Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Biskups- tungna- réttir: Heslar eru í edli sínu blíðlyndar skepnur og þeim fellur vel vid kind- ur. Féð í færra lagi en fólkið þeim mun f leira TUNGNAMENN voru að venju glað- ir og reifir þegar þeir réttuðu fé sitt í réttunum við Tungufijót núna á miðvikudaginn. Enda engin ástæða til annars, féð bæði vænt og sprækt og veður með besta móti. Það var um klukkan sex á þriðjudaginn sem komið var með fjársafnið í réttargirðinguna við Tungufljót. 25 fjallmenn sem viku áður höfðu lagt af stað inn á há- lendið ráku afrakstur leitarinnar, um 8.000 fjár, síðasta spölinn. Féð er óvenju fátt í ár og kemur tvennt til. Fyrir hálfum mánuði var smalað af neðsta hluta afréttarins 3-4.000 fjár og því réttað. Það er um þriðjungur alls fjárins. Þetta er stundum gert, ef féð er farið að sækja til byggða og hópast saman neðst í afréttargirðinguna. Þessar réttir kalla Tungnamenn Hólaréttir. Einnig hefur fé fækkað nokkuð siðustu árin vegna kvóta- stefnu í sauðfjárræktarmálum. Það var semsagt fyrirsjáanlegt að réttirnar tækju stuttan tíma þann daginn svo menn fóru sér hægt. Ákveðið var að byrja ekki að draga í rauðabýtið eins og venjulega, heldur taka þvi rólega fram eftir morgni. Smám saman tíndist fólk í rétt- irnar, og um það leyti sem farið var að reka inn í almenninginn voru flestir heimamanna komnir. Fjöldi utansveitarmanna bættist við þegar á leið. Sumir komu að vitja átthaganna, löngu fluttir úr sveitinni. Aðrir höfðu kannski eytt nokkrum sumrum á einhverjum bænum í Biskupstungum og aldrei getað vanið sig af þvf að fara í réttirnar á haustin. Það myndast dágóð stemmning og fyrr en varir eru menn farnir að veifa fleygum. Drátturinn skotgengur svo brátt er fleira fólk en fé í almenningn- um. Þegar leikurinn stendur sem hæst rennir langferðabíll upp að réttinni og staðnæmist. Hann er fullur af amerískum ferðamönn- um, sem streyma út, vopnaðir myndavélum og dreifa sér um svæðið. Ferðamennimir eru yfir sig hrifnir enda hafa þeir líklega fæstir séð svona nokkuð áður. Einn vindur sér að blaðamanni og spyr „Hvað er eiginlega verið að gera hér? Það er nefnilega það,“ segir hann þegar hann hefur heyrt málavöxtu. „Gullfoss og Geysir jafnast nú ekkert á við þetta.“ Það eru líklega fáir sem eyða jafnmiklum tima og mannskap á hverju hausti í leitir og Tungna- menn. Sem fyrr segir taka leitirn- ar viku, farið er á fja.ll í býtið á miðvikudagsmorgni og komið með safnið í byggð seinnipart næsta þriðjudags. Það væsir svosem ekki um fjallmennina, tvær matráðs- konur fylgja þeim allaf tímann og tvisvar á dag fá þeir heitan mat. Þegar vel viðrar þykir flestum ævintýri að fara á fjall, en þegar haustar snemma með kulda og vondum veðrum getur þetta orðið hin mesta svaðilför. Mönnum þótti féð koma vel út- lítandi af fjalli. Sveinn Skúlason fjallkóngur Tungnamanna, en þá nafnbót fær sá sem stjórnar leit- unum, sagði vænleika fjárins í góðu meðallagi. Þegar blaðamaður spurði hvernig afrétturinn liti út eftir sumarið, sagði hann ástand hans gott miðað við veðurfar. Á þurrlendi væri að vísu heldur snöggsprottið en kafgresi þar sem votlent væri. Kindur hefðu nefni- lega þann merkilega vana að bíta mýrar þegar mikið rigndi en halda sig við þurrlendið í þurru veðri. Tungnamenn hafa í samvinnu við Landgræðsluna grætt upp nokkur hundruð hektara mela inn af Sandá. Að sögn Sveins hefur gróðurinn fest sig þar vel í sessi og nýst hið besta til beitar. Stuttu eftir hádegið er allt féð, nema nokkrir ómerkingar og óskilakindur, komið í sinn dilk. Þeir ábyrgðarfyllstu reyna að finna út hver eigi hvað, hinir hóp- ast undir réttarvegg og byrja að syngja. Tungnamenn eru góðir söngmenn og söngglaðir. Sungin er hefðbundin efnisskrá sem auð- vitað byrjar á „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur". „Er ekki rétt að fara að leggja á og koma sér heim?“ segir ein- hver. „Hvað er þetta maður, það liggur nú ekkert á, er ekki fínt að vera hér?“ er svarað. En þrátt fyrir afbragðsveður og góða stemmn- ingu fara menn að losa dilkana og koma sér og sínum í heimahagana. Féð er orðið vant rekstrinum og það er auðvelt að koma því síðasta spölinn. Réttir eru líklega ein sterkasta hefð þar sem fjárbúskapur er í einhverjum mæli. Og kringum þá hefð hafa auðvitað skapast ýmsar venjur. Ein þeirra er réttasúpan. Réttunum er nefnilega alls ekki lokið þegar búið er að draga féð í dilkana og reka hvern fjárhóp til sins heima. Þeim lýkur ekki fyrr en búið er að snæða réttasúpuna, kraftmikla ketsúpu með hrísgrjón- um, og þeir sem til þess hafa orku og þrek geta farið að tygja sig á réttaballið. Biskupstungnaafréttur (strikaöa svæöið á kortinu) nær inn meö Hvítá og Jökufalli aö Hofsjökli í austri og Langjökli í vestri noröur á Hveravelli. Séö yfir Tungnaréttir í áttina aö Tungufljóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.