Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985 15 Hópferðabílar Helga Péturssonar 50 ára — Eftir Arna Helgason StTkkishólmi, 11. september. Arin fyrir síðustu heimsstyrjöld gáfu fólki almennt ekki mikið til- efni til bjartsýni. Heimskreppan hafði dunið yfir með allar sínar ógnir. Afurðasölumöguleikar voru ekki beysnir og tekjur manna gátu ekki verið minni. Yfirleitt gat þá enginn öfundað annan. Það voru bjartsýnismenn sem á þeim tíma hófu rekstur. Árið 1935 var þar engin undantekning og þeir sem lifðu þá tíma muna lítinn lúxus. Því er á þetta minnst að nú þessar mundir heldur eitt af farsælustu fyrirtækjum okkar Snæfellinga upp á 50 ára starf, starf sem farið hefir vaxandi ár frá ári óg gæfan hefir vakað yfir enda þannig til þess stofnað. Ég man það að er ég kom hingað á Snæfellsnes fyrir 43 árum var starf mitt þannig að ég hafði sam- band við flesta íbúa og áberandi hér og þá ekki síst þá sem fylltu mann kjarki og útilokuðu allan bölmóð og vantrú á hlutunum. Ég man að enn eimdi eftir af undrun héraðsbúa yfir glæfraskap Helga Péturssonar, Helga í Gröf eins og hann var daglega nefndur, er hann fækkaði fé sínu til að kaupa bifreið til að bæta samgöngur við Snæfellsnesið og fæðingarsveit sína Miklaholtshrepp. Vegirnir voru ekki til að ýta undir bjart- sýnina, því þær slóðir sem þá voru eknar voru ekki glæsilegar í þá daga og þegar ég ek þessar sömu leiðir nú vakna þær spurningar oftar og oftar í huga minn, hvern- ig þessir menn hafi farið að því að komast leiðar sinnar. Að aka þessar slóðir var oft mikil fyrirhöfn. Helgi Pétursson var bara venjulegur bóndi, sem ólst upp við gamlar og grónar venjur í heyvinnslu, kunnastur hrífu og ljá og átti sitt undir ár- vekni og iðjusemi. Hesturinn dugði vel í blessaðri sveitlnni. Og byltingar þær sem á öllu hafa orð- ið síðan á þessum fáu árum er ekki hægt að nefna án undrunar. Það vildi til að Helgi stóð ekki einn. Kona hans, Unnur Hall- dórsdóttir, var sami glanninn og undrunarefni sveitunganna og hvatti hann meira en latti. Helgi fékk síðan árið 1935 sér- leyfi milli ólafsvíkur og Borgar- ness og þá um leið var stefnan tekin. Umsvifin voru í lágmarki en erfiðið og kjarkurinn þeim mun meiri. Og ekki leið á löngu þar til samferðamennirnir þökkuðu fyrir hjálpina. Fyrstu veturnir gerðu strik í reikninginn og fljótt var að fenna á vegi. Það hafði þau áhrif að hvetja Helga fremur en letja og ég man að hann átti alltaf bros með sér út í bylinn. Fyrsti bílinn var Ford-boddy-bíll, þótti gífurlegur farkostur. Þá datt engum í hug að telja farþega sem fluttir voru á ári hverju. Það er ekki fyrr en 1949 að farið er að fylgjast með því og voru þeir þá nærri 700. Árið 1944 er leiðin lengd og nú farið á Akra- nes og það er ekki fyrr en 1946 að hægt er að lenga leiðina til Reykjavíkur. Og enn gera veturnir strik í reikninginn. Reynt var að endur- nýja og skipta um farartæki, sem gekk vonum framar og einnig að afla hópferða. Það er fyrst árið 1970 að daglegar ferðir verða milli Ólafsvíkur, Hellissands og Revkjavíkur á sumrin. Árið 1972 kaupir fyrirtækið Bif- reiðastöð Stykkishólms og tekur við sérleyfisleiðum þangað. Þar með voru komnar áætlunarferðir í öll kauptúnin á Snæfellsnesi, en ekki leið á löngu áður en umsvif urðu meiri, vegir höfðu þá farið batnandi og nú síðustu tvö árin hefir engin áætlunarferð fallið niður vegna sjóa. Sumaráætlun allt árið, á hverjum degi fram og til taka auk