Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985
7
MoreunblaAiA/Dmvió Pétnrason
Fjölmenni var aö Lundi í Lundarreykjadal vid útför Ingimundar Ásgeirsson-
ar á Hæli.
Borgarfjörður:
Mjög fjölmenn útför Ingi-
mundar Ásgeirssonar
Grund, Skorradal, 21. september.
í DAG fór fram frá Lundarkirkju í
Lundarreykjadal útfor Ingimundar
Ásgeirssonar bónda á Hæli í Flóka-
dal.
Um 400 manns voru við útförina,
sem fór fram í hinu fegursta veðri.
Sr. Guðmundur Sveinsson, fyrrum
sóknarprestur í Hestaþingapresta-
kalli jarðsöng.
Að lokinni útfór að Lundi var öll-
um viðstöddum boðið í erfidrykkju í
félagsheimili sveitarinnar að Braut-
artungu.
— DP.
Læknaþing:
Verður verðlaunabókin
ef tir þig?
Þú gætir orðið hundrað þúsund krónum ríkari...
Nú eru tæpir þrír mánuðir til stefnu.
Frestur til að skila handritum að nýjum
bama- og unglingabókum til
Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka
retinur út 15. desember næstkomandi.
Ein verðlaun verða veitt fyrir besta
handritið, 40.000 krónur að viðbættum
höfundarlaunum samkvæmt samningi
Rithöfundasambands íslands og Félags
íslenskra bókaútgefenda. Miðað við
meðaluþplag barnabóka gæti þetta
samtals numið rúmlega eitt hundrað
þúsund krónum.
Verðlaunasjóðurinn var stofnaður fyrr á
þessu ári í tilefni af 70 ára afmæli
Ármanns Kr. Einarssonar, rithöfundar.
Fjölskylda Ármanns og Bókaútgáfan
Vaka lögðu fram stofnfé sjóðsins,
200.000 krónur.
Þriggja manna dómnefnd mun velja
verðlaunasöguna, sem Vaka gefur út
vorið 1986. Ekki eru sett nein ákveðin
mörk varðandi lengd sagnanna.
Handrit skulu send til Bókaútgáfunnar
Vöku Síðumúla 29,108 Reykjavík,
merkt „Barnabókaverðlaunin."
Allar nánari upplýsingar em gefnar í
síma Vöku 32800.
BARNA
BÓKA
VERÐLA UNIN
Rætt um rannsóknir á
börnum og öldruðum
LÆKNAÞING hófst í Domus Med-
ica í gær. Á þinginu, sem er aðal-
fundur Læknafélags íslands, og
námskeiði sem haldið er samhliða
því eru einkum til umræðu öldrun-
arlækningar, barnalækningar og
fjármögnun til rannsókna í læknis-
fræði. Allmargir læknar kynna ýms-
ar niðurstöður rannsókna sinna og
eru fyrirlesarar um fimmtíu.
Tveir erlendir læknar flytja
fyrirlestur á námskeiðinu: Alvar
Svanborg, prófessor í öldrunar-
lækningum og yfirlæknir við
Vasa-sjúkrahúsið í Gautaborg, og
Peter Karlberg, prófessor í barna-
lækningum, einnig frá Gautaborg.
í erindum um öldrunarlækn-
ingar verða m.a. teknar fyrir
bæklunarskurðlækningar, með-
ferð elliglapa, heilsufar og félags-
legar aðstæður aldraðra. Aðal-
umræðuefni um barnalækningar
eru vöxtur og líkamsþroski barna
og þvagfærasýkingar. Þrír ís-
lenskir læknar greina frá nýlegum
rannsóknum á vexti og kynþroska
íslenskra barna og fjallað verður
um lyfjameðferð, skurðaðgerðir,
meðfædda galla og langtímahorf-
ur þvagfærasýkingar barna.
I frétt frá Læknafélagi íslands
segir að allmargir læknar hafi
óskað eftir að fá að kynna efni
með frjálsum erindum eða á
spjöldum. Algengt er á fjölmenn-
um læknaþingum erlendis að er-
indi séu kynnt á spjöldum, oft í
máli og myndum, og eru höfundar
viðstaddir til að svara fyrirspurn-
um. Slíkt er nú í fyrsta sinn reynt’
á læknaþingi í nokkrum mæli.
Alls eru 15 efni kynnt á spjöldum
og flutt 19 frjáls erindi. Fjalla
þessi erindi m.a. um ónæmisfræði,
smitsjúkdóma, atvinnusjúkdóma,
lýtalækningar, lyflæknisfræði og
öndunarfærasjkdóma.
Fyrirlestur í Háskóla
íslands:
Áhrif írskrar
kristni á ís-
landi á 10. öld
MIÐVIKUDAGINN 25. september
nk. flytur Dr. Jón Hnefill Aðalsteins-
son fyrirlestur á vegum Félagsvísinda-
deildar Háskóla Islands sem hann
nefnir „Áhrif írskrar kristnir á íslandi
á 10. öld“.
Hann mun birta þar í fyrsta
skipti niðurstöður rannsókna á
þessum vettvangi sem um sumt má
ætla að þyki nokkuð nýstárlegar.
Fvrirlesturinn verður haldinn í
Odda (gegnt Norræna húsinu),
stofu 101 og hefst kl. 20.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
(Fréttatilkynning:)
Síöasta innritunarvika
Ofnfastur steinleir í hæsta gæðaflokki. Sænskt hand-
verk eins og það gerist best.
Innritun daglega kl. 2—5 í skólanum, Stórholti 16,
sími 27015. Upplýsingar á öörum tíma
ísíma 685752.
Póstsendum
KOSTA BODA
Bankastræti 10, sími 13122.