Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 14

Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Akranes: Heimsókn á Heiðaból I»AÐ var líf og fjör á barnaheim- ilinu Heiðabóli á Akranesi er við Morgunblaðsmenn áttum leið þar um á dögunum. I»ótt norðan- næðingurinn virtist gera þykkar peysur að þunnum sumarfatn- aði, létu börnin það ekki hafa áhrif á sig og notuðu trampólín- ið óspart, leiktæki sem ekki þekktist í ungdæmi blaða- manns. Á Heiðabóli, sem er dag- heimili fyrir sjúkrahúsið á Akranesi, er pláss fyrir 23 börn, þó ekki væru þau nema 8 þar á meðan við Morgunblaðs- menn stöldruðum þar við. Fjórar fóstrur og starfsstúlk- ur vinna þar. Þær eru Arna Ragnarsdóttir, Heiðrún Jan- usdóttir og Sigþóra Ævars- dóttir, en Guðrúnu Bragadótt- ur vantar á myndina, sem jafnframt er forstöðukona. Börnin heita: Bóbó, Snorri, Jón Eric, Halldóra, Villi, Stef- án, Hulda og Siggi. Morjfunblaðið/Júlíus 1 m r W jl 1 jP i ■ Bókaþing 1985: „Skapa þarf veður í kringum bækur“ Bókaútgefendur og bóksalar búa sig undir jólaannir bóksalar gætu ekki tekið sér hana til fyrirmyndar. „Það er varla leyndarmál, sem bóksalar hafa á boðstólum," sagði hann. Björg Einarsdóttir sagði, að það þyrfti „að skapa veður í kringum bækur“ svo þær seldust og gagnrýndi jafn- framt Iognmollu í bóksölu tíu mánuði ársins. Bóksalar tóku þessari gagnrýni merkilega vel, en bentu hins vegar á að frumkvæði í þessu efni hlyti oftar en ekki að verða að koma frá útgefendum. Yfirleitt væru það ekki smásalar, sem stæðu á bak við sérstakar vörukynningar, heldur heildsalar eða framleiðendur. _ B&KMN6J98S „ I } i I Frá bókaþingi í Borgarnesi. Yfirskrift þingsins var „Heimur bóka er heillandi“ Morgunblaðið/RAX „BÓKIN á sannarlega í vök að verj- ast í stöðugt vaxandi samkeppni við aðra miðla og um afþreyingu í frí- tíma almennings,“ sagði Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda, í erindi á Bókaþingi, sem haldið var í Borgarnesi á laug- ardaginn. Aðrir, sem ræddu um stöðu bókarinnar, tóku í sama streng, en samt virtust menn alls ekki svartsýnir; fremur má tala um sóknarhug, sem sennilega má rekja til hinnar ágætu bóksölu um síðustu jól. Bókaþing 1985 er hið fimmta í röðinni frá því slíkt þing var fyrst haldið hér á landi 1974. Að því stóðu Félag íslenskra bókaútgef- enda og Félag íslenskra bókaversl- ana, en til þingsins var einnig boð- ið höfundum, gagnrýnendum, bók- agerðarmönnum, bókasafnsfræð- ingum og auglýsingahönnuðum. Þingið sátu um 100 manns. Það kom fram í erindi Ólafs Ragnarssonar, útgefanda, að sala á bókum dróst verulega saman á árunum 1980—1984 og er talið að samdráttur hafi orðið mestur árið 1983, þegar bóksala var allt að 30% minni en árið á undan. Eyj- ólfur Sigurðsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, taldi að bessa lægð mætti m.a. rekja til neikvæðrar umfjöllunar í fjöl- miðlum. Hann greindi frá því, að í fyrrahaust hefðu útgefendur tekið sig saman um að þrýsta skipulega á forráðamenn fjölmiðla til að fá hagstæðari fréttir af bókaútgáf- unni, og hefði það borið mjög góð- an árangur. Sem dæmi um nei- kvæða umfjöllun nefndi hann fréttir, sem hefðu verið áberandi í fjölmiðlum 1983, þess efnis að bækur væru dýrar, enda þótt þær hefðu aðeins fylgt almennri verð- lagsþróun. Ólafur Ragnarsson benti á það, að engum dytti í hug að bera saman verð á neysluvörum frá einum jólum til annarra, en það sama gilti ekki um bækur. í almennum umræðum á þing- inu og nokkrum framsöguerindum kom fram mikil gagnrýni á bók- sala. Menn sögðu, að þá skorti hugkvæmni. Þráinn Bertelsson, rithöfundur, benti á sölutækni í stórmörkuðum (tilboðsverð, uppá- komur o.s.frv.) og spurði af hverju í erindi Þorgeirs Baldurssonar kom fram, að sá háttur sem hafð- ur er á bókaútgáfu og bóksölu hér á landi stendur viðgangi bókar- innar nokkuð fyrir þrifum. í því sambandi benti hann á, að í Odda, sem er stærsta prentsmiðja hér á landi, eru u.þ.b. 30%> innbundinna bóka fullunnin á fyrstu átta mán- uðum ársins, á meðan 70% árs- framleiðslunnar fara fram á fjór- um seinustu mánuðum ársins. „Þetta þýðir mjög ójafna nýtingu á vélum og verulegt óhagræði," sagði hann. Þorgeir fjallaði einnig um nýjungar í prenttækni og kom fram með ýmsar tillögur um hag- ræðingu, sem gætu leitt til veru- legs sparnaðar. í umræðum á þinginu var tekið undir þetta sjón- armið og reifaðar hugmyndir um samstarf útgefenda um aukna stöðlun bóka, pappírsnotkun o.fl. Ólafur Ragnarsson, útgefandi, varpaði fram þeirri hugmynd á bókaþinginu að þeir aðilar, sem hafa gerð, umsjón og sölu bóka með höndum; höfundar, útgefend- ur, bóksalar, bókaverðir og prent- smiðjur, stofnuðu með sér lands- samtök. í ályktun þingsins var undir þetta tekið og ákveðið að setja á fót átta manna nefnd til að ræða möguleika á auknu sam- starfi þeirra aðila sem að þinginu stóðu. Ein athyglisverðasta hugmynd- in á þinginu var um gjald fyrir útlán bóka á bókasöfnum. Hörður Bergmann vakti athygli á því, að hér á Iandi geta menn t.d. haft ókeypis aðgang að nýjum og dýr- um fræðiritum. Það kemur auðvit- að niður á sölu þessara bóka. Kvaðst hann sjálfur vera reiðubú- inn að greiða svo sem 50 kr. gjald fyrir slíka notkun og væri það alls ekki ósanngjarnt þegar tekið væri mið af greiðslum, sem fólk innir fúst af hendi á myndbandaleigum. Sigrún Klara Hannesdóttir, bóka- safnsfræðingur, benti á það, að fyrir daga almenningsbókasafna á síðustu öld hefði verið algengt að bóksalar önnuðust jafnframt bókaleigu. í umræðu um þetta at- riði í einni af nefndum þingsins var vel tekið í hugmyndina um gjald fyrir bókalán, enda stuðlaði slíkt að því að fólk keypti fremur bækur en tæki þær að láni. Hug- myndinni um gjald fyrir bókalán var þó einnig andmælt i almennu umræðunni og bent á, að slíkt gjald myndi vafalaust draga úr bóklestri almennings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.