Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR24. SEPTEMBER1985 47 Bergsteinn Gizurarson raforku samkvæmt smásölugjald- skrá heldur samkværut samningi, og á lægra verði. í síðasta dálki samnorrænu töflunnar er miðað við 800 Gwh notkun á ári og 8000 stunda nýtingartíma. Uppgefið raforkuverð er nú allt í einu orðið lægst. Hér mun vera miðað við verð raforku til ÍSAL, sem alls ekki á heima í þessum saman- burði. Á hinum Norðurlöndunum er miðað við taxta til stórra not- enda en ekki sérsamninga eins og við ÍSAL. f Noregi er verð raforku til álvera t.d. lægra en það er hér til ISAL. Eðlilegast hefði því verið að halda sig við taxta Rafmagns- veitu Reykjavíkur, þó augljóst sé að hann á ekki heldur við í þessum samanburði. Miðað við afltaxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 8000 stunda nýtingartíma hefði verið orðið 1,34 kr. á kílówatt- stund eða 37 aurar sænskir. Sam- kvæmt afltaxta gjaldskrár Raf- magnsveitu Reykjavíkur er lág- mark 30 kílówött í afli og til dæm- is lágmarksnotkun 75.000 kwh á ári miðað við 2500 stunda nýtingartíma. Að öðru leyti ræður nýtingartíminn verðinu og ekki skiptir máli hvort keyptar eru 100.000 kílówattstundir eða 1 milljón. Samkvæmt afltaxta RR var raf- orkuverð 1/6 ’84 eftirfarandi: Nýtingartími fsl. kr/kWh n kr/kWh 2500 stundir 2,47 0,67 4000 stundir 1,85 0,50 5000 stundir 1,65 0,45 8000 stundir 1,34 0,37 Menn geta gert sér til gamans að bera þetta saman við verðið á hinum Norðurlöndunum og er þetta verð greinilega á líku bili og í Danmörku. Það verður að hafa í huga, að þar er um miklu stærri notendur að ræða og í slíku tilfelli myndi verðið hér að öllum líkind- um lækka vegna sérsamninga. f málflutningi greinarhöfunda FÍI voru bornar brigður á að það raf- orkuverð er undirritaður setti fram með nýtingartímana 2500 og 4000 stundir væri rétt. Ekki þarf annað en lesa grein hans er skrif- uð var undir nafni Ffl til að sjá, að þar er ekki farið með rétt mál og að verð reiknað eftir taxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur í feb. 1985 á hér ekki við heldur verð frá júní 1984 eins og kemur fram hér að framan. Það hlýtur að vera ljóst að sú staðhæfing, að íslensk- ur iðnaður kaupi að jafnaði raf- orku á 150% hærra verði en á hin- um Norðurlöndunum stenst ekki. Þetta stenst þegar um er að ræða iðnfyrirtæki með svo litla eða óhagstæða raforkunotkun að það verður að kaupa hana á heimilis- taxta og þá einungis í samanburði við sum Norðurlandanna. Þegar notkunin er meiri og nýtingartími hagstæðari er þessi munur miklu minni. Niðurstöðu könnunar FÍI, sem vel að merkja er ekki lokið, hefði mátt lýsa með því að segja: „íslensk iðnfyrirtæki eru mörg smá og með svo litla raforkunotk- un að þau verða að kaupa raforku eftir heimilistaxta, sem er hæstur hér á Norðurlöndunum." Hér á landi hefur sú stefna ráð- ið gangi mála að halda rafhitun húsnæðis á- mjög lágu verði en hækka í þess stað aðra taxta og þá sérstaklega taxta fyrir heimilis- notkun. Draga má þá ályktun af þeim samanburði sem gerður hef- ur verið á raforkuverði á Norður- löndum, bæði töflu Ffl og sam- norrænu töflunni, að þessar töflur gefa alis ekki raunhæfar og réttar upplýsingar. Það kom fram í grein talsmanns Ffl að íslensk iðnfyrirtæki eru smá í samanburði við iðnfyrirtæki á Norðurlöndum. Þetta hefur auð- vitað áhrif á það orkuverð sem fyrirtækin greiða. Lítill notandi greiðir hærra verð og á erfiðara með að nýta sér taxta sem byggj- ast á nýtingartíma og magni. Lág- markskrafa hlýtur að vera, að hér sé verið að bera