Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Harmleikurinn í Mexíkó: f jarðskjálftunum í Mexíkó í síðustu viku voru það einkum nýrri háhýsi, sem ekki stóðust skjálftann og hrundu. llnnið af kappi við að frelsa fólk úr rústum hruninna húsa: Komst út um glugga á átt- undu hæðinni — og lét sig falla þrjú fet til jarðar Mexíltóborg, 23. september. Al*. ÞEGAR Sigifredo Gaona þóttist viss um að íbúðablokkin, sem hann bjó í, ætlaði að falla á næstu blokk, reyndi hann að stökkva út um gluggann á áttundu hæð. Vinir hans náðu þó að grípa í hann og draga hann inn en nokkrum mínútum síðar tókst Ga- ona að komast út um gluggann. Þá var glugginn á áttundu hæðinni í þriggja feta hæð yfir jörðu. Ibúðablokkin, sem Gaona bjó í, var ein af mörgum, sem hrundu í Colonia Roma, gömlu miðstétt- arhverfi, sem fór mjög illa í jarðskjálftunum. Björgunarmenn leita enn að fólki í rústunum og þeir íbúanna, sem komust af, bíða vonlitlir eftir því, sem uppgröftur- inn kann að leiða í ljós. „Eg er að bíða eftir því að þeir finni tengda- dóttur mína,“ sagði kona nokkur, sem beið við rústirnar. „Hún er þarna einhvers staðar, það er a.m.k. tíu manns undir rústunum." Hálfhrunin hús, ótti við annan jarðskjálfta og vatns-, gas- og rafmagnsskortur hafa neytt marga íbúa hverfisins til að fara Vonin minnkar hverjum degi fólks, sem kann að vera grafið í hreinsa til,“ sagði Miguel Figu- krana. „Það sem öllu skiptir er að rústunum. „Við erum ekki að eroa, sem stjórnar 15 metra háum ná fólkinu út, helst af öllu á lífi.“ Hjálp berst hvaðan- æva að úr heiminum með Mexíkóborg, 23. september. AP. LIFANDI eða dáinn? Mannfjöldinn beið í ofvæni við gráan grjóthauginn og fylgdist með björgunarmönnum að störfum upp á haugnum, sem einu sinni hafði verið 13 hæða fjölbýlis- hús, heimili 1300 manna. í höndum björgunarmanna birtist líkami. Svart hár var það fyrsta sem sást og ein- hver hvíslaði: „Una Mujer“, kona. Mannfjöldinn fylgdist þögull með, því síðustu tvo sólarhringa höfðu einungis tveir af þeim hundruðum sem lokast höfðu inni, fundist lif- andi. Konan var lögð á börur og um leið fór kliður um mannfjöldann, því hún hafði hreyft sig og hann vissi að hún var lifandi eftir að hafa verið grafin í rústunum í meira en þrjá sólarhringa. Enginn vissi nafn konunnar, en gleðin var takmarkalaus yfir því að einhver skyldi lifa, þar sem svo margir höfðu látið lífið. Á sunnu- dagskvöld höfðu 1952 fundist látn- ir. Þúsundir liggja ennþá grafnir í rústunum og með hverjum degi sem líður minnkar vonin um að þeir finnist á lífi. Leit er fram- kvæmd meðal annars með sér- þjálfuðum hundum til að finna fólk í rústum og öðru hverju leggst þðgn yfir stræti borgarinnar, þeg- ar hlustað er eftir neyðarópum Barni bjargað úr rústunum. Meiíkóborg, 23. Beptember. AP. HJALP berst nú til Mexikóborgar hvaðanæva úr heiminum; læknar, tæknifræðingar og björgunarmenn streyma til borgarinnar; sömuleiðis björgunartæki, lyf, matur og skjól- búnaður. Starfsfólk sendiráða hefur verið á stöðugum þeytingi alla helgina út á alþjóðaflugvöll borgarinnar til að taka á móti flugvélum, sem eru að koma með hjálpargögn og hjálparlið. Síðan er skundað á fund yfirvalda