Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1986 Gordievsky vissi um njosn- ir Treholts Flýtti Treholt-málið fyrir flótta hans? Osló, 23. septcmber. Frá Jsn Erik Lssre, fréturitara MbL SOVÉSKI KGB-maðurinn Oleg Gordievsky, sem leitaöi hælis S Bret- landi, hafði lengi látið leyniþjónustur á Vesturlöndum vita af því, að í Noregi hefðu Sovétmenn mikiivæg- an mann á sínum snærum. Lengst af vissi Gordievsky hver maðurinn var en svo komu allt í einu skilaboð frá honura: Maðurinn heitir Arne Treholt. Nokkrum mánuðum síðar var Treholt handtekinn. Frá þessu segir í blaðinu Verd- ens Gang, sem hefur fréttina eftir „áreiðanlegum“ heimildum, en það hefur raunar áður sýnt sig, að blaðið hefur mjög trausta heim- ildamenn innan norsku leyniþjón- ustunnar. Gordievsky var i sömu KGB— deild og Gennady Titov, tengiliður Treholts, eða i þriðju svæðisdeild- inni, sem hefur á sinni könnu njósnir í Bretlandi, á Norðurlönd- um, i Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Gordievsky skýrði vestrænum leyniþjónustum fyrst frá því, að í Noregi hefði KGB náð tangarhaldi fram fyrir luktum dyrum. Gordi- evsky bað þó ekki um hæli í Bret- landi fyrr en mörgum mánuðum eftir réttarhöldin, sem sýnir, að nafn hans hefur ekki lekið út. í blaðinu eru þó vangaveltur um, að Treholt-málið hafi flýtt fyrir því að hann flýði, því að hann hafi óttast, að upp um sig kæmist í kjölfar þess. Treholt Gordievsky á mjög mikilvægum manni. Síðan sagði hann frá því hvaða skjöl og hvaða upplýsingar þessi norski njósnari hefði látið KGB fá og það fylgdi með, að KGB teldi þennan njósnara vera meðal þeirra mikil- vægustu sem Sovétmenn hefðu nokkru sinni haft. Nokkrum mánuðum fyrir hand- töku Treholts gat Gordievsky stað- fest þær grunsemdir, sem þegar lágu á Treholt, og skýrt frá nafni hans. f Verdens Gang segir, að upp- lýsingar Gordievskys hafi verið lagðar fram í réttarhöldunum gegn Treholt, sem þá hafi farið Veður víða um heim Lasgvt Mawt Akurayri 7 akýjaó Amslerdam 10 18 akýjaó Aþona 19 31 heiöekírt Barcelona 26 heióaklrt Berim 10 15 akýjað BrUasel 9 20 akýjað Chicago 16 23 akýjað OuWln 14 18 heióakirl Feneyjar 27 heióakiri Frankfurt 10 29 akýjaó Gení 11 27 heióskirt Helainki 4 12 heióskirl Hong Kong 26 30 heióakirt Jerusalem 17 32 heióakirt Kaupmannah. 7 13 heióakírt Laa Patmaa 29 hetóakirt Uaaabon 16 27 heióakiri London 15 20 heióakíri Loa Angelea 17 30 heióakirt LÚxemborg 20 skfeó Malaga 25 skýjaó MaHorca 28 tóttakýjeó Miaml 25 31 heióakírt Montreal 11 22 akýjaó Moakva 6 10 akýjaó New Vork 20 24 afcýjaó Oaló 1 13 heióakirt Paria 16 28 akýjaó Peking 10 20 heiðakírt Reykjasik 9 akýjaó Rióde Janeiro 15 25 heióskirt Rómaborg 13 34 heióakirt Stokkhóhnur 5 12 heióakíri Sydney 10 22 heióskirt Tókýó 16 20 rigning Vínarborg 16 27 heiðskirl Þórsholn 8 akýjað Fjöldi eldri embættismanna innan kínverska kommúnistaflokksins bauðst til að segja af sér í síðustu viku til þess að hleypa yngri mönnum að. Þessir tveir Kínverjar sjást hér standa fyrir framan Hlið hins himneska friðar í Peking og halda á tveimur blöðum, öðru á ensku en hinu á kínversku, þar sem skýrt var frá þessum afsögnum. Kína: Þingi kommúnista- flokksins lokið Deng boðar strangari flokksstefnu á ný Pekinx, 23. september. AP. SÉRSTOKU þingi kínverska kommúnistaflokksins lauk í dag með því að samþykkt var ályktun þar sem flokksfélagar voru