Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 39

Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 39 Julie Christie ásamt Hilary Mason og Celia Matania sem systurnar tvær í Don’t Look Now. Dauðinn í Feneyjum Myndbönd Árni Þórarinsson Sýnishorn sigildrar breskrar kvimyndagerðar sem hingað eru komin á því vandaða merki EMI-Videogram hafa verið til meðferðar í þessum dálkum und- anfarið. Eitt slíkt sýnishorn af nýlegri sortinni er hin fræga mynd Nicolas Reeg Don’t Look Now sem gerð var árið 1973. Sumir myndu trúlega gera at- hugasemd við það mat að þessi mynd verði sígild; að ýmsu leyti ber hún merki þeirra stílrænu tilrauna og tilgerðar sem ein- kenndi vestræna kvikmyndagerð á árunum kringum 1970, mikinn formrænan hamagang með aft- urhvörfum (flash-backs) og framhvörfum (flash-forward) og listrænum sperringi. Þetta var engu að síður liður í viðleitni kvikmyndagerðarmanna að sam- ræma form myndanna efni þeirra — því losi og frelsi sem þá var tískueinkenni á mannlífi Vesturlanda. Þessum formtil- raunum hefur reyndar leikstjór- inn Nicolas Reeg verið trúr allar götur síðan, allt frá fyrstu myndinni Performance til The Man Who Fell to Earth, Bad Timing og Insignificance. Í Don’t look Now tekst Reeg betur en oftast að útfæra við- fangsefni sitt með þessum hætti. Myndin er sálfræðileg/yfirnátt- úruleg spennumynd, byggð á smásögu eftir Daphne du Mauri- er. Julie Christie og Donald Sutherland leika hjón sem í upp- hafi myndarinnar missa unga dóttur sína og halda síðan til Feneyja þar sem eiginmaðurinn starfar að uppbyggingu gamall- ar kirkju. í Feneyjum komast þau í kynni við dularfullar breskar systur. Önnur þeirra er blind en skyggn og kveðst vera í sambandi við hina látnu dóttur hjónanna. Þá fara undarlegir at- burðir að gerast, sem Reeg teng- ir myndrænt við kirkjuna gömlu, morðfaraldur í Feneyjum og til- finningaiega innréttingu þeirra Christie og Sutherland. Þótt myndin virðist flókin á yfirborð- inu er hún þegar upp er staðið einföld og skýr, prýdd úrvalsleik í aðalhlutverkum og stemmn- ingsríkri myndatöku af kulda- legu umhverfi Fenyeja að vetr- arlagi. Þá er Don’t Look Now hnýsileg fyrir fræga og ítarlega rúmsenu milli þeirra hjóna sem þótti ákaflega bersögul á sinni tíð, og er það reyndar enn. Og fyrir áhugamenn er líka gaman að spá í áhrif þessarar myndar á íslensku myndina Húsið, en þau eru víða mjög greinileg. í fram- hjáhlaupi má geta þess að önnur yfirnáttúruleg spennumynd sem hér hefur fengist á myndbönd- um, The Changeling með George C. Scott, hefur ekki síður sláandi líkindi við Húsið, svo mikil að varla getur verið um tilviljun að ræða. Stjörnugjöf: Don’t Look Now ☆ ☆☆ 1007. MEIRI LYSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/-meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst á bensínstöðvum Hinn velupplýsti maður er með peruna í lagi OSRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.