þess margar auka- ferðir, allt til þæginda viðskipta- vinum og má það sérstakt heita þegar þess er gætt að fólksbifreið- um hefir öll árin fjölgað í hundr- aða tali. Helgi var heppinn. Drengirnir hans fengu mikinn lærdóm í gegn- um hans starf og gæfan var að þeir fetuðu í fótspor föður síns og gengu þar feti framar. Þeirra hugsun var að halda merki braut- ryðjandans á lofti og það hafa þeir gert með sóma. Móðir þeirra hefir í mörgu verið þeirra bakhjarl og það kunna þeir að meta. Árið 1953 voru farþegar yfir 3 þúsund og í fyrra rúmlega 19 þúsund. Þessar tölur tala sínu máli. Þá má ekki gleyma öllum þeim pökkum sem komið hafa með rútunni og sú þjónusta sem aldrei verður metin og pósturinn skiptir tugum tonna. Rútan er ómissandi tengiliður við Snæfellinga og aidrei þarf hún að reikna út flugveður og merkilega stundvís er hún. Þrír synir Helga hafa veg og vanda af rekstrinum. Halldór, Hilmar og svo Haukur sem er „rekstrarstjóri". Þeir eru allir samtaka, hafa jafnan trausta og góða ökumenn og aldrei heyri ég um árekstra á þeim bæ. 16. þessa mánaðar hefði Helgi orðið 80 ára hefði hann lifað. Hann lést í blóma lífsins og í önnum í far- sælu starfi, en merkið stendur sem mikill hluti af lífi Snæfell- inga. Það hefir verið mér ánægjuauki að geta fylgst með þróun Hóp- ferða HP um árin og sjá fyrirtæk- ið veita meiri og meiri þjónustu. Það byrjaði í smáum stíl en á nú marga góða og glæsilega vagna. Ég vil nota þetta tækifæri og flytja fyrirtækinu og fjölskyld- unni innilegar þakkir fyrir liðin ár og þann veg sem Snæfellingar hafa öðlast í sögunni af þeirra hálfu, og biðja velfarnaðar í kom- andi framtíð. Samskipti okkar hafa verið á einn veg til gagns og ánægju og munu svo fleiri mæla. Því margir eiga góðar minn- ingar um ferðalög með Helga og þeim bræðrum. 50 ára áfanginn er liðinn. Nýr áfangi með nýrri tækni og ennþá meiri þjónstu er í sjónmáli. Arni Helgason Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Vitað er að andleg líðan og sjálfsöryggi er mikilvægt fyrir einstaklinginn í starfi og einkalífi. Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaöa persónulegan stfl þeir hafa í samskiptum • Hvernig sérstæð reynsla einstaklingsins mótar hann. • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig má greina og skilja fjölskyldutengsl • Hvernig ráöa má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræði stöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12. SKÁK SK0LINN Haustnámskeið hefjast 1. október Kennsla fyrir alla aldurshópa: Manngangsflokkur Byrjendaflokkur Framhaldsflokkur I Framhaldsfiokkur II Nýjung: Skákæfingar fyrir fullorðna Kvöldnámskeið sem einkum eru ætluð þeim sem hafa yndi af tafli en hafa lítiö sinnt skákbókum. Fariö er yfir algengustu byrjanir og teflt undir handleiðslu kennara. Sex skipti, vikulega, þrjár klst. í senn. Sérnámskeið/fjöltefli Skákskólinn útvegar leiðbeinendur á sérstök námskeið í fyrirtækium eða hjá félagasamtökum jafntá höfiiðborgarsvæðinu sem úti á landi. Við erum ekki síður tilbúnir í fjöltefli hvar sem er á landinu! Innritun virka daga kl. 17-19, laugardaga og sunnudaga kl. 14-19. Innritunarsíminn er 25550. Klúbbfélagar Skákskólans fá 10% afslátt. Systkinum er einnig veittur 10% afsláttur. Laugavegi 51 -simi 25550 Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson Jón L. Amason, Margeir Pétursson SKAKSKOLMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.