til að ræða ráðstöfun manna og búnaðar. Fyrstu sendingarnar komu á föstudagsmorgun, um 24 klukku- stundum eftir fyrri stórskjálftann og 12 tímum fyrir hinn síðari. Kólumbía, Guatemala, Dóminik- anska lýðveldið og Costa Rica voru með þeim fyrstu á vettvang með matvæli, föt og teppi. A föstudag kom sovésk flugvél, að sögn TASS-fréttastofunnar, og flutti hún 50 tonn af neyðarhjálp- arbúnaði. Snemma á sunnudagsmorgun kom risastór C-5A-flutningaflug- vél frá Kaliforníu í Bandaríkjun- um. Hún bar með sér þrjár slökkvi- þyrlur, sex litla pall- og sendi- ferðabíla, sem eiga að flytja elds- neyti, vatnsdælur og bedda til að nota við sjúkraflutninga. A leið- inni frá Bandaríkjunum eru enn fremur stórvirk tæki sem nota á við uppgröft. I dag er von á bandarísku for- setafrúnni, Nancy Reagan, og mun hún ræða við forseta Mexíkó, Miguel de la Madrid, og flytja honum kveðju eiginmanns síns, auk þess sem hún ætlar að hitta björgunarmenn að störfum og fara í vitjanir á sjúkrahús. Argentínski herinn kemur með 20 tonn af lyfjum og matvælum, svoog29mannahjálparlið, þ.á m. skurðlækna og sérfræðinga í með- höndlun brunasára. Tveir starfs- menn mexíkanska sendiráðsins í Buenos Aires eru með í för til að aðstoða við að finna 1.500 Argent- ínumenn, sem voru í orlofi í Mex- burt, til ættingja sinna annars staðar í borginni eða utan hennar, en aðrir hafast við skólum eða tjöldum, sem komið hefur verið upp. Garcia Quintanal, sem er Ijós- myndari að atvinnu, sagði, að hjálpin hefði verið lengi að berast einkum þó aðstoð hersins. „Það hefði verið hægt að bjarga miklu fleira fólki," sagði hann. „Það er lítil stúlka undir einni rústahrúg- unni, sem hrópaði lengi á hjálp en hún kom allt of seint.“ Quintanal sagði lika, að þær verslanir, sem sloppið hefðu við skemmdir, hefðu umsvifalaust hækkað vöruverðið, það væri þeirra framlag til hjálp- arstarfsins. íkóborg, þegar skjálftarnir riðu yfir. Smærri flugvélar eru sífellt að lenda. Með þeim er fjöldi erlendra blaðamanna og starfsmenn hjálp- arstofnana. Fjórir starfsmenn frá Samein- uðu þjóðunum koma með svissn- esku hjálparliði. Þeir eiga að kanna á hvaða sviði þðrfin er brýn- ust. Sviss sendir 28 tonn af lyíjum og hjálparbúnaði, auk hjálpar- sveitar, leitarhunda, tjalda og - svefnpoka. Bretar senda tæknimenn og björgunarbúnað, auk vinnuvéla og dælubúnaðar. Frakkland sendir 179 lækna og sérþjálfaða slökkviliðsmenn, auk leitarhunda. Vestur-Þýskaland sendir 130 tonna krana, auk lyfja og björgun- armanna. Kanada sendir föt og teppi og björgunarmenn, og Italía sendir 35 tonn af lyfjum og tjald- búnaði. I dag ákvað norska stjórnin að gefa tvær milljónir norskra króna (um 10 millj. fsl. kr.) til hjálpar- starfsins í Mexíkóborg. Þá gefur norski Rauði krossinn 750.000 n. kr. til neyðarhjálpar á jarð- skjálftasvæðunum. I gær skoraði Jóhannes Páll páfi II á þjóðir heims að leggjast á eitt í hjálparstarfinu í Mexíkó og minntist um leið ferðar sinnar þangað 1979. Kvaðst páfi hafa beðið þess í bænum sínum, að fórn- arlömb jarðskjálftanna misstu ekki vonina, heldur hefðu “kjark og kraft til að byggja upp á nýjan leik“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.