Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 39 Julie Christie ásamt Hilary Mason og Celia Matania sem systurnar tvær í Don’t Look Now. Dauðinn í Feneyjum Myndbönd Árni Þórarinsson Sýnishorn sigildrar breskrar kvimyndagerðar sem hingað eru komin á því vandaða merki EMI-Videogram hafa verið til meðferðar í þessum dálkum und- anfarið. Eitt slíkt sýnishorn af nýlegri sortinni er hin fræga mynd Nicolas Reeg Don’t Look Now sem gerð var árið 1973. Sumir myndu trúlega gera at- hugasemd við það mat að þessi mynd verði sígild; að ýmsu leyti ber hún merki þeirra stílrænu tilrauna og tilgerðar sem ein- kenndi vestræna kvikmyndagerð á árunum kringum 1970, mikinn formrænan hamagang með aft- urhvörfum (flash-backs) og framhvörfum (flash-forward) og listrænum sperringi. Þetta var engu að síður liður í viðleitni kvikmyndagerðarmanna að sam- ræma form myndanna efni þeirra — því losi og frelsi sem þá var tískueinkenni á mannlífi Vesturlanda. Þessum formtil- raunum hefur reyndar leikstjór- inn Nicolas Reeg verið trúr allar götur síðan, allt frá fyrstu myndinni Performance til The Man Who Fell to Earth, Bad Timing og Insignificance. Í Don’t look Now tekst Reeg betur en oftast að útfæra við- fangsefni sitt með þessum hætti. Myndin er sálfræðileg/yfirnátt- úruleg spennumynd, byggð á smásögu eftir Daphne du Mauri- er. Julie Christie og Donald Sutherland leika hjón sem í upp- hafi myndarinnar missa unga dóttur sína og halda síðan til Feneyja þar sem eiginmaðurinn starfar að uppbyggingu gamall- ar kirkju. í Feneyjum komast þau í kynni við dularfullar breskar systur. Önnur þeirra er blind en skyggn og kveðst vera í sambandi við hina látnu dóttur hjónanna. Þá fara undarlegir at- burðir að gerast, sem Reeg teng- ir myndrænt við kirkjuna gömlu, morðfaraldur í Feneyjum og til- finningaiega innréttingu þeirra Christie og Sutherland. Þótt myndin virðist flókin á yfirborð- inu er hún þegar upp er staðið einföld og skýr, prýdd úrvalsleik í aðalhlutverkum og stemmn- ingsríkri myndatöku af kulda- legu umhverfi Fenyeja að vetr- arlagi. Þá er Don’t Look Now hnýsileg fyrir fræga og ítarlega rúmsenu milli þeirra hjóna sem þótti ákaflega bersögul á sinni tíð, og er það reyndar enn. Og fyrir áhugamenn er líka gaman að spá í áhrif þessarar myndar á íslensku myndina Húsið, en þau eru víða mjög greinileg. í fram- hjáhlaupi má geta þess að önnur yfirnáttúruleg spennumynd sem hér hefur fengist á myndbönd- um, The Changeling með George C. Scott, hefur ekki síður sláandi líkindi við Húsið, svo mikil að varla getur verið um tilviljun að ræða. Stjörnugjöf: Don’t Look Now ☆ ☆☆ 1007. MEIRI LYSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/-meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst á bensínstöðvum Hinn velupplýsti maður er með peruna í lagi OSRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.