Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Frægðar- menn Tónlistin skipaði all veglegan sess í helgardagskrá ríkis- fjölmiðlanna. Til dæmis skall kon- ungurinn sjálfur, Johann Sebasti- an Bach, alls óvænt á hlustum og sjónum sjónvarpsglápara nú á sunnudaginn er ríkissjónvarpið af rausn sinni varpaði Bach-hátíð- inni í Stuttgart beint inn í stofu um gervihnött. Ekki sakar hin stórfenglega músík en víða er nú slíkt argaþras og barnagalsi á heimilum um sjöleytið að háfleyg kantötumúsík drukknar í látun- um. Verð ég að segja alveg eins og er að mér finnst þeir hjá sjónvarp- inu orðnir full ginnkeyptir fyrir beinum gervihnattasendingum sem af einhverjum undarlegum ástæðum virðast einkum rata hingað á skerið á kvöldmatartím- um. Bach-karlinn hefir nú staðið af sér boðaföll tímans og tískunn- ar ! 300 ár og einhvern veginn finnst mér ekki skipta máli klukkutími til eða frá þá tónlist meistarans hljómar í einhverju skoti heimsins. Það er annað mál þegar dægurflugur á borð við Eurovision-keppnina flögra um öldur ljósvakans, þá er um að gera að grípa gæsina. En vissulega ber að taka viljann fyrir verkið. Paul En það var ekki bara sjálfur konungur tónanna er skreytti skjáinn þessa helgi, annar ágætur fulltrúi tónlistarinnar birtist í breskum rabbþætti er nefndist Með kveðju til Breiðstrætis. Sá nefndist Paul McCartney og starf- aði einu sinni í hljómsveit er nefndist The Beatles. Man annars nokkur eftir þeirri hljómsveit? Sá er hér stýrir penna er til allrar hamingju kominn á þann aldur er minnist rækilega þeirra daga er Bjöllurnar voru upp á sitt besta. Verður sú tíð er bjöllurnar gullnu hljómuðu í eyrum af strætum ónefndra breskra borgara og síðar afskekkts íslensks sjávarþorps ekki rifjuð upp hér, en ekki er ég frá því að þeir tónar hafi á vissan hátt stöðvað tímans þunga nið. Þó segja nú sumir að einu ummerki þessa bjöllufaraldurs sé að finna í síðum hárlokkum og ofnæmi fyrir lakkrísbindum. Ekki veit ég það svo gjörla því sumir virðast nú stíga beint í skó feðra sinna og mæðra eins og ekkert hafi í skor- ist. /Hagkaup Hver er þá staða upphafsmann- anna að þessu öllu saman? John fallinn fyrir hendi morðingja, Ringo og Harrison fara með veggjum nema helst í Atlavík og eftir situr Paul McCartney fyrir framan sjónvarpsvélarnar eins hversdagslegur og eðlilegur og heima í eldhúsi. Hvílíkur snilldar- maður; leiðtogi heillar kynslóðar, margfaldur milljónamæringur í pundum talið og enn frægur um víða veröld og samt svo ljúfur, hversdagslegur og lítillátur. Sum- ir kunna að halda að Paul hafi sett alþýðleikann á svið í fyrrgreindri heimildamynd en ég rabbaði eitt sinn við íslenska stúlku sem hafði hitt kappann í stórverslun í New York. Hann var þar ásamt Lindu að kaupa föt á börnin. Gáfu þau hjónin sig á tal við stúlkuna og spurðu tíðinda af tslandi, var þar samt einkum rætt um þvottaeig- inleika efnanna í barnafatnaðin- um og annað í þeim dúr. Fann stúlkan lítinn mun á Paul og Lindu og hversdagsfólki heima í Hagkaup. Hún lét hins vegar ógert að bera þau hjónin saman við suma „heimsfræga" íslendinga er stundum rekast á íslenskt al- þýðufólk við opnun málverkasýn- inga eða í kokkteilboðum af öðru tilefni enda sést slíkt frægðarfólk sjaldnast í Hagkaup. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Bein lýsing á leik íslands og Spánar ■i Landsleikir 5Q leikmanna tutt- — ugu og eins árs og yngri hafa yfirleitt ekki verið mikið í sviðsljósinu, og sjaldgæft að lýst sé beint frá leikjum þeirra. í kvöld verður hins vegar breyting þar á og þá mun Samúel örn Erl- ingsson lýsa leik fslenska landsliðsins, skipað þess- um ungu og efnilegu leik- mönnum, við unga knatt- spyrnumenn frá Spáni. Spánverjar hafa löngum þótt skeinuhættir á knatt- spyrnusviðinu og því eftir- sóknarvert að sigrast á þeim á knattspyrnuvellin- um. Ómar Torfason leikur sér með knöttinn. Hann var valinn sem leikmaður eldri en 21 árs, en heimilt er að hafa a.m.k. einn slíkan I liðinu. Spjallað við H.J.Eysenck ■I Fyrir skömmu 3Q var staddur hér — á landi hinn kunni sálfræðingur H.J. Eysenck, sem á undan- förnum áratugum hefur starfað í Bretlandi. í sjón- varpinu í kvöld verður þáttur þar sem ögmundur Jónasson, fréttamaður, mun spjalla við Eysenck. Eysenck er líklega kunnastur fyrir rannsókn- ir sínar á greindarvísitölu (IQ) en hann flutti einmitt fyrirlestur um fræði sín er hann kom hingað. Skyldu þeir þessir vita hvernig grasið er á litinn? Skynja hundar liti? ■■■■ Hvernig skynja qa 4Q dýrin umhverfi ZU sitt? Skynja hundar til dæmis liti eða sjá naut raunverulega rautt þegar rauðri dulu er veifað fyrir framan nas- irnar á þeim? Um þetta og sitthvað fleira fjallar bresk heimildamynd sem verður á dagskrá sjón- varpsins í kvöld og nefnist „Með augum dýranna". Þar sem sjónskynjun dýranna hefur þróast og aðlagast ýmsum aðstæð- um sem þau lifa í er skynj- un oft á tiðum mjög frá- brugðin sjón okkar mann- anna. Það ætti að vera ákaflega forvitnilegt að fylgjast með þessari mynd sem tekin var með nýjustu tækni og ætti að skýra eitt og annað um hina marg- víslegu sjón dýranna. Annar hluti Dáðadrengjanna ^■B■ Annar hluti 4fl Dáðadrengja — verður á dag- skrá sjónvarpsins í kvöld og ólíklegt að aðdáendur þeirra Steiger og Perkins láti hann fram hjá sér fara. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með fyrsta þætti er ástæða til að segja lítil- lega frá efni þeirra. Þeir fjalla um kjarn- orkuvísindamanninn Sok- arev, sem er ísraelskur. Honum er boðið að halda fyrirlestur um sín fræði i London. PLO kemst á snoðir um ferðalag hans og leggur drögin að því aö lifláta hann i stórborg- inni. ísraelsmenn fá veður af fyrirætlunum þeirra en standa fast við fyrri ákvörðun um að senda Sokarev til London. Hon- um er fenginn lífvörður sem má muna sinn fífil fegri en gerir sér samt fulla grein fyrir því að Sokarev skal lifa, hvað sem það kostar. Anthony Perkins í hlutverki lífvarðarins. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 24. september 7.00 Veöurlregnir. Fréttir. Bæn Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Guðvaröar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Guömundur Hallgrlmsson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Bleiki togarínn" eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Guörún Birna Hannesdóttir les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynning- ar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugreinar dag- blaðanna (útdr.) Tónleikar. 10.45 „Ljáöuméreyra" Hólmfrlður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. RÚ- VAK. 11.15 Ifórummlnum Umsjón: Ingimar Eydal. R0- VAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Léttlög 14.00 „ A ströndinni" eftir Nevil Shute Njörður P. Njarövlk les pýö- ingu slna (3). 