Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 24.09.1985, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 Fjármagn og þekking frá Noregi nauðsynleg — segir Matthías Garðarsson starfsmaður norska sjávar- útvegsráðuneytisins um uppbyggingu fiskiræktar á Islandi „VILJI íslendingar fá hraða og önigga þróun í fiskirækt hjá sér virðist mér nauðsynlegt fyrir þá að fá til þess fjármagn og þekkingu frá Noregi. Annars verður þróunin hér hæg og mun kosta mörg mistök, sem >ður hafa verið leyst í Noregi og því má komast hjá þeim. Stjórnvöld ættu því að stefna að því að fá þá íslend- inga, sem nú eru við nám í fiskirækt í Noregi, til baka til íslands til að nýta þekkingu þeirra við uppbygging- una. Einnig ættu þau að hugleiða að koma á fót sérstakri deild, gjarnan undir sjávarútvegsráðuneytinu, sem hefði umsjón með uppbyggingu fisk- ræktar,“ sagði Matthías Garðarsson, starfsmaður norska sjávarútvegs- ráðuneytisins í samtali við Morgun- blaðið. Matthías var hér staddur á fiskeldissýningunni í Laugardalshöll með norsku fyrirtækjasamsteypunni UFN, sem sérhæfír sig í þjónustu við fyrirtæki í fískirækt. t. „UFN er skammstöfun á fyrir- tækisnafni, sem þýðir eiginlega vörur og þjónusta til fiskiræktar,“ sagði Matthías aðspurður um það fyrir hvað UFN stæði. „UFN byrj- aði sem opinbert verkefni, þar sem opinber ráðgjafarþjónusta stjórn- aði verkinu og fékk um 20 norsk fyrirtæki með í dæmið. Hug- myndin var að kanna möguleikana á því, að safna þessum fyrirtækj- um saman í eitt, sem einungis fengist við fiskirækt, þó fyrirtækin ein sér geti fengizt og fáist við ýfhislegt annað. Ástæða þess að byrjað var á þessu var sú, að það vantaði fyrirtæki, sem gæti boðið heildarpakka, bæði tæknibúnað, ráðgjöf, skipulagningu, fjármögn- un og tryggingar fyrir fiskirækt- ina. Þessu opinbera verkefni lauk með því að fyrirtækið var stofnað í sumar. Ég er starfsmaður fiskimála- deildar sjávarútvegsráðuneytisins í Bodö í Nordlands-fylki. Þar erum við 40 manns dreifðir um fylkið með aðalskrifstofu í Bodö. Starfs- sviðið er ráðgjöf, stjórnun, fram- kvæmd, ákvörðun í sambandi við sjávarútvegsmál, þar á meðal fisk- eldi í okkar fylki. Vegna þess, að ég er íslendingur og starfa við þetta, var ég lánaður UFN til aðstoðar þeim hér á sýningunni í Reykjavík," sagði Matthías. „Við erum ánægðir með sýning- una vegna þess, að við komum ekki til þess að selja, heldur til að kynna fyrirtækið og kynnast því, sem er að gerast í fiskeldi á íslandi í dag og til þess að komast í sam- bönd við samstarfsaðila hér. Eftir viðtöl, sem við höfum átt við aðra erlenda þátttakendur, virðast þeir, sem komu á sýninguna sem sölu- sýningu, óánægðir. Ástæðan fyrir því að við erum tiltölulega ánægðir er sú, að við álítum að það séu möguleikar á fiskirækt fyrir hendi á islandi og UFN vill vera með og taka þátt í þeirri þróun, sem við reiknum með að muni verða hér. f Noregi er fiskirækt orðin einn arðbærasti atvinnuvegur, sem þekkist í landinu i dag. Til dæmis er ríkisstjórnin búin að ákveða að fiskirækt sé ein af þeim atvinnu- greinum, þar sem rannsóknir og vísindastörf verði höfð í hávegum á næstu árum. Jafnframt er rækt- un á laxi og silungi í Noregi háð sérstökum leyfum. Þetta þýðir það að sérstakar reglur gilda fyrir veitingu á leyfum fyrir þessa ræktun og viðbót og aukning því takmörkuð. Til dæmis hefur norska sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að í haust skuli veita 150 ný leyfi fyrir lax og silung í landinu. Þegar umsóknarfrestur var liðinn höfðu 1.500 sótt um. Mikið fé er til í þessari atvinnu- grein og mikill áhugi hjá fjársterk- Opinberar heim- sóknir forseta koma viðskiptaðilum vel Hu( 21. september. Frá fréturitara Morgunbladsins, Önnu Bjarnsdóttur. HEIMSÓKN Vigdísar Finnbogadóttur, forseta ísiands, til Hollands, var með öðru sniði en heimsókn hennar til Spánar. Þar er tekið á móti opinberum gestum með miklum íburði en Hollendingar gera ekki eins mikið úr