Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Morgunbla&ið/Dagur Akureyri-KGA. Valur Arnþérsson í flugstjóras«tinu f kennsluflugi í sumar. Honum á hægri hlið situr Sigurbjörn kennari. Er að reyna að láta þrjátíu ára gamlan draum rætast — segir Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS og kaupfélags- stjóri KEA, sem hóf flugnám hjá Flugskóla Akureyrar í sumar „ÉG HEF HAFT áhuga á því að læra að fljúga f þrjátíu ár og er nú loksins að reyna að láta gamlan draum rætast," sagði Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður SÍS og kaupfélagsstjóri KEA, í samtali við Morgunblaðið, en í sumar hóf hann flugnám hjá Flugskóla Akureyrar. „Starfs míns vegna flýg ég mjög mikið og því getur það stundum komið sér vel að geta sjálfur gripið í,“ sagði Valur. „Ég fer þó ekki að taka neina áhættu í tvísýnum veðrum, enda stórviðskiptavinur hjá Flugleiðum. Þetta er meira til að geta gripið f þegar á þarf að halda og veður er gott. Flugnámið hóf ég í júlímánuði og lauk sóló- prófinu í ágústbyrjun. Næst verður stefnan tekin á einkaflugmanns- prófið, en alveg er óákveðið hve- nær ég lýk því.“ Hefur það reynst þér erfitt að finna tíma aflögu fyrir flugnámið? „Þetta gekk ágætlega í sumar. Þá gat ég flogið eldsnemma áður en ég hélt til vinnu og notað helg- arnar að auki. I vetur mun ég þó vafalaust hafa minni tfma aflögu og verða helgarnar þá að duga mér.“ Hvað finnst þér svo um að svífa einn um háloftin? „Flugið er ákaflega áhugavert viðfangsefni og afar góð tilbreyt- ing fyrir þá sem stunda erfiða vinnu. Ég hvet alla þá, sem hafa áhuga og tök á þvf að læra að fljúga, að láta verða af þvf. Að sjálfsögðu er afar þýðingarmikið að flugkennslan sé vönduð og not- uð séu góð tæki, þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Vil ég í því sam- bandi bera sérstakt lof á Flugskóla Akureyrar þar sem ég hef notið góðrar kennslu á mjög góðum tækjum,“ sagði Valur Arnþórsson. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Veiðistefnan aðeins mörkuð í samstarfi við hagsmunaaðila Segir engan ágreining vera meðal framsóknarmanna um fiskveiðistefnuna „ÞAÐ ER algjör fjarstæóa að tala um að upp sé kominn logandi ágreiningur meðal okkar framsóknarmanna vegna stefnumörkunar í fiskveiðimál- um,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegs- ráðherra hefði aldrei dottið í hug að marka fiskveiðistefnu næstu ára í ágreiningi við hagsmunaaðila sjávar- útvegsins. „Halldór leggur fram þetta frum- varp, til þess að fá um það umræðu og hann ætlar að halda um þessi mál heljarmikla ráðstefnu um næstu mánaðamót," sagði Stein- grímur og sagðist hann telja að sjávarútvegsráðherra héldi alveg rétt á þessum málum. Forsætisráðherra var á fundum í sínu kjördæmi um helgina, og sagði hann að næstum öll umræðan á Vestfjörðum á þessum fundum snérist um sjávarútveginn. „Það liggur ljóst fyrir, að mikill meiri- hluti útgerðarmanna á Vestfiörðum er heitur á móti kvótanum. Eg lýsti þeirri skoðun minni á þessum fund- um, þegar ég var spurður hvort ég teldi að frumvarp sjávarútvegsráð- herra yrði samþykkt á Alþingi, að frumvarpið væri fyrst og fremst lagt fram til þess að fá fram um- ræðu um þessi mál,“ sagði Stein- grímur, Jafnframt sagði ég að æskilegt væri ef hægt væri að marka fiskveiðistefnuna til fleiri ára, en ég teldi hins vegar að þetta frumvarp yrði aldrei samþykkt á Alþingi, nema því aðeins að hags- munaaðilar mæltu með því. Því yrði það einkum á Fiskiþingi og LIU- þingi sem afstaða til þessa máls yrði rædd.“ Forsætisráðherra sagðist hafa lagt mikla áherslu á í máli sínu fyrir vestan, að viss möguleiki til lausnar á þessari deilu, væri sá að útfæra sóknarmarkið betur, þannig að þeir sem ekki vildu hafa kvóta gætu sætt sig við stjórnun veið- anna. Hvalarannsóknir * Islendinga: Erlendum aðil- um boðin þátttaka Hafrannsóknastofnun er um þessar mundir að senda út boð til eríendra aðilja um þátttöku í fyrirhuguðum hvalarannsóknum íslendinga á næsta ári. Ennfremur er ýmsum aðiljum á sviði rannsókna kynnt áætlunin. Enn er ekki ljóst hver viðbrögð við upplýsingum og boðum stofnunar- innar verða, en undanfarin ár hafa vísindamenn haft aðstöðu til rann- sókna í Hvalstöðinni og nokkuð margir nýtt sér hana. Fyrirætlanir stjórnvalda um rannsóknirnar í samvinnu við Hval hf. standa þvi óhaggaðar þrátt fyrir skiptar skoð- anir á þeim og andstöðu ýmissa nátt- úruverndarsamtaka. Birkir Baldvinsson undirritar samning við Hagkaupsmenn: Enginn vafi á að húsið verður miðstöð verslunar í landinu — segir Birkir í samtali við Morgunblaðið BIRKIR Baldvinsson flugvélasali í Lúxemborg undirritaði í gær samning