Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 3 Bókaþing 1985: Kanna möguleika á stofnun lands- samtaka um bækur og bókaútgáfu HUGMYNDIR eni nú uppi um að stofna landssamtök þeirra adila, sem hagsmuna hafa að gæta í sam- bandi við bókaútgáfu og bóksölu. A Bókaþingi 1985, sem haldið var í Borgarnesi á laugardaginn, var sam- þykkt að kjósa nefnd átta manna til að kanna vilja þeirra félagssamtaka, sem þar áttu fulltrúa, til þess að stofna samtök þessara aðila. „Sam- tökin hafi það að meginmarkmiði að vinna að sameiginlegum hagsmuna- málum þeirra er starfa við bækur og bókaútgáfu,'* segir í samþykktinni. í umræðum á þinginu kom fram að bókin á í vök að verjast í sam- keppni við aðra fjölmiðla um tómstundir almennings. Hins veg- ar rikti bjartsýni á þinginu um það, að með samstilltu átaki mætti snúa vörn í sókn. í því við- fangi var mikið rætt um fara nýj- ar leiðir í kynningu og sölu bóka og voru útgefendur og bóksalar m.a. hvattir til að notfæra sér sölutækni stórmarkaða. Á þinginu var áréttuð sú ósk bókaútgefenda að söluskattur af bókum yrði felldur niður. „Kanna þyrfti hvort hægt væri að ná þessu markmiði í áföngum og feila til dæmis niður helming söluskatts af bókum nú, en hinn hlutann síðar," sagði í ályktuninni. Samþykkt var tillaga þar sem skorað er á stjórnvöld að skapa íslenskri bókaútgáfu möguleika á hagstæðum lánum í bankakerfinu. „Þessum lánum yrði eingöngu var- ið til útgáfu ritsafna, alfræðiorða- bóka og annarra stærri verka er vinna þarf á löngum tíma og nán- ast útilokað er að einstök útgáfu- fyrirtæki ráði við,“ sagði í sam- þykktinni. Þá samþykkti Bókaþing að hvetja eindregið til þess að stór- auknar yrðu greiðslur til höfunda fyrir útlán bóka í bókasöfnum. Ennfremur að greitt yrði fyrir af- not í þeim opinberu bókasöfnum, sem nú er ekki greitt fyrir. Sjá: „Skapa þarf veður í kring- um bækur“ á bls. 14. Dagur á Akureyri verður dagblað á fimmtudaginn: Fyrsta dagblaðið utan Reykjavíkur NÝTT dagblað bætist á íslenska blaðamarkaðinn á fimmtudaginn. Þá verður blaðið Dagur á Akureyri að dagblaði en það hefur undanfarin ár komið út þrisvar í viku. Dagur mun framvegis koma út fimm sinnum í viku - frá mánudegi til fostudags. Dagur verður fyrsta dagblaðið sem kemur út utan höfuðborgarinnar. „Þetta hefur verið alllengi í undirbúningi eftir að könnun var gerð á hagkvæmni þess að breyta blaðinu í dagblað," sagði Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri Dags í samtali við blm. Morgunblaðsins. J4Ú höfum við stækkað ritstjórn- ina, þannig að hana skipa ellefu manns, og erum að koma upp tölvukerfi fyrir blaðamennina að vinna texta sinn á. Einn þessara ellefu blaðamanna er fastur starfsmaður á Húsavík og ef rit- stjórnin verður stækkuð frekar þá verður það með ráðningu starfs- manna utan Akureyrar." Dagur kemur nú út i nær 6000 eintökum. Mest er dreifingin á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæð- Ekki trúlegt að auglýsinga- stofurnar greiði allan kostnað „VIÐ MUNUM auðvitað ræða þessar hugmyndir og leita álits annarra á þeim, en mér finnst ekki trúlegt að niðurstaðan verði sú að auglýsingastofurnar muni standa allan straum af kostnaði við framkvæmd upp- lagseftirlitsins," sagði Árni Árnason, framkvæmdastjóri Vcrzlunarráðs Islands, í samtali við Morgunblaðið. Árni var að því spurður hvort Verzlunarráðið myndi endur- skoða með hvaða hætti staðið er að upplagseftirliti ráðsins, með tilliti til þeirra skilyrða sem Frjáls fjölmiðlun hefði sett fyrir þátttöku í eftirlitinu. Frjáls fjöl- miðlun vill að auglýsingastofur standi algjörlega straum af kostnaði við eftirlitið og að þær dreifi auglýsingum í samræmi við útbreiðslu blaðanna. Árni benti á að það væru fleiri notendur að þeim upplýsingum, sem öfluðust með upplagseftirlit- inu en auglýsingastofurnar sjálf- ar, og því væri eðlilegt að fleiri greiddu fyrir framkvæmdina. VJterkuroe iJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ALDREIBETRI ALDREI GLÆSILEGRI FYRSTA SENDING UPPSELD far Stórkostleg verölækkun: r ^ J kr. 341500 (gengi 23/9). Skranmg. rydvörn og fullur tankur af benzíni innifalid í verði. Næsta sending til afgreidslu um mánadamótin Tryggidykkurþennan margfalda verdlaunabílá frábæru verdi Daihatsu Charade fremstur í sparneytni, gæöum, þjónustu og endursölu. DAIHATSUUMBOÐIÐ ARM'iLA "3. S: 585-87C - 81T3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.