alvarlega varaðir við „hættulegum áhrifum" kaptalismans og hvers konar spillingu í framtíðinni. Leiðtogi flokksins, Deng Xiao- ping, var ómyrkur í máli í ræðu, sem hann flutti. Sagði hann, að einungis sósíalisminn gæti „bund- ið enda á þá græðgi, spillingu og óréttlæti, sem kapaitalisminn fel- ur í sér“. Þrátt fyrir framleiðslu- aukningu undanfarinna ára hefði ekki verið unnt að „útrýma skað- samlegum áhrifum kapitalismans að fullu“. Þess í stað væri ljóst, að margt slæmt, sem horfið hafði eft- ir byltinguna, hefði „lifnað við að nýju“. Hagfræðingurinn Chen Yun, sem er áttræður að aldri og lengi hefur átt sæti í stjórnmálaráðinu, gagnrýndi harðlega það fólk, þar á meðal suma flokksfélaga, sem hann sagði, að hefðu horfið af braut sósíalisma og kommúnisma og snúið „baki við alþýðunni". Báðir þessir menn lögðu áherzlu á afturhvarf til hreinni flokks- stefnu og marxískrar hugmynda- fræði á ný. Þetta vekur athygli sökum þess, að það stingur 1 stúf við stefnu kínverska kommúnista- flokksins að undanförnu, en þar hefur verið stefnt markvisst að umbótum í efnahagslífinu og á mörgum öðrum sviðum þjóðlífs- ins. Hin nýja miðstjórn flokksins kemur saman á morgun, þriðju- dag, til að kjósa nýja menn í þau sæti í stjórnmálaráði flokksins, sem losnað hafa að undanförnu. Nú eru 10 sæti laus af alls 24 sæt- um í stjórnmálaráðinu vegna af- sagna, sem áttu sér stað 16 sept- ember sl. Á flokksþinginu nú, sem var hið fyrsta sinnar tegundar í 30 ár, var samþykkt einróma fimma ára áætlun fyrir árin 1986 til 1990. Þar er gert ráð fyrir 7% hagvexti ár- lega í stað 10% frá árinu 1980. Deng flokksleiðtogi lýsti undan- förnum 7 árum sem þeim beztu í 36 ára sögu Kínverska alþýðulýð- veldisins. Þetta tímabil hefur ein- kennzt af þeirri viðleitni að af- nema hið róttæka yfirbragð, sem setti svo mikinn svip á allt þjóðlíf- ið og komst á í tíð Mao Tse Tungs. „Það hefur ekki verið auðvelt að koma þessum breytingum á. Það er einkum tvennt, sem við höfum gert. Við höfum bætt úr því, sem miður fór, og byrjað umfangs- mikla umbótaáætlun á öðrum sviðum,“ sagði Deng. Deng hvatti jafnframt meðlimi flokksins, sem nú eru um 40 millj- ónir, að iðka sjálfsgagnrýni og forðast hvers konar spillingu. Að undanförnu hafa mörg fjármála- hneyksli verið afhjúpuð í Kína, þar sem um stórar fjárhæðir hef- ur verið að ræða, stundum margar milljónir dollara. Norska ríkisútvarpið: Fréttamenn sakað- ir um hlutdrægni Ósló, 23. sepL AP. RÁÐAMENN í norska ríkisútvarp- inu hafa ákveðið að taka til athugun- Blaðakóngurinn Springer látinn Berlín, 23. september. AP. ÞÝSKI blaðakóngurinn Axel Springer er látinn, 73 ára að aldri. Springer- fyrirtækið hefur tilkynnt að hann hafl dáið á sunnudag eftir skammæ og óvænt veikindi. Klaus-Dieter Nagel, aðalaðstoðarmaður hins látna blaðajöf- urs, sagði á mánudag að dánarorsök hefði ekki enn verið ákvörðuð. Hann sagði að Springer hefði þjáðst af hitasótt og hjartveiki en síðan fengið lungnabólgu. Nagel sagöi að Springer hefði verið fluttur á gjörgæsludeildina í Martin Luther-sjúkrahúsinu 17. september sl. Springer var búsettur og hafði aðalstöðvar fyrirtækis sins f hinni tvískiptu Berlínarborg til að und- irstrika hina and-kommúnísku hugsjón sína, sem skýrt kom fram f greinum og leiðurum í dagblöð- um hans og tímaritum. Fyrsta blaðið sem hann gaf út var „Hörzu“, útvarpsdagskrár- kynningarblað