við Hagkaupsmenn um kaup á verslunarhúsnæði í Hagkaupshúsinu í nýja miðbænum, sem nú er í byggingu. í samtali við Morgunblaðið í gær vildi Birkir ekki segja nákvæmlega hversu stóran hlut hann hefur keypt í húsinu eða hvert kaupverðið væri, en að sögn Sigurðar Gísla Pálmasonar stjórnarformanns Hagkaups, er um verulegt rými að ræða, en þó minna en húsnæði það sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur keypt undir áfengisútsölu í húsinu, en það er 1100 fermetrar. Morgunblaðið/Áni Sæberg. Frá undirritun samnings Birkis við Hagkaup í gær. Ragnar Atli Guð- mundsson, framkvæmdastjóri nýbyggingar Hagkaups, og Birkir Baldvins- son. Morgunblaðið/Júlfus Kjós: Lá við bruna að Fremra-Hálsi EKKI mátti miklu muna að miklar skemmdir yrðu á nýju íbúðarhúsi að Fremra-Hálsi í Kjós laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Þar var kominn mikill hiti og reykur í bygging- arefni á gólfi hússins þegar heimilisfólk á bænum kom á fætur. Slökkvilið Reykjavíkur kom á vettvang og tókst að koma í veg fyrir að eldur kviknaði í efninu. Talið er víst að slæmum frá- gangi á rafmagnsleiðslum í hús- inu hafi verið um að kenna. Rafmagn fór af í sveitinni í fyrri- nótt og virðist sem ekki hafi verið tekið úr sambandi áður en starfs- menn fóru úr húsinu. Myndin var tekin þegar slökkviliðsmenn voru að störfum í húsinu. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra nýbyggingar Hagkaups, er nú buið að selja um 60% af þvi 10 þúsund fermetra verslunarrými sem falt er á þessu stigi, samtalst til 25 aðila, og samningar eru nú í gangi um sölu á 3.500 fermetrum. Stefnt er að því að taka fyrri áfanga verslunarmiðstöðvarinnar í notk- un á miðju ári 1987 og þá með 50 verslunum. Fullbyggt verður Hagkaupshúsið 28 þúsund fer- metrar að stærð og er gert ráð fyrir að í húsinu verði 75 verslanir. Birkir Baldvinsson sagði að hann hefði lagt út í þessi kaup af þeirri einföldu ástæðu að hann teldi að hér væri um sérstaklega góða fjárfestingu að ræða: „Það er enginn vafi á þvf að þessi staður á eftir að verða miðstöð verslunar á íslandi í framtíðinni," sagði Birkir. „Staðsetningin er góð, bíla- stæði næg og það hefur augljósa kosti að hafa slíkan fjölda versl- ana undir einu þaki. Og þetta verður ekki aðeins verslunármið- stöð, heldur menningar- og félags- miðstöð líka. Ég byggi þessa skoð- un mína á reynslunni í Lúxem- borg. Þar var slík miðstöð byggð fyrir 10 árum og þá voru kaup- menn tregir til að kaupa, en nú er svo komið að menn standa í biðröðum eftir að komast inn og húsnæðið hefur tifaldast í verði a.m.k. Svo ég tel engann vafa á því að þetta er geysigóð fjárfest- ing.“ Birkir segir hugsanlegt að hann muni stofna til eigins verslunar- reksturs á þessum stað í framtíð- inni, en fyrst í stað ætlar hann að leita eftir leigendum. „Ef ég fæ góða leigendur, leigi ég, annars byrja ég á einhverju sjálfur," segir hann. — En hverju? „Möguleikarnir eru óþrjótandi." — Þú ert ekki með neitt sér- stakt í huga? Matsölustað til dæmis? „Það er aldrei að vita, ég hef rekið skyndibitakeðju í Evrópu og hef þvf góða reynslu á því sviði. En þetta er óráðið og í augnablik- inu hef ég fyrst og fremst hug á því að leigja." — Ertu að hugsa um að flytja aftur til íslands? „Nei, ekki í bráð, en ég verð hér á landi með annan fótinn, eins og alltaf." — Þú ætlar þá ekki að minnka umsvifin í flugvélasölunni? „Nei, alveg örugglega ekki." — Þú hefur náð miklum árangri í viðskiptum Birkir, og þegar kaup þín á hlutabréfum Flugleiða voru til umræðu í sumar þá lýstir þú því yfir að þú litir alltaf langt fram í tímann þegar þú fjárfestir. Hvert er bitt álit á möguleikum okkar Islendinga styrkja stöðu okkar efnahagslega? Hvar liggja möguleikarnir þegar til langs tíma er litið? „Fiskurinn er og verður okkar gull um langa framtíð enn. Það er óumdeilanlegt. En á þvf sviði mæfti kannski ýmislegt betur fara. Ég hef áður sagt að ég tel að það eigi að fækka togurum og fjölga smábátum f staðinn. Með þvf ynnist margt: Fjárfesting út- gerðarinnar minnkaði, atvinna yrði meiri og stöðugri og atvinnu- tækin yrðu betur nýtt. Þá hef ég mikla trú á því að fiskeldið eigi framtíð fyrir sér. Svo finnst mér að stjórnvöld ættu að fhuga vel þann möguleika að setja upp frfverslunarsvæði hér á landi nálægt Keflavíkurflug- velli. Það ætti að opna leið til þess að erlendir bankar sjái sér hag í því að setja upp útibú hér með umtalsverðum viðskiptum. Island hefur þá sérstöðu í Evrópu að vera tveimur klukkutímum „nær“ Bandaríkjunum en önnur Evrópulönd, sem getur skipt miklu máli í verðbréfaviðskiptum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.