Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 i 1985 Umversai Press Syndicate (p-2lo_____________________________________ „ Hvernig 9«kk |?cr á. megrunarhieUna ?* Ást er... ... að halda í það sem þú hefur. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate Óheppinn er ég. Búið að selja bókina, sem ég var byrjaður á! HÖGNI HREKKVÍSI ii J/€ JA, HéR. KEMIJR BESTI vipskiptavinurinm." Fræðslumyndir og áróður íslendingur skrifar: í Velvakandadálkum Morgun- blaðsins birtist bréf fyrir nokkru frá Agnesi Ingvadóttur, Akureyri, með athugasemd við bréf þess er þetta ritar og hafði birst í Velvak- anda skömmu áður. Það bréf var undir fyrirsögninni Sjónvarpið og Víetnam. Ekki tekur „fslendingur" því illa að honum sé svarað, þótt í formi athugasemdar sé. Það er einmitt einn af þáttum lýðræðisins að hafa fullan rétt á að gera athuga- semdir við hvað eina. Og auðvitað hefur enginn einn rétt fyrir sér, fremur en annar. íslendingur tekur ekki nærri sér gagnrýni á Bandaríkin, en áróður sem stundum er hafður uppi í þessu landi, einkum í ríkisfjöl- miðlum og ekkert síður í sjónvarp- inu, er hvimleiður. Ekki síst þegar tekið er tillit til þeirrar stað- reyndar að við fslendingar erum einstaklega háðir Bandaríkjunum í miklu fleiri atriðum en svo, að við höfum yfirleitt efni á að halda uppi gagnrýni, að ekki sé nú talað um óréttmætri, á þessa vina- og viðskiptaþjóð. Það hefur aldrei verið stór- mannlegt að halda uppi andófi gegn þeim sem maður á svo að segja allt undir og er háður, af- komulega séð. Þá fyrst er viðkom- andi hefur náð því að standa á eigin fótum, kann að vera tíma- bært að láta frá sér heyra. Mann- legra væri þó að fara varlega í þær sakir með tilliti til fortíðarinnar. En oftast vill þó þrenna við, að orðtakið „gleymt er þá gleypt er“ eigi upp á pallborðið. Auðvitað viðurkenna Banda- Edda Geirsdóttir skrifar: Vinsamleg viðvörun til Sam- hygðarmanna. Þið hafið beðið menn að láta í sér heyra. Kæru vinir, reynið að gera ykk- ur grein fyrir að þið leikið ykkur að eldinum. Spámaður ykkar, Síló, er úlfur í sauðargæru sem fer með endursamdar kenningar úr Fjall- ræðunni. Það hafa trúvitringar eða trúarleiðtogar þessa lands fyrir löngu gert sér grein fyrir. Skoðanir Síló eru unnar upp úr Fjallræðunni og fjallræða Síló er ekkert annað en endurtekning eða útúrsnúningur. ríkjamenn Víetnamstríðið og rifja það upp öðru hvoru, eins og gert var í tímaritinu Newsweek. Fáir eru raunsærri en Bandaríkjamenn og hika ekki við að ræða viðkvæm atriði í þjóðlífi sínu og mistök. Engin þjóð hefur oftar rifjað upp kjarnorkusprengjurnar á Jap- an 1945 og afleiðingar þeirra, eins og Agnes getur réttilega. Hitt verður lengi deilt um, hvort þær hörmungar sem sprengjurnar ollu urðu ekki einmitt til þess að koma í veg fyrir fleiri slíkar sprengingar á menn og mannvirki. Við þessar sprengingar kom í ljós, hver eyði- leggingarmátturinn var mikill, ekki fyrr. Hefði hann ekki verið þekktur má fullvíst telja, að síðar hefðu skeð hörmungar enn verri þeim í Japan. Og auðvitað er umfjöllunin um þessi atriði, frásögn og gagnrýni það sem gerir stærsta muninn á frelsi vestrænna ríkja og aust- rænna. Það segir Agnes vel. En þegar hún spyr: „Hvað mega Þjóðverjar þá segja?" Þá er ég þeirrar skoðunar að þar sé um tvennt ólíkt að ræða, aðgerðir Bandaríkjamanna í Víetnam, sem var umbeðin aðstoð annars tveggja ríkja Víetnams (Suður- Víetnam) og árásin á Hiroshima og Nagasaki til að ljúka heims- styrjöldinni og koma þar með í veg fyrir fórnir, e.t.v. hundruða þúsunda manna. En Þjóðverjar hófu heimsstyrjöldina síðari og sú þjóð var sek öll, að langmestum hluta. Þar fylgdu langflestir þeirri stefnu Hitlers, að leggja undir sig lönd og lýði og stefna að þúsund ára ríkinu. f þeim myndaflokkum sem nú er Þið hafið haldið því fram að Samhygð sé ekki trúflokkur, en þar kemur til afdráttarlaus af- neitun Guðs og barátta gegn kúg- un samfélagsins og