Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 21 Búa íslensku refirnir yfir verdmætum eiginleikum eftir allt saman? Myndin er af tveimur íslenskum yrðlingum sem seldir voru til Noregs í fyrra. aðinn þegar búið er að byggja upp fyrir milljarða. Gott fóður og rétt fóðrun er undirstaða góðs árangurs í rekstri. Fóðrið þarf að vera sem best og sem ódýrast og tryggt framboð af fóðri þarf að vera allt árið. Á þessu sviði eru mjög mörg byrjunar- vandamál sem setja þarf kraft í að leysa. Uppbygging fóðurstöðv- anna og rekstur þeirra, þekking á hráefnunum og á fóðurgerðinni eru allt þættir sem geta skipt sköpum um afkomu búgreinarinn- ar. „Leita uppi þau lita afbrigði sem flnnast ekki annars staðar“ „Síðast en ekki sist er það efni sem menn eru að vinna með, það er bústofninn sjálfur, sem ræður úrslitum um árangurinn. Skinnin þurfa að vera í besta hugsanlega gæðaflokki til þess að hæsta verð fáist á hverjum tíma. Við verðum alltaf að geta fylgt keppinautum okkar eftir í skinngæðum til þess að geta staðist samkeppnina. Þeg- ar fram koma ný og verðmæt afbrigði erlendis þurfum við að geta flutt dýrin hingað og hafið framleiðslu á skinnunum á meðan þau eru enn sem verðmætust á markaðnum. Þess vegna leggjum við til að í landinu verði sóttkvíar- bú sem geti sinnt innflutningi á loðdýrum með reglulegu millibili eftir því sem þörf er á. Þaðan yrði heilbrigður innfluttur efniviður fluttur á sérstök kynbótabú sem dreifðu honum til loðdýrabænda. Einnig er mikilvægt að við stund- um sjálfir kynbætur til að fylgja þróuninni á mörkuðunum. Síðast en ekki síst eigum við að rannsaka refastofninn í landinu, íslenska melrakkann, sem er af blárefsstofni. Hann hefur lítið verið kannaður og í honum geta leynst verðmætir litir sem gætu gefið okkur ákveðið forskot við framleiðslu á verðmætum afbrigð- Silfurrefur að Hofi í Vatnsdal. um. Hvíta afbrigðið af melrakkan- um gefur til dæmis mjög verðmikil skinn með blöndun við silfurref, sem nefnt er gullna eyjan. Auk þess geta leynst í íslenska stofnin- um litaafbrigði sem ekki hafa komið fram ennþá. Tilgangur rannsókna á íslenska melrakkan- um er að þróa upp gott afbrigði af hvítum ref til blöndunar við silfurref og að leita uppi þau lita- afbrigði sem finnast ekki annars staðar.“ „Kostnaðurinn hreint smáræði miðað við ávinninginn“ - Hvað er áætlað að rannsókn- irnar kosti mikið? „Við höfum reiknað með að í þær fari um það bil 8,7 ársverk og að árlegur rekstrarkostnaður verði 6,8 milljónir kr. á ári næstu 3-5 árin. Við áætlun einnig að 13-14 milljónir þurfi til fjárfestinga í upphafi og eru tvö refabú innifalin í því. Þegar þessi kostnaður er metinn í hlutfalli af fjárfestinga- kostnaði í búgreininni og verð- mætasköpun er hann í raun mjög lágt hlutfall. Gert er ráð fyrir að hluta þessa kostnaðar beri bú- greinin sjálf, annað komi í styrkj- um og eitthvað verður síðan að koma með framlögum frá ríkinu." - Eru raunhæfir möguleikar á að takist að hrinda þessari áætlun í framkvæmd? „Það virðist vaxa flestum stjórn- málamönnum í augum að veita fjármagn til rannsókna. En þegar þess er gætt hve mikil uppbygging er framundan í þessari búgrein og hvað mikið er þar í húfi að vel takist til, þá er augljóst að kostn- aður við þær rannsóknir sem lagð- ar eru til í þessari úttekt er hreint smáræði miðað við það sem þetta rannsókna- og þróunarverkefni getur gefið af sér. í þessu tilviki þori ég að fullyrða að fjárveitingar til þeirra verkefna sem þarna eru lögð til getur skilað meiri arði en flestar aðrar fjárveitingar. Mis- tökin eru svo óhemju dýr að kostn- aður af þeim verður seint rétt reiknaður og rétt metinn. Ég tel að mistakakostnaðurinn sé örugg- lega margfaldur rannsóknakostn- aðurinn. Ég vil leggja áherslu á að hér eru skilgreind ákveðin afmörkuð rannsóknaverkefni sem stefna að því að leysa ákveðin vandamál fyrir heila búgrein. Þetta er mark- viss áætlun sem unnin er með nánu samstarfi loðdýrabænda, leiðbein- enda og rannsóknamanna og er ég þess vegna bjartsýnn á að það starf sem þarna er lagt til verði að veruleika,” sagði Sveinn Aðal- stei nsson að lokum. - HBj. L 9-AT.30 r\sta\ssa\viv_ e\s Lolt\e\ba STJÓRNANDI FRAMTÍÐARINNAR Á námskeiðinu „Stjórnandi framtíðarinnar“ sem Stjórn- unarfélag íslands heldur verður fjallað um skapandi lausn á vandamálum, stefnumótandi hugsun samstarfs, þróun persónuleika, gerð vinnuhópa, breytt viðhorf stjórnenda til ákvarðanatöku, áætlanagerða og stjórnun við mismunandi aðstæður. í Bandaríkjunum og víðar hafa rannsóknir sýnt að mannsheilinn er sérhæfður, hin rökrétta starfsemi fer fram í vinstri hluta heilans en hægri hlutinn fæst við heildir og hlutföll. Niðurstöðurnar hafa haft ótvíræð áhrif á rannsóknir í stjórnun, og breytt viðhorfum stjórnenda til ákvarðanatöku og áætlanagerða. Námskeiðið fer fram á ensku. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 1.5 sími: 621066 Stjórnunarfélag íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.