sem hóf göngu sfna 1946 og gefið er út nú í 4 milljón- um eintaka á viku. Dagblaðið Bild, sem stofnað var 1952, hristi á sínum tfma upp f hinum evrópska blaðaiðnaði. Það var einkum ætlað fólki sem ferð- aðist með strætisvögnum og neð- anjarðarlestum og kemur nú út í 5 milljónum eintaka á viku. Það er fullt af myndum af nöktum og hálfnöktum konum, íþrótta- fréttum, glæpafréttum og pólitísk- um fréttum í æsifregnastfl. Bild hefur orðið fyrirmynd sfðdegis- blaða í Evrópu og reyndar víðar. En Bild flytur einnig alvarlegt efni — hin nánu tengsl sem blaðið hefur við ríkisstjórn Helmuts Kohl hefur gert ritstjórn þess fært að verða á undan öðrum með stór- fréttir, svo sem af njósnahneyksl- inu sem nú stendur yfir f Bonn. Axel Springer. Meðal þeirra stórblaða er Springer-samsteypan, sem hefur um 11 þúsund manns á launaskrá, gefur út, er hið útbreidda blað Die Welt — harðsnúið íhaldsamt dagblað sem þekkt er fyrir árás- argjarnar fréttir um erlenda við- burði og náin tengsl við núverandi samsteypustjórn hægriflokkanna. Hinum íhaldssama Springer var mjög umhugað um „spurninguna um Þýskaland" — föðurlandi hans var að lokinni síðari heimsstyrjöld skipt í tvennt, og varð þannig að víglínu kalda stríðsins. Nánir að- stoðarmenn Springers segja að útgáfustarfsemi hans hafi haft fjögur meginmarkið: Sameiningu þýskrar þjóðar, sætt milli Þjóð- verja og gyðinga, höfnun póli- tískra öfgahópa og varðstöðu um frjálst markaðskerfi. Springer varð fyrir mörgum á- föllum í persónulegu lffi sínu. Son- ur hans sem rak vel þekkta ljós- myndamiðlunarskrifstofu f Evr- ópu, réð sér bana með skamm- byssu árið 1980. Barnabarni hans, Axel Sven Springer, var rænt úr svissneskum heimavistarskóla f janúar sl. en hann var þó látin laus án þess að lausnargjaldið væri greitt. Springer var sonur útgefenda smáblaðs í Altonaúthverfi Ham- borgar og byrjaði sem aðstoðar- maður föður sfns. Hann gekk ekki í her nasista f síðari heimsstyrj- öldinni af heilsufarsástæðum. Uppgangur Springer-samsteyp- unnar á árunum eftir strfð varð samstiga vestur-þýska „efnahags- undrinu“ er þjóðin reis úr rústum styrjaldarinnar á nokkrum árum. ar þær ásakanir, að fréttamenn stofnunarinnar hafl gert sér far um að segja sem mest og best frá mál- flutningi vinstrimanna I kosninga- baráttunni en látið undir höfuð leggj- ast að gera frambjóðendum borgara- flokkanna sömu skil. Egil Sundar, ritstjóri Aften- posten, segir f grein i blaðinu, að norskir vinstrimenn standi I mik- illi þakkarskuld við ríkisútvarpið, sér í lagi við sjónvarpið. Nefndi hann m.a., að Káre Willoch, for- sætisráðherra, hefði farið fram á það við forráðamenn sjónvarpsins, að hann fengi að leiðrétta hreinar vitleysur, sem komið hefðu fram f kosningabaráttunni, en verið þver- lega neitað. Segir Egil, að forsætis- ráðherrann hafi fengið miklu minni umfjöllun en flestir aðrir. Ríkisútvarpið hefur svarað þess- ari gagnrýni með því að birta tölur um þann tíma, sem flokkarnir fengu, en samkvæmt þeim virðist á engan hallað. Borgaraflokkarnir svara því aftur, að ekki sé verið að gagnrýna tímann, heldur þann hátt, sem hefði verið á umfjöllun- inni. Bjartmar Gjerde, útvarps- stjóri, er mjög ósammála þessari gagnrýni en telur þó hagsmunum útvarpsins best borgið með því að láta kanna ofan í kjölinn hvað hæft er í henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.