Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 59' TekiA vió korni úr Austur-Landeyjum við verksmiðjudyrnar. Stórólfsvallabúið f Hvolhreppi: Tekur á móti 430 t af íslensku korni í haust s m wfs- m Atmum mtREppi 33'hKG <A 8LANCAN ■■■■*! Jóhann Franksson verksmiðjustjóri með poka af grænni blöndu, sem er 98% úr íslenskum hráefnum, þ.e. byggi, grasmjöli og fleiru. — Notað til framleiðslu á alíslenskum kúafóðurblöndum „MARKAÐURINN fyrir íslenskt korn er nær því ótakmarkaður. Við getum aldrei náð því að framleiða nóg fyrir innanlandsmarkaðinn. Við megum bara ekki gleyma áhættuþættinum og gera ráð fyrir uppskerubrestinum sem alltaf kemur,“ sagði Jóhann Franksson, verksmiðjustjóri Stórólfsvallabús- ins í Hvolhreppi, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins á dögunum. Stórólfsvallabúið er graskögglaverksmiðja í eigu ríkis- ins og auk venjulegra grasköggla hefur verksmiðjan þrjú undanfarin ár framleitt fóðurblöndur úr eigin grasmjöli og byggi sem það kaupir af rangæskum kornbændum og ræktar einnig sjálft. Framleiddu 2.000 tonn Jóhann sagði að upphafið að þessari framleiðslu væri það að fyrir nokkrum árum hefðu þeir farið að taka á móti korni frá Sámsstöðum, blandað með græn- um höfrum og búið til köggla úr. Kristinn Jónsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum, sem stóð fyrir tilrauninni, hefði síðan selt þessa framleiðslu til bænda í Flótshlíð þar sem hún líkaði mjög vel. Árið 1980 hófu þeir aftur að taka við korni og þá frá bændum í Aust- ur-Landeyjum sem voru að hefja kornrækt. Bændurnir lögðu byggið inn þar sem því var bland- að saman við hafra og síðan fór hver bóndi með sitt korn heim. „Byggræktin fór síðan vaxandi og árið 1982 hófum við að fram- leiða þessar grænu blöndur," sagði Jóhann. „Tilgangurinn var að búa til kúafóðurblöndur að 98% hluta úr innlendu hráefni. í þeim er 40% grasmjöl, 40% bygg og síðan fiskimjöl, þang- mjöl, steinefni og fleira. Á sl. ári vorum við komnir með markað upp á 2 þúsund tonn fyrir þessar íslensku fóðurblöndur. Þessi sala á fóðurblöndum héðan hefur svo aftur stuðlað að því að fóður- blöndunarstöðvarnar í Reykjavík eru farnar að nota grasmjöl í fóðurblöndur sínar. SlS byrjaði aðeins á því í fyrravetur og held- ur er þetta að aukast nú, því það hefur komið í ljós að fóðurblönd- ur með grasmjöli étast betur en aðrar og kýrnar verða hraustari. Ef þessar blöndur hjá Sí S heppn- ast getur skapast þarna veruleg- ur markaður fyrir grasköggla." Tilgangurinn aÖ fá markað fyrir korniö Jóhann sagði að Stórólfsvalla- búið hefði sáð í 100 ha. af byggi í fyrravor og 140 ha. í vor. Úpp- skeran í ár er mjög góð þar eins og hjá öðrum kornræktendum. Hann sagði að þeir hefðu keypt 160 tonn af byggi í fyrra úr Austur-Landeyjum og Þykkvabæ og uppskorið annað eins sjálfir. Þeir hefðu síðan þurft að kaupa innflutt korn í grænu blöndurnar þegar það innlenda var búið. Bjóst hann við að hafa um 430 tonn af íslensku byggi f ár í framleiðsluna, sem væri það mesta frá byrjun. Hann sagði að markmiðið með þessari framleiðslu væri að fá markað fyrir rangæska byggið og ef fóðurblöndurnar í Reykja- vík vildu nota grasköggla væri það eingöngu af hinu góða. „Við förum ekki út f samkeppni við þær,“ sagði Jóhann. Hann sagöi að grænu blöndurnar þeirra stæðust fyllilega verðsamkeppni við innfluttu blöndurnar, miðað við að þær væru með kjarnfóður- skatti. Ef enginn kjarnfóður- skattur væri á innfluttu blönd- unum gætu graskögglaverk- smiðjurnar hins vegar lokað. Jóhann sagði að bændurnir hefðu fengið 9 krónur í fyrra fyrir hvert kíló af byggi. Ekki er búið að semja um verðið nú en Jóhann bjóst við að bóndi með 5 ha. akur fengi i haust töluvert á annað hundrað þúsund kr. fyrir kornið, auk þess sem hann fengi einhverjar tekjur af hálminum. HBj. Hluti verksmiðjuhúsa Stórólfsvallabúsins í Hvolhreppi. Morminblaðið/Bj»rni. BElnDORM.SUMAKAUKI I SOLINNl 2S.740t TVÆR VIKUR/TVEIR Í ÍBÚÐ S.okt. 2-3 vikur Beint leiguflug í báðar áttir, eða með viðkomu í London í baka- leið. Góð gisting, íbúðir eða hótel. Að venju verður hjúkrunar- fræðingur með í ferðinni til aðstoðar við aldraða. Kynnið ykkur ferðatilhögun og verð hjá okkur. 27.S00t ÞRJÁR VIKUR/TVEIR Í fBÚÐ FERÐAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI9 SÍM128133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.