14.30 Miödegistónleikar a. Sinfónla nr. I I D-dúr, „Klasslska sinfónlan" eftir Sergei Prokofiev. St. Martin-- in-the-Fields-hljómsveitin leikur; Neville Marriner stjórnar. b. Sinfónla nr. 2 I e-moll eftir Sergei Rakhmaninoff. Ffl- harmonlusveit Berllnar leik- ur; Lorin Maazel stjórnar. 15.15 Utogsuður Endurtekinn þáttur Friöriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15j45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Upptaktur — Guðmundur Benedikts- son. 17.05 „Völvan", saga úr „Sólskinsdögum" eftir Jón Sveinsson Ragnheiður Gyða Jónsdóttir i 19J5 Ævintýri Olivers bangsa. Fimmti þáttur. Franskur brúðu- og teiknimyndaflokk- ur I þrettán þáttum um vlð- fðrlan bangsa og vini hans. Þýðandi Guðni Kolbeinsson, lesari með honum Bergdls Björt Guönadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Með augum dýranna. (Through Animals Eyes.) Ðresk heimildamynd. Hvern- ig sjá dýrin veröldina? Greina hundar liti? Sér naut- ið rautt og hvernig kemur les þýðingu Freysteins Gunnarssonar (2). 1740 Slðdegisútvarþ — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tiikynningar. 1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Svitiogtár Guörún Jónsdóttir stjórnar þætti fyrir unglinga. 20.20 Sþánn — Island Samúel örn Erlingsson lýsir knattsþyrnuleik þessara liöa sem skipuð eru leikmönnum 21 ársogyngri. 2045 Tónleikar 20.55 Samtlmaskáldkonur. Birgitta Trotzig SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 24. september kötturinn auga á bráöina I myrkri? Svo mikið er vlst að sjón ýmissa dýra er mjög frábrugðin sjón manna. I myndinni er sjónvarpstækni beitt til að sýna hvernig dýrin sjá umhverfi sitt samkvæmt niöurstððum nýjustu rann- sókna. Þýöandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 2140 Dáöadrengir. (The Glory Boys.) Annar hluti. Bresk sjónvarpsmynd I þremur hlutum, gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Gerald Seymour. Aðalhlut- Dagskrá I tengslum við þáttaröö norrænu sjónvarps- stððvanna. Umsjón: Alfheiður Lárus- dóttir. Lesari með henni: Anton Helgi Jónsson. 21.25 Leikið á orgel og blást- urshljóðfæri a. Partlta nr. 1 I C-dúr tyrir orgel, óbó, og fagott eftir Johann Wilhelm Hertel. b. Fantasla I f-moll fyrir orgel og óbó eftir Johann Ludwig Krebs. André Luy leikur á orgel, Jean-Paul Goy á óbó og Grant McKay á fagott. 2145 Útvarþssagan: „Einsemd langhlauparans" eftir Alan Sillitoe Kristján Viggósson byrjar lestur þýöingar sinnar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. w verk: Rod Steiger og Anth- ony Perkins. Tveir hryöjuverkamenn sitja um llf vlsindamanns frá Israel sem flytja á fyrirlestur I Lund- únum. Þýðandi Kristmann Eiösson. 22.30 Nokkrir þankar Eys- encks. ögmundur Jónasson frétta- maður ræöir við sálfræöing- inn H.J. Eysenck. Hann flutti hér nýlega nokkra fyrirlestra um kenningar slnar og rann- sóknir sem vakið hafa heimsathygli. •n g Fréttir i dagskrárlok. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Jón Leifs og þjóðleg tón- menntastefna Dr. Hallgrlmur Helgason flyt- ur slðara erindi sitt. 23.30 Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum — Sviþjóö Slðastur fimm þátta á ensku sem útvarpsstðövar Norður- landa hafa gert. Umsjónarmaöur: George Varcoe. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 24. september 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. i 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.