opinberum heimsóknum þjóðhöfðingja almennt. Þó var skrifað þó nokkuð um ísland og Vigdísi forseta í hollensk blöð á meðan á heimsókn hennar stóð. Þráinn Þorvaldsson, fram- myndu nú muna lengi og tala um kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að opinberar heimsóknir forseta gætu haft mikið gildi fyrir íslenskt þjóðfélag í heild sinni vegna athyglinnar sem þær vektu. „Fjöldi íslendinga fær þá hug- mynd af fréttum að ferðir forseta séu ekkert nema heimsóknir í hallir og séu peningasóun fyrir þjóðfélagið. Þetta er alls ekki rétt þar sem forseti vekur mikla at- hygli á íslandi á ferðum sínum og það kemur bæði menningar- og viðskiptamálum okkar mjög vel. Hver veit t.d. nokkuð um eyjuna Íjöltu sem er svipuð að stærð og sland og má bera saman við okkar • land? Hverjum dettur í hug að kaupa vörur þaðan? Við vitum ekkert um Möltu og því hugsum við ekki um viðskiptamöguleika þar. Vigdís forseti vekur mikla athygli á íslandi og það er okkur til góðs“. Þráinn sagði að margir við- skintsaðilar fslendinga í Hollandi það að þeir hefðu verið boðnir í veislu með þjóðhöfðingja íslands. „Mörgum þykir það afar merki- legt,“ sagði Þráinn „og það tengir þá nánari böndum við viðskiptaað- ila þeirra á íslandi. Það hefur geysilega mikla þýðingu þegar forsetinn tekur þátt í heildarkynn- ingu á landinu, eins og Vigdís forseti gerði með því að mæta í móttöku íslenskra viðskiptaaðila og stofnana í Haag á föstudag. Auðvitað þarf að gæta þess að halda virðingu forsetaembættisins í þessu sambandi en það er hægt og hefur verið gert,“ sagði Þráinn. Hann nefndi að það hefðu borist til íslands um 800 úrklippur frá Bandaríkjunum um Vigdísi forseta og ísland eftir að hún opnaði Scandinavia Today fyrir þremur árum. „Það var stórkostleg kynn- ing sem landið fékk í sambandi við það ferðalag. Athyglin í Hol- landi hefur að sjálfsögðu ekki verið eins mikil en nú er það okkar viðskiptaaðilanna að nýta hana á sem bestan hátt.“ um fyrirtækjum, sem ekki þurfa þó að vera í fiskiræktinni. Vegna þess að fiskirækt er mjög arðbær atvinnugrein eru mörg fyrirtæki, sem vilja eiga viðskipti við hana. Þar sem frekari aukning er tak- mörkuð í Noregi, leita þessi fyrir- tæki gjarnan eitthvað annað, bæði með fjármagn sitt og viðskipti. Þess vegna hafa Norðmenn meðal annars á huga á íslandi og upp- byggingu þar. Því hefur UFN sett sér það markmið að vera með í uppbyggingunni á íslandi, meðal annars með því að veita til hennar fjármagni. UFN hefur vegna þess verið í sambandi við þó nokkra aðila á sýningunni, sem hefur verið boðið upp á ókeypis ráðgjöf við áætlanir um fiskirækt. Við erum í sambandi við mörg fyrirtæki, sem hafa áhuga á samstarfi við UFN og hugsanlega verður lausnin sú, að stofnað verði nýtt fyrirtæki, þar sem UFN á þá minnihluta og önnur fyrirtæki, eitt eða fleiri, eiga þá meirihlutann. Gallinn er bara sá, að það virðist leitun að fyrir- tækjum á fslandi í dag, sem hafa einhverja þekkingu á fiskiræktar- málum. Þá á ég ekki við þau fáeinu fyrirtæki, sem nú eru með tiltölu- legar stórar áætlanir með upp- bygginu fiskiræktarstöðva." Hvað finnst þér um þá bjartsýni, sem ríkir varðandi uppbyggingu og afkomu fiskiræktar hér á landi? „Fyrir utan tiltölulega þröngan hóp manna, sem starfar við upp- byggingu á stöðvum í samstarfi við Norðmenn, virðist kunnáttu- leysi hjá fólki, sem er með áætlanir um að hefja fiskirækt, vera allmik- ið. Forsætisráðherra sagði við opnun sýningarinnar, að hann væri sannfærður um, að fiskirækt ætti eftir að verða einn af horn- steinum atvinnulífs í landinu og bjarga þjóðinni út úr þeirri kreppu, sem hún væri í í dag. Þrátt fyrir þetta finnst ekki á islenzka bókamarkaðinum ein einasta fræðibók á íslenzku um fiskirækt. Þess vegna er almenn þekking fólks á þessu sviði á mjög lágu stigi og þeir aðilar, víðs vegar um land, sem hyggjast fara út í fiski- rækt geta ekki útvegað sér upplýs- ingar um hana á móðurmálinu. Sé miðað við þær kröfur, sem í