupverð hans er um 1,5 milljónir króna, en nýr myndi hann kosta um 4,5 milljón- ir. Milli 20 og 30 félagar í hjálpar- sveit skáta á ísafirði taka reglu- lega þátt i störfum sveitarinnar og er hún nú í góðri aðstöðu til að takast á við þau verkefni, sem upp kynnu að koma. Formaður Hjálp- arsveitar skáta á 1 safirði er Snorri Hermannsson. Úlfar Munið að panta tímanlega! Bjóðum glæsileg húsakynni og góðan mat, hvort tveggja forsenda velheppnaðrar veislu. Hægt er að fá sali fyrir Z0-200 manns, heitan mat, kalt borð eða sérréttaseðil. Utanbæjarfólk! Sjáum um veislur fyrir hópa utan af landi. Sérstakt verð ef pantað er saman gisting, salur og veitingar. Vegna mikillar eftirspurnar minnum við ykkur á að panta sem fyrst í síma 22322 - 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA /KW HÓTEL Arshátíð ? Sauðárkrókur: Læknishúsið komið á frambúðarstað San&árkróki, 18. æptenbcf. FYRIR u.þ.b. ári v*r gamla læknishús- ið á Sauðárkróki tekið af grunni sínum og flutt til bráðabirgða á annan stað. Nýlega var svo húsið flutt á ný og komið fyrir til frambúðar við Skóg- argötu, þar sem áður var svokölluð Gróðrarstöð. Flutningarnir, sem Knútur Aadnagard byggingameist- ari stjórnaði, tókust vel þótt nokkuð erfiðlega gengi að þræða mjóar göt- ur gamla bæjarins. Samtök voru stofnuð til varðveislu þessa gamla húss þegar nýir eigend- ur auglýstu það til niðurrifs eða gef- ins handa þeim er það vildu þiggja. Samtökunum var fyrst og fremst ætlað að forða húsinu frá endanlegri eyðileggingu, en framtíð þess mun að öðru leyti óráðin. KÁRI Morgunbladið/SÍKurður Hjörleifur Guðmundsson t.v. afliendir Daða Ingimundarsyni gjöfina. Patreksfjörður: Verkalýðsfélagið gefur grunnskólanum tölvur Patrvksfír&i. 17. æptembrr. DAÐI Ingimundarson, skólastjóri Grunnskóla Patreksfjarðar, tók við böfðinglegri gjöf fyrir hönd skólans frá verkalýðsfélagi staðarins á dögunum. Hjörlcifur (iuðmundsson, formaður verkalýðsfélagsins, afhenti gjöfina, vandaðar og fullkomaar tölvur. Tölvur hafa ört rutt sér til rúms og þessi gjöf sýnir skjót viðbrögð við þeirri þróun og auk þess glögglega mikinn vilja gefenda til þess að búa æsku staðarins undir nútíma þjóð- félag. Kennarar eru að vonum ánægðir með þann hlýhug, aem fram kemur með gjöfinni í garð skólans, og skilning á gildi menntunar. - SÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.