þrælahaldi. Þið hafið haldið því fram að flokkurinn sé ekki heldur pólitísk- ur. Og ef nú foreldri og afkvæmi neita að kannast hvort við annað, hvers veg’na samanstendur þá pólitíski flokkurinn af foringjum úr röðum trúflokksins. Andpóli- tískur falstrúflokkur? Byltingar- sinnaðir falstrúarmenn? Þið leikið ykkur að eldinum. einmitt verið að sýna frá gangi heimsstyrjaldarinnar, frá sjón- arhóli Þjóðverja, má einmitt heyra viðhorf þeirra foringja sem kvaddir eru til frásagnar. Þeir eru enn stoltir! „íslendingur" er sammála Agn- esi, er hún ræðir svo íslenska sjón- varpið og val þess á svokölluðum fræðslumyndum, að ástæðuna telji hún vera þá að sjónvarpið fái þetta efni gefins. Hún ber einnig saman breska sjónvarpið og það íslenska, og þar minnist hún á skólasjónvarp og fræðsluþætti á morgnana í því breska og og svo fjölbreytta dagskrá af barnatímum og teikni- myndum síðdegis. Og síðan komi kvöldsýningarefni sem henti allri fjölskyldunni og sé hreint afþrey- ingar- eða spennuefni til afslöpp- unar fyrir fullorðið fólk, að vinnu- degi loknum. Já, það má til sanns vegar færa að íslenska sjónvarpið miðlar fólki ekki miklu efni né skemmtilegu. Mestmegnis útsölurusl. Undir það skal tekið. Sannleikurinn er sá að sjónvarp getur aldrei orðið annað en miðill fyrir afþreyingu og skemmtiefni. Skólasjónvarp verður aldrei af neinu viti. Geta menn ímyndað sér fólk, sem situr fyrir framan sjón- varp með penna í hönd og blað fyrir framan sig til að skrifa á? Utilokað. Það er tæki til að hvílast við, afþreyingatæki með skemmti- efni. Svo einfalt er það. Auðvitað var íslenskt sjónvarp Ofsóknaræði gegn Suður-Afríku M.G. skrifar: Hvíti kynstofninn, sem hefir byggt upp þróttmikið iðnríki í S-Afríku, á nú í vök að verjast. Hinir þeldökku vilja í krafti höfða- tölunnar hrifsa til sín öll völd, flæma hvíta úr landi og hirða eigur þeirra — alveg eins og gerðist í Ródesíu fyrir allmörgum árum. Þeir hafa alla heimspressuna á sinu bandi, og linnir hún ekki lát- um gegn forystumönnum hvítra. En hvað gerðist í Ródesíu? Fékk það land lýðræði og mannréttindi? ó-nei, það fékk svartan einræðis- herra og harðstjóra, sem hefir boðað eins-flokks kerfi og afnám alls frelsis. Hið sama mun verða upp á teningnum í S-Afríku, ef hvítum tekst ekki að verja réttindi sín. Vinsamleg viðvörun til Samhyggðarmanna Þessir hringdu . . Ryðhreins- andi efni Hafnfirðingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það var verið að spyrja fyrir skömmu um efni til að ná ryði úr fatnaði sem heitir „Magica Rust Spot Remover" og það var verið að spyrjast fyrir um hvar það fengist. Það vill þannig til að ég hef þurft á efni að halda í þessum tilgangi og þekki til eins dansks efnis sem heitir „Magica töjrust fjerner“. Þetta efni fæst reyndar hvergi hérlendis en það er hægt að fá það í flestum stðrmörkuð- um í Danmörku. Ég hef fengið fólk til að kaupa þetta efni fyrir mig þegar það hefur farið út og þetta er efni sem vinnur alveg 100%. Leirutangi í Mosfells- sveit ill- færastur Hálfdán Steinþórsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það lét einhver manneskja þá skoðun í ljós að einn illfærasti vegur landsins væri vegurinn fyrir ofan Fossvogskapellu. Ég er nú ekki aldeilis sammála henni. Ég veit um einn miklu verri, Leirutanga í Mosfellssveit, og við hann býr fjöldi fólks. Góð þjónusta í OFNKO Guðmundur Einarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar til að koma á framfæri þakklæti fyrir góða þjónustu í OFNKO. Þannig var mál með vexti að ég keypti þrjá ofna hjá þeim fyrir skömmu og mældi út fyrir þeim sjálfur. Það kom síðan á daginn eftir að ég hafði fengið ofnana að einn þeirra passaði ekki í og var það mínum mælingum að kenna. Ég hringdi í fyrirtækið og þeir voru svo greiðviknir að taka sér að smíða annan ofn án þess að taka aukagreiðslu fyrir það og finnst mér það alveg stórkost- legt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.