Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Akranes: Heimsókn á Heiðaból I»AÐ var líf og fjör á barnaheim- ilinu Heiðabóli á Akranesi er við Morgunblaðsmenn áttum leið þar um á dögunum. I»ótt norðan- næðingurinn virtist gera þykkar peysur að þunnum sumarfatn- aði, létu börnin það ekki hafa áhrif á sig og notuðu trampólín- ið óspart, leiktæki sem ekki þekktist í ungdæmi blaða- manns. Á Heiðabóli, sem er dag- heimili fyrir sjúkrahúsið á Akranesi, er pláss fyrir 23 börn, þó ekki væru þau nema 8 þar á meðan við Morgunblaðs- menn stöldruðum þar við. Fjórar fóstrur og starfsstúlk- ur vinna þar. Þær eru Arna Ragnarsdóttir, Heiðrún Jan- usdóttir og Sigþóra Ævars- dóttir, en Guðrúnu Bragadótt- ur vantar á myndina, sem jafnframt er forstöðukona. Börnin heita: Bóbó, Snorri, Jón Eric, Halldóra, Villi, Stef- án, Hulda og Siggi. Morjfunblaðið/Júlíus 1 m r W jl 1 jP i ■ Bókaþing 1985: „Skapa þarf veður í kringum bækur“ Bókaútgefendur og bóksalar búa sig undir jólaannir bóksalar gætu ekki tekið sér hana til fyrirmyndar. „Það er varla leyndarmál, sem bóksalar hafa á boðstólum," sagði hann. Björg Einarsdóttir sagði, að það þyrfti „að skapa veður í kringum bækur“ svo þær seldust og gagnrýndi jafn- framt Iognmollu í bóksölu tíu mánuði ársins. Bóksalar tóku þessari gagnrýni merkilega vel, en bentu hins vegar á að frumkvæði í þessu efni hlyti oftar en ekki að verða að koma frá útgefendum. Yfirleitt væru það ekki smásalar, sem stæðu á bak við sérstakar vörukynningar, heldur heildsalar eða framleiðendur. _ B&KMN6J98S „ I } i I Frá bókaþingi í Borgarnesi. Yfirskrift þingsins var „Heimur bóka er heillandi“ Morgunblaðið/RAX „BÓKIN á sannarlega í vök að verj- ast í stöðugt vaxandi samkeppni við aðra miðla og um afþreyingu í frí- tíma almennings,“ sagði Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda, í erindi á Bókaþingi, sem haldið var í Borgarnesi á laug- ardaginn. Aðrir, sem ræddu um stöðu bókarinnar, tóku í sama streng, en samt virtust menn alls ekki svartsýnir; fremur má tala um sóknarhug, sem sennilega má rekja til hinnar ágætu bóksölu um síðustu jól. Bókaþing 1985 er hið fimmta í röðinni frá því slíkt þing var fyrst haldið hér á landi 1974. Að því stóðu Félag íslenskra bókaútgef- enda og Félag íslenskra bókaversl- ana, en til þingsins var einnig boð- ið höfundum, gagnrýnendum, bók- agerðarmönnum, bókasafnsfræð- ingum og auglýsingahönnuðum. Þingið sátu um 100 manns. Það kom fram í erindi Ólafs Ragnarssonar, útgefanda, að sala á bókum dróst verulega saman á árunum 1980—1984 og er talið að samdráttur hafi orðið mestur árið 1983, þegar bóksala var allt að 30% minni en árið á undan. Eyj- ólfur Sigurðsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, taldi að bessa lægð mætti m.a. rekja til neikvæðrar umfjöllunar í fjöl- miðlum. Hann greindi frá því, að í fyrrahaust hefðu útgefendur tekið sig saman um að þrýsta skipulega á forráðamenn fjölmiðla til að fá hagstæðari fréttir af bókaútgáf- unni, og hefði það borið mjög góð- an árangur. Sem dæmi um nei- kvæða umfjöllun nefndi hann fréttir, sem hefðu verið áberandi í fjölmiðlum 1983, þess efnis að bækur væru dýrar, enda þótt þær hefðu aðeins fylgt almennri verð- lagsþróun. Ólafur Ragnarsson benti á það, að engum dytti í hug að bera saman verð á neysluvörum frá einum jólum til annarra, en það sama gilti ekki um bækur. í almennum umræðum á þing- inu og nokkrum framsöguerindum kom fram mikil gagnrýni á bók- sala. Menn sögðu, að þá skorti hugkvæmni. Þráinn Bertelsson, rithöfundur, benti á sölutækni í stórmörkuðum (tilboðsverð, uppá- komur o.s.frv.) og spurði af hverju í erindi Þorgeirs Baldurssonar kom fram, að sá háttur sem hafð- ur er á bókaútgáfu og bóksölu hér á landi stendur viðgangi bókar- innar nokkuð fyrir þrifum. í því sambandi benti hann á, að í Odda, sem er stærsta prentsmiðja hér á landi, eru u.þ.b. 30%> innbundinna bóka fullunnin á fyrstu átta mán- uðum ársins, á meðan 70% árs- framleiðslunnar fara fram á fjór- um seinustu mánuðum ársins. „Þetta þýðir mjög ójafna nýtingu á vélum og verulegt óhagræði," sagði hann. Þorgeir fjallaði einnig um nýjungar í prenttækni og kom fram með ýmsar tillögur um hag- ræðingu, sem gætu leitt til veru- legs sparnaðar. í umræðum á þinginu var tekið undir þetta sjón- armið og reifaðar hugmyndir um samstarf útgefenda um aukna stöðlun bóka, pappírsnotkun o.fl. Ólafur Ragnarsson, útgefandi, varpaði fram þeirri hugmynd á bókaþinginu að þeir aðilar, sem hafa gerð, umsjón og sölu bóka með höndum; höfundar, útgefend- ur, bóksalar, bókaverðir og prent- smiðjur, stofnuðu með sér lands- samtök. í ályktun þingsins var undir þetta tekið og ákveðið að setja á fót átta manna nefnd til að ræða möguleika á auknu sam- starfi þeirra aðila sem að þinginu stóðu. Ein athyglisverðasta hugmynd- in á þinginu var um gjald fyrir útlán bóka á bókasöfnum. Hörður Bergmann vakti athygli á því, að hér á Iandi geta menn t.d. haft ókeypis aðgang að nýjum og dýr- um fræðiritum. Það kemur auðvit- að niður á sölu þessara bóka. Kvaðst hann sjálfur vera reiðubú- inn að greiða svo sem 50 kr. gjald fyrir slíka notkun og væri það alls ekki ósanngjarnt þegar tekið væri mið af greiðslum, sem fólk innir fúst af hendi á myndbandaleigum. Sigrún Klara Hannesdóttir, bóka- safnsfræðingur, benti á það, að fyrir daga almenningsbókasafna á síðustu öld hefði verið algengt að bóksalar önnuðust jafnframt bókaleigu. í umræðu um þetta at- riði í einni af nefndum þingsins var vel tekið í hugmyndina um gjald fyrir bókalán, enda stuðlaði slíkt að því að fólk keypti fremur bækur en tæki þær að láni. Hug- myndinni um gjald fyrir bókalán var þó einnig andmælt i almennu umræðunni og bent á, að slíkt gjald myndi vafalaust draga úr bóklestri almennings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.