saman sambæri- lega taxta. Eflaust mætti lækka kröfuna í afltaxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur um keypt afl, sem er nú 30 kw, og það þýddi lækkað raforkuverð fyrir sum iðnfyrir- tæki. Að öllum líkindum hækkaði þetta samt raforkukostnað þeirra fyrirtækja er keyptu minni raf- orku en þau mörk gerðu ráð fyrir. Raunar er sú niðurstaða, að fyrir- tæki, sem nota ekki meiri raforku en meðalheimili, greiði sama taxta eða heimilistaxta, í samræmi við yfirlýsta stefnu FÍI. Stefna FÍI er, að það sem ráði verði raforku sé hvernig raforkan sé notuð eða magn og nýtingar- tími, en ekki til hvaða nota. Skyn- samleg stefna stjórnvalda væri ef- laust að reyna að hlúa að smáum og uppvaxandi iðnfyrirtækjum en haldbetra gæti verið að gera það á öðrum sviðum en því, að mismuna notendum raforku í þessum not- endaflokki. Þeim notendum, er nota raforku í meira mæli til iðn- aðar, gefst kostur á lægra verði eins og bent hefur verið á hér að framan og fyrr. Athugandi væri samt, hvort ekki væru möguleikar á að minnka þann skatt er þeir greiða nú til jöfnunar rafmagns- verðs í landinu. Þetta kæmi jafnt til góða iðnaði í Reykjavík sem annars staðar á landinu. Vandasamur samanburður Samanburður á raforkuverði milli landa er mjög vandasamur. Hér kemur til mismunandi gengi, gengisbreytingar, gjaldskrár- breytingar og það að taxtar eru mjög mismunandi í eðli sínu. Töfl- ur FÍI og samtaka iðnaðar á Norð- urlöndum eru dæmi um það hvernig tekst til stundum. Það fer ekki á milli mála, að raforkuverð er í dag hærra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum en fyrir því geta verið eðlilegar orsakir og tímabundnar. Á það má benda að fyrirhuguð er mikil hækkun raf- orku í heildsölu í Noregi, og í Sví- þjóð stendur til að leggja niður framleiðslu með kjarnorku. Þetta getur þýtt mikla hækkun raforku í þessum löndum á næstunni og síð- ar. Samkvæmt sænskum upplýs- ingum var verð raforku þar í landi á áratugnum 1950—60 tvisvar til þrisvar sinnum hærra að raun- verði en nú. Þetta var tímabil mik- illa framkvæmda í raforkumálum þar líkt og hér hefur verið á und- anförnum árum. Á hinum Norðurlöndunum eru nú raforkukerfi mikið til afskrifuð og vaxtakröfur allt aðrar en hér auk þess sem þau njóta þeirra hlunninda er samtenging við önn- ur lönd gefur. Við höfum nú ný- lokið mikilli uppbyggingu raf- orkukerfis okkar til almennra þarfa og sá reikningur er ógreidd- ur og á háum vöxtum. Það má að endingu minna FÍI á það, að í iðn- aði getur raforkuskortur orðið mjög kostnaðarsamur. Að mati flestra sem um þetta atriði hafa fjallað er miklu hagstæðara að be- ra nokkurn aukakostnað vegna umfram orku og öryggis í raforku- kerfi en bera kostnað vegna raforkuskorts og óöryggis í raf- orkumálum. Það liggja ekki fyrir neinar end- anlegar niðurstöður um það að raforka hér sé óeðlilega dýr, þegar á heildina er litið. Aftur á móti er óhætt að slá því föstu að hún hefði getað verið ódýrari í dag ef aðrar leiðir hefðu verið farnar í orku- málum. Þá er líka sá möguleiki fyrir hendi að orkan gæti hafa orðið dýrari ef verr hefði til tekist. Ilöíundur er yerkfnedingur og á sæti í orkurerA.snefnd. HJA OKKUR CANCA VIÐSKIPTIN CLATT # VID ERUM í hjarta borgarinnar vid Brautarholt. # VID HÖFUM rúmgóöan sýningarsal og útisölusvæði. # VID BJÓÐUM mikið úrval notaðra bíla af öllum gerðum. # VID VEITUM góöa og örugga þjónustu Vlð höfum opiö mánud. - föstud. fcf. 9 og laugartf. kf. iO « f 9 - f 9 BRAUTARHOLTI 33 -SÍMI: 6212 40 HT',I 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.