Noregi eru settar um kunnáttu þeirra, sem vilja hefja fiskirækt, má nefna að talsverður fjöldi þeirra, sem eru á skrá hjá Veiðimálastofn- un hér, fengi aldrei leyfi til fiski- ræktar í Noregi vegna kunnáttu- leysis," sagði Matthías Garðars- son. MorgunblaðiS/Ól.K.M. Ferskum þorski úr BÚR-togaranum Ottó N. Þorlákssyni skipað um borð í Ljósafoss. Frystiskip flytur ferskan físk — Ljósafoss flutti 139 lestir til Grimsby fyrir BÚR LJÓSAFOSS, frystiskip Eimskipafé- lagsins, sem að undanfdrnu hefur verið verkefnalítið, flutti um helgina talsvert magn af ferskum físki á markað í Grimsby í Englandi. Megnið af fískinum var frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en þangað barst á laug- ardag meiri afíi, en með góðu móti var hægt að vinna í fískiðjuverinu. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri BUR, sagði í samtali við Morgunblaðið, að til þess bragðs hefði verið gripið þegar Ottó N. Þorláksson, togari fyrirtækisins, hefði verið kominn með 250 lestir af þorski á laugardag og von hefði verið á togaranum Hjörleifi inn eftir helgina. Fyrirsjáanlegt var að ekki hefði verið hægt að vinna allan þennan fisk án þess að hætta væri á skemmdum. Ekki hefði reynzt unnt að fá söludag í Bretlandi fyrir skipið vegna of stutts fyrirvara og þar að auki væri Ottó togari en ekki flutningaskip. Þar sem of langt hefði verið í brottför næsta áætlun- arskips til Bretlands hefði þetta því verið eina færa leiðin til að forða aflanum undan skemmdum. Þar sem Ljósafoss er frystiskip, þurfti ekki að stafla fiskinum í gáma, heldur voru fiskkassarnir einungis fluttir beint á milli skipa, alls 139 lestir. Brynjólfur Bjarna- son, sagði það alveg óvíst hver út- koma á flutningi sem þessum yrði. Þetta væri spennandi dæmi, en framboð, eftirspurn og fleira gæti haft mikil áhrif á endanlega út- komu. Fiskurinn yrði ekki seldur fyrr en í lok vikunnar og þangað til yrðu menn að bíða. FÍI varar við álagningu söluskatts á tölvur: Þýddi verulegan afturkipp í tölvuvæðingu iðnfyrirtækja „ÞAÐ skýtur skökku við að á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn nýsköpunar og tækniframfara í ís- lensku atvinnulífí skuli aðgerðir fyrirtækja á þessu sviði skattlagðar. Þetta sýnir einnig að hið fyrsta verð- ur að taka upp virðisaukaskatt í stað núverandi söluskatts," segir í frétt frá Félagi íslenskra iðnrekenda, sem Morgunblaðinu hefur borist. Tilefnið eru þær hugmyndir sem heyrst hafa, að við undirbún- ing fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár hafi komið til tals að leggja söluskatt á tölvur og tölvuþjón- ustu. í fréttinni segir ennfremur: „Álagning söluskatts á tölvur, tölvuhugbúnað og hugbúnaðar- þjónustu myndi hafa í för með sér verulegan afturkipp í þeirri tölvu- væðingu iðnaðarfyrirtækja, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, ekki síst eftir að söluskatt- ur var afnuminn af tölvum á árinu 1983. Þessi töluvæðingur hefur tví- mælalaust haft í för með sér veru- lega hagræðingu fyrir iðnaðarfyr- irtækin. Þessi þróun hefur haft í för með sér mikla grósku í íslensk- um hugbúnaðariðnaði og hefur haft mikla þýðingu fyrir þessa ungu iðngrein, sem hlýtur að eiga mikla framtíð fyrir sér. Öflug starfsemi á innanlandsmarkaði hlýtur að vera forsenda fyrir möguleikum á erlendum markaði. Samkeppnisstaða íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja við erlend fyrirtæki myndi stórlega versna ef lagður yrði söíuskattur á þann dýra tölvubúnað, sem nota þarf við hugbúnaðarframleiðslu. Fyrirvaralítil og fyrirvaralaus álagning söluskatts á tölvur, tölvuhugbúnað og hugbúnaðar- þjónustu, getur einnig haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir samn- inga, sem þegar er búið að gera um tölvubúnað. Þar má til dæmis nefna þegar gerða samninga um sölu á tölvum, tölvukerfum og þjónustu fyrir margar milljónir króna, þar sem samningurinn nær til næstu 6—12 mánaða."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.