Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 3

Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 3
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 3 Bókaþing 1985: Kanna möguleika á stofnun lands- samtaka um bækur og bókaútgáfu HUGMYNDIR eni nú uppi um að stofna landssamtök þeirra adila, sem hagsmuna hafa að gæta í sam- bandi við bókaútgáfu og bóksölu. A Bókaþingi 1985, sem haldið var í Borgarnesi á laugardaginn, var sam- þykkt að kjósa nefnd átta manna til að kanna vilja þeirra félagssamtaka, sem þar áttu fulltrúa, til þess að stofna samtök þessara aðila. „Sam- tökin hafi það að meginmarkmiði að vinna að sameiginlegum hagsmuna- málum þeirra er starfa við bækur og bókaútgáfu,'* segir í samþykktinni. í umræðum á þinginu kom fram að bókin á í vök að verjast í sam- keppni við aðra fjölmiðla um tómstundir almennings. Hins veg- ar rikti bjartsýni á þinginu um það, að með samstilltu átaki mætti snúa vörn í sókn. í því við- fangi var mikið rætt um fara nýj- ar leiðir í kynningu og sölu bóka og voru útgefendur og bóksalar m.a. hvattir til að notfæra sér sölutækni stórmarkaða. Á þinginu var áréttuð sú ósk bókaútgefenda að söluskattur af bókum yrði felldur niður. „Kanna þyrfti hvort hægt væri að ná þessu markmiði í áföngum og feila til dæmis niður helming söluskatts af bókum nú, en hinn hlutann síðar," sagði í ályktuninni. Samþykkt var tillaga þar sem skorað er á stjórnvöld að skapa íslenskri bókaútgáfu möguleika á hagstæðum lánum í bankakerfinu. „Þessum lánum yrði eingöngu var- ið til útgáfu ritsafna, alfræðiorða- bóka og annarra stærri verka er vinna þarf á löngum tíma og nán- ast útilokað er að einstök útgáfu- fyrirtæki ráði við,“ sagði í sam- þykktinni. Þá samþykkti Bókaþing að hvetja eindregið til þess að stór- auknar yrðu greiðslur til höfunda fyrir útlán bóka í bókasöfnum. Ennfremur að greitt yrði fyrir af- not í þeim opinberu bókasöfnum, sem nú er ekki greitt fyrir. Sjá: „Skapa þarf veður í kring- um bækur“ á bls. 14. Dagur á Akureyri verður dagblað á fimmtudaginn: Fyrsta dagblaðið utan Reykjavíkur NÝTT dagblað bætist á íslenska blaðamarkaðinn á fimmtudaginn. Þá verður blaðið Dagur á Akureyri að dagblaði en það hefur undanfarin ár komið út þrisvar í viku. Dagur mun framvegis koma út fimm sinnum í viku - frá mánudegi til fostudags. Dagur verður fyrsta dagblaðið sem kemur út utan höfuðborgarinnar. „Þetta hefur verið alllengi í undirbúningi eftir að könnun var gerð á hagkvæmni þess að breyta blaðinu í dagblað," sagði Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri Dags í samtali við blm. Morgunblaðsins. J4Ú höfum við stækkað ritstjórn- ina, þannig að hana skipa ellefu manns, og erum að koma upp tölvukerfi fyrir blaðamennina að vinna texta sinn á. Einn þessara ellefu blaðamanna er fastur starfsmaður á Húsavík og ef rit- stjórnin verður stækkuð frekar þá verður það með ráðningu starfs- manna utan Akureyrar." Dagur kemur nú út i nær 6000 eintökum. Mest er dreifingin á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæð- Ekki trúlegt að auglýsinga- stofurnar greiði allan kostnað „VIÐ MUNUM auðvitað ræða þessar hugmyndir og leita álits annarra á þeim, en mér finnst ekki trúlegt að niðurstaðan verði sú að auglýsingastofurnar muni standa allan straum af kostnaði við framkvæmd upp- lagseftirlitsins," sagði Árni Árnason, framkvæmdastjóri Vcrzlunarráðs Islands, í samtali við Morgunblaðið. Árni var að því spurður hvort Verzlunarráðið myndi endur- skoða með hvaða hætti staðið er að upplagseftirliti ráðsins, með tilliti til þeirra skilyrða sem Frjáls fjölmiðlun hefði sett fyrir þátttöku í eftirlitinu. Frjáls fjöl- miðlun vill að auglýsingastofur standi algjörlega straum af kostnaði við eftirlitið og að þær dreifi auglýsingum í samræmi við útbreiðslu blaðanna. Árni benti á að það væru fleiri notendur að þeim upplýsingum, sem öfluðust með upplagseftirlit- inu en auglýsingastofurnar sjálf- ar, og því væri eðlilegt að fleiri greiddu fyrir framkvæmdina. VJterkuroe iJ hagkvæmur auglýsingamiöill! ALDREIBETRI ALDREI GLÆSILEGRI FYRSTA SENDING UPPSELD far Stórkostleg verölækkun: r ^ J kr. 341500 (gengi 23/9). Skranmg. rydvörn og fullur tankur af benzíni innifalid í verði. Næsta sending til afgreidslu um mánadamótin Tryggidykkurþennan margfalda verdlaunabílá frábæru verdi Daihatsu Charade fremstur í sparneytni, gæöum, þjónustu og endursölu. DAIHATSUUMBOÐIÐ ARM'iLA "3. S: 585